Morgunblaðið - 14.12.1983, Side 30

Morgunblaðið - 14.12.1983, Side 30
62 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1983 Stjórn og varastjórn SUS 1983—1985. Af stjórnarfundum SUS STJÓRN SUS sem kjörin var á SUS-þinginu í september sl. hefur haldið þrjá fundi það sem af er vetri. Fyrsti fundurinn var haldinn í Reykjavík 15. okt. Þar var kosin framkvæmdastjórn sambands- ins og gerð starfsáætlun fyrir næstu mánuði. Auk þess var komið á laggirnar starfshópum og nefndum um hina ýmsu mála- flokka sem stjórnin hyggst taka fyrir á starfstímanum. Annar stjórnarfundur var svo haldinn í Reykjavík 3. nóvember og fór hann að mestu í umræður um málefni landsfundar Sjálf- stæðisflokksins. Þriðji fundurinn var svo hald- inn í Kópavogi þ. 19. nóv. Á þann fund komu þeir Þorsteinn Páls- son nýkjörinn formaður Sjálf- stæðisflokksins og Friðrik Soph- usson varaformaður. Margt er á döfinni hjá SUS, svo sem ráðstefnuhald ýmiss konar, svo og útgáfa, en nánar verður sagt frá því síðar. Nýr umsjón- armaður EIRÍKUR Ingólfsson hefur tekið við umsjón Sjónarhorns, en hann er jafnframt framkvæmdastjóri Sambands ungra sjilfsteö- ismanna. Ungu sjálfstaeðisfólki um allt land er bent á að hafa samband við Eirík með ábendingar um efni á síðuna svo og fréttir af starfinu í félögum ungra sjálfstæðismanna. Það er von umsjónarmanns að sfðan geti orðið virkur fréttamiðill í starfi sambandsins, en til þess að svo megi verða þarf að tak- ast gott samstarf við félögin út um allt land. Kiríkur Ingólfsson 3. tölublað Stefnis ÚT ER komið 3. tölublað Stefnis, tímarits SUS. í blaðinu er sagt frá störfum SUS-þingsins, sem haldið var í Reykjavík 23.-25. september sl. í blaðinu eru einnig birtar álykt- anir þingsins auk fjölda mvnda frá störfum þess. Auk efnis frá SUS-þinginu eru birtar þrjár greinar eftir þá Eyjólf Konráð Jónsson, Gunnar Jó- hannsson og Björn Matthíasson og fjalla þær allar um landbúnaðrmál og verðmyndunarkerfi landbúnað- arvara, undir yfirskriftinni: „Nýj- ar leiðir í landbúnaði". Um miðjan þennan mánuð er svo væntanlegt 4. tölublað Stefnis, en það mun verða helgað landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Ritstjóri Stefnis er Hreinn Loftsson. Aðalfundur Týs AÐALFUNDUR Týs, FUS í Kópavogi, var haldinn í Sjálfstæðishúsinu, Hamraborg 1, þann 27. okt. sl. Þorsteinn Halldórsson fráfarandi formað- ur flutti skýrslu stjórnar þar sem fram kom, að starf félagsins var kraftmikið á liðnu starfsári og virkni félagsmanna góð. í skýrslunni sagði að það væri áberandi hvað félagsstarf Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi bæri af starfi annarra flokka í bænum og hvað unga fólkið varðar er Týr eina virka pólitíska félagið á þeim vettvangi. Þorsteinn þakkaði sam- starfsmönnum sínum í fráfarandi stjórn fyrir ánægjulegt samstarf en gaf ekki kost á sér ti) endurkjörs. í stjórn félagsins voru kosnir: Haraldur Kristjánsson formað- ur, Guðmundur M. Thorarensen varaformaður, Kristinn Þor- bergsson ritari, Sveinbjörn Kristjánsson gjaidkeri og Jón M. Snæhólm meðstjórnandi. Vara- menn í stjórn voru kosnir Hall- dóra Ingimarsdóttir, Þorsteinn Birgisson og Sigurður Bjarna- son. Á fyrsta stjórnarfundi voru ræddar hugmyndir og lögð drög að kraftmiklu starfi á komandi starfsári. Samþykkt var að bjóða stjórn SUS að halda næsta stjórnarfund sinn í Kópavogi í boði Týs og var sá fundur hald- inn í Hamraborg 1, þann 19. nóv- ember. Einnig var ákveðið að halda fund í Menntaskólanum í Kópavogi um friðarmál, 23. nóv- ember sl., og bjóða á hann frum- mælendunum Árna Hjartarsyni frá Samtökum herstöðvaand- stæðinga, Birni Bjarnasyni frá Samtökum um vestræna sam- vinnu, og Þór Sigfússyni frá friðarhreyfingu framhaldsskóla- nema. Tókst fundurinn ágætlega og fóru fram líflegar umræður. Hin nýkjörna stjórn hefur gert gangskör að því að hefja út- gáfustarf í ríkari mæli en verið hefur og mun því gefa út á ný málgagn félagsins fyrir jólin. Einnig er hafin vinna við að senda út fréttabréf sem vænt- anlega kemur út innan tíðar. Hugmyndir eru uppi um að halda leshring um frjálshyggj- una og stjórnmálanámskeið og búið er að koma á laggirnar starfshóp um skipulags- og lóða- mál en þau mál hafa verið í nokkrum ólestri um nokkurra ára skeið, þannig að ungt fólk hefur neyðst til að flytja úr bæn- um vegna lóðaskorts. Af þessu má ráða að líklega verður eitt- hvað um að vera hjá ungum sjálfstæðismönnum í Kópavogi á komandi ári. A myndinni eru frá vinstri: Sveinbjörn Kristjánsson gjaldk., Haraldur Kristjánsson form., Sigurður Bjarnason varam., Halldóra Ingimars- dóttir varam. og Jón K. Snæhólm meðstjórnandi. Á myndina vantar: Guðmund M. Thorarensen, Kristin Þorbergsson og Þorstein Birgis- son. Nýjar stjórnir í félögum SUS-arar á faraldsfæti SUS hefur haldið mjög góðu sam- bandi við systrafélög sín bæði á hin- um Norðurlöndunum og annars staðar í Kvrópu. Nú nýverið sóttu þeir Árni Sigurðsson og Oskar Tóm- asson ráðstefnu um utanríkismál á vegum NUU, Nordisk Ungkonserv- ativ Ungdom, en ráðstefnan var haldin í Helsinki. Eiríkur Ingólfsson sótti í nóv- ember námsstefnu um evrópska samvinnu og sameiningu, sem haldin var í Strasbourg á vegum DEMYC, Democrat Youth Comm- unity of Europe. Um miðjan des- ember munu þeir Sigurður Magn- ússon og Erlendur Magnússon sækja ráðstefnu um öryggis- og varnarmál sem verður haldin á vegum DEMYC í Brussel. í tengslum við landsfund Sjálfstæðisflokksins voru haldnir aðalfundir í mörgum félögum ungra sjálfstæð- ismanna. Sjónarhorn mun leit- ast við að kynna hinar nýju stjórnir eftir föngum og hér kemur fyrsti skammturinn. Stefnir, félag ungra sjálfstæð- ismanna í Hafnarfirði, hélt aðal- fund sinn um mánaðamótin okt. —nóv. Þar var kosin ný stjórn, sem að mestu er skipuð nýju fólki í félaginu. Formaður var kjörinn Þórarinn Jón Magnús- son útgefandi, en fráfarandi formaður, Guðjón Guðnason, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Á fyrsta stjórnarfundi Stefnis var strax samin nokkuð ítarleg starfsáætlun fyrir veturinn og er verið að búa hana til prentunar svo hægt sé að senda hana öllum Nýkjörin stjórn Stefnis: (aftari röð frá v.) Pétur Sigurgunnarsson, Oddur H. Oddsson, Guðmundur Á. Tryggvason, Grímur Vilhelsson og Magnús Krist- jánsson. Fremri röð: Guðbjörg Hjálmarsdóttir, Þórarinn Jón Magnússon og Lovísa Árnadóttir. skráðum Stefnisfélögum í Hafn- arfirði. Ennfremur á að dreifa henni víðar til kynningar á fé- laginu t þeim tilgangi að stuðla að fjölgun félagsmanna. Á starfsáætlun Stefnis er m.a. að finna námskeið í ræðumennsku og fleiru, skemmtanir og þrjá borgarafundi, þann fyrsta um miðjan janúar. Þá hefur verið kjörin ný stjórn í Heimi, FUS í Keflavík. Hana skipa Sigurður Garðarsson formaður, Svanlaug Jónsdóttir varaformaður, Jóhannes Ell- ertsson gjaldkeri, Sveinn Ævarsson meðstjórnandi og Oddgeir Garðarsson ritari. Ný stjórn hefur einnig verið kjörin í Vtkingi, FUS á Sauð- árkróki. Stjórnina skipa þeir Ari Jónsson formaður, Bjarni Eg- ilsson varaformaður, Baldur H. Úlfarsson gjaldkeri, Árni Egils- son ritari og Gísli Rúnar Jóns- son meðstjórnandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.