Morgunblaðið - 14.12.1983, Side 17

Morgunblaðið - 14.12.1983, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1983 49 Jesús frá Nasaret Bókmenntir Jenna Jensdóttir I'aul Leer—Salvesen Jesús frá Nasaret l»ýtt og staðfært: Rúna Gísladóttir Æskan, Reykjavík 1983 Æskan hefur farið inn á þá braut að gefa út bækur um menn er hafa með lífsháttum sínum haft áhrif um heim allan. Þetta er'fjórða bókin Til fundar við ... og er hún um manninn Jes- úm frá Nasaret. Ekki hefi ég fundið neitt um höfundinn annað en það sem frá er sagt á bókarkápu. „Paul Leer—Salvesen er guðfræðingur og hefur starfað sem fangaprest- ur. Hann hefur skrifað nokkrar bækur fyrir ungmenni." Tæplega hefur hvorki verið meira rætt né ritað um nokkurn mann en Jesúm og er það að von- um. Þó hefur engum dulist að mis- jafnar hafa bækur um hann verið, þótt rauði þráður þeirra sé ávallt sú lífsaga, er guðspjallamennirnir fjórir skráðu í upphafi — hver á sinn hátt. Mærðarfullar frásagnir hafa stundum hrint lesendum frá og dæmt bækurnar til að rykfalla. Mér virðist Paul Leer—Salvesen hafa ratað hér gullinn meðalveg frásagnarinnar. Hann hefur sögu sína með þess- um orðum: „Einu sinni sló hjarta í líkama manns sem hét Jesús. Hann varð rúmlega þrítugur áður en hjartað hætti að slá og vinir hans urðu einir eftir grátandi af því að þeir höfðu misst hann.“ Sagan segir í byrjun frá ævilok- um Jesú. I öðrum kafla byrjar frásögnin á fæðingu hans og bernsku. Það er nánast ástæðu- laust að rekja eitthvað söguþráð- inn, sem allir kunna frá fyrstu bernskudögum sínum. En vert er að vekja á því athygli að hér er nýstárleg frásögn af lífi Jesú sögð án stórra orða um kraftaverkin og undrin. Látleysi og einlægni gera sög- una hugljúfa og góðkunnugt efni rennur kliðmjúkt um vitund les- andans. Snertir strengi er við- kvæmir voru í barnsál og vöktu löngun til að vaxa inn í heim kær- leika og góðvildar. Yfir frásögn allri hvílir viss léttleiki sem að mínu mati hlýtur að laga lesendur að sögunni. Þýð- ing er góð — þegar svo er sagt — er átt við hið íslenska mál í með- ferð þýðanda. Antony de Bedts Tónlist Jón Ásgeirsson ANTONY de Bedts er banda- rískur píanóleikari, enn í námi í Vínarborg og er nú um það bil að leggja út á hina þungfæru braut píanóeinleikarans, braut sem fjöldi vel menntaðra og góðra hljóðfæraleikara hefur reynt að þræða en flestir villst af og lent um síðir í „klettasvelti", þaðan sem allar leiðir eru lokaðar, nema niður hyldjúpt hengiflug gleymskunnar. Til þessarar ferð- ar verða menn að vera vel nest- aðir, með nýja skó og blessun listgyðjunnar. Antony de Bedts er vel nestaður, þó nokkuð vilji hann sýna sig allan með því að leika stórt og mikið. Hamm- erklavier sónatan, eftir Beet- hoven, er ekkert barnameðfæri og sannarlega lék de Bedts verkið með miklum glæsibrag, þó nokkuð hafi hann verið harð- hentur við gamla manninn á köflum. Fantasían op. 28, eftir Skréabin og Fantasían op. 17, eftir Schumann, eru erfið verk sem de Bedts lék á köflum mjög vel en nokkuð viö harðari mörk- in. Það verður fróðlegt að fylgj- ast með hvort þessum unga pí- anóleikara tekst að þræða ref- ilstigu píanóleikaranna til sig- urs, því sannarlega á þessi ungi píanóleikari erindi við píanóið og hlustendur. Enginn verður óbar- inn biskup og þar reynir á þol- gæði manna og er rétt að óská þessum unga og efnilega píanó- leikara góðrar framtíðar. Hvað vildi Anna? Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Stefanía Þorgrímsdóttir: Sagan um Önnu. Útg. Iðunn 1983. Fyrsta bók ungrar konu vekur forvitni, en forlagið hefði að skað- lausu mátt kynna höfundinn ör- fáum orðum. Allt um það, hér lít- ur Sagan um önnu dagsins ljós og segir þar frá nefndri stúlku sem elst upp í sveit, er efnileg í æsku, margt bendir til að hún sé bráð- gáfuð, en síðan fer eitthvað að halla undan fæti, að minnsta kosti í skólaeinkunnagjöfum, hún lendir í að verða ólétt, baslar með manni sinum Helga og þau hefja búskap við svona ámóta aðstæður og flest annað ungt fólk síðustu áratugina. Helgi er vinstrisinnaður og hugs- andi maður, þótt það falli á hug- sjónirnar með árunum, Anna hef- ur komizt að þeirri niðurstöðu að það borgi sig ekki fyrir konu að baksa við að reyna að hugsa, lang- bezt að vera heimsk (dálítið mis- lukkuð kenning þó, vegna augljóss gáfnafars hennar). Endirinn er: afturhvarf til náttúrunnar, ætli það leysi allan vanda? Það er spurning sem höfundur svarar ekki og ekki endilega víst að lausnin felist þar. Söguþráðurinn ræður auðvitað ekki úrslitum um hvort eða hvern- ig bók lánast, að mínum dómi eru það efnistökin, hvernig höfundur nálgast efnivið sinn, hæfni eða vanhæfni til að draga upp sann- ferðuga mynd af persónum sínum. Miðlungsefni getur orðið kúnst, bitastæð hugmynd og verð allrar virðingar koðnað niður í verra en ekki neitt ef neistann vantar. Hér vantar hvorki neista né rit- færni. Stefanía Þorgrímsdóttir kemur því til skila sem hún ætlar sér að segja, að því er bezt verður fundið. Hún virðist marka sér í upphafi dálítið sérvizkulega og háðslega fjarlægð frá persónum sínum, en þegar fram líður reynist þetta vera máti, sem á öldungis við það sem hér er verið að segja. Húmorinn og kaldhæðnin ber aldrei ofurliði þann þokka, sem höfundur hefur á persónum sín- um, og eykur á dýpt frásagnarinn- ar, vegna þess að það verður skynjað, að angistin er ekki langt undan. Persónurnar eru dregnar býsna faglega af höfundi, Anna eldri og Jóhanna á Selsmýri eru vel unnar. Þrátt fyrir þá klemmu, sem höf- undur gæti virzt í með Önnu sjálfa vegna þess hvernig hún kýs að segja frá, kemst myndin af Önnu fyllilega til skila. Helgi er kannski sá eini persónanna sem verður dá- lítið eins og týpa — en bara vel gerð. Sem sagt: óvenjulega snjöll bók og ánægjuleg í þessu flóði miðl- ungsbóka nú um stundir. Höfundi er léð ótvíræð skáldgáfa og full ástæða til að hlakka til fleiri bóka Stefaníu. Hagsynn velur það besta UUSGAGNAHOLLIN Bildshöfða 20, 110 Reykjavík, sími 91—81199 og 91410. Bara til aö benda þér á aö ef þig vantar hægindastól — er úrvaliö mest — veröiö best ^okkur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.