Morgunblaðið - 25.11.1983, Page 33

Morgunblaðið - 25.11.1983, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1983 33 Minning: Unnur Hlíf Hildiberg Að morgni, fimmtudagsins 17. þ.m. andaðist í Landspítalanum í Reykjavík, Unnur Hlíf Hildiberg eftir langvarandi veikindi. Hún var fædd í Stykkishólmi, elsta barn hjónanna Sesselju Þorgrímsdóttur og Jóns Sigurðs- sonar Hildiberg, var hann greind- ur og gegn maður þar í „plássinu" og gerðist þar bókhaldari. Föður sinn missir Unnur Hlíf fimm ára gömul og næstu tvö árin dvelur hún hjá móður sinni eða til sjö ára aldurs, en þá verða þáttaskil í lífi hennar, því þá er henni komið í fóstur til Rannveigar Jónsdóttur, kaupakonu þar og elst hún upp til sautján ára aldurs. Þótt henni liði ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaöinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagshlaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. allvel hjá fóstru sinni, varð að- skilnaður við móður og systkini henni þungbær, þar eð lítið eða ekkert samband fékk hún að hafa við sitt fyrra heimili og markaði þetta spor í barnssálina, en sam- vista við móður sína hefði hún ekki lengi notið því að hún andað- ist fjórum árum seinna. Hver maður sem lifir langa ævi, á sína sögu að baki, margslungna og athyglisverða, hvort hann er stór eða smár í þjóðfélaginu og var svo einnig með lífssögu Unnar Hlífar. Lífshlaup Unnar verður ekki rakið hér, en víst er að ekki hefur lífið alltaf við hana leikið, en hún tók því eins og hún best kunni. Ung að árum hleypir hún heim- draganum og siglir til Kaup- mannahafnar, þar dvelur hún í sextán ár, þ.á m. hin ömurlegu styrjaldarár. Hún snýr aftur til íslands 1946 með lítinn son, Jón Hildiberg, sem er nú búsettur í Reykjavík. Unnur giftist árið 1948 eftirlif- andi manni sínum Kristjáni Jóns- syni, sjómanni frá Bolungarvík og settu þau niður heimili sitt að Sól- bergi á Seltjarnarnesi og bjuggu þar allan sinn búskap. Heimili þeirra einkenndist af snyrti- mennsku og nýtni, enda bæði ein- stök snyrtimenni. Þar sem Unnur Hlíf átti við mikla vanheilsu að stríða hin síðari ár, kom það í hlut Kristjáns að annast um hana og heimilið og gerði hann það af ein- stakri alúð og umhyggju. Ég sem þessar línur rita, hefi þekkt Unni Hlíf frá því ég var barn að aldri. Ég man hana unga og fallega stúlku, fulla lífsorku, þannig vil ég muna hana. Nú er göngu Unnar Hlífar um völundarhús lífsíns lokið, bið ég henni blessunar inn í aðra tilveru. Hafi hún þökk fyrir allt og allt. Kristjáni eiginmanni hennar, Jóni syni hennar og öðrum vanda- mönnum sendi ég samúðar- kveðjur. Elínborg Þórðardóttir Bók um íslands- leiðangur sumar- ið 1857 komin út HÖRPUÚTGÁFAN á Akranesi hef- ur sent frá sér bókina íslandsferð sumarið 1857, eftir Nils Oison Gadde í þýöingu Gissurar Ó. Erlingssonar. Umsjón með útgáf- unni hafði Þorvaldur Bragason, landfræðingur. í maí 1957 lögðu 4 Svfar af stað frá Kaupmannahöfn í rannsóknar- leiðangur til íslands og var leiðang- ursstjóri hinn kunni vísindamaður Otto Torell. í hópnum var Nils ():son, síðar læknir og prófessor í Lundi, og lýsti hann leiðangrinum ítarlega í minnisblöðum og fjölmörg- um sendibréfum, sem hann síðar felldi í samfellda frásögn. Fyrir hann voru hin almennu áhrif af landi og þjóð það sem máli skipti. Hann lýsir mannlífi og kjörum þjóðarinnar, siðum og venjum, en verður einnig tíðrætt um náttúru landsins og þá erfið- leika sem þeir félagar urðu að yf- irstíga vegna óblíðrar veðráttu og straumharðra vatnsfalla. Á Islandi dvöldu þeir fram í október og fóru á þeim tíma næst- um hringferð um landið. Torell fór síðan yfir Kjöl norður í land en Gadde fór til Reykjavíkur ásamt Cato aðstoðarmanni þeirra. Gadde hélt síðan áfram norður yfir Arn- arvatnsheiði til Akureyrar þar sem hann hitti Torell á ný, en það- an fóru þeir saman í stutta ferð til Mývatns og Námafjalls áður en þeir sigldu heim á leið. ÍSLANDSFERÐ SUMARIÐ 1857 úr minnisbtödum og brcfum frá NILS Q:SON GADDE Ferðalýsing Gadde kom fyrst út í Svíþjóð árið 1976, búin til prent- unar og með ítarlegum formála eftir Ejnar Fors Bergström og eft- irmála eftir Olov Isaksson. íslandsferð sumarið 1857 er 165 bls. prýdd fjölda mynda. Kápu- teikningu gerði Jean-Pierre Biard. Setningu, prentun og bókband annaðist Prentsmiðjan Oddi. Síðara bindið um Ljárskóga komið út SÍÐARA bindi bókarinnar Hver einn bær á sína sögu, er komið út hjá Hörpuútgáfunni á Akranesi. Hið fyrra kom út á síðasta ári. Höfundur er Hallgrímur Jónsson frá Ljárskógum. I þessu síðara bindi um Ljárskóga leiðir höfundur les- anda einn árshring í lífi og störfum fólksins, eins og það var á íslenskum bóndabæ á fyrstu tveimur áratugum þessarar ald- ar. Sagt er frá störfum og leikj- um, þorrakomu, góugleði, vorönnum, sauðburði, fráfærum og hjásetu, grasaferðum, grenjaleitum o.fl. Gamansemi gætir hressilega í sumum frásögnum höfundar, en hann lætur ekki heldur ósagðar harmsögur, þar sem djúp og innileg samúð birtist frá hendi hans, — að því er segir í frétta- tilkynningu frá útgefanda. Bókin er 164 bls., prentuð og innbundin í Prentverki Akra- ness. Sjöunda stiga- mótið í snóker fer fram um helgina SJÖUNDA stigamótið í stórum snóker fer fram nú um helgina í Ing- ólfsbilliard við Hverfisgötu 105. Keppni hefst klukkan sjö í kvöld, föstudag, en síðan verður spilað frá hádegi á morgun og úrslitin á sunnu- dag. Þetta er liður í raeistarakeppni sem fimm billiardstofur nalda á ár- inu, samtals tíu mót. Telst sá sigur- vegari sem hlýtur flest stig út úr sex mótum samanlagt. Núverandi Islandsmeistari, Kjartan Kári Friðþjófsson, er stigahæstur einsog er, hefur 83,5 stig. Næstur honum kemur Sig- urður K. Pálsson með 70,5 stig, þá Guðni Magnússon og Ásgeir Guð- bjartsson með 66,5 stig, Jón örn Sigurðsson með 62,5 stig og f sjötta sæti er sigurvegarinn úr síðasta móti, Gunnar Júlíusson með 53 stig úr í fjórum mótum. Mótið nú er styrkt af máln- ingarfyrirtækinu Hörpu og kallast „Hörpu-mótið". Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæöisflokkslns veröa til viötals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum frá kl. 10—12. Er þar tekiö viö hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boöiö aö notfæra sér viðtals- tíma þessa. Laugardaginn 26. nóv- ember veröa til viötals Hilmar Guölaugsson og Margrét S. Einars- dóttir. Margrét Hilmar ÍR BJARGVÆTTINUM VH> BJARCANM ? Sagan íjallar á óvœginn hátt um öfgar kynþroskaskeiðsins. Vel geíinn piltur stingur aí írá skóla og íoreldrum og ráíar út í myrkvið New York borgar. Bjargvœtturinn var mjög umdeild saga í fyrstu en er nú löngu viðurkennd í hópi merkustu skáldsagna á þessari öld. Þýðing Flosa Ólaíssonar er bráðsnjöll.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.