Morgunblaðið - 14.12.1983, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.12.1983, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1983 45 sem gerir hana dýra innflutta, en við höfum náð mjög hagstæðum samningum um flutninga innan- iands. Við óttumst ekkert í því efni.“ Það er Skipaútgerð ríkisins, sem samið hefur verið við um flutninga á vörunni frá Sauðárkróki, fyrir um 40% af fastri verðskrá fyrir- tækisins. Stjórnarmenn, sem blm. Morgunblaðsins ræddi við, fullyrtu að Ríkisskip myndi ekki tapa á þeim flutningum. „Það má ekki gleyma því,“ sagði Þorsteinn Þor- steinsson, „að um 80% af allri frakt fer frá Reykjavík vestur og norður um land. Þetta verða því hreinar aukatekjur fyrir Ríkisskip hvort sem skip þess sigla austur eða vestur um landið. Gámarnir eru í skipunum hvort eð er og það hlýtur að vera hagkvæmara að flytja þá fulla en tóma. Þetta er létt vara og staflast vel.“ Þorsteinn sagði að fyrirhugað Þorsteinn Þorsteinsson, fram-' kvæmdastjóri Steinullarverksmið- junnar hf.: 15—20 ír þar til markað- urinn tekur við þeim 6000 tonnum, sem hægt verður að framleiða ár- lega. urinn gerir ráð fyrir að það selji öllum, sem vilja kaupa. Gegn tveimur prósentunum borgar Sam- bandið flutning úr skipi á bíl þess, sem kaupir. Sambandið tekur að sér kynningarstarfsemi á vörunni og það á að geta ýtt undir sölu þessara þriggja aðila, sem eru und- anskildir. En það er rétt að geta þess, að þótt hluti af kynningar- kostnaði verði greiddur af um- boðslaunum SÍS munum við annast sölueftirlit og kynningu gagnvart aðilum í byggingariðnaði. Sjálfsagt má segja, að okkar starf sé mikil- vægara í upphafi.“ En hvað skyldi taka Sambandið langan tíma að ná sinni fjárfest- ingu til baka í gegnum umboðs- launin? Jón Ásbergsson: Um tíu ár. Það er að segja ef steinullin selst — ef Steinullarverksmiðjan hf. á Sauðárkróki verður jafn gott fyrir- tæki og aðstandendur halda fram. Þeir telja að þeir geti aukið stein- ullarnotkun hér á landi margfalt frá því sem nú er, að minnsta kosti þrefaldað hana, miðað við að gler- ull og steinull séu sett undir sama hatt og glerullin sé „reiknuð upp“ eins og Árni Guðmundsson gerði hér að framan. Stefán Guðmunds- son, alþingismaður, sagði í viðtali við Tímann skömmu eftir að lög um steinullarverksmiðju voru sam- þykkt á Alþingi í fyrra, að sér þætti það mikils virði og gott til að vita að þarna ættu a.m.k. fimmtíu manns að fá vinnu og framleiða 6000 tonn af steinull. Nú hefur komið fram að það munu líða 15—20 ár þar til markaðurinn tek- ur við 6000 tonnum. Fyrsta heila framleiðsluárið (sem hefst vænt- anlega um mánaðamótin maí/júní 1985), stendur til að framleiða 2650 tonn. Til þess þarf um 30 starfs- menn, að sögn Jóns Ásbergssonar. Prófsteinninn hvort gleruilin víkur ... Hann segir að samkvæmt út- væri að framleiða steinull í ýmsum gerðum, bæði í rúllum og plötum. Rúmþyngdin verður allt frá 25 kg á rúmmetra og upp í 200 kg á rúm- metra. „Það tekur aðeins nokkrar mínútur að breyta framleiðslunni á bandinu enda er ekki ætlunin að framleiða hverja tegund nema í um fjórar klukkustundir," sagði hann. Umboðsiaun SÍS af öllu ... Þegar steinullin verður komin á markað á helsta markaðssvæðinu, Reykjavík og nágrenni, tekur Sam- band íslenskra samvinnufélaga við. Steinullarverksmiðjan hf. gerði í sumar umdeildan samning við Sambandið um einkasölu og dreif- ingu á framleiðslunni, þó þannig að þrjú stór sölufyrirtæki voru undan- skilin, þ.e. BYKO, JL-húsið og Húsasmiðjan, sem geta keypt beint frá verksmiðjunni. Samningurinn við SÍS mun hafa farið mjög fyrir brjóstið á fjármálaráðherra, sem er þeirrar skoðunar, að fyrirtæki í eigu ríkisins (þó ekki sé nema að hluta) eigi ekki að „mismuna" sam- keppnisaðilum. Sambandið mun verða heildsal- inn í þessu tilviki og fá í sinn hlut rétt rúm 6% í umboðslaun af því, sem selt verður á þess vegum og 2% af öllu öðru. „Þetta er ekki ein- okunarsamningur," sagði Jón Ás- bergsson. „Sambandið getur ekki ráðið hverjum það selur, samning- reikningum þurfi 28 starfsmenn til að framleiða 2000 tonn á ári, 38 til að framleiða 4000 tonn, 53 til að framleiða 6000 tonn og 66 til að framleiða 8000 tonn. Útflutningur er ekki fyrirhugaður, það væri glórulaust ævintýri, segja stjórn- armenn. En er þá fullkomlega tryggt, að stofnun og bygging steinullarverk- smiðju á Sauðárkróki sé ekki glóru- laust ævintýri, ný Krafla? „Próf- steinninn er hvort varan yfirtekur glerullina," sagði Jón Ásbergsson. „Finnski útflutningslánasjóðurinn, sem lánar 85% í vélunum til fimm ára með 9% vöxtum, trúir að svo verði. Samband íslenskra sam- vinnufélaga trúir því sömuleiðis. Þeir settu sérstakt lið í að kanna málið og þeirra niðurstaða varð sú, að þetta væri vitrænt." Þorsteinn Þorsteinsson sagði: „Eina vafaatriðið í öllu saman er hversu vel verksmiðjunni mun ganga samkeppnin við glerullina. En það er aðeins spurning um tíma. Það má mikið fara úrskeiðis áður en sú samkeppni vinnst ekki.“ Og Stefán Guðmundsson alþing- ismaður lagði á það ríka áherslu, þegar blm. ræddi við hann á Sauð- árkróki nýlega, að „þetta eru ekki bara við Króksararnir að möndla. Ríkissjóður á sína fulltrúa í stjórn- inni og þeir gæta hagsmuna skattgreiðenda mjög vandlega." - ÓV Pcpsi JÓLAVERÐ í flöskustærðum 0,251. og 1 lítri Látið brasÖiÖ ráÖa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.