Morgunblaðið - 25.11.1983, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 25.11.1983, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1983 Kristmann við bókaskápinn, sem hefur að geyma eintak af öllum bókum hans á yfír 30 tungumálum. hann um sameiginleg áhugamál. Og þá fann ég að mér var orðið ofaukið. Ég hvarf á brott með minningarnar frá sameiginlegri fortíð. Eftir varð Kristmann að leik við smámeyjarnar tvær. Draumurinn um ævintýrið að baki dauða var víðs fjarri. Hin unga framtíð var ein fyrir stafni. En það eru ekki einungis börnin tvö sem mega alla tíð vera þakklát fyrir þetta ljúfa síðdegi samfund- anna hinstu. Öll þau börn sem alla tíð urðu á vegi Kristmanns munu jafnan minnast þess að enginn var þeim eftirlátari en hann. Ég hef engan mann fyrirfundið sem naut þess jafn innilega og Kristmann að vera samvistum við börn. Heimsóknir hans urðu þess vegna ekki einungis fagnaðarefni hinum fullorðnu. Þær urðu einnig hátíð barnanna. Af þessum sökum þótti öllum börnum gott að sækja hann heim, munaður að fá tækifæri til að hitta hann á förnum vegi. Aðrir munu eflaust í dag minn- ast þess frá ævi Kristmanns sem einkum verður til þess að varð- veita nafn hans á söguspjöldum. En ég rifja þetta upp nú við leið- arlok til þess að þeir sem síðar eiga eftir að fjalla um hinn fjöl- breytilega og sérstæða æviferil Kristmanns Guðmundssonar eigi einnig kost á vitneskju um þá eðl- iskosti hans sem ollu því að hann reyndist í senn ágætastur allra góðra vina fjölmargra fullorðinna og hugljúfasti leikbróðir þeirra mörgu barna sem áttu með honum samfylgd á langri vegferð. Vegna alls þessa er nú gott að mega minnast síðustu samfund- anna við kæran vin þar sem hann yljaði sér við glæður gamalla minninga um góða vináttu og brá svo um stund á leik með æskunni daginn áður en á hann féll höfginn þungi, forboði þess mikla ævintýrs sem hann hlakkaði til að fá að njóta. Sigurður Magnússon Þrem mánuðum áður en skáldið andaðist, hringdi það í þann, sem skrifar þessar línur. Það var alltaf gott að heyra í Kristmanni og alltaf gaman að heimsækja hann. Fáir menn voru betri heim'að sækja en hann. í þessu síðasta símtali kvaðst hann vilja vekja sérstaka athygli á því, að nú væri risinn upp meðal vor hörkufínn kvenrithöfundur. „Ég hætta að biðja þig að fylgj- ast vel með því,“ sagði Kristmann. Honum var greinilega alvara í huga. Hann nefndi nafn ungrar konu — og það var eins og hann hefðir fundið auðævi á eylandi, þegar hann sagði frá handriti kon- unnar, sem hann kvaðst hafa lesið vandlega. Nafn kvenrithöfundar- ins verður ekki kunngjört að sinni. Þetta síðasta spjall við þennan nafntogaða rithöfund, Kristmann, skildi eitthvað óráðið eftir eins og í rómantískri sögu, þar sem þetta hversdagslega verður að víkja úr vegi fyrir ævintýrinu. En slíkt var einmitt lífsstíll Kristmanns eða svo fékk maður á tilfinninguna frá fyrstu kynnum, sem jaðraði við vináttu, og mátti rekja allar götur til vetrarins 1948—’49, þá er hann skenkti greinarhöfundi eintak af nýútkominni bók sinni, Kvöld í Reykjavík, án þess að sá síðar- nefndi hefði unnið hið minnsta til þess annað en að sýna ungs manns stærilæti við sér eldri og reyndari mann. Síðan var ekki hægt annað en að láta sér vera á vissan hátt hlýtt til Kristmanns. Hann var mikill „raconteur" eins og sagt er um þá rithöfunda, sem kunna að segja sögur. Fáir menn sögðu betur frá en hann. Honum tókst að skapa blæ í sam- ræðum um menn og málefni og hann hafði frá mörgu að segja og var óþrjótandi brunnur af fróð- leik, hvort sem á góma bar blóma- og trjátegundir; góðan mat; sjarmerandi konur; kúltúrvínteg- undir; dulspeki og yfirskilvitlegir hlutir; myndlist eða þjóðarein- kenni íslendinga fyrr og nú. Hann var næmur á blæbrigði lífsins og gaman að eiga hann að góðkunningja, af því að hann kunni að gefa og skapa stemmu (stemningu), sem skapaði hátíð úr einfaldleikanum. Og á áttræðis- afmæli hans var hans minnzt af undirskráðum í „stemmu" til hans í Mbl. til þess að þakka honum jákvæðar stundir á heimili hans vestur í bæ við Tómasarhaga. Þá var hann sóttur heim nokkrum sinnum á nokkurra ára tímabili. Og gaman er að rifja upp gamlárs- kvöld, þegar flugeldum var skotið upp frá svölum skáldsins og blys tendruð og kínverjar sprengdir fyrir þrjú börn undirskráðs. Og þá munaði ekki nema hársbreidd, að níunda konan hans stæði í ljósum logum vegna neistaflugs í nælon- kjól hennar, vegna þess að allt í einu blés hann skarpt frá Faxa- flóa. Allt fór vel. Guð almáttugur eða kannski voru það bara vest- firzkir galdrar sem björguðu frá slysi — því fór nú betur. Síðast var Kristmann á Hrafn- istu í Hafnarfirði og þar naut hann ævikvöldsins eftir veðra- brigði lífsins. Hann stóð sig eins og hetja og hélt sinni reisn til hins síðasta. Sjálfur lifði hann margar sögur og rómana í eigin lífi. Og honum tókst alltaf að lifa tilbreyt- ingarsömu lífi — jafnvel í Hvera- gerði — hann sjálfur heimsborg- arinn bjó þar herrans mörg ár. Kristmann vann stórsigra í Noregi — „sló í gegn“ meðal þjóð- ar, sem hlaut að vera á háu kröfu- stigi í bókmenntum í landi, sem hafði alið af sér „stóra" eins og Ibsen, Björnstene Björnsson, Kiel- land og þá ekki sízt Hamsun, sem var sennilega stærstur allra, en umdeildastur. Kristmann fór ungur út í lífið og hann kom ungur til Noregs með eitt veganesti: trúna á það, að hann gæti haslað sér völl sem skáld og rithöfundur á norska tungu. Og þetta tókst honum. Hann lærði norskuna eins og mál hjartans og skrifaði norskuna svo vel, að bókmenntarýnar töluðu um, að hann næði sumstaðar í lýr- ískum köflum álíka góðum st'"l og Hamsun. Hann fékk tilfinningu fyrir norsku orðfæri eins og næmur tónlistarmaður lærir tónmennt í alströngustu músíkakademíum. Gervi-bókmenntagagnrýnendur og snobbar hafa ekki látið Krist- mann njóta sannmælis, og voru margir bókmenntamenn honum andvígir, þegar hann fluttist til íslands 1939 og réð þar um öfga- full þröngsýni. Og þó voru ekki allir undir þessa sök seldir. Sverr- ir Kristjánsson heitinn sagði, að því væri ekki að neita, að Krist- mann hefði talent. í Noregi naut Kristmann sál- rænnar næringar sem rithöfund- ur. Ef til vill var það viss fórn fyrir hann að koma heim — fórn fyrir hann sem höfund. Hann hef- ur ef til vill misst eitthvað við það. í Noregi fékk hann hljómgrunn og þar hafði hann plægt upp jarðveg til að yrkja sinn garð í bók- menntalegum skilningi. Það var gott að hafa kynnzt Kristmanni. Hann var fyrirmynd að seiglu og hetjulund. Hann skenkti undirskráðum síðustu ljóðabók sína Haustljóð, sem gefin var út í tölusettum ein- tökum í tilefni af áttræðisafmæli hans í hitt-eð-fyrra. Það hittist svo á að hann valdi eintak númer þrettán — sem ævinlega hefur verið happatala greinarhöfundar. Það var eins og Kristmann hefði vitað slíkt, því að hann kímdi á sinn hátt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.