Morgunblaðið - 14.12.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.12.1983, Blaðsíða 28
60 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1983 _____ __________________________________< V er »íi_Pr»«_S^ndicile „ \A.é -f'rak\c&r\v\ f>\nn lá.noJbcxy\ T Víé detium c<£ (ara, i bío " ást er... ... innkaupanna viröi, stundum. TM Raa. U.S. Pat. Off — aH rigtits reserved C1983L<» Angetes Tlmes Syndlcate l>að er launaseðillinn þinn, þetta. HÖGNI HREKKVlSI Blátt áfram Vegferðarvísur „Velvakandi góður. Ég hef stundum leitað til þín og geri það núna vegna þess sem mér hefur borist til eyrna og vildi biðja þig að veita rúm fyrir þessar línur frá mér. Þannig er mál með vexti, að út mun vera komið kvæðasafn, sem ber sama heiti og kvæðasafn sem ég gaf út fyrir þrem árum, 1980, og hlaut nafnið Blátt áfram — og var með undirtitlinum Vegferð- arvísur. Ég vildi aðeins biðja þig að vekja athygli hlutaðeigandi á þessu, svo ekki verði á ruglingur. A Mrafnistu í Hafnarflrði, Guðmundur A. Finnbogason frá Hvoli, Innri-Njarðvík.“ „Því sem betur fer verður nú æ fleirum Ijóst að það er argasta fírra að leyfa hér sterkustu og hættulegustu drykkina og hafna þeim veikustu og hættu- minnstu." Brennivín eða bjór? Jón Óttar skrifar: „Kæri Velvakandi. Einn höfuðpostuli bindindis- hreyfingarinnar og verndari brenndu vínanna, H.Kr., hóf þessi skrif með fúkyrðum í minn garð. Nú kveður allt í einu við annan tón. Loks koma nokkur rök, að vísu léttvæg, en rök eigi að síður. Eru þau einkum (1) að ölið muni bætast við annað áfengi og (2) að ölið muni stuðla að vinnustundadrykkju. H.Kr. sagðist hafa haldið — og er nú næstum því afsakandi að þetta hefði verið það sem ég hafði í huga. En það er ekki nóg að halda. Maður í hans stöðu verður að vita. Það sem ég hafði i huga var allt annað: Að móta stefnu til þess að leysa af hólmi þá óheillastefnu sem H.Kr. og hans skoðanabræður hafa mest treyst í sessi. Það sem ég hefi í huga er ekki einasta að lögleiða áfengt öl, held- ur að neyslunni sé síðan beint yfir hættulegri drykkjunum. Með þessu er ekki verið að gera því skóna að ölið sé einhver allsherj- arlausn á áfengisböli þjóðarinnar, heldur aðeins að viðurkenna að það er skásti kosturinn. En hvernig á að fara að þessu? Með því að nota tæki sem Islend- ingar hafa notað árum saman: verðstýringu. Og með því að beita þessu tæki af nákvæmni og festu. Þetta þýðir í fyrsta lagi að vínand- inn í ölinu verður álíka dýr og hann er í öðru áfengi í dag. Þar með er tekið fyrir að ölið verið uppspretta ódýrs vínanda. I öðru lagi er nauðsynlegt að hækka verð vínandans í sterku drykkjunum (þ.e. gera sterku vínin dýrari) umfram þetta mark til þess að tryggja verulegan samdrátt í neyslunni. Ef H.Kr. heldur að verðstýring muni ekki duga héðan í frá sem hingað ti! fer hann villur vegar. Reynslan bæði hér og erlendis síð- ustu áratugi sannar það. Ef H.Kr. heldur að íslendingar geti eitthvað síður verið menning- arlegir í áfengismálum en aðrar þjóðir fer hann villur vegar. Engin rök finnast sem styðja þá skoðun. Hafí lögleiðing áfengs öls í ein- hverju landi orðið til þess að auka enn áfengisbölið hefur það verið vegna þess að þeirri grundvallar- stefnu sem hér er mörkuð var ekki fylgt. Hitt er annar handleggur að það muni taka langan tíma að rækta upp þær brunarúsir sem núverandi óheillastefna hefur skilið eftir í áfengismálum þjóðarinnar. Sem betur fer horfast nú æ fíeiri í augu við þá staðreynd að sú „stefna“ sem H.Kr. og hans skoð- anabræður hafa svo dyggilega staðið vörð um er tímaskekkja, anakrón- ismi. Því sem betur fer verður nú æ fleirum Ijóst að það er argasta fírra að leyfa hér sterkustu og hættu- legustu drykkina og hafna þeim veikustu og hættuminnstu. Eina hættan sem af ölinu getur stafað er sú að það yrði tilefni til þess að þeir sem mótuðu núver- andi „stefnu" fengju tækifæri til að móta aðra enn háskalegri stefnu. Vonandi er sá ótti ástæðulaus. Þess í stað bendir allt til að sá járn- aldarhugsunarháttur sem H.Kr. er heltekinn af sé á hröðu og tímabæru undanhaldi á íslandi. Virðingarfyllst." I svartnætti og jarðbanni Ásgeir Guðmundsson, Kópa- vogi, hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Ég er mikill áhugamaður um dýravernd. Mér er m.a. umhugað um snjótittl- ingana og hef gefið þeim í ára- tugi. Þeir hurfu héðan út af kött- unum, en ég hvet fólk til að gefa þeim, hvar sem til þeirra sést. Mig langar til að leyfa þér að heyra vísur, sem ég setti saman þessum smávöxnu vinum mínum til heiðurs: Snjótittlingar Snjór hylur jörð, nú er svartnætti hér, smáfuglar komnir, því bjargarlaust er. Sækja þeir mannheima sárri í nauð, svífa til baka þá jörðin er auð. Sólskin er lítið en svartnætti kalt, sjálfsagt að gefa og kornið er falt. Svangir þá fuglarnir saðningu fá, sómi er mikill að gefa þeim þá. Glöðum fylgir gefanda gæfa á leið og hópurinn við gluggann sem að svangur beið. Ljósm. Sv.P.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.