Morgunblaðið - 25.11.1983, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 25.11.1983, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1983 23 Finnskur mynd- listarmaður í Nýlistasafninu í NÝLISTASAFNINU við Vatnsstíg verður opnuð í kvöld sýning fínnska myndlistarmannsins J.O. Mallander og ber hún yfírskriftina „Wang“. Er hún samfelld teikning, sem hann gerði sérstaklega fyrir Nýlistasafnið. J.O. Mallander fæddist í Hels- inki 1944. Hann hefur á ferli sín- um starfað sem blaðamaður og listagagnrýnandi, tekið þátt í samtökum listamanna í andstöðu, lagt stund á austræna heimspeki og ferðast víða, svo eitthvað sé nefnt. Sýningin í Nýlistasafninu stendur til 4. desember og verður hún opin alla virka daga frá kl. 16.00 til 20.00, en um helgar frá 16.00 til 22.00. Úr fréttatilkynninjfu Basar Foreldra- og styrktar- félags blindra og sjónskertra FORELDRA- og styrktarfélag blindra og sjónskertra heldur köku- basar á morgun, laugardag. Verður basarinn haldinn í húsi Blindravina- félagsins og hefst hann kl. 14.00. Basarinn er haldinn til að styrkja umferliskennara til náms erlendis, en enginn slíkur er nú hér á landi. (Jr frétUttilkynningu Þjóðminjasafn íslands: Spjallað um íslandskort Dr. Haraldur Sigurösson, fv. bókavörður, spjallar um fslandskort í Þjóðminjasafni fslands á morgun, laugardag, kl. 16.00. Erindið verður haldið í Bogasal, en þar stendur yfir sýning á göml- um íslandskortum, sem lýkur sunnudaginn 27. nóvember. Haraldur Sigurðsson er sér- fræðingur hérlendis í kortasögu og hefur samið kortasögu íslands í tveimur bindum, sem komið hefur út hjá Bókaútgáfu Menningar- sjóðs. (FrétUtilkynning) Er mennta- kerfid í molum? BANDALAG háskólamanna lýkur 25. starfsári sínu með ráðstefnu á morgun, 26. nóvember, sem fjallar um nám.s- undirbúning væntanlegra háskóla- manna, aðgang þeirra að háskóla og brautargengi. I»etta er þriðja og síðasta ráðstefnan í tilefni afmælisársins og að margra dómi sú brýnasta. Margir af forystumönnum í ís- lensku menntalifi hafa á undanförn- um árum látið í Ijós áhyggjur af gíf- urlega aukinni sókn í háskólanám, sem þróast hefur samfara mikilli fjölgun leiða til að öðlast slík rétt- indi. Mestum áhyggjum, veldur sá fjöldi ungmenna, sem innritast í há- skóla en reynist svo um megn að valda verkefnum sínum og hverfur frá eftir að hafa sóað dýrmætum tíma sínum og almannafé. Þessi gagnrýni hefur m.a. komið framti umræðum um málefni Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna að undanförnu. BHM býður öllum, er láta sig þessi mál varða, að sækja ráöstefnuna, sem haldin verður í Borgartúni 6 og hefst klukkan 10 árdegis með ávarpi Ragnhildar Helgadóttur mennta- málaráðherra. Að því loknu hefst víðtæk umfjöllun fjögurra fyrirles- ara úr hópi helstu forystumanna fs- lands á sviði langskólanáms. Þeir sem flytja erindi eru Guðni Guðmundsson, rektor Menntaskól- ans í Reykjavík, Guðmundur Arn- laugsson fv. rektor, Guðmundur Magnússon, rektor Háskóla fslands og Halldór Guðjónsson, kennslu- stjóri Háskóla fslands. Ráðstefnunni lýkur með pallborðsumræðum undir stjórn Þóris Einarssonar, prófessors. VÍÐIR Notíð tækifærið! Folaldakjöts M7"l Þessa viku getur T Menginn sleppt því að fá sér nýslátrað folaldakjöt í matinn Á KYNNINGAR VERÐI! Buff File Mörbráö Beinlausir fuglar Mínútusteik Innra læri Vöövar í 1 steik Kryddlegiö buff Gúllas Framhryggir T.bone Hakk Baconbauti Karbonaði Hamborgarar — Nýbakaö hamborgarabrauö fylgir Reykt folaldakjöt Saltaö folaldakjöt VÖRUKYNNING: CsVwllcL kartöf lu f lögur Á KYNNINGARVERÐI! Folalda AÐEINS Smárúilur Frábært lostæti Nýtt Folalda hakk í pottrétt AÐEINS or.oö oDprkg' Folalda Gúllas .00 pr. kg AÐEINS Úrbeinað nýreykt Foldalakjöt QQ.00 prk8- AÐEINS Beinlaus bití! Nautahakk 165-E •* epli Delicious fihanúm KÓKOMALT Don Pedro Appelsínur kaffi ^ 69 00 Ný SVIÐ 55-0« om _2m HamlKirgara Hangikjöt iCQ.50 hrveeur . • | ^>0.00 ^ 500 gr XXOpr-kg- A 4 kvöíd á morgun laugardag hryggur l æri 128 00 opiðlm 7 OPIÐ TIL KL. VÍÐIK AUSTURSTRÆTI 17 STARMÝRI 2

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.