Morgunblaðið - 25.11.1983, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 25.11.1983, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1983 Minning: Hermann Stefáns- son íþróttakennari Faeddur 17. janúar 1904. Dáinn 17. nóvember 1983. Að kvöldi fimmtudagsins 17. nóvember dó afi okkar. Þegar við systkinin vorum yngri eyddum við jafnan hluta sumar- leyfis okkar hjá afa og ömmu á Akureyri. Það var alltaf mikið til- hlökkunarefni að fara norður. Þar fengum við að gera ýmislegt sem við gátum ekki gert heima hjá okkur. Við fórum út á bát að veiða og einnig fórum við í Lystigarðinn með nesti þar sem afi sagði okkur margt um fugla og blóm en á þeim kunni hann góð skil. Á góðviðris- dögum var gjarnan farið fram í „Rauðahús“ en þar var ætíð nóg við að vera. Aldrei þreyttist hann á að sitja með okkur og segja okkur söguna af Búkollu, eða spila á píanóið og syngja með okkur. Til er mynd af okkur þar sem við er- um öll klædd í gömul föt af afa og ömmu sem við höfðum fundið niðri í kjallara en þá var afi að fara að mála með okkur. Hann leyfði okkur alltaf að taka þátt í öllu og alltaf gat hann fundið eitthvað fyrir okkur að gera í garðinum þeirra en af því höfðum við mjög gaman. Núna síðustu ár hefur heilsu afa hrakað smám saman og það var erfitt bæði hjá honum og ömmu sem hefur verið honum alveg ein- staklega góð. Við vonum og trúum að afa líði vel núna þegar hann hefur fengið hvíldina og óskum elsku ömmu okkar alls hins besta um ókomin ár. Anna Björk og systkin. Kveðja frá gömlum granna og nemanda Nú hefir Hermann Stefánsson lokið sinni ferð og er farinn í fjallgönguna miklu, sem við öll eigum fyrir höndum. Fréttin um andlát hans kom ekki á óvart, því að heilsunni hafði hrakað mjög hin síðari ár. Þegar ég var á Akur- eyri nokkra daga í ágúst leið og gat horft úr hótelglugganum niður Hrafnagilsstrætið, sá ég honum bregða fyrir sem snöggvast fyrir framan húsið sitt, en er ég leit inn stuttu síðar, lá hann fyrir. Með Hermanni Stefánssyni hverfur einn þeirra, sem settu svip á Akureyri, þegar ég var að alast upp. Hann var merkur leiðtogi íþróttafólks í bænum og einstakur leiðbeinandi, kennari við Mennta- skólann á Akureyri lengst allra að ég held og félagi nemenda í skíða- ferðum og margs konar úti- og skemmtanalífi. Hann var mjög góður söngmaður, hafði bjarta og fallega rödd og tók mikinn þátt í tónlistarlífi bæjarins, var oft ein- söngvari bæði með kórum og án. Hermann reisti sér hús næst húsi foreldra minna í Hrafnagilsstræt- inu, mig minnir árið eftir að húsið okkar reis af grunni og bjó þar frá því ég man eftir honum fyrst og því vorum við grannar í meir en tuttugu ár. Það var gott nágrenni og góðir voru grannarnir í húsinu númer 6, og þar voru ekki aðeins Hermann og hans góða og glæsi- lega kona, Þórhildur Steingríms- dóttir, sem líka var íþróttakona mikil og kennari, heldur og for- eldrar Þórhildar, þau Steingrímur Þorsteinsson og Tómasína Tóm- asdóttir (systir Jónasar tónskálds á ísafirði) og allar systur Þórhild- ar, en bróðirinn Tómas hafði þá stofnað sitt eigið heimili. Þetta var því töluvert sérstætt hús og minnir á sögur frá löngu liðnum tíma, þegar stórar fjölskyldur og margir ættliðir bjuggu saman í sátt og samlyndi og með glæsi- brag. Tómasína var einhver ynd- islegasta manneskja, sem ég minnist frá þessum tíma, alltaf blíð og brosandi, mild og góð og systurnar hver annarri glæsilegri bæði söngkonur eða leikkonur nema hvorttveggja væri, en þær voru Margrét, Ingibjörg, sem er látin, Brynhildur og Ragnhildur. Og enn stækkaði fjölskyldan, er ungu hjónin Hermann og Þórhild- ur eignuðust drengina sina tvo, Stefán og Birgi, sem urðu miklir augasteinar frændfólksins svo og Tómas Ingi, sonur Margrétar, sem einnig varð barn þessa húss. Ég var aðeins 11 ára telpukríli, nýflutt til bæjarins með foreldr- um mínum, þegar ég var komin í leikfimiflokk hjá Hermanni. Það var dýrmætt að eignast félaga, telpur á líku reki, og ekki síður dýrmætt að komast til svo fram- úrskarandi góðs kennara. Það var glaður hópur sem hopp- aði undir stjórn Hermanns í leik- fimihúsi Menntaskólans og ég minnist enn, hve hreykin ég var af búningnum mínum, bláum kjól með teygju í mitti og samlitar buxur og svo vorum við með vaskaskinnsskó á fótum, sem minntu á ballettskó, sem ég hafði einhvern tíma séð myndir af í blaði. Hermann lét okkur sýna á skemmtunum í bænum, og þetta varð snar þáttur í uppeldi okkar allra. Þarna hófust kynni af Her- manni, sem urðu meiri og nánari eftir að ég kom í Menntaskólann og árin liðu. Hann kenndi mér á skíðum, og marga ferðina fór hann með unga fólkið á fjöll eða brekkur nær bænum og stundum í bænum. Þetta var á kreppuárum, og Hermann skildi vel, að efni voru lítil þótt ekki vantaði viljann til að búa okkur sem best úr garði. Vel man ég, er hann sagði við þá sem ekki áttu vindheldar úlpur eða anóraka eins og við nefndum slíkar flíkur, að taka bara með sér dagblöð og smeygja undir peys- una, ef hann hvessti. Hann var ekkert að fárast um það þótt út- búnaður okkar væri ekki upp á marga fiska og skiðin stundum margspengd, aðalatriðið væri að koma með, teyga útiloftið, láta brekkurnar stæla sig og reyna að læra svolítið í hverri ferð. Hann var hinn góði leiðbeinandi og fé- lagi, alltaf hress og gamansamur, viðmótið einstaklega elskulegt og hjálpsemin endalaus. Hermann kenndi okkur marga aðra íþrótt, marga leiki og fyrstu danssporin voru stigin undir handleiðslu hans í gamla leikfimi- húsi MA og lét hann þá alla fara úr skónum, trekkti upp grammó- fón, sem hann hafði meðferðis og hóf kennsluna á því að sýna pilt- unum, hvernig þeir ættu að bjóða okkur upp. Minningar frá þessum tíma ylja um hjartarætur til ævi- loka og þakkirnar á Hermann. Blakið kenndi hann okkur líka og gaf þeirri íþrótt nafn, ef ég man rétt, og handboltann lékum við undir hans stjórn vor og haust á gamla Olgeirs-túninu. Það eru ótal minningar frá upp- vaxtarárunum á Akureyri tengdar Hermanni og mætti rita um það langt mál og einhvern veginn finnst mér, að saga hans hljóti að verða skráð. En kannske er hún best skráð í hjörtum alls þess fjölda fólks, sem naut tilsagnar hans og félagsskapar á unglings- árum. Ég minnist Hermanns á dansgólfinu á skólaskemmtunum i Menntaskólanum, þegar hann „færði upp ballið", eins og sagt var, með Þórhildi sína í fanginu, fallega og fislétta, svífandi í sam- stilltum dansi. Þau voru svo glæsi- leg á dansgólfi þessi hjón, að mað- ur gat alveg gleymt sér við að horfa á. Ég kann ekki að segja frá öllum þeim margvíslegu trúnað- arstörfum, sem hlóðust á Her- mann, en allt sem hann kom nærri var í þágu heilbrigðis og framfara og sönggyðjan varð heldur ekki útundan. Hann skilaði bæ sínum og landi miklu dagsverki og ég hefi oft hugleitt, hve mikil gæfa það var fyrir Akureyri, að hann skyldi setjast þar að og lán Menntaskólans að fá slíkan mann til starfa meðan kraftar entust. Hermann varð fyrir miklu heilsufarslegu áfalli árið 1948 þeg- ar faraldur illkynjaður herjaði á Akureyri og sennilega varð heilsa hans aldrei söm eftir það. En við hlið hans stóð kona, sterk og mild í senn, og öll erfiðu árin bar hún með manni sínum af miklum kærleika og þreki. Ég veit, að söknuður er mikill eftir slíkan mann, en ég veit líka, að minn- ingarnar góðu og fallegu ylja og að það er mikið rúm fyrir þakklæti í hjarta Þórhildar. Nokkrum dögum áður en Her- mann Stefánsson kvaddi þetta líf var Akureyri í snjóbúningi sínum, fannhvít frá efstu fjallatindum allt til sjávar. Þá spurði Hermann, hvort skíðaskórnir sínir væru ekki í lagi. Hann átti stundir, er hugur- inn leitaði enn til fjalla, en sjálfur var hann afburðagóður skíðamað- ur og við þekktum hann alltaf á fallega stílnum, þótt úr órafjar- lægð væri. Nú þarf ekki iengur að huga að skíðaskóm og það þarf heldur ekki að taka fram nótur af lagi Schraders „Enn syngur vor- nóttin vögguljóð sín“, sem hann hafði miklar mætur á og söng oft. Skömmu áður en ég fluttist frá Akureyri heyrði ég hann síðast syngja þetta lag á samkomu svo vel að aldrei gleymist. Þá var lítill hópur Zonta-kvenna að safna fé til að gera við Nonna-húsið, sem fé- lagið hafði nýlega eignast. Söngur Hermanns á þessari samkomu er það eina sem ég man, allt annað er gleymt. Hermann Stefánsson er kvadd- ur með þökk frá gömlu grönnun- um í Hrafnagilsstræti 8, sem minnast hans með hlýhug og senda ástvinunum öllum einlægar samúðarkveðj ur. Anna Snorradóttir Kveðja frá íþróttasam- bandinu og ólympíunefnd í dag verður til moldar borinn Hermann Stefánsson, heiðursfé- lagi íþróttasambands íslands, en hann lést 17. þessa mánaðar. Með honum hverfur svipmikill íþróttafrömuður, sem var í far- arbroddi að endurvekja íþróttalíf- ið á fyrri hluta aldarinnar. Hermann Stefánsson fæddist 17. janúar 1904 í Grenivík. Ungur að árum fékk hann mikinn áhuga á íþróttum og að loknu námi við Gagnfræðaskólann á Akureyri hélt hann utan og settist í hinn þekkta íþróttaskóla Niels Bucks í Ollerup á Sjálandi. Þaðan lauk hann prófi í íþróttafræðum. Marg- ir kunnir íþróttaleiðtogar bæði hér og á öðrum Norðurlöndum hafa stundað nám í Ollerup, enda var skólastjórinn þar mikill leið- togi og forystumaður á sviði íþrótta. Honum nægði ekki að að- eins væru kennd íþróttafræði, heldur lagði hann jafna áherslu á það að nemendur skólans yrðu jöfnum höndum kennarar og leið- togar sinna námsmanna. Þegar Hermann kom heim gerð- ist hann íþróttakennari við Menntaskólann á Akureyri og starfaði þar í hálfan fimmta ára- tug. Þar varð hann strax sannur kennari og og leiðtogi nemend- anna. Þar stóð hann fyrir því að stofna íþróttafélag skólans. Skóla- félög féllu þá ekki að skipulagi íþrottasambandsins og áttu því ekki að geta keppt á almennum íþróttamótum, en Hermann vann ötullega að því að fá fulla viður- kenningu félagsins innan vébanda ÍSÍ og fékk hana eftir nokkurn tíma. Undir hans leiðsögn varð fé- lagið öflugt íþróttafélag og setti mikinn svip á íþróttalífið á Akur- eyri um áratuga skeið. Hermann var mikill íþrótta- maður, einkum var það skíða- íþróttin sem átti hug hans allan. Fór hann meðal annars á skíða- skóla í Noregi, til þess að geta kennt þessa grein af fyllsta ör- yggi. Lengst af hafa menntaskóla- nemendur átt sinn eigin skíða- skála. Þar var kennarinn sjálf- sagður leiðtogi, bæði við uppbygg- ingu skálans, svo og í skíðaferðun- um. Úr þeim hópi hafa komið marg- ir af okkar bestu skíðamönnum. Hermann lét sér ekki nægja að fylgja nemendum sinum eftir og leiðbeina þeim og styrkja þá, held- ur lagði hann um áratugi gjörva hönd að verki við alla uppbygg- ingu íþróttamannvirkja á Akur- eyri. Sú merka uppbygging, sem þar hefur átt sér stað, er snar þáttur í ævistarfi hans. Ekki lét Hermann sér nægja að starfa að íþróttamálum heima fyrir. Hann vísaði veginn um land allt. Hann átti sæti í Sambands- stjórn ÍSÍ um áraraðir og sat þá öll íþróttaþing og ráðstefnur sam- bandsins. Lét hann þar oft að sér kveða með ágætum málflutningi, rökfestu og þekkingu á því máli, sem um var fjallað hverju sinni. Hermann var mikill málvönd- unarmaður og kom það sér oft vel fyrir íþróttasamtökin. öll lög og reglur íþrótta þarf að þýða úr er- lendum málum, er þá mikils virði að vel takist. En því miður verða stundum meinbugir þar á. Her- mann var ávallt reiðubúinn að benda á það sem betur mætti fara, og eru mörg ágæt nýyrði komin frá honum í íþróttalögum okkar. Hann þýddi fyrstu blakreglur á ís- lensku og vann síðan mikið starf að uppbyggingu þeirrar ágætu íþróttar. Þá átti hermann mikinn þátt í því að hinn myndarlegi skíðaskáli í Hlíðarfjalli var byggður. Var hann óþreytandi í að safna að sér ungum mönnum til að vinna þar uppi í fjalli við byggingu skálans. Átti ég þess kost að kynnast því mikla og erfiða starfi sem unnið var í þágu skíðaíþróttarinnar. Skíðaskálinn er óbrotgjarn minn- isvarði um framtak Akureyringa í skíðamálum, þar sem Hermann var í fararbroddi, því enn er þarna um að ræða einn veglegasta skíða- skála landsins. Nokkru eftir að skálinn var vígður ákvað ÍSÍ árið 1964 að halda sambandsstjórnarfund í skíðaskálanum m.a. Hermanni til heiðurs. Á þeim fundi samþykkti sambandsstjórnin að heiðra hann með því að kjósa hann heiðursfé- laga ÍSÍ fyrir frábær störf í fjóra áratugi í þágu íþróttanna í land- inu. Þrátt fyrir löng og mikil störf lét Hermann ekki hér við sitja, heldur tók hann að sér enn viða- meira verkefni og var kosinn formaður íþróttabandalags Akur- eyrar, sem hann stjórnaði í nokk- ur ár af árvekni og myndarskap eins og honum var lagið. Eins og áður er minnst á, átti skíðaíþróttin hug hans allan. Þar var hann sívinnandi og sat lengi í Skíðaráði Akureyrar, var með f að stofna Skíðasamband íslands og virkur í allri starfsemi sambands- ins frá byrjun. Fór svo að m.a. fyrir störf Hermanns var stjórn Skíðasambandsins flutt til Akur- eyrar um tíma og var hann þá formaður árin 1956—1960. Á þess- um tíma var miðstöð skíðaíþrótt- arinnar á Akureyri. Um langan tíma vann Hermann mikið starf fyrir ólympíunefnd- ina, er hófst árið 1947, er afráðið var að taka þátt í fyrsta sinn í Vetrarólympíuleikunum, sem fram fóru í St. Moritz árið 1948. Þá var Hermann ráðinn þjálfari ólympíuliðsins og fór með kepp- endum á leikana. Síðan hélt hann áfram að starfa með nefndinni næstu 12 árin að undirbúningi fyrir þátttöku okkar í leikunum, sem þá varð fastur viðburður í íþróttasögu okkar. Árið 1960 fóru leikarnir fram í Squaw Valley í Bandaríkjunum. Var Hermann þá valinn í hið mik- ilvæga starf aðalfararstjóra okkar. Leysti hann það starf sem önnur fyrir íþróttahreyfinguna með mikilli prýði. Hermann Stefánsson var kvæntur Þórhildi Steingrímsdótt- ur, íþróttakennara. Voru þau hjónin samhent um að byggja upp fajlegt heimili, sannkallað íþrótta- heimili. Á einni íþróttaferð minni fyrir rúmum 40 árum hafði ég þá ánægju að búa á heimili þeirra meðan staðið var við í höfuðstað Norðurlands, þá fann maður þann yl og hlýju sem ávallt lagði frá þeim hjónum, þar sem gestrisni sat í fyrirrúmi og hver íþrótta- maður var aufúsugestur. Síðar átti ég margar ánægjustundir á heimili þeirra þar sem Hermann skýrði út framtíðardrauma um íþróttalífið á Akureyri og í land- inu. Svipmikill íþróttaleiðtogi er horfinn, en saga hans mun geym- ast í íþróttasögu landsins. íþróttaforystan þakkar Her- manni Stefánssyni mikilvæg störf í þágu þjóðarinnar og sendir frú Þórhildi og fjölskyldu hugheilar samúðarkveðj ur. Gísli Halldórsson Fyrir rúmri viku lést Hermann Stefánsson fyrrverandi mennta- skólakennari á Akureyri og verður hann borinn til moldar í dag. Hann hafði um langt skeið kennt vanheilsu, en reisn sinni hélt hann, meðfæddum og áunnum glæsibrag, og trygglyndi sínu hviklausu. Hermann Stefánsson fæddist að Miðgörðum í Grenivík í Suður- Þingeyjarsýslu 17. janúar 1904. Móðir hans var Friðrika Krist- jánsdóttir frá Végeirsstöðum í Fnjóskadal, en faðir Stefán Stef- ánsson frá Tindriðastöðum í Hvalvatnsfirði. í þeim ættum er margt manndómsmanna, harð- duglegra sjósóknara og kapps- fullra áræðismanna. Hermann ólst upp í foreldra- húsum við þá vinnu sem þá var tíð unglingum. Síðan lá leið hans í Gagnfræðaskólann á Akureyri, og þaðan lauk hann prófi 1922. Vakti hann skjótt í skólanum mikla at- hygli fyrir skarpar námsgáfur og myndarlega framkomu. Var hon- um þá þegar sýndur margvíslegur trúnaður skólafélaga og kennara. Síðar fór hann utan til náms, lengst í Danmörku, og lauk prófi frá Statens Gymnastik-Institut í Kaupmannahöfn 1929. Hann gerð- ist þá þegar kennari við Gagn- fræðaskólann á Akureyri, sem þá var í þann veginn að verða menntaskóli að lögum, og þjónaði síðan þeirri stofnun lengur en nokkur annar, kennari i 45 ár og prófdómari og aðstoðarmaður við próf eftir það. Tryggð hans við skólann var fölskvalaus og þangað kom hann í heimsókn fáum dögum fyrir andlát sitt. Hermann Stefánsson var maður mikill að vallarsýn og í öllu glæsi- menni. Hann var manna kurteis- astur og kunni sig í hvívetna. í löngu og farsælu kennslustarfi þjálfaði hann menn ekki aðeins í íþróttum, og bera þó lög og reglu- gerðir um íþróttakennslu í fram- haldsskólum skýr merki stefnu hans, heldur reyndi hann að manna nemendur sina á allan hátt. Hann rétti þá úr kútnum, sem lotlegir voru, og gerði þá að snyrtimennum, sem óprýddu sig með öðru háttalagi. Hann hélt í heiðri hið forna orð, að heilbrigð sál skyldi í hraustum líkama. Var hann sannur menningarmaður í öllum greinum og hverjum skóla dýrmætt að hafa slíka menn í langri þjónustu. Stjórnendur Menntaskólans á Akureyri hafa líka kunnað að meta það og þakka. Hermann Stefánsson var alinn upp við sjóferðir og veiðiskap, og var honum allt þvílíkt vel hent. Varðveitti hann vel með sér sæ- garpseðli forfeðra sinna. En aðrar og fágaðri íþróttir freistuðu hans meira en frumstæður veiðiskapur og er síst ofmælt að hann væri einn af alfremstu íþróttaleiðtog- um íslands á þessari öld. Hann má

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.