Morgunblaðið - 25.11.1983, Síða 13

Morgunblaðið - 25.11.1983, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1983 13 það fáorðir þótt ungmenni, at- hvarfslaust, lendi í öngstrætum eymdar og hungurs á erlendri grund, og hverfi úr tilverunni. Tíminn leið, — og það er ætíð til nóg af honum og sér ekki fyrir endann á eftir því sem okkur er sagt, — en ungur maður í útlönd- um, sem ætlar að verða frægur, má engan tíma missa, og það sér á. Ekki eru mörg ár liðin er fréttir fara að berast heim til íslands um þau ótíðindi að Kristmann sé að skrifa og gefa út bækur á móð- urmáli Norðmanna, sem dómbær- um mönnum þar þyki eftirtektar- verðar og eigi bækur þær miklum vinsældum að fagna með norskum lesendum. Árlega birtast skáld- sögur Kristmanns, og nefni ég nokkrar með þeim heitum er þær síður hlutu í þýðingu: Brúðarkjóll- inn, 1927, Ármann og Vildís, 1928, Morgunn lífsins, 1929, Ströndin blá, 1931, Góugróður, 1933, Bjart- ar nætur, 1934, Börn jarðar 1935 og er þó sleppt úr. Þetta skeður á einum áratug. Kristmann Guð- mundsson er orðinn virtur og vin- sæll skáldsagnahöfundur í dvalar- landi sínu, Noregi, og bækur hans þýddar á tugi tungumála. Ævin- týri hafði gerst, sem fáa óraði fyrir, en slíkur er háttur ævintýra. „Himinn, skýjum hulinn, hvelfist móðudökkur yfir djúpin dulin; dynur strengur klökkur yfir björtum bárum. Ber sem kvak að sandi óm frá liðnum árum æsku minnar landi.“ (K.G.) Kristmann Guðmundsson snýr aftur heim til íslands sumarið 1939, rétt fyrir heimsstyrjöldina síðari, eftir fimmtán ára dvöl er- lendis, með rösklega tylft skáld- sagna að baki og nokkurt skotsilf- ur í skreppu sinni. Kristmann Guðmundsson átti eftir að skrifa margt eftir að hann settist að hér heima. Hann þýddi sumar bóka sinna á íslensku, samdi skáldsögur, stærri og meiri að umfangi en áður og skrifaði ævisögu sína í fjórum bindum, merkari bók en samtíð hans hefur enn tekið eftir. Hér er um enga upptalningu að ræða á verkum Kristmanns Guðmundssonar og sumar sögur hans er ég nefni ekki eru máske merkastar alls þess er hann skrifaði. Ég kynntist Kristmanni nokkuð í gegn um sameiginlega kunningja og í störfum í Félagi íslenskra rit- höfunda um áratugaskeið. Sú kynning var mér skemmtun og lærdómur sem ég þakka. En þó er mín þökk til Kristmanns Guð- mundssonar fyrst og fremst mót- uð af þeirri hrifningu er ég varð fyrir ungur maður er ég las á norsku hinar fyrri sögur hans. Sú snerting varir enn sem lýsigull í hugskoti mínu. Því vil ég mæla fram þessi þakkarorð nú, þegar hann er allur. „Sæt er angan úr sölnandi gróðurhögum; sefur nú bylgjan frammi við lága strönd; öll náttúran glitrar, eins og á æskudögum, frá efstu brúnum að hafdjúpsins sjónarrönd. En ilmandi þögnin birtir mér óminn bjarta af brimi lífsins, er flæða skal endalaust, og fögnuður vorsins fyllir mitt unga hjarta, þótt fölni laufið og bráðum sé komið haust.“ (K.G.) Haustið var löngu komið í ævi Kristmanns Guðmundssonar er hann beið sitt endadægur. Garpur var hann, rómantískur bjartsýnis- maður, dulhyggjumaður og við- kvæmt karlmenni. Hugheila þökk á hann fyrir auðgun íslenskra bókmennta. Dætrum hans, börnum þeirra og barnabörnum flyt ég samúðar- kveðju. Indriði Indriðason Saga Kristmanns Guðmunds- sonar er dæmigert ævintýrið um karlssoninn í Garðshorninu sem heldur með staf og mal á vit drauma sinna, hlýtur kóngsdótt- urina og hálft ríkið móti kóngin- um, föður hennar, og allt eftir hans dag. Ég leyfi mér að fullyrða að í heild hafi hann skipað sæti sitt með prýði, hvað sem kald- dæmir landar hans hafa sagt. Kristmann er jafnaldri og sam- ferðamaður hins glæsta hóps listamanna sem komst til manns í lok hinnar fyrri heimsstyrjaldar. Dauði þúsunda ungmenna skóp þeim sem eftir lifðu í okkar heimshluta ákafan lífsþorsta og gæddi þá rómantískri sýn á fram- tíðina þar sem tár og blóð þekkt- ust ekki meir en ástir og fegurð réðu þúsundáraríki friðar og vel- sældar. Kristmann fetaði ungur í fót- spor skálda fornsagnanna, sigldi austur um haf í leit að fé og frama og varð ótrúlega sigursæll. Eftir furðu skamma dvöl í Noregi fóru bækur hans að koma út á máli þeirrar þjóðar og er talið að hann hafi þá þegar haft á því gott vald. En þessi íslenskublandna norska Kristmanns í fyrstu bókum hans hefur mér alltaf þótt mjög skemmtileg. Frami hins unga karlssonar varð mikill; urðu bækur hans skjótt víðlesnar og þýddar á fjölda tungumála. Hann talaði eins og flestir skáldbræður hans hér heima tungu síns tíma. Þjóðfé- lagsleg gegnumlýsing var ekki þeirra viðfangsefni heldur hin fagra veröld, hin bláa strönd æskudrauma og lífsgleði sem þjóð- irnar höfðu nær tapað sjónum á í myrkri stríðsáranna. Nú vöknuðu þær til lífs með tvíefldum krafti og þrátt fyrir fátækt sína sá þjóð okkar fram úr aldalöngum vetri. Það voraði upp úr 1918. Ég held að skáld þessara ára verði aldrei til fulls skilin af öðr- um en þeim er lifðu þessa tíma og gengu við hlið þeirra inn í sumar- ið. Kristmann varð samstiga þeim, heimaskáldunum, þótt hann dveldi erlendis. Þar naut hann sín til fulls, virtur rithöfundur, glæsi- menni í sjón, gleðimaður og eftir- sóttur félagi og veislugestur við hirð listgyðjunnar. Víst er að þó Island hafi verið honum naumgjöful fóstra ungum og fálát um of þá vildi hann vinna því hvað hann mátti. Hans sigur var ættjörðinni unninn um leið og sjálfum honum. Og seiðþung heimþráin yljaði sögur hans. Þessi seiður dró hann loks heim í fang fóstrunnar og ekki hafði blíðlæti hennar aukist við börn sín. Heimkoman olli þessum ævintýrasveini vonbrigðum eins og margir slíkir hafa orðið að reyna. Það voru komnir nýir tím- ar, köld raunhyggja í stað drauma. Sá sem ekki er með mér er á móti mér, var viðlag tímans. Og aldahvörfin miklu í veröld lista, stríðsárin síðari, settu lukkuriddara frá lokum hinna fyrri út í horn. Hve fagurlega sem þeir þreyttu enn svanasöng sinn kafnaði hann í gný vélaldar. Ég kynntist Kristmanni ekki að neinu ráði fyrr en við hjónin flutt- um í Hveragerði árið 1950. Hann hafði þá búið þar nokkur ár og komið sér vel fyrir. Hann bjó þessi ár með Svövu Aðalsteinsdóttur, hinni ágætustu konu, og leið að flestu leyti vel. Kristmann var starfsmaður mikill, ritaði skáldsögur, bóka- dóma og fleira. Hann vann þá öll sumur í hinum fagra jurtagarði er hann hafði komið sér upp og jók við sumar hvert með eindæma umhyggju. Hann kallaði bústað sinn Garðshorn og mun hafa haft ævintýrið góða í huga. Þar tók hann á móti miklum fjölda gesta, ljúfur og reifur, sýndi þeim garð- inn með ánægju, enda margir gestanna komnir beint til að sjá hann. Kristmann var í eðli sínu manna bestur heim ,að sækja, fróður og frásagnaglaður. Við bjuggum við sömu götu og hitt- umst nær daglega þessi ár, vorum heimagangar hvor hjá öðrum. Hann vildi mér í öllu vel, tiðast veitandinn, víðförull og bókfróður sem hann var, og ég finn mig í þakkarskuld við hann eins og aðra Hvergerðinga; vitanlega ekki síst þá er staðurinn fékk af nafnið „Iistamannanýlenda“. Þeir ganga óðum á vit feðra sinna þessir glæstu sveinar er brugðu rósrauðu skini á árin milli stríða. Við sem ólumst upp í þessu skini og urðum þeim samferða nokkurn spöl gleymum því ekki og lítum til baka undan skuggaskýj- um nýs stríðs með djúpum sökn- uði. Þökk sé Kristmanni Guðmunds- syni og öðrum listamönnum þess- ara ára fyrir að vera það sem þeir vóru. Kristján frá Djúpalæk Kveðja frá Rithöfunda- sambandi íslands Það er skammt stórra höggva á milli þegar Kristmann kveður okkur skyndilega og heldur á eftir Tómasi Guðmundssyni. Þeir voru ólíkir menn og ólík skáld, en báðir umluktir sterkum ævintýraljómi í augum íslensku þjóðarinnar. Kristmann fetaði í fótspor Jó- hanns Sigurjónssonar, Gunnars Gunnarssonar og Guðmundar Kambans, brá sér til útlanda eins og ekkert væri sjálfsagðara en ís- lenskur höfundur sigraðist fyrir- hafnarlaust á torfærum nýs tungumáls og legði heiminn undir skáldskap sinn. Fyrsta skáldsaga hans Brúðarkjóllinn kom út á norsku 1927, og á örfáum árum tókst honum að verða einhver vinsælasti höfundur í Noregi. Það eru ekki margir íslenskir höfund- ar sem geta státað af stærri né víðari lesendahóp. Ekki var laust við að þessir menn væru litnir hornauga fyrir að hverfa úr landi. En eftir á að hyggja færði þor þeirra íslenskri menningu ómet- anlega gjöf í tvennum skilningi. Annars vegar vöktu þeir athygli heimsins á landi og þjóð og sagna- skáldskap okkar, og hins vegar áttu þeir mikinn þátt í að skapa íslenskri menningarvitund það sjálfstraust sem er forsenda þess auðuga lista- og menningarlífs sem við lifum nú. Því er ekki fjarri lagi að líkja Kristmanni við hirðskáldin fornu sem héldu uppi reisn íslands. í Noregi. Og hann varð í hugum margra ævintýra- maðurinn mikli sem með orðtöfr- um sínum sigraði sínar eigin takmarkanir. Fyrir allt þetta flytja íslenskir rithöfundar hon- um þakkir og kveðja hann með söknuði. Aðstandendum hans öll- um og íslensku þjóðinni vottum við samúð við fráfall hans. Hins vegar er ég ekki viss um að Kristmann telji ástæðu til þess að hann sé syrgður við andlátið. Hann sagði við mig á áttræðis- afmæli sínu með glettnissvip í auga, að hann hlakkaði til að losna nú bráðum við skrokkinn á sér. Þess vegna óska ég honum heilla í því nýfengna frelsi sem ég vona að hann hafi nú öðlast. Njörður P. Njarðvík Fyrir rúmum tveim árum ritaði ég grein í tilefni áttræðisafmælis Kristmanns Guðmundssonar. Vegna þess mun ég nú einungis senda örfá kveðjuorð að dánarbeði hans til viðurkenningar á mikilli þakkarskuld vegna langrar og ljúfrar samfylgdar. Ég mun ætíð minnast þess með miklum þökkum að hafa fengið að njóta samvista við Kristmann síð- asta daginn sem hann lifði heil- brigður. Við sátum þá lengi saman í íbúð hans þar sem við rifjuðum upp fjölmargt eftirminnilegt frá hinni áratuga löngu samfylgd okkar og vináttu. Það var óþrot- legt umræðuefni. Og báðir vorum við áreiðanlega þakklátir fyrir að á þau góðkynni hafði aldrei fallið neinn skuggi. Og enda þótt ég vissi að ég var einungis einn þeirra fjöl- mörgu vina sem Kristmann batt við ævilanga tryggð þá var ég þakklátur fyrir það og hreykinn af að mega vera í þeirri sveit. Kristmann var ekki einungis hinn frábæri lagsbróðir og trausti vin- ur í mikilli gleði og djúpri sorg. Hann var einnig tryggðatröll öll- um þeim sem einhvern tíma höfðu eignast vináttu hans, örlátur, ljúf- ur, heill og hreinskiptinn. Við ræddum ekki einungis um þau mörgu ævintýr sem við höfð- um átt saman. Kristmann talaði einnig um ævintýrið mesta sem hann var fuliviss um að biði okkar handan við gröf og dauða. Ég vissi að hann var fyrir löngu farinn að hlakka til að fá að njóta þess. En vegna afkomenda sinna og ann- arra ástvina vildi hann þó mega fá að vera hér enn um stund í lang- þreyttum líkama. En hann var ferðbúinn, vonaði einungis að síð- asti áfanginn yrði honum ekki alltof þungbær. En þar sem við sátum og horfð- um inn í hið óræða rökkur fram- tíðarinnar birti allt í einu hjá okkur í íbúðinni. Tvær léttfættar telpur skutust inn. Og eftir að þær höfðu hlaupið um hálsinn á pabba sínum og kysst hann lengi og inni- lega tóku þær til við að skipta sæt- indum hans sín í milli og hjala við

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.