Morgunblaðið - 25.11.1983, Side 8

Morgunblaðið - 25.11.1983, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1983 Verkalýðsfélag Akraness: Kvennadeildinni skipt í tvennt FIMMTA sérdeildin hefur verið stofnuð f Verkalýðsfélagi Akraness, iðjudeild kvenna. Þegar trúnaðarráð félagsins hefur staðfest stofnun deild- arinnar hefur verkakvennadeild fé- lagsins þar með verið skipt í tvennt. Aðrar deildir í félaginu eru sjómanna- deild, vélstjóradeild og verkamanna- deild. Ákvórðun um stofnun þessarar nýju deildar var tekin á aðalfundi verkakvennadeildarinnar nýlega, skv. þeim upplýsingura, sem Morgunblað- ið hefur aflað sér. Talsverðar deilur urðu um stofn- un þessarar nýju deildar á aðal- fundinum. Ekki er endanlega ljóst hve fjölmenn hún verður en í henni munu verða konur á prjóna- og saumastofum og konur i niðursuðu- iðnaði á Akranesi. Guðlaug Birgis- dóttir hefur verið tilnefnd sem for- maður nýju deildarinnar, sem bíður staðfestingar trúnaðarráðsins. Sigrún Clausen var kjörin for- maður verkakvennadeildar Verka- lýðsfélags Akraness á aðalfundin- um. Tillögur komu fram um þrjár konur í formannssaetið; þær Sig- rúnu, Bjarnfríði Leósdóttur og Málfríði Valdimarsdóttur. Bjarn- fríður gaf ekki kost á sér og var þá kosið á milli Sigrúnar og Málfríðar. Var Sigrún kosin með 64 atkvæðum en Málfríður fékk 49 atkvæði, skv. upplýsingum Morgunblaðsins. Nokkrir seðlar voru auðir og ógild- ir. Bladburóarfólk óskast! Austurbær Ingólfsstræti og Neðstaleiti Ármúli Þingholtsstræti JltagmiMiiMfr Velúrgallar — Velúrsamfestingar — Velúrsloppar — Velúrheimakjólar Stæröir 38 til 46. Kreditkortaþjónusta - Póstsendum. lympíc Laugavegi 26, Glæsibn, sími 13-300. sími 31-300. Útlitsteikning, austurhlið. Vinstra megin er kattahúsið, hægra megin hús fyrir skrifstofuaðstöðu dýralæknis og starfsfólks. Kattahótcl að rísa Nauðsynjamál segir Svanlaug Löve formaður kattavinafélagsins Grunnteikning hússins þar sem sjá má aðstöðu dyralæknis, hluta af starfs- mannaíbúð og „hótelherbergi** kattanna. Kattavinafélagið hefur hafist handa við byggingu kattahótels að Stangarhyl 2, Artúnsholti. Þetta hús mun verða það fyrsta sinnar tegund- ar á íslandi, verður pláss þar fyrir 109 ketti, aðstaða fyrir dýralækni og íbúðir fyrir starfsfólk. „Þetta er mikið nauðsynjamál, því alltaf vantar pláss fyrir dýr- in,“ sagði Svanlaug Löve, formað- ur kattavinafélagsins. „Við sóttum um lóð fyrst fyrir fimm árum en fengum ekki úthlutun fyrr en þrem árum síðar. Teikningar af húsinu eru tilbúnar og byrjað er að grafa fyrir grunni þess. Verður þarna gott pláss til að taka i geymslu ketti fyrir fólk sem er veikt eða í ferðalögum og til að veita óskiladýrum skjól. Þau síð- arnefndu munu þó ganga fyrir því tiigangur kattavinafélagsins er að stuðla að því að allir kettir hafi húsaskjól, mat og gott atlæti. Er við stofnuðum félagið fyrir átta árum og var ástandið svo hræðilegt að maður fór varla svo út að maður rækist ekki óskilakött illa til reika af kulda og hungri. Mikil breyting til batnaðar hefur síðan orðið, ekki sist eftir að við komum á eyrnamerkingum fyrir ketti því hægt er að finna eiganda dýrs, sem þannig er merkt, sam- stundis. Ári efir stofnun félagsins opnuðum við hér geymsluaðstöðu og hef ég síðan geymt hátt í tvö þúsund dýr. óskiladýr hafa verið um helmingur, en þau neyðumst við til að láta dýralækni aflífa ef hvorki finnst eigandi né nýtt heimili. Hingað hringir fólk ef kettir týnast og láta vita þegar þeir eru fundnir. Á sumrin svara ég stundum í símann 30 sinnum á dag og hef stundum verið hér með 20 ketti í heimili. Eftirspurn eftir geymslu er svo mikil að við sjáum hvergi fram úr því og er því langt síðan að við ákváðum að byggja þyrfti hús undir slíka starfsemi. Við vitum enn ekki hvað þetta kemur til með að kosta. Húsið verður allt steypt upp í einu en síðan mun frágangur á katta- geymslunni og dýralæknisaðstöð- unni ganga fyrir, svo við getum tekið þetta allt í notkun í einu. Fé til framkvæmda tökum við til að byrja með úr Nórusjóði sem stofn- aður var 1978 með 100.000 króna gjöf í minningu kattarins Nóru. í hann hefur runnið allt það fé sem félaginu hefur verið gefið og sem safnast hefur. Sjóðurinn borgar náttúrulega ekki alla bygginguna heldur munum við fara í auknum mæli út í fjáraflanir og treystum f þvi sambandi á að kattavinir og velunnarar sýni vilja sinn i verki og leggi máli þessu lið, dýrunum til blessunnar og mönnunum til sóma. Svar við ósannindum náms- stjórans í samfélagsfræði í grein Erlu Kristjánsdóttur, námsstjóra í samfélagsfræði, í Mbl. 24. nóv. er látið að því liggja að viðtal mitt við hana, sem birtist í Mbl. 13. nóv., sé tilbúningur minn, og fæst komi þar fram sem okkur hafi farið á milli. Þetta eru hrein ósannindi, og lítilmannleg að auki. Flest atriði sem bar á góma í viðræðu okkar komu fram í viðtal- inu, og hafi Erla haft áhuga á því að láta önnur atriði koma fram eða fella einhver brott, hvers vegna gerði hún það þá ekki? Staðreyndin er sú að Erla las við- talið gaumgæfilega yfir, og það meira að segja í félagi við náms- stjóra í samfélagsfræði neðri bekkja. Hún virtist ánægð með það, og gerði aðeins fáeinar orða- lagsbreytingar, sem að sjálfsögðu komust til skila. Ljósmyndari frá Mbl. var auk mín viðstaddur yfir- lesturinn, og getur borið vitni um hptto ot»*íÁ! , _ Að sinni hef ég ekki í hyggju að svara öðrum dylgjum í minn garð, hvorki frá námsstjóranum í sam- félagsfræði né fyrirrennara henn- ar, Invari Sigurgeirssyni (DV 23. nóv.), en miðað við grein hans er það fyrir neðan virðingu mína að skiptast á skoðunum við hann. I umræðum um íslandssögu- kennslu í grunnskólum að undan- förnu hefur ekki einu einasta efn- isatriði í grein minni í Mbl. 13. nóv. verið hnekkt. Kjarni málsins er sá að námsskrá i samfélags- fræði gerir ekki ráð fyrir því að nemendur á skyldunámsstigi öðl- ist yfirlitsþekkingu á öllum öldum íslandssögunnar. Þeir munu að- eins fá fræðslu um fá, afmörkuð tímabil. í annan stað á inntak námsefnisins að vera annað. Það er öðruvísi íslandssaga sem nem- endur eiga að læra í samfélags- fræði en sú sem kennd hefur verið. Samfélagssaga, saga atvinnuvega, lífskjara og þjóðhátta á að leysa hefðbundna atburðasögu, sögu merkra viðburða í stjórnmálum, félagsmálum og menningarmál- um, af hólmi. Eg vil að lokum játa á mig eina yfirsjón. í viðræðu okkar Erlu Kristjánsdóttur kom fram að mik- il eftirspurn væri eftir efni um „friðarmál" til notkunar í samfé- lagsfræðikennslu í grunnskólum. Því miður láðist mér að láta þetta koma fram i viðtalinu, en ekki er ólíklegt að ýmsum kunni að finn- ast að þetta atriði segi allt sem segja þarf um raunverulegt eðli samfélagsfræðinnar. Guðmundur Magnússon, blaðamaður. Samvinna um smíði 15 tonna fiskibáta HAFIN er samvinna milli Bitalóns hf. Hafnarfirði og Skipasmíöastöðvar Guðmundar Lárussonar á Skaga- strönd, um siði á 15 tonna alhliöa fiskibátum úr plasti. Skipasmíðastöð Guðmundar smíðar skrokkinn og afhendir með stýrishúsi, tönkum og skilrúmi en Bátalón mun innrétta stýrishús og lúkar, setja niður vélar og öll tæki og ganga frá rafmagni. Bátarnir eru hannaðir fyrir rækju-, skel- og krabbaveiðar og munu fyrstu þrír verða tilbúnir fyrir 1. mars næstkomandi. Auglýsing til bænda Höfum nú fyrirliggjandi sérframleitt þaramjöl til fóð- urs. Pakkaö í 25 kg pappírspoka og veröiö er kr. 8,00 pr. kg. Vinsamlegast geriö pantanir sem fyrst í símum 93-4740 eöa 91-16299. Þörungavinnslan hf., Reykhólum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.