Morgunblaðið - 06.01.1984, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 06.01.1984, Qupperneq 10
HVAD ER AD GERAST UM HELGINA? 38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1984 Alþýðuleikhúsið: Kaffitár og frelsi á Kjarvalsstöðum Sýningar Alþýðuleikhússins á leikritinu Kattitár og frelsi eftir þýska kvikmyndageröarmanninn Fassbinder, sem frumsýnt var í nóvember sl. hefjast á ný, laugar- daginn 7. janúar kl. 16.00. í þetta sinn veröa sýningar leikritsins á Kjarvalsstöðum og veröa þær á laugardagseftirmiödögum og þriöjudagskvöldum. Leikendur í Kaffitári og frelsi eru þau: Jórunn Siguröardóttir, Pálmi Á. Gestsson, Borgar Garðarsson, Sigurveig Jónsdóttir og Ólíur Örn Thoroddsen, sem nú tekur viö hlutverki Bjarna Ingvarssonar. Leikmynd og búningar eru verk Guörúnar Erlu Geirsdóttur, en leik- stjóri sýningarinnar er Sigrún Valbergsdóttir. Akureyri: Leikklúbburinn Saga sýnir ímyndunarveikina Leikklúbburinn Saga á Akureyri sýnir nú um þessar mundir gleöileikinn ímyndunarveikina eftir franska leikritaskáldiö Moliére. Fimmtán hlutverk eru í sýninguni sem þrettán leikarar fara meö. í helstu hlutverkum eru: Magnús Sigurólason, Erna Hrönn Magnúsdóttir, Anna Jóna Vigfúsdóttir, Inga Vala Jónsdóttir, Ólafur Hilmarsson og Jóhann Pálsson. Leikstjóri er Þröstur Guöbjartsson. Leikritið gerist í París 1673 og er skopleg ádeila á læknastéttina. Það fjallar í stuttu máli um aldraöan auökýfing, Argan aö nafni, og samskipti hans við lækna og lyfsala. Einnig fléttast inn í leikinn ástamál eldri dóttur hans, en Argan er staöráöinn í aö gifta hana ríkum lækni þvert ofan i vilja hennar. ímyndunarveikin var fyrst sýnd hér á landi 1886 i Reykjavík. Næstu sýningar hjá Leikklúbbnum Sögu veröa í Dynheimum: Föstudaginn 6. jan. kl. 23.30, laugardaginn 7. jan. kl. 20.30 og þriðjudaginn 10. jan. kl. 21.00. Ásmundarsalur: Málverkasýning Hallgríms Helgasonar Hallgrímur Helgason opnar í kvöld, 6. janúar, sína fyrstu mál- verkasýningu í Ásmundarsal viö Freyjugötu. Hallgrímur hefur stund- að nám bæöi heima og erlendis og sýnt á sýningum í JL-húsi, Kjarvalsstööum, Mávahlíö 24 og Stýrimannastig 8, en eins og áöur sagöi er þetta hans fyrsta einkasýning. Á henni eru 20 olíumálverk og málaður rekaviöur, 40 litlir sjóreknir skúlptúrar, og eru öll verkin gerð á síðastliönu ári. Sýningin veröur opin frá 2—10 alla daga til 15. janúar. Samtímis sýnir Hallgrímur teikningar á Mokka-kaffi. Nýlistasafnið: Grafík og málverk Guðmundar Thoroddsen Guömundur Thoroddsen opnar í dag, föstudag, sýningu í Nýlista- safninu við Vatnsstíg og er það önnur einkasýning hans. Á sýningunni eru grafíkmyndir og málverk sem Guðmundur hefur unnið á síðastliönu ári og eru þau öll til sölu. Guömundur stundaði nám í Myndlistarskóla Reykjavíkur hjá Hringi Jóhannessyni, var síöan í myndlistarnámi í Frakklandi og við Ríkisakademíuna í Amsterdam. Sýningin í Nýlistasafninu er opin daglega frá kl. 16.00—20.00 og um helgar frá kl. 16.00—22.00. Sýningin stendur til 15. janúar. Þjóðleikhúsið: Tyrkja-Gudda, Skvaldur og Lína Þjóöleikhúsið sýnir nú um helg- ina þrjú leikrit. i kvöld, föstu- dagskvöld, er sjötta sýning á leik- riti Jakobs Jónssonar frá Hrauni, Tyrkja-Guddu, og veröur leikritiö einnig sýnt á sunnudagskvöld. Helstu leikendur í Tyrkja-Guddu eru Steinunn Jóhannesdóttir, Sig- uröur Karlsson og Hákon Waage. Gamanleikurinn Skvaldur verð- ur siöan sýndur tvisvar sinnum á laugardagskvöldiö, er fyrri sýning kl. 20.00 og sú síöari kl. 23.30. Fjölskylduleikritiö Lína Lang- sokkur veröur síöan sýnt kl. 15.00 á sunnudag, en sýningum á leikrit- inu fer nú fækkandi. Miðnætursýning á Spanskflugunni í Garði Litla leikfélagiö í Garöi sýnir á laugardagskvöld síðustu sýningu á gamanleiknum Spanskflugunni eftir Arnold og Bach. Veröur þaö miðnætursýning og hefst hún kl. 23.30 í Samkomuhúsinu í Garöi. Leikstjóri er Guörún Ásmunds- dóttir. Leikfélag Reykjavíkur: Guð gaf mér eyra og Hart í bak Tvö leikrit veröa sýnd hjá Leik- félagi Reykjavíkur um helgina. i kvöld (föstudagskvöld) veröur 15. sýning á bandaríska leikritinu Guö gaf mér eyra eftir Mark Medoff. Með stærstu hlutverk fara Sigurö- ur Skúlason og Berglind Stefáns- dóttir. Auk þess fara Karl Ágúst Úlfsson, Lilja Þórisdóttir, Valgerö- ur Dan, Sigríöur Hagalín og Harald G. Haralds meö stór hlutverk. Leikstjóri er Þorsteinn Gunnars- son. Guö gaf mér eyra er einnig sýnt á sunnudagskvöldiö. Á laugardagskvöld er verk Jök- uls Jakobssonar Hart í bak á fjöl- unum í lönó, en sýningar eru nú orönar 30 talsins. Leikstjóri er Hallmar Sigurðsson en meö aöal- hlutverk fara Soffía Jakobsdóttir, Jón Sigurbjörnsson, Kristján Franklin Magnús og Edda Heiörún Backman.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.