Morgunblaðið - 14.12.1983, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.12.1983, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1983 Barnsfæðing - eftir Huldu Jensdóttur í september mánuði sl. kom grein í Morgunblaðinu, með yfir- skriftinni „Fæðing án sársauka hilling eða veruleiki". Varla hafði ég opnað augun þann dag, er sím- inn tók að hringja vegna nefndrar greinar. Meðal þeirra sem hringdu var greinarhöfundur sjálfur. Hann sagði mér tilurð greinarinn- ar og tilgang, sem væri sá að koma af stað umræðu um málið. Þótt nokkuð sé um liðið, sting ég nú niður penna vegna óska grein- arhöfundar og annarra þar um. Þykir mér þá fyrst rétt og skylt að leiðrétta það sem leiðrétta þarf og um leið gera efninu, sem hér um ræðir, nokkur skil, þar sem ég styð að sjálfsögðu alla þá umræðu sem getur orðið hvatning til dáða mæðrum — foreldrum og börnum þeirra til heilla. í fyrrnefndri grein stendur: til- vitnun 1) „Hvernig er það hægt að engin íslensk ljósmóðir hefur tek- ið sér fyrir hendur að vinna að fræðsiu í þessum efnum." Hið rétta er að heill hópur ís- lenskra ljósmæðra og annarra heilbrigðisstétta vinnur nú aö þessum málum. Seinni hluta árs 1953 hófst fyrsta fræðslunám- skeiðið á íslandi fyrir verðandi mæður og þegar í byrjun árs 1954 komu feðurnir með. Námskeiðin blaðinu 11. nóv. sl., eftir frú Krist- ínu Tómasdóttur yfirljósmóður, hafa verið til fræðslurit á íslandi að einhverju marki allt frá árinu 1940 og fjöldi ágætra bóka verið þýddur eins og kom fram í grein Kristínar, auk þess hefur komið fjöldi greina um efnið í blöð og tímarit og mörg fræðsluerindi verið flutt á fundum og í félaga- samtökum, í ríkisútvarp og sjón- varp svo eitthvað sé nefnt. — En fúslega skal það viðurkennt að meiri hraði hefði mátt vera í framkvæmd og fleiri mátt taka þátt í starfinu frá upphafi og opinberir aðilar sýna því meiri áhuga, — en flest sem er nýtt á erfitt uppdráttar og er jafnvel for- dæmt. Tilvitnun 2) „Hingað til hefur franska aðferðin eingöngu verið notuð á Fæðingarheimili Reykja- víkur og jafnvel þar bara eftir sér- óskum hverrar konu.“ — Fæð- ingarheimili Reykjavíkur hóf starfsemi sína í ágúst 1960. Stefn- an þar frá upphafi hefur ávallt verið sú að stuðla að sem mann- eskjulegastri og eðlilegastri fæð- ingu í þægilegu, rólegu og öruggu umhverfi. Þar af leiðir, að bæði hin svokallaða „psykoprofilakt- iska“ fæðingaraðferð og „franska fæðingaraðferðin" hafa verið í há- vegum hafðar þar og allar konur hvattar til að fæða samkvæmt því og svo er enn. — Það er þó ekki Hulda Jensdóttir „ÖII börn sem fæðast eiga kröfu á að á móti þeim sé tekið í andrúms- lofti hlýju, friðar og mannkærleika, að kær- leikshendur og kærleiks- faðmur standi þeim opinn, að snerting og kærleiks- atlot verði eign þeirra allra.“ byggja um hugsun, þ.e. þekking, að vita, kunna til verka, takast rétt á við fæðingarhríðimar og fæðinguna sjálfa. Á seinni árum hefur hugtakið gjarnan fengið breiðari merkingu, svo sem sál- gæsla í fæðingu, lausn frá ótta, að vinna gegn sársauka, öndunar- tækni o.s.frv. Á námskeiðunu er því iögð áhersla á almenna fræðslu um meðgöngu og fæðingu, kennslu í slökun, líkamsæfingum og öndun. Slíkur undirbúningur ætti því að vera sjálfsagður þáttur í góðri fæðingarhjálp. Þessi þáttur er í raun runninn undan rifjum Pavlovs hins rússneska og nem- anda hans, sem þegar árið 1927, benti á, að eitthvað, sem í sjálfu sér er mjög ánægjulegt og til mik- illar gleði, getur fengið á sig allt aðra mynd, ef það kemur fram í fylgd með einhverju, sem orsakar hræðslu eða er í tengslum við eitthvað, sem orsakar óþægindi. Hann rannsakaði m.a. meðfædd og áunnin viðbrögð, skilorðsbund- in viðbrögð, hvernig hægt er að breyta sársaukaboði og fá það til að missa sársaukaeðli sitt og á hinn bóginn, hvernig hægt er að framkalla sársauka, sem ekki er til staðar og engin raunveruleg ástæða fyrir. Á læknaráðstefnu í Leningrad ári 1951 kynntu þrír ungir læknar niðurstöður sínar í sambandi við hina svokölluðu „psykoprofilakt- isku“ fæðingaraðferð, sem þeir Um 1952 barst rússneska kenn- ingin, sem ég nefndi hér að fram- an, til Frakklands með franska lækninum dr. Fr. Lamage, sem hafði verið á ráðstefnunni í Len- ingrad. í fyrstu fannst honum þetta allt mesta fjarstæða, en hugsunin um þessa hluti lét hann ekki í friði, sem varð svo til þess, að hann sneri aftur til Rússlands til frekari kynna, og helgaði síðan krafta sína þessari nýjung, frönskum konum til heilla. Frá Frakklandi barst svo kenningin nokkuð fljótt víða um lönd, m.a. til íslands eins og fyrr segir. Þessir tveir menn, sem verða að teljast brautryðjendur í þessu stórmerka máli, vissu hvorugur um hinn, en voru eigi að síður á sömu leið og skildi Iítið á milli, nema ef vera skyldi, að annar lagði höfuð- áherslu á fræðsluna til að útiloka óttann, sem væri versti óvinur eðlilegrar fæðingar. Hinn lagði megináherslu á, að læra að fæða til að útiloka sársauka, en þetta tvennt er óaðskiljanlegt. Því sárs- aukalaus fæðing er útilokuð, ef ótti er fyrir hendi, en möguleg, ef óttanum er útrýmt, þótt ýmsir og margvíslegir þættir komi að sjálfsögðu við sögu. Fræðsla II Síðarnefndi þátturinn, „franska fæðingin", kom ekki til sögunnar fyrir alvöru fyrr en árið 1974. Franskur læknir skrifaði bók. Var ómyrkur í máli um þau mistök sem honum fannst viðhöfð í með- höndlun og umfjöllun hins ný- fædda barns. Nú sem fyrr voru aðrir, víða um lönd, einnig að vakna til meðvitundar um hið sama, þótt á því leiki enginn vafi að dr. Fredric Leuboyer ýtti úr vör svo um munaði. Hann kom róti á voru þá þegar vel sótt og eru það enn. Án þess að segja of mikið eru það því staðreyndir, að ísland var meðal þeirra landa, sem fyrst all- ra buðu slík fræðslunámskeið. Að sjálfsögðu vcrður því ekki neitað, að landsbyggðin hefur í þessu, sem og ýmsu öðru, orðið seinni til að fá þessa nauðsynlegu þjónustu, en upp á síðkastið hefur orðið breyt- ing á og trú mín er sú, að innan tíðar muni ungt og duglegt fólk sjá vel um sína í öllum byggðum þessa lands og bið ég þeim braut- argengis í hvívetna. — Eins og kom fram í ágætri grein í Morgun- þar með sagt, eins og fyrr segir, að leiðin hafi ávallt verið greið. Ljón hafa verið í veginum, sem ekki hafa verið í stakk búin til að skilja þessa eðlilegu og sjálfsögðu fram- vindu, sem öll stefnir í þá veru að stuðla að meiri hamingju móður, foreldra og barns. Að stuðla að meira jafnvægi og vellíðan, að stuðla að meiri tengslum, meira öryggi, — allt af hinu góða — þáttur í þeirri viðleitni að stuðla að fegurra og innihaldsríkara mannlífi og því, að fæðingin sjálf verði það lífsundur, sem henni er ætlað að vera. Fræðsla I Þegar talað er um „psykoprofil- aktisku" fæðingaraðferðina ann- ars vegar, er átt við það sem við gjarnan köllum foreldrafræðsla. Hins vegar hin svokallaða „franska fæðing", en þá er átt við þann þátt, sem að barninu sjálfu snýr, þ.e. hvernig staðið er að hingaðkomu barnsins, barnsins vegna. Fyrrnefndi þátturinn, hugtakið „psykoprofilaxis" hefur fengið fastan sess í sambandi við barns- fæðingar og stendur fyrir að fyrir- höfðu gert tilraunir með frá árinu 1949. Kenningar þeirra voru þegar viðurkenndar af rússnesku stjórn- inni, konum i hag. Á sama tíma var hljóðlátur maður að vinna að sömu hugðarefnum suður á Bret- landi. Hann skrifaði fyrst um efn- ið í formála að bókinni „Antenatal and postnatal care“. Það mun hafa verið árið 1936. Eftir 1940 rak hver bókin aðra eftir hann. Dr. G.D. Read, en svo hét maðurinn, gafst ekki upp þótt á móti blésu kaldir vindar frá breskum konum og starfsbræðrum. hugi flestra, ef ekki allra, sem kynntust kenningum hans, bæði lærða og leikra. Sitt sýndist hverj- um eins og ávallt, háar öldur risu, en lognið eftir storminn kom til- tölulega fljótt og trú mín er sú að fáir séu þeir, sem enn eru að berj- ast gegn þessari eðlilegu og sjálf- sögðu framvindu mála. Nýfædda barnið er næmt og við- kvæmt, segir Leuboyer. Hann for- dæmir harkalega meðferð, for- dæmir sterku Ijósin, hávaðann, óró- leikann, spennuna, kuldann. Móðir- in á fá barnið sitt upp á kvið sinn strax og það fæðist, ef allt er með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.