Morgunblaðið - 14.12.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.12.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1983 63 Edda Erlendsdótt- ir - Ný hljómplata Tónlist Egill Friöleifsson Nýlega kom út hljómplata með píanóleik Eddu Erlends- dóttur. Edda hefur getið sér góð- an orðstír fyrir list sína hin síð- ustu árin og hlotið lof fyrir leik sinn bæði hér heima og erlendis Hún nam píanóleik við Tónlist- arskólann í Reykjavík, þar seir m.a. Árni Kristjánsson veitt henni tilsögn, en stundaði fram- haldsnám við Tónlistarháskól- ann í París og lauk þaðan námi 1978. Mér er enn í fersku minni er Edda hélt konsert á Kjar- valsstöðum í febrúar 1982 ef ég man rétt og lék þá eingöngu franska músík með miklum ágætum. Á þessari plötu beinir hins vegar áttum til Vínarborg- ar og þar er að finna verk eftir þá Franz Schubert, Alban Berg og Arnold Schönberg. Það er býsna löng leið milli Schuberts og Schönbergs hvað varðar tónmál og framsetningu alla en eigi að síður forvitnilegt að stilla þeim svona hlið við hlið á sömu hljómplötunni. Á hlið 1 er að finna þrjá pí- anóþætti D946 er Schubert samdi árið sem hann lést, 1828. Á plötuumslaginu er því haldið fram að þessi verk séu meðal bestu píanóverka höfundar. Ég leyfi mér að efast um að þetta sé rétt, a.m.k. í þeirri gerð er þau birtast hér. Til þessu eru þessir þættir of losaralegir í formi og lopinn stundum teygður um of yfir litlu efni. Hins vegar eru inn á milli gullfallegir sprettir og ljúfar laglínur sem sverja sig mjög í ætt við ýmis fyrri verk höfundar. Mér virðist Edda fara með löndum í leik sínum og túlk- un á þessum verkum. Allt er vandvirknislega og faglega unn- ið og hvergi tekin óþarfa áhætta á hröðum augnablikum, en henni er lagið að glæða hægu þættina töfrum, sem halda athygli hlust- andans vakandi og það út af fyrir sig er ekki svo lítið afrek. Sömu atriði einkenna raunar einnig leik Eddu í sónötu A. Bergs op. 1 og píanóþáttum Schönbergs op. 11 sem eru á hlið 2. Hún gerir þessum krefjandi verkum góð skil. Það er fengur að þessari fyrstu hljómplötu Eddu Er- lendsdóttur og henni til sóma. Egill Friðleifsson. Þriðja tölublað Rafeindarinnar RAFEINDIN, sérrit um rafeindaiðnað, þriðja tölublað er komið út. Meðal efnis í ritinu er grein eftir Fylki Þórisson um flutning sjón- varpsefnis um gervitungl milli Is- lands og annarra landa, þátturinn „Nýtt á markaðnum", grein um magnara eftir Ólaf Á. Guðmunds- son, grein um rafeindastýrðar myndavélar eftir Val R. Jóhannsson, „Allt sem þú vilt vita um hljómtæki" eftir Einar Erlendsson og Garðar Runólfsson, Gunnar Gunnarsson skrifar um hljómplötur, fjallað er um rafeindatækjasmíði, og saman- burður er gerður á heimilistölvum. Útgefandi Rafeindarinnar er Út- gáfufélagið Rafeind hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Steinþór Þór- oddsson. Hv«m»g fer fluttníngur síónvarpsefrti* um gerf ihnetti frsm? Heim»llslólvur~könnun— Rflfeíndastyrfter myndavéfar SP-7000 *p«nnugjafi fyrlr þig Vasadiskó Mikiö úrval af vasadiskó í fjölda lita, með og án útvarps, FM-AM Steríó. Verö frá kr. 1.760.- Með útvarpi verð frá kr. 2.890.- HLJÐMBÆR HIJ OM •HEIMILIS* SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SÍMAR 25999 & 17244 f r*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.