Morgunblaðið - 07.01.1984, Side 1
40 SÍÐUR OG LESBÓK
STOFNAÐ 1913
5. tbl. 71. árg.
LAUGARDAGUR 7. JANUAR 1984
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Sýrlendingar styrkja stöðu sína f Líbanon:
Tíu eldflaugapallar
á mikilvægu svæði
Beirút og Kuwait, 6. janúar. AP. ^L. W
Hvort þessi raynd gefur væntanlegt samstarf til kynna skal ósagt látið, en
Anker Jörgensen, leiðtogi danskra jafnaðarmanna, hellir hér kaffi í bollann
hjá Poul Schliiter, forsætisráðherra, sem talinn er munu tvöfalda fylgi sitt í
þingkosningunum í Danmörku á þriðjudag. sfmamynd-AP.
Beirul og Kuwait, 6. janúar. AP.
Sýrlendingar hafa að sögn
dagblaðs í Kuwait komið fyrir
sovéskum loftvarnarflaugum á
hæðunum í Akkar-héraði í Líb-
anon, þaöan sem sjá má vel
yfir Trípólí og strandlengjuna,
auk nær alls norðurhluta
landsins. Vitnaði blaðið í al-
menna borgara á nærliggjandi
svæðum og ónafngreinda
hernaðarsérfræðinga.
Talið er að a.m.k. 10 eldflauga-
pöllum hafi verið komið fyrir. Hafi
Sýrlendingar notað þennan tíma
árs til aðgerða, þar sem þá er
gjarnan lágskýjað og erfitt fyrir
njósnavélar óvinanna að koma
auga á flaugarnar.
Þrátt fyrir þessar fregnir lýsti
yfirmaður alls ísraelska heraflans,
Moshe Levy, því yfir í dag, að Isra-
el stafaði ekki nein hætta af her
Sýrlendinga í Líbanon.
Líbanski herinn og skyttur drúsa
skiptust í dag á skotum skammt
sunnan bækistöðvar bandarísku
gæsluliðanna á sama tíma og milli-
göngumenn lögðust á eitt um að
sjóða saman áætlun, sem ætlað er
að binda endi á erjur stríðandi
fylkinga í Líbanon.
Til götubardaga kom í Trípólí í
morgun annan daginn í röð. Áttust
þar við herflokkar studdir af Sýr-
lendingum og hópar úr hreyfingu
sem nefnir sig „sameiningarhreyf-
ingu múhammeðs". Beitt var
sprengjuvörpum og öflugum vél-
byssum og komu átökin í kjölfar
hálfs sólarhrings hlés, sem varð á
bardögum frá í gær. Hvorki útvarp
né lögregla gátu um mannfall í
þessum siðustu skærum í Trípólí.
Haft var eftir nánum aðstoðar-
manni Yasser Arafat, leiðtoga
PLO, í dagblaði í Kuwait í dag, að
Vorið á næsta leiti í
dönskum efitahagsmálum
Kaupmannahbfn, 6. janúar. Frá Sveini Sigurdssyni, hlabamanni Morgunblabsins. ^ J
Kaupmannahofn, 6. januar.
„ÞEGAR kosningunum er lokið og
fjárlögin hafa verið samþykkt er vor-
ið á næsta leiti í dönskum efna-
hagsmálum.“ Um þetta ber öllum
saman, jafnt stjórnarsinnum sem
andstæðingum stjórnarinnar, jafnað-
armönnum, sem eiga nú meira í vök
að verjast en þeir hafa áður reynt
um áratugaskeið.
Mikill uppgangur er nú í dönsku
efnahagslífi. Framleiðni og fram-
leiðsla hefur aukist og hagur at-
vinnuveganna fer batnandi. Út-
flutningur hefur aukist og Danir
virðast aftur samkeppnisfærir á
erlendum mörkuðum. Hallinn á
ríkisfjárlögunum er nú talinn
Dollarinn
óstöðvandi
London, 6. janúar. AP.
„ÞAÐ ER ekkert sem stöðvar
þessa þróun,“ sagði einn þeirra,
sem versla með gjaldeyri í Lund-
únum, í dag eftir að staða Banda-
ríkjadollars hafði styrkst gegn
sterlingspundinu, frankanum og
ítölsku lírunni þriðja daginn í röð.
Staða dollars er nú víðast
hvar sterkari en hún hefur ver-
ið um langt skeið. 1 janúarmán-
uði 1974 sveiflaðist gengi doll-
ars mjög upp á við og náði þá
hámarki gagnvart v-þýska
markinu. í ljósi sömu þróunar
er þess skammt að bíða að það
met falli einnig.
Verð á gulli lækkaði aðeins í
dag, eða um 2 dollara hver únsa.
Skipti þá engu hvar í heiminum
var, þróunin alls staðar hin
sama.
i Morgunblaðsins.
verða um 56 milljarðar danskra
króna, en var áætlaður um 60
milljarðar fyrir aðeins tveimur
mánuðum. Henning Christopher-
sen, fjármálaráðherra, sagði á
blaðamannafundi i dag, að það
væri um 13 milljörðum minna en
gert hefði verið ráð fyrir í fjárlög-
unum fyrir síðasta ár.
Atvinnuleysi er mikið í Dan-
mörku og samkvæmt skráningu
eru nú 280.000 manns atvinnulaus-
ir. Stéttarfélögin og aðalstjórnar-
andstöðuflokkurinn, jafnaðar-
menn, reka þann áróður, að
atvinnuleysi fari vaxandi, en það
hefur í raun ekki aukist neitt frá
því í apríl í fyrra. Um hitt eru allir
sammála, að það muni draga mjög
hægt úr því þrátt fyrir batnandi
hag og stafar það einkum af hinum
gífurlega sparnaði í opinberum
rekstri og þeirri miklu endurskipu-
lagningu, sem átt hefur sér stað í
atvinnulífinu. Fækkun starfsfólks
á sama tíma og framleiðnin hefur
aukist.
í öllum skoðanakönnunum kem-
ur fram, að Paul Schluter og hægri
flokkurinn muni tvöfalda fylgi sitt
í kosningunum frá því sem nú er.
Fá 51 eða 52 þingmenn í stað 26 nú.
Mun það ekki síst verða á kostnað
samstarfsflokkanna þriggja,
Venstre, miðdemókrata og kristi-
lega þjóðarflokksins svo og fram-
faraflokksins. Hins vegar er þvi
spáð, að jafnaðarmenn, helsti
stjórnarandstöðuflokkurinn, muni
nokkurn veginn halda fylgi sínu.
Tapa einum eða tveimur þing-
mönnum.
Jafnaðarmenn eru og verða
kannski eftir kosningar stærsti
flokkurinn á þingi, en svo er að sjá
sem þeir standi á örlagaríkum
krossgötum. Sömu vegamótum og
aðrir flokkar jafnaðarmanna í
Evrópu eru nú staddir á.
Velferðarríkið og hinn endalausi
fjáraustur í allt milli himins og
jarðar tilheyrir nú liðinni tíð, efn-
in eru ekki næg, og það varð að
stöðva hann. Ef rætt er við „mann-
inn á götunni" eins og sagt er, and-
stæðinga eða stuðningsmenn
stjórnarinnar, eru næstum allir
sammála um, að Paul Schlúter,
íhaldsmaðurinn sem lætur sér all-
ar kennisetningar í léttu rúmi
liggja, hafi gert það sem gera
þurfti.
Sjá nánar: „Þingkosningarnar
ráða úrslitum ..." á bls.
18—19.
hann óttaðist orðið mjög um líf
sit.t. Hani Al-Hassan, stjórnmála-
legur ráðgjafi Arafats, sagði blað-
inu að í nokkrum ónefndum borg-
um Arabalanda biðu menn færis á
leiðtoganum.
Hætt við verðhækkanir:
Taumlítill
fögnuður í
Túnisborg
Túnisborg, 6. janúar. Al'.
ÓHÆTT er að segja, að skipst hafi á
skin og skúrir í miðborg Túnisborgar
í dag.
Mikill fjöldi fólks, sem fyllti göt-
ur og torg í miðborginni í morgun,
laust upp fagnaðarópi er Habib
Bourguiba, forseti landsins, til-
kynnti, að hætt hefði verið við
fyrirhugaðar hækkanir á matvöru.
Fögnuðurinn var taumlítill og
viða sást almenningur faðma her-
menn stjórnarinnar á götum úti,
aðeins rúmum sólarhring eftir að
þeir höfðu skotið fólk til bana í
þeirri viðleitni sinni að stilla til
friðar í borginni.
Fagnaðarópin snerust síðdegis
upp í óánægjuhróp, þar sem þess
var krafist, að forsætisráðherra
landsins, Mohamed Mzali, segði taf-
arlaust af sér.
Óánægjan í garð Mzali á rætur
sínar að rekja til þeirrar ákvörðun-
ar ríkisstjórnar landsins rétt fyrir
áramótin að hækka verð á brauði
um 110% og verð á annarri mat-
vöru verulega.
LESBÓK
MOROUNDLAOSIN8.
Llfe anö Work.
A»cðbóK
HltrQnnbUðsmá
LJÓS Í
MYRKRI
ÍA*1M
wmm&tum í vw.
LESBOK
MORQUNBLADS I NS
I'
Lesbók í nýjum búningi
I DAG fylgir Morgunblaðinu
fyrsta tölublað Lesbókar 1984.
Eins og lesendur sjá, er Lesbókin
nú með nýjum svip og í sama broti
og Morgunblaðið.
Hér er um stækkun að ræða,
sem nemur tveimur Lesbókar-
síðum eins og þær voru og verð-
ur væntanlega til að auka fjöl-
breytni biaðsins, sem mun nú
eins og áður birta innlent og er-
lent efni um menningarmál og
listir, þjóðfræði, umhverfismál,
en þar að auki skáldskap í
bundnu og óbundu máli, einnig
vísindagreinar og viðtöl.
Lesbók hóf göngu sína sem
fylgirit Morgunblaðsins haustið
1925 og var óbreytt til 1962 að
blaðið var stækkað í broti og því
gerbreytt. Með því sniði hefur
Lesbók komið út í 22 ár.