Morgunblaðið - 14.12.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.12.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1983 35 styrjöld fyrir mannleg mistök sé raunverulegur möguleiki, því að úr næstu heimsstyrjöld verður ekki aftur snúið. Það er nokkur huggun í þeirri skoðun Michael Howards, að styrjöld fyrir slysni sé óþekkt fyrirbæri. Til allra styrjalda sé stofnað af yfirlögðu ráði, en að vísu hafi gangur þeirra og niður- stöður í rúmlega helmingi tilvika orðið aðrar en upphafsmennirnir væntu. Tilfinningasemi og óraun- sæi séu sjaldgæfar styrjaldaror- sakir, þróuð samfélög meti áhrif viðburða á framtíðina t.d. hvort þeir geti komið af stað skriðu, sem svipti þau vinum og áhrifum og skilji ekki eftir einangruð í heimi þar sem óvinir ráða lögum og lof- um. Að mati Howards hafa flestar styrjaidir undanfarin 200 ár verið háðar vegna þess að menn hafi reynt að meta aðstæður af skyn- semi, en ekki vegna þess að þeir séu í eðli sinu árásargjarnir eins og líffræðingar hafa stundum haldið fram. Menn hafa séð fyrir hættur og brugðist við þeim eins og Spartverjar. Flestum Þjóðverj- um 1914 og nærri öllum Bretum 1939 þótti réttlætanlegt að fara í stríð til þess að viðhalda valda- jafnvæginu áður en þeir yrðu ein- angraðir í fjandsamlegum heimi. Urslit beggja heimsstyrjalda komu á óvart. Það voru ekki Bret- ar og Frakkar, sem náðu forræði í Evrópu að lokinni síðari heims- styrjöldinni. Veldi Sovétríkjanna teygði sig yfir landflæmið frá Vladivostok til Elbu og í augum Sovétmanna að minnsta kosti réðu Bandaríkjamenn öðrum heims- hlutum. Vestur-Evrópumenn hafa sætt sig við forræði Bandaríkj- anna, þótt það mun fýsilegra en forræði hins risaveldisins. Það er ef til vill gæfa heimsins á kjarnorkuöld, að bæði risaveldin hafa yfir miklu landsvæði og auð- lindum að ráða, eru það sem kall- að hefur verið södd stórveldi. Þó er alltaf sú hætta fyrir hendi, að annað þeirra óttist einangrun vegna röskunar valdajafnvægis- ins. Ef sagnfræðingar lifa af kjarnorkustyrjöld, er hugsanlegt að þeir skrifi eftir þúsund ár eins og Þúkidítes gerði fyrir Krist, að ótti Bandaríkjanna við vaxandi veldi Sovétríkjanna hafi gert styrjöld óumflýjanlega. En tímarnir hafa breyst og i stað þess að styrjaldir séu taldar eðlileg og jafnvel æskileg leið til þess að jafna deilur og ná stjórn- málalegum árangri, er sú skoðun æ útbreiddari, að þær séu óverj- andi. Meðan allir eru ekki sam- mála er hætta á að þjóðfélögin, sem sætta sig við ófrið til lausnar stjórnmáladeilum, nái yfirráðum og þurfi ekki einu sinni að berjast til þess. Eðli valdsins hefur einnig breyst. Fram á 17. öld var veldi ríkis mælt í landstærð, auðlindum og mannfjölda. Með iðnbylting- unni bættist auðveld nýting auð- linda í dæmið og í upphafi aldar- innar var hernaðarmáttur mæld- ur í fjölda hermanna og hve hratt járnbrautakerfið gat borið þá til vígvallanna. í upphafi fyrri heimsstyrjaldar hafði enn einn nýr þáttur bæst við, tæknilegar nýjungar í vopnabúnaði, og frá þeim tíma hefur kapphlaupið ekki verið um fjölda hermanna heldur háþróaðri og áhrifameiri vopn. Þetta er vígbúnaðarkapphlaup nútímans, en vígbúnaðarkapp- hiaup veldur ekki styrjöld. Eins og fyrr á öldum eiga orsakirnar ræt- ur í mati stjórnmálamanna á út- þenslu óvinaríkja og ótta við að valdajafnvægið raskist um of þeim í óhag. Hugsanlegt dæmi um slíkt í nútímanum væru stórfelldir áróðurssigrar Sovétríkjanna í Mið- og Suður-Ameríku. Að lík- indum stafar þó meiri hætta af því að smærri ríki með óstöðugra stjórnarfar freistist til að hug- leiða takmarkaða kjarnorkustyrj- öld gegn fjandsamlegum ná- granna, t.d. Indland gegn Pakist- an, ísrael gegn arabaríkjum. Fram á kjarnorkuöld lögðu menn út í styrjöld i vissu um hagnað, en risaveldunum er ljóst, að kjarnorkustyrjöld fylgir ger- eyðing stórra hluta eigin lands- væða og hugsanleg tortíming alls lífs á jörðunni. Manndráp hafa löngum verið talin réttlætanleg til þess að útkljá deilur milli ríkja og eru það sums staðar enn, en sjálfs- morð hefur aldrei þótt vænleg að- ferð. Michael Howard bendir á þetta og telur erfitt að fullyrða, að eyðilegging kjarnorkuvopna sé æskileg ein sér, því að ekkert, sem auðveldi stjórnmálamönnum að sjá hagnaðarvon í styrjöld, sé vænlegt til að tryggja varanlegan frið. Það eina sem tryggt getur slíkan frið er samkomulag allra manna um að styrjaldir séu óverj- andi. Af áhugaverðu lesefni um þetta efni má benda á: Howard, Micha- el, The Causes of Wars, (London 1983). Taylor, A.J.P., The Origins of the Second World War, (London 1963). Sólrún Jensdóttir er sagníræðingur og starfar nú sem aðstoóarmaður menntamálaráðherra. Fullt var út úr dyrum og jólatréð sem sjá má ef vel er að gáð hvarf í mannþröngina. allra tíma í flutningi Pólífónkórsins, Hamrahlíöarkórsins, hljómsveitar og einsöngvara. M ATTHEUSAR - PASSÍA ArMÆUSÚTQÁf'A PÓLÝrÓFWÓKlMM 25 ÁK um 320 flytjendur á 4 LP-hljómplötum Stórviðburður í íslenzkri menningu, safngripur og valin gjöf handa öllum sem unna fagurri tónlist. Munið einnig eldri hljóðritanir Pólýfónkórsins, frœgra ein- söngvara og hljómsveitar undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar, sem senn verða ófáanlegar: Frábœr tónverk í vönduðum flutningi fyrir gjafverð til góðra gjafa. Enginn, sem fylgist með islenzkri tónlist lœtur þessar plötur vanta i safn sitt. Polyfonkorinn FÆST f HLJÓMPLÖTUVERSLUNUM OG FERÐASKRIFSTOFUNNI ÚTSÝN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.