Morgunblaðið - 14.12.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.12.1983, Blaðsíða 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1983 Elín J. Jónsdóttir Richter skrifar frá Vestur-I>ýskalandi Friðarhreyfingin og vígbúnaður: Er friður aðeins hugsjón? Ekki er rætt og ritað um annað mál meira þessar vikurnar en friðarhreyfinguna og í sömu andránni um vígbúnað og varnir. Mér virðast þessi mál vera sér- staklega mikil tilfinningamál hér í Þýzkalandi, en það kann að vera af því, að fréttir af innlend- um vettvangi eru tíðum viða- meiri en um sömu málefni frá öðrum löndum. En svo er ekki loku fyrir það skotið, að þessi mál snerti almenning einmitt meira hér í Þýzkalandi en ann- ars staðar vegna legu landsins og stöðu þess á alþjóðavettvangi. Áhrifasvæði Sovétríkjanna byrj- ar við bæjardyrnar í Austur- Þýzkalandi. í augum margra er Austur-Þýzkaland enn hluti landsins, sem ekki er að undra, því að flestir eiga þar nána ætt- ingja, og fjöldinn allur af núver- andi Vestur-Þjóðverjum er fæddur og uppalinn á því svæði sem nú er Austur-Þýzkaland. Það má kannski skjóta því hér inn í, að komi frólk frá Austur- Þýzkalandi og óski hér eftir bú- setu, nýtur það allra þeirra sömu réttinda og Vestur-Þjóðverjar sjálfir. Það þarf ekki sækja um dvalarieyfi eins og flóttafólk frá öðrum löndum (því að allt er þetta flóttafólk, nema eftir- launaþegar, sem er frjálst að yf- irgefa paradísina Austur-Þýzka- land). En þetta var nú útúrdúr. Það er vitað mál, að í Austur- Þýzkalandi hafa Rússar komið miklum vopnabúnaði fyrir, sem nú á að endurnýja, t.d. með því að staðsetja þar hinar margum- töluðu SS-20-kjarnorkueldflaug- ar. Að sjálfsögðu vísa allar eld- flaugar og sprengjur í vestur, svo að Vestur-Þýzkaland yrði fyrst fyrir barðinu á árásum (eða varnaraðgerðum?) ef til átaka kæmi. Þetta er afskaplega óþægileg vitneskja, og ég verð að viðurkenna, að ég veigra mér oftast við að hugsa þá hugsun á enda, en reyni að trúa á, að ekk- ert slíkt gerist. Nú er stóra spurningin: hvort er betra að hætta öllum vígbúnaði og láta allt vera eins og það er eða jafn- vel fjarlægja þau vopn, sem eru þegar fyrir hendi, eins og full- trúar friðarhreyfingarinnar berjast fyrir; eða þá að sjá um, Ein hinna mörgu friðargangna. að jafnvægi ríki í vígbúnaði austurs og vesturs? En ríkir nokkurn tíma jafnvægi? Er og verður þetta ekki endalaust kapphlaup? Er þörf á að eiga yf- ir vopnum að ráða, sem geta út- rýmt mannkyninu fimmtánfalt (e.t.v. oftar, þegar þetta er rit- að)? Því verður nú ekki útrýmt nema einu sinni, sem án efa tekst einhvern tíma. Þegar mað- ur fer að hugsa um þessi mál, rekur ein spurningin aðra, og enginn getur gefið sannfærandi svör, hvoru megin sem staðið er. Og þeirri spurningu, sem allt veltur á, sem stendur í upphafi og í lok sérhverra slíkra yfirveg- ana: Hvers vegna getur mann- skepnan ekki haldið frið við náungann, þótt viðhorf, skoðan- ir, ríkisskipan, trúarbrögð séu mismunandi — henni getur eng- inn svarað. Eiginlega var ætlun mín að skrifa hitalaust og hlutlaust um starfsemi friðarhreyfingarinnar í Þýzkalandi, en það er ekki svo einfalt. í raun og veru ætti eng- inn heilvita maður að geta kom- izt hjá að gera þessi mál að til- finningamáli; þau snerta okkur öll í ríkum mæli. En mér finnst afskaplega erfitt að taka afstöðu — annars vegar hallast ég að friðarhreyfingunni, af því að það, sem fulltrúar hennar berj- ast fyrir, er það, sem maður í hjarta sínu óskar sér; en hins vegar koma fram efasemdir, hvort þessi baráttumál séu raunsæ, og hvort þau geti nokk- urn tíma náð tilgangi sínum. Fyrir nokkrum árum gerðu aðild- arríki NATO með sér samning — hina umdeildu tvöföldu sam- þykkt: Annars vegar voru full- trúar aðildarríkjanna eindregið fylgjandi því að styðja samn- ingaviðræður Bandaríkjamanna og Sovétmanna í Genf, þar sem reyna átti að skapa grundvöll fyrir takmörkun vígbúnaðar austurs og vesturs. Hins vegar ist jetzf otsfi e% ^íabot sein Zief var einnig samþykkt að stað- setja bandarísku kjarnorkueld- flaugarnar Pershing II og Cruise Missiles í Vestur-Evrópu sem svar við SS-20-eldflaugunum (og þá fyrst og fremst í Vestur- Þýzkalandi), ef viðræðurnar í Genf baeru ekki tiiætlaðan árangur, miðað við október/nóv- ember 1983. Þáverandi stjórn Vestur-Þýzkalands — sósíal- demókratar undir handleiðslu Helmut Schmidt — greiddu at- kvæði með samþykktinni og reyndar var Schmidt mikill hvatamaður þess, að hún næði fram að ganga. Nú er haustið 1983 runnið upp; í Genf hefur hvorki gengið né rekið, og marg- ir efast meira að segja um, að raunverulegur vilji til samkomu- lags hafi verið fyrir hendi; fyrstu eldflaugarnar eru komnar til Bretlands og Vestur-Þýzka- lands frá Bandaríkjunum. Þegar ofangreind samþykkt varð al- menningi kunn, komst skriður á starfsemi friðarhreyfingarinnar, sem hafði þó áður kveðið sér hljóðs, en ekki verið ýkja áber- andi. í raðir hennar flykktist einkum ungt fólk, sem enn á sín- ar hugsjónir, en einnig eldra fólk, sem þrátt fyrir lengri lífs- reynslu hefur ekki misst trúna á hugsjónir. Því miður ber oft á þátttakendum og virkum félög- um, sem ekki hafa sem bezt orð á sér vegna þátttöku á öðrum svið- um stjórnmála og annarra mála. Hér er oft um kommúnista að ræða, en í augum almennings er kommúnistaflokkurinn ekki neinn úrvalsfélagsskapur. Það óorð hefur komið á friðarhreyf- inguna, að Sovétríkin styðji hana fjárhagslega í þeirri von, að hún eflist nógu mikið til þess að veikja varnir landsins, svo að Sovétríkin eigi hægara um vik. Ég get ekki dæmt um, hvort nokkuð er hæft í þessu; en ef svo er, þá er það ekki á vitorði margra innan hreyfingarinnar. Fleiri en einn frammámanna hennar hafa vísað slíkum full- yrðingum hinir sárustu á bug á mjög trúverðugan hátt. Það þarf tæplega að taka það fram, að flokksmenn og fylgj- endur græningjanna eru undan- tekningarlítið í röðum friðar- hreyfingarinnar, enda er af- vopnun og trygging friðar eitt af mikilvægustu málefnum flokks- ins. Forystumenn græningjanna, eins og t.d. Petra Kelly og Gerd Bastian (hann er fyrrverandi hershöfðingi, sem sagði sig úr hernum í mótmælaskyni við NATO-samþykktina) ferðast víða um lönd og boða boðskap friðarhreyfingarinnar. Það þyk- ir eftirtektarvert, að þeim var léð eyra bæði í Moskvu og Austur-Berlín, en það er auðvit- Kjördæmisráð sjálfstæðismanna á Vesturlandi: Hördur Pálsson kosinn formaður Borgarnesi, 5. desember. HÖRÐUR Pálsson, Akranesi, var kosinn formaður Kjördæmisráðs sjálfstæðisfélaganna í Vestur- landskjördæmi á aðalfundi þess, sem haldinn var í Hótel Borgarnesi um helgina. Jóhann Kjartansson, Borgarnesi, sem verið hefur formað- ur kjördæmisráðsins síðastliðin tvö ár gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Aðrir í stjórn voru kosnir: Kristófer Þorleifsson, Ólafsvík, Vífill Búason, Ferstiklu, sr. Brynj- ólfur Gíslason, Stafholti, og Jó- hann Sæmundsson, Ási. Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra var gestur fundarins og hélt hann ræðu um stjórnmálaviðhorfið. óðinn Sigþórsson, Einarsnesi, sagði frá störfum miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins. Að loknum ræðum Sverris og Óðins urðu miklar og líflegar umræður um stjórnmálin og starfsemi flokksins og fyrirspurnum beint til fram- sögumanna. A aðalfundinum flutti fráfar- andi formaður, Jóhann Kjartans- son, skýrslu stjórnar en störf kjör- dæmisráðsins liðið starfsár ein- kenndust af alþingiskosningunum í apríl og undirbúningi þeirra með prófkjöri til vals manna á fram- boðslista, blaðaútgáfu og fleiru. Auk stjórnarkosninga var kosið í ýmsar nefndir og ráð. f kjörnefnd voru kosnir: Benedikt Jónmunds- son, Bernharð Jóhannesson, Þor- kell Fjeldsted, Árni Emilsson og Skjöldur Stefánsson. í flokksráð voru kosnir: Guðjón Guðmunds- son, Davíð Pétursson, Björn Ara- son, Árni Helgason og sr. Ingiberg J. Hannesson. HBj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.