Morgunblaðið - 14.12.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.12.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1983 55 Skjaldborg heldur áfram með ritsafn- ið „Að vestan" SKJALDBORG á Akureyri hefur endurútgefið fjögur bindi af ritsafn- inu Að vestan og bætt því fimmta við, en í frétt frá Skjaldborg segir að fyrirhugað sé að ritsafnið um sögu íslendinga í Vesturheimi verði a.m.k. 16 bindi og á eitt bindi að koma út á ári. Bókaútgáfan Norðri gaf út fjög- ur bindi af Að vestan á árunum 1949 til 1955. Árni Bjarnason rit- stýrði þessum bókum, sem hétu Þjóðsögur og sagnir, Sagnaþættir Sigmundar M. Long, Sagnaþættir og sögur og Minningaþættir Guð- mundar i Húsey. Árni Bjarnason hefur safnað efni fimmta bindisins, sem heitir Vestur-íslendingar segja frá, og búið bókina undir prentun. Þessir segja frá í fimmta bindinu: Guð- brandur Erlendsson frá Kirkju- bólsseli í Stöðvarfirði, Gunnar Þorbergsson Oddsson frá Neshjá- leigu í Loðmundarfirði, Kristján Ásgeir Benediktsson frá Ási í Kelduhverfi, Ólafur Thorlacíus Helgason frá Reykjavík, Sigfús Magnússon frá Grenjaðarstað í Árni Bjarnason Suður-Þingeyjarsýslu og Sumar- liði Sumarliðason frá Skálholtsvík í Strandasýslu. Þessi fimm bindi, sem Skjald- borg hefur nú gefið út, eru sam- tals um 1200 blaðsíður. Jólagjöf sem kemur ykkur í form.. Nýtið bílskúrinn eða tómstundaherbergið á skemmtilegan hátt með borðtennisborði Verö frá kr. 8.850,- Einnig úrval af SUNFLEX og JOOLA borðtennis- vörum og fatnaði. Sendum litmyndalista. Sendum í póstkröfu Útsölustaðir: sportvöruþjónustan BOX 4102-124 REYKJAVÍK- Simi 72084 Ástund Austurveri Hlíðasport Akureyri Iþróttabúðin Borgartúni 20 Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi Boltamaðurinn Laugavegi 27 Sproti Hringbraut 96. Keflavík Sporthlaðan (safirði Sportbær Selfossi Verslunin Öðinn Akranesi Hljóð & Sport Húsavík SuðurnesjaljóÖ og lög frá liðnum árum ARNARTAK hefur sent frá sér kassettuna „Suðurnesjaljóð og lög frá liðnum árum“ eftir Krist- in Reyr. Níu listamenn flytja, tónlistarmcnn, söngvarar, leik- arar og kvæðamenn. í fréttatilkynningu forlagsins segir: Kristinn Reyr er fæddur 1914 í Grindavík og er af bændum og sjómönnum kominn. Hann sleit barnsskónum á Suðurnesjum, en fluttist á unglingsárum til Reykjavíkur og stundaði þar nám og verzlunarstörf um árabil, uns hann um tvítugt lagði leið sína á ný til Suðurnesja. Hann stofnaði og rak bókabúð í Keflavík um tveggja áratuga skeið og vann jafnframt ötullega að félags- og menningarmálum staðarins. Flutt og útgefin verk Kristins eru á þriðia tug, leikrit, ljóð og söngvar. Á kassettunni er sam- ankomið úrval þess efnis sem í verkum Kristins á rætur að rekja til Suðurnesja og hefur höfundur- inn haft veg og vanda af vali efnis- ins. Flytjendur ásamt honum eru Árni Tryggvason, Eyþór Þorláks- son, Jón Atli Jónasson, Jón Sigur- björnsson, Jónína H. Jónsdóttir, Kjartan Hjálmarsson, Reynir Jón- asson og Páll Steingrímsson. Upptöku annaðist Kvik sf. Ernst Kettler. Umsjón var á hendi Jóhannesar Helga. Ásgeir Hvítaskáld veröld. Hvað ætli farist margir vegna sjálfsmorða? Hve margir deyja úr stressi, hve margir deyja úr elli, einmanaleik og ástarþrá? Og hve margir skyldu deyja úr bjórdrykkju? Það þýðir ekkert að vera að atast yfir því. Við getum ekki bannað fólkinu að lifa og deyja. Hver maður sem fæðist á sitt líf sjálfur. Það getur enginn sagt honum hvað hann á að gera með líf sitt eða hvernig hann á að deyja. Enginn passar betur upp á sjálfan sig en þú sjálfur. Þess- vegna er ekki rétt að banna fólki á íslandi að drekka bjór. Það er skortur á lágmarkskröfum lýð- ræðisins. Það þýðir ekkert að taka áfeng- ið frá manninum, hefur raunveru- lega engan árangur. Það væri nær að kenna unglingum að fara með vín. Leyfum bjór og byggjum upp vínmenningu á íslandi. Það er tími til kominn. Það er miklu árangursríkara og eðlilegra en að vera alltaf að banna öðrum þetta og hitt. Svo vil ég biðja Áfengis- varnaráð að segja okkur sannleik- ann i skýrslum sínum og koma með svikalausar staðreyndir. Ef Áfengisvarnaráð vill nota einu raunhæfu og heiðarlegu að- ferðina til að koma í veg fyrir fjölgun drykkjusjúkra þá er hún sú að tala við þann sem skapaði lífið. Ásgeir Hrííaskáld er formaður Bjórvinafélagsins. Isienzkur heimilisiðnaður Messing kertastjakar og messing kertabakkar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.