Morgunblaðið - 07.01.1984, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JANUAR 1984
3
Margeir Pétursson
Margeir
sigraði
í Noregi
MARGEIR Pétursson sigraði á
alþjóðlegu skákmóti í Noregi
sem lauk í gær. Hann hlaut 7
vinninga af 9 mögulegum en
Jóhann Hjartarson og Rajko-
vic, skákmeistari Júgóslavíu,
urðu í 2.—3. sæti með 6'A vinn-
ing. í 4.—5. sæti urðu júgó-
slavneski stórmeistarinn Knez-
evic og Valkesalmi frá Finn-
landi með 5‘A vinning. Hinn
kunni bandaríski stórmeistari
Benkö hafnaði í 6. sæti með 5
vinninga.
Margeir tryggði sér sigur í
mótinu með því að gera jafn-
tefli við Knezevic í síðustu
umferð mótsins og Jóhann
skaust upp í annað sætið með
því að sigra De Lange frá Nor-
egi. í 8. umferð vann Margeir
Valkesalmi og var það eini
ósigur Finnans á mótinu og
Jóhann vann Peter Stigar frá
Noregi.
Stefán Þórisson hlaut 2xk
vinning á mótinu, tapaði
þremur síðustu skákunum. Jó-
hann Hjartarson náði ekki að
tryggja sér áfanga að alþjóð-
legum meistaratitli. Hlaut þó
betri árangur en tefldi aðeins
við þrjá skákmenn með yfir
2300 Elostig en þurfti að tefla
við fjóra.
*
Oveðrið í Sandgerði:
Óttast að þrjár
trillur séu ónýtar
SJAVARBORG GK 60 náðist á flot á
flóðinu í gærmorgun í Sandgerðishöfn,
þar sem hana sieit upp og rak upp í
grjótgarð í óveðrinu sem gerði á
fimmtudagsmorgunn. Það voru tvær
jarðýtur sem náðu henni á flot á flóð-
inu eftir tilraunir til þess í tæpan Wi
tíma.
Ekki er fullljóst með skemmdir á
skipinu, en seinnipartinn í gær átti
að draga það inn til Njarðvíkur, þar
sem setja átti það í slipp til að full-
kanna skemmdir. Við tilraunir til að
ná skipinu á flot í fyrrakvöld kom í
ljós leki að skipinu. Lekinn var þétt-
ur þá um nóttina og reyndist hafa
skapast vegna sprungu sem hafði
opnast við þverband.
Óttast er að þrjár af þeim fimm
trillum sem rak upp í grjótgarðinn í
Sandgerðishöfn, séu svo mikið
skemmdar, að þær verði dæmdar
ónýtar. Ein virðist lítið sem ekkert
skemmd, en óljóst er með ástand
þeirrar fimmtu. Auk vörubílsins
sem fór í höfnina, hreif sjórinn
einnig með sér mannlausa Austin
Mini-þifreið sem var á hafnarbakk-
anum.
Þá komst sjór í skreiðargeymslu-
hús Rafns hf. í Sandgerði, þar sem
geymdar voru 50 lestir af skreið sem
þiðu útskipunar. Rífa verður þann
fisk allan upp og ekki ljóst fyrr en
það hefur verið gert hve miklar
skemmdir hafa orðið á honum, en
það er nokkuð víst að þær eru all-
nokkrar. Þá fuku einnig skreiðar-
hjallar, með 20—30 tonnum af
skreiö frá fyrirtækinu.
Sjávarborgin utan í grjótgarðinum í Sandgerðishöfn.
Morjfunhl*óid Kridþjófur
Áhrif kuldakastsins í Flórída:
Appelsínusafi
hækkar í verði
BÚAST má við hækkunum á app-
elsínusafa og skyldum vörum strax
um næstu mánaðamót, að því er
Marinó Þorsteinsson, skrifstofu-
stjóri hjá Sól hf., sagði í samtali við
blm. Morgunblaðsins í gær. Ástæð-
an er kuldakastið, sem gekk yfir
Florida og fleiri suðurfylki Banda-
ríkjanna á dögunum.
„Ég segi þetta án þess að vita
nákvæmlega hve hækkunin verður
mikil og þyggi raunar aðeins á
fyrri reynslu. Það hefur ekki mátt
verða mjög kalt þarna vestra án
þess að appelsínur og afurðir úr
þeim, eða jafnvel skyldar vörur,
hækkuðu í verði," sagði Marinó.
„Við höfum engar ákveðnar upp-
lýsingar um þessar yfirvofandi
hækkanir fengið frá Bandaríkjun-
um en ég tel víst, að af þeim
verði."
Marinó sagði að hjá Sól hf., sem
framleiðir m.a. Tropicana-
appelsínusafa, væru til birgðir er
ættu að duga fram eftir þessum
mánuði. „Þegar við pöntum aftur
á næstu dögum ættum við að fá
upplýsingar um verðhækkanir og
þá hlýtur næsta sending að kosta
eitthvað meira en sú síðasta,"
sagði hann.
Lýst eftir sjö-
tugum manni
LÝST er eftir 70 ára gömlum manni,
Kristjáni Jenssyni, Álftamýri 10,
Rvk.
Kristján er 175 sm hár, þrekvax-
inn, gráhærður og notar gleraugu.
Hann var klæddur í brúnan mokka-
jakka, gráar buxur og í svörtum
skóm. Hann var með brúna mokka-
húfu og með brúnar mokkalúffur.
Kristján sást síðast við heimili
sitt um kl. 02.00 sl. miðvikudag. Þeir
sem geta gefið upplýsingar um ferð-
ir Kristjáns eftir þann tíma vin-
samlegast láti lögregluna vita.
50 þús. kr. stolið
úr bíl á Akranesi
í GÆR var 50 þúsund krónum stolið
úr bifreið við Merkurteig á Akra-
nesi.
Atburðurinn átti sér stað um
klukkan 14. Eigandi bifreiðarinn-
ar brá sér frá í augnablik, en þeg-
ar hann kom til bifreiðarinnar á
nýjan leik var taska með pening-
unum í horfin. Lögreglan á Akra-
nesi biður alla þá, sem upplýs-
ingar geta gefið, vinsamlega að
gera sér viðvart og jafnframt vill
hún koma því á framfæri til for-
eldra að athuga hvort börn eða
unglingar hafa óeðlilega mikið fé
undir höndum.
„Hneyksli að Morgunblaðið
skuli birta nokkuð af slíku“
— segir Þorsteinn Sæmundsson um spádóma sem birtust í blaðinu
„ÞAÐ ER hneyksli að Morgun-
blaðið skuli birta nokkuð af slíku.
Morgunblaðið birtir alltof mikið af
efni, stjörnuspeki og öðru, sem ýtir
undir hjátrú hjá fólki. Þetta er allt
saman hrein fjarstæða og ekkert
af þessu ætti að birtast. Hreint út
sagt, þetta er ekki umræðuvert
einu sinni,“ sagði Þorsteinn Sæ-
mundsson, stjarnfræðingur, er
Morgunblaðið þar undir hann spá-
dóm þýsks stjörnuspekings fyrir
ísland árið 1984, sem birtist í
Morgunblaðinu á gamlársdag.
Tilefni fyrirspurnarinnar eru
flóðin á Akranesi, en stjörnu-
spekingurinn segir að búast
megi við flóðbylgjum á Islandi á
árinu eða „gera má ráð fyrir
miklum flóðbylgjum á íslandi"
eins og það er orðað.
Árið 1980, milli jóla og nýárs,
gerði mikið óveður á Akranesi af
vestan og þá eyðilagðist 60—80
metra kafli af grjótvarnargarð-
inum þar. Hið sama endurtók sig
14. feþrúar 1982 og hvarf þá 60
metra kafli af enda sjóvarnar-
garðsins. Samkvæmt heimildum
Morgunbiaðsins hefur oft flætt
upp Ægisgötuna þar sem húsin
stóðu sem hrundu, en aldrei eins
og nú, en ekki eru nema um 20 ár
síðan þau elstu þeirra voru reist.
„Þetta mynduð þið sjá svart á
hvítu, ef þið tækjuð spár þessara
svokölluðu frægu stjörnuspek-
inga, eins og til dæmis Jeanne
Dixon, sem Morgunblaðið birti
oft eftir spádóma hér áður fyrr
og bæruð þá saman við það sem
gerðist. Ef tekið væri yfirlit yfir
það hverju hún hefur spáð og
hvað hefur ræst kæmi í ljós, hve
mikil endaleysa þetta er. Ég hef
séð slík yfirlit og þau eru fróð-
leg. Ef svo vill til að einhver spá-
dómur reynist réttur, þá er um
hreina tilviljun að ræða og ekk-
ert annað,“ sagði Þorsteinn
Sæmundsson ennfremur.
Heimsborgin — miðstöð viðskipta og listalífs Evrópu
Nú er rétti tíminn til
aö gera beztu inn-
kaup ársins á janúar-
útsölunum í öllum
helztu stórverzlunum
Lundúnaborgar.
London er háborg tónlistar- og
leikhúslífs. Þar má heyra og sjá
frægustu og beztu listamenn
heimsins koma fram.
Cumberland Hotel
Næturlifiö í London er fjölbreytt-
ara en víöast annarsstaöar, meö
úrval matsölu- og skemmtistaða.
ÚTSÝN
Lykillinn aö vel-
heppnaöri ferö!
í KAUPBÆTI:
Tekiö á móti þér um leiö og þú kemur úr flugvélinni á Lundún-
arflugvelli. Flutningur frá og til flugvallar, innritun á hótel, dag-
leg aöstoö þaulkunnugs fararstjóra meöan á dvölinni stendur.
Allt svo auövelt og öruggt meö Eyrúnu fararstjóra.
LUNDÚNAFERÐIN SEM BORGAR SIG
SKEMMTILEGT — ÓDÝRT — ÖRUGGT
Farþegar ÚTSÝNAR feröast á
lægstu fargjöldum og búa á
völdum hótelum fyrir stór-
lækkað verö.
Feröaskrifstofan
ÚTSÝN
Reykjavík
Austurstræti 17, sími 26611.
Akureyri
Hafnarstræti 98, sími 22911.
Umboösmenn um allt land.