Morgunblaðið - 14.12.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.12.1983, Blaðsíða 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1983 Opið bréf til Magnúsar vara- þingmanns Magnússonar eftir Kristin Vilhjálmsson Herra varauppbótarþingmaður! Það er ekki á þig logið snilldinni og skýrleikanum, ásamt náttúr- lega stórfenglegum framtíðarsýn- um og göfugum hugsjónum. — Nú viltu lofa okkur að fá áfengt öl. Ert ekki fyrr kominn inn á þing og skoðanakönnun Hagvangs um ölið rétt lokið þegar þú hefur fundið háleitum hugsjónum þínum verð- ugan farveg. — En hver bað Hag- vang spyrja um ölið? Og hver borgaði brúsann? Greinargerð þín og ykkar félaga er samsafn gullkorna og tærrar snilldar. — Þætti mér ekki óverð- ugt að hún geymdist um aldur sem minnisvarði um stílsnilld, þekk- ingu, heiðarleika og rökvísi sumra íslenskra alþingismanna á níunda — eftir Guðjón B. Baldvinsson Hefur þú fengið bréf vegna þess að þú ert að verða 67 ára, þ.e.a.s. frá Tryggingastofnun ríkisins, þar sem stofnunin óskar þér kurteislega til hamingju með þennan aldursáfanga, um leið og hún minnir þig á rétt þinn til elli- iífeyris lögum samkvæmt? Það er góðra gjalda vert að þegnunum séu gefnar upplýsingar um rétt þann, sem löggjöf hefur tryggt þeim. Alltof sjaldan er það gert. Vel væri við hæfi í velferðar- þjóðfélagi að áminningar um heilsuvernd bærust á borð okkar oftar og betur en enn þekkist. Náttúrlega eigum við ekki að treysta á forsjá annarra í þeim efnum, ekki einu sinni hollráð elskulegs heimilislæknis. Getur líka vel verið að við höfum ekki oft átt tal við þann heilsugæsluengil. Það hefur ekki þótt við hæfi að vera kvellisjúkur. Óþarft að ónáða lækni sinn nema eitthvað bjáti á. Eitthvað hafi hent sem krefst at- hugunar. Fylgifiskur þessa hugs- unarháttar að standa meðan stætt er, þó eitthvað í líkamanum hafi gefið sig, er þvf miður mörgum hvimleiður, og afleiðing er sú að of seint er leitað hjálpandi læknis- handa. Einstaklingurinn er talinn eiga mest undir því sjálfur að gæta heilsu sinnar, lítið beint huganum að því hvað það kostar samfélagið þegar trassað er að vernda heiís- una. Aldrei er of oft rifjað upp hversu alltof „seint er að byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofan í hann“. Eða er kannske minnst of oft á þetta orðtak? Þarf að breyta til og nálgast málefnið með öðrum hætti? Hvað sem um það er, þá ættum við að huga vel að heilsu- verndarstofnunum þeim, sem nú eru komnar á fót oger óðum að fjölga í þjóðfélaginu. Þær þykja dýrar fyrir samfélagið og því skyldi ætla að öllum væri kær- komið tækifæri að nýta þá aðstöðu sem þær veita til betri heilsu- gæslu og heilsuverndar. I því sambandi kemur í hugann sú spurning hvort stéttarfélög og viðsemjendur þeirra um starfs- kjör hafa tekið til athugunar á hvern hátt muni vera eðlilegt og sjálfsagt að koma við reglulegu heilsufarseftirliti launþega. Gæti það borgað sig fjárhagslega fyrir aðila að kanna þetta atriði til hlít- ar. Einkum væri eðlilegt að án tugi hinnar tuttugustu aldar. Hún á sannarlega skilið að nfá mikið umtal“ svo notað sé gullaldar- tungutak ykkar. — Þú varst svei mér heppinn að fá rithöfundinn síbernska í púkkið með þér. Hún hefur hvort sem er alla ævi staðið í því að sýnast „töff“ og róttæk og víðsýn og gáfuð. — Mikið ertu nú góður að vilja vísa þessu til þjóð- arinnar í lítillæti þínu. Hún hefur sjálfsagt betri tök á að afla sér réttra upplýsinga um málið en þingmenn, til að mynda frá Heil- brigðisstofnun Sameinuðu þjóð- anna sem stefnir nú að því að allir skuli heilir árið 2000. — Varla trú- ir þú því að bruggarar og hand- langarar þeirra, umboðsmenn og leigupennar reyni að hafa áhrif á viðhorf almennings. Og varla ertu að ganga erinda þeirra. Heldurðu annars að foringjarnir á gullöl Al- Guöjón B. Baldvinsson hiks yrði athugað meÓ hvaða hætti haganlegast yrði við komið eftirliti með því starfsfólki sem vinnur við erfið störf og þau, sem þegar eru talin varasöm heilsu fólksins. Skipulegt eftirlit með heilsu starfsfólks myndi líka þýðuflokksins, bannmennirnir yilmundur landlæknir, Sigurjón Á. Ólafsson, Jóhanna Egilsdóttir og Jón Baldvinsson, yrðu hrifnir af hlutverki þínu ef þeir mættu nú líta bardús þitt? Veistu að ein besta, gagnorðasta og rökfastasta ræða, sem haldin hefur verið á Alþingi var einmitt um öl. Þá ræðu flutti Vilmundur Jónsson. — Kannski gætuð þið greinargerðarsmiðir eitthvað af henni lært. Mikið ertu nú snjall í röksemda- færslunni þegar þú telur muninn á öli og sterkum veigum svipaðan og á magnýli og morfíni. — Þú veist að sjálfsögðu að sama efni er í öli og brennivíni, etanól, — og veldur ávana og fíkn. Er það kannski af ópíumflokknum og ávanabindandi magnýlið ykkar í Eyjum. Þið segið að áfengt öl hafi verið „I því sambandi kemur í hugann sú spurning hvort stéttarfélög og við- semjendur þeirra um starfskjör hafa tekið til athugunar á hvern hátt muni vera eðlilegt og sjálfsagt að koma við reglulegu heilsufarseft- irliti launþega.“ stuðla að því að draga úr fjarvist- um vegna sjúkleika og ekki hvað síst forða frá sjúkrahúsvist, auk þess sem fólk yrði betur búið und- ir ævikvöldið. Viljandi er sérstak- lega vakin athygli á fjárhagshlið þessa máls, það er greinilega tekið betur eftir því en þeim hætti sem kallast mannlegur, en þar er átt við mannúð eða samúð. Guðjón B. Baldvinsson Cuðjón B. Baldrinsson er forinað- ur Sambands lífeyrisþega ríkis og bæja. notað hér fram á 16. öld. — Var það ekki allnokkru lengur? Var ekki öl flutt inn fram á tuttugustu öld? Æ, Magnús minn. En hvað eru fjórar aldir milli vina? Fram á sextándu öld var ekkert áfengisvandamál á íslandi stend- ur í greinargerðinni góðu. — Var ekki Egill vandamálamaður sakir drykkju þrevetur? Og hvað um lýsingu Sverris konungs á of- drykkju? Þessar fréttir hafa kannski ekki borist þér til eyrna enn og fleiri tíðindi af drykkju feðra vorra. Líklega þyrfti að prenta útdrátt úr íslandssögunni í símaskrána? En kannski viltu bara ekki muna Egil af því illgjarnar tungur segja aÓ barnadrykkja fylgi áfengu öli. — „Annars er reynsla flestra þjóða sú að áfengisneysla hefur aukist hin síðari ár, hvort sem áfengt öl hefur verið leyft eða ekki“, segir greinargerðin. Djúpt leggstu, kunningi. Hvar hefur hún aukist mest? Meðal ölneysluþjóða eða annarra? Þú hefur náttúrlega ekki haft tök á að afla þér upplýs- inga um það í flýtinum. Enda vit- urlegast að steinþegja um að brennivínsdrykkja í Bretlandi með bjórkránum frægu jókst á ár- unum 1968—1978 fimm sinnum meira en drykkjan meðal bjórvana íslendinga. Röksemdafærsla ykkar er samt skýrust í sambandi við ölgerðar- efnin. Ég leyfi mér að birta þann kafla orðrétt svo fávísir nemi snilldina. „Ekki má gleyma því að leyfður er innflutningur á ölgerðarefnum sem margir notfæra sér og brugga þá oftast mun sterkara öl en áfengislögin leyfa og sterkara en það öl sem hér er talað um. Auk þess hafa ýmsir í framhaldi af því leiðst út í eimingu og þar með bruggun sterkra vína.“ Ef rétt er skilið á sala áfengs öls, „milli- sterks", að koma í veg fyrir það lögbrot að „sterkara öl“ sé brugg- að heima. — Þó hefur „ótakmörk- uð sala á sterkustu víntegundum" ekki komið í veg fyrir að ýmsir hafa „leiðst út í eimingu". Fyrir nú utan snilldina í máli og stíl mun lögspekingurinn þinn, Sophusson, áreiðanlega hrifinn af rökfiminni. Mér sýnist þetta ein- hver nýstárleg og frumleg tegund af svonefndri hringsönnun og segi menn svo að þú hafir ekki átt er- indi inn á þing þó Sunnlendingar sýndu þann vafasama þroska að vilja halda þér frá löggjafarsam- kundunni. Kannski er þó vitsmunaþrosk- inn hvergi á hærra stigi í þessu Kristinn Vilhjálmsson „Heldurðu annars að for- ingjarnir á gullöld Alþýðu- flokksins, bannmennirnir Vilmundur landlæknir, Sigurjón Á. Ólafsson, Jó- hanna Egilsdóttir og Jón Baldvinsson, yrðu hrifnir af hlutverki þínu ef þeir mættu nú líta bardús þitt?“ makalausa plaggi en þar sem seg- ir: „Það er afleitt að hafa lög í landi sem fáir virða og ekki er unnt að framfylgja. Það venur menn á lögbrot og slíkum lögum ber að breyta." Mig langar að spyrja: Hvaða land er það sem fáir virða og því afleitt að hafa lög í? Á að vera stjórnleysi í því landi? Og hvernig á að framfylgja landi? Hvað merkja þessi ósköp? — Er þetta kannski sömu ættar og auglýsing- in um rúmið hjá frúnni sem var hægt að taka sundur í miðjunni? Ef þetta á að þýða það aÓ breyta beri öllum lögum sem ekki er unnt að framfylgja legg ég til að komið verði á þjóðaratkvæði um afnám hámarkshraða, afnám tollgæslu og löggildingu smáhnupls í búð- um, sér í lagi stórverslunum. Og svo var hann Palli, grey- skarnið, frændi minn, sem heldur að hann sé einn í heiminum og þykir öl óskaplega gott, að skjóta því að mér að tilvalið væri aÓ fá þjóðaratkvæði um hassið. — Það er hvort sem er nóg til af því og venur fólk á lögbrot að hafa það ekki löglegt. — Annars er Palli að hugsa um að söðla yfir í bjór og pillur eins og danskir krakkar ef tillaga ykkur verður samþykkt og vildi feginn eiga ykkur að. Vertu svo sæll, Magnús minn. Með hæfilegri virðingu, Kristinn Vilhjálmsson Kristinn Vilhjálmsson hefur staðið framarlega í bindindishreyfing- unni sl. 50 ár. Undarlegar staðreyndir íslandi hafi neyslan aukist um — eftir Asgeir Hvítaskáld Þriðjudaginn 15. nóvember birti Áfengísvarnaráð nokkurskonar bjórskýrslu i Morgunblaðinu. Þar er talað um að áfengisauðmagnið sé meó áróður. Ég sé ekki betur en Áfengisvarnaráð geri slíkt hið sama hér. í skýrslunni stendur: „Á milliölsáratugnum í Svíþjóð jókst ái'engisneysla um 39,5%. Á sama árabili jókst neyslan á ís- landi um 26,1%.“ Við hvað eru þessar tölur mið- aðar? „1969—1974 jókst áfengisneysla Finna um 52,4%. Á sama tíma jókst neysla hérlendis um 35% og þótti mörgum nóg.“ Einnig segir að á árunum 1950—1967 hafi neysla áfengis aukist um 196% hjá Vestur- Þjóðverjum og Tékkum, en þeir neyta bjórs. Og að á sama tíma á 70%. Hvergi kemur fram að þessar tölur séu miðaðar við áfengismagn á hvern einstakling. Þá hljóta þessar tölur um stígandi áfengis- neyslu að stafa af aukinni mann- fjölgun, og eru því tómt bull og óheiðarlegur áróður. Það er ekki nóg að kasta fram stórum pró- sentutölum. Einnig þætti mér gaman að vita hvaðan Áfengisvarnaráð hefur allar þessar merkilegu tölur. Þeim hefur því miður láðst að láta það koma fram í skýrslunni. Einnig segir í greininni að yfir 70% alls áfengis, sem neytt er í Belgíu, sé bjór. Væri nú ekki betra ef þetta væri svona hjá okkur fs- lendingum. Er ekki betra að drekka bjór sem hefur næringar- efni og róandi áhrif, heldur en brennivínið sem gerir marga blindfulla gegn vilja sínum. Og skapar þar með þessa leiðinlegu „Það er eins og engir menn neyti áfengis nema drykkjusjúkl- ingar. Ég vil benda á að margt fólk í þessu landi neytir áfengis í hófi og nýtur þess.“ helgardrykkjusiði sem margir hafa skömm af. Væri ekki nær að leyfa mönnum að fá sér einn bjór með matnum til að gera stundina hátíðlegri. Eða að það væri drukk- inn bjór á góðra vina fundum og menn væru léttir og kátir og engin leiðindi. „Jafnslæmt er fyrir drykkju- sjúklinga að drekka eina ölkrús og viskístaup," segir í skýrslunni. Það er eins og engir menn neyti áfengis nema drykkjusjúklingar. Ég vil benda á að margt fólk í þessu landi neytir áfengis í hófi og um bjór nýtur þess. Aðeins einn af hverj- um 10 eru sjúklingar. Bjórinn er viðráðanlegri en sterku drykkirn- ir. Það er mun auðveldara að fá sér einn öl og fara svo heim að sofa en að fá sér eitt vodkaglas og ætla heim að sofa. Sterku drykk- irnir toga meira í. Ég er ekki að tala um að bjór verði seldur í hverri verzlun. Heldur í ríkinu og á veitingastöðum svo fullorðið fólk geti fengið sér bjór ef það sjálft vill. Við eigum ekki að þurfa að fara til útlanda til þess. Þetta prinsipp skortir hér. Þennan sama dag birtist í DV lítil frétt um að 100 þúsund Bretar deyi árlega af reykingum. Skýrsl- an sem segir þetta er frá konung- lega Iæknaskólanum. 25 af hverj- um 100 ungmennum munu deyja fyrir aldur fram vegna reykinga. Éinnig er sagt að reykingar séu langstærsta banameinið hjá þjóð- inni. Já, það er margt óhollt í henni Bréflegar hamingjuósk- ir og/eða heilsuvernd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.