Morgunblaðið - 07.01.1984, Síða 10

Morgunblaðið - 07.01.1984, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1984 Guðmundur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Nesskips hf.: Stykkjavöruflutningar á milli ís- lands og Bandaríkjanna nær ein- göngu með erlendum leigskipum — Fækkun í áhöfnum skipa okkar eina svar í samkeppninni við erlendu leiguskipin Á FUNDI í Sjómannafélagi Reykjavíkur milli jóla og nýars sátu Guðmundur Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri Nesskips hf. og Guð- jón Ármann Einarsson, fulltrúi VSÍ, fyrir svörum um málefni sjó- manna á kaupskipum. Urðu um- ræður fjörugar og tugum fyrir- spurna varpað fram af starfandi sjómönnum. Eftir fundinn ræddi Morgunblaðið við Guðmund Ás- geirsson og bað hann að segja frá stöðu fragtflutninga hér við land. „ÞAÐ er nú svo komið að síð- ustu tvö ár hafa stykkjavöru- flutningar milli fslands og Bandaríkjanna nær eingöngu verið með erlendum skipum, sem hér hafa verið og eru á leigu. Nokkur erlend skip eru einnig á langtíma leigu hjá íslenzku skipafélögunum á öðrum áætl- analeiðum og einnig eru erlend skip tekin á leigu til skemmri tíma í auknum mæli, enda eru þau í flestum tilfellum ódýrari núna, en sambærileg íslenzk skip. Stór hluti áhafna þessara skipa er oft frá þriðja heiminum og eru þeim greidd mjög lág laun. Þetta frjálsræði á leigu- töku erlendra skipa veldur ákveðnum vanda á íslenzka kaupskipamarkaðinum. Eina svar okkar við þessari þróun er að fækka í áhöfnum skipa okkar, sé það unnt og um það náist samkomulag. Þá gætum við ver- ið fremur samkeppnisfærir við . leiguskipin og gætum jafnvel aukið skipaflota okkar og boðið fleiri störf á kaupskipunum," sagði Guðmundur Ásgeirsson. Dægindafánaskipin 1.000 til 1.200 dollurum ódýrari í rekstri en okkar skip „Það verður einnig að segjast eins og er, að samkeppnin í stór- flutningunum hefur verið og er erfið. Við getum staðist sam- keppni við þá, sem greiða far- mönnum eftir samningum Al- þjóða verkamannasambandsins og við aðrar Evrópuþjóðir, en það verður að segjast eins og er, að „þægindafánaskipin" eru að flæða meira og meira hingað norður eftir. Skýringin í stuttu máli er sú, til dæmis, að vel út- búnu gámaskipi geta allir stjórnað nú orðið, einnig áhafnir frá þriðja heiminum. Við erum lítils megnugir á móti þæginda- fánaskipunum, þau eru um 1.000 til 1.200 dollurum ódýrari í rekstri á dag en okkar skip, ein- göngu vegna mannalauna, sem eru miklu lægri en hjá okkur. Þá hefur það skeð á síðustu tveimur árum að flutningar hafa dregizt mjög saman í kjölfar almenns samdráttar í heiminum. Það hef- ur þýtt það, að flutningsgjald á stórflutningum hefur lækkað um 10 til 30% í dollurum vegna þessa, og að hundruðum skipa hefur verið lagt um allan heim. Ég get til dæmis getið þess, að á árinu 1981 fluttum við 395.000 lestir með skipum okkar, en árið 1982 417.000 lestir, en samt lækkuðu tekjurnar um nær 25% dollurum milli þessara ára. Þrátt fyrir þessar staðreyndir er nær öll endurnýjun íslenzka kaupskipaflotans í svokölluðum Guðmundur Ásgeirsson stykkjavöruflutning varðar til og frá landinu — þá er hann undir verðlagsákvæðum og gjaldskrárhækkun á honum er að meðaltali 72% í erlendum gjaldeyri frá því í janúar 1981, sem þýðir 375 til 600% hækkun í íslenzkum krónum. Þetta eru mjög miklar hækkanir, þegar tekið er tillit til þess, að kaup sjómanna hefur á sama tíma hækkað um' það bil um 220% og allar vísitölur í landinu hafa hækkað um 250 til 300% á sama tíma. Ríkisskip hefur til dæmis fengið 259% hækkun á þessum tíma og því hafa áætlunarskipa- félögin fengið mun meiri hækk- un en aðrir." ur í því, að mörg leiguskiþanna eru skráð undir þægindafána (Líbería og Panama) og geta því skráð áhöfn frá löndum, þar sem vinnuafl er miklum mun ódýrara en á Vesturlöndum og liggur við að áhöfnum þessara skipa sé greitt í hrísgrjónum, eins og formaður Sjómannafélagsins sagði. Með leigu þeirra, sem oft á tíðum nemur ekki meiru en rekstrarkostnaði, er bæði hægt að bjóða óeðlilega lág flutn- ingsgjöld, þegar um stórflutn- inga er að ræða eða hagnast verulega á flutningum, sem eru undir verðlagsákvæðum eða samningsbundin á annan hátt. Þetta hefur meðal annars haft í ; » Akranes, stærsta íslenzka flutningaskipið, er í eigu Nesskips. „stórflutninga“skipum, sem er nýyrði yfir almennt flutninga- skip. Þetta hljómar annarlega á sama tíma og augljós þörf er fyrir endurnýjun á úreltum skip- um, sem stunda áætlunarsigl- ingar með stykkjavöru til og frá landinu, því þeim yrði ekki hald- ið gangandi með núverandi skipastól nema flutningsgjöld væru allt of há. Öryggið í skjóli verðlagseftirlits hefur sljóvgað augu manna fyrir því hvers er þörf og hvers ekki í þessum mál- Gjaldskrárhækkun á stykkjavöruflutningi hefur hækkað um 375 til 600% síðan 1981 „Stórflutningar til og frá Is- landi hafa á þessum árum lækk- að um 5% eða 20% í dollurum talið, eða í bezta falli staðið í stað vegna utanaðkomandi að- stæðna. Menn geta náð í tiltölu- lega ódýr leiguskip og stærri að- ilarnir hér heima eins og Álver- ið, Kíslmálverksmiðjan og Kís- ilgúrverksmiðjan, vita alveg hvað er að gerast úti í heimi í flutningamálum, og þeir hrein- lega samþykktu enga hækkun á flutningsgjöldum. Þannig hefur þetta þróazt á undanförnum ár- um og við hljótum allir að vera á sama báti hvað það varðar. Hvað Vesturland, nýjasta skip Nesskips. Hægt að bjóða óeðlilega lág flutningsgjöld með erlendu leiguskipunum „Það eru mannalaunin, sem mestu máli skipta, þegar verið er að ræða um verð á leiguskipun- um, því allur kostnaður er nán- ast sá sami, hvort sem um er að ræða íslenzka útgerð eða þæg- indafána útgerð. Munurinn ligg- för með sér, að síðustu eitt til tvö ár hefur það varla gerzt, að íslenzkt skipafélag leigi íslenzkt skip til tímabundinna verkefna eins og áður var gert og því hafa flutningar oft farið til erlendra skipa að ástæðulausu. Við þessu er varla hægt að bregðast á ann- an hátt, en að reyna að lækka launakostnaðinn hjá okkur með því, að fækka á skipunum, bæði undir- og yfirmönnum. Takizt okkur að ná samkomulagi um þetta, gætum við jafnvel aukið flutninga okkar á kostnað þæg- indafánaskipanna og fjölgað í skipaflota okkar og þannig fjölg- að atvinnutækifærum á kaup- skipunum. En það er eðlilegt að farmenn spyrji: Af hverju á ekki að banna leigu erlendra skipa nema að nauðsyn krefji — því vernd hafa menn fyrir sér alls staðar í íslenzku samfélagi eins og allir vita. Því er til að svara, að persónulega vildi ég helzt geta séð íslenzk skip vera sam- keppnishæf við eðlilegar aðstæð- ur, þannig að gætum við með stolti verið verðugir verkefna okkar. Nokkur íslenzk skip eru samkeppnishæf, en það eru því miður ekki mörg skip.“ Hvað finnst þér um umræðurnar um Kíkisskip? „Ríkisskip er eina íslenzka skipafélagið, sem hefur endur- nýjað allan sinn skipastól og hefur nú aðeins nútímaskip í förum á ströndinni. Þeir þurfa ekki að huga að skipakaupum á næstu árum svo þeir geta þess í stað einbeitt sér að bættri vöru- meðferð, hraðari og öruggari lestun og losun með sem fæstum mönnum. Þegar flutningsmagn eykst má auka nýtni skipanna og ég trúi því að þegar hafnirnar úti á landi og afgreiðslan í Reykjavík hafa aðlagað sig alveg að þessum nýju skipum muni þau aðeins stoppa í nokkrar mín- útur á hverri höfn úti á landi og aðeins nokkrar klukkustundir í Reykjavík. Ef flutningsmagn eykst enn meira, er hugsanlegt að lengja ms Esju um 12 metra og auka þannig flutningsgetuna samfara hraðari ferðum, áður en fjórða skipið yrði keypt til strandferða." En hvers vegna er Kíkisskip eina félagið, sem hefur endurnýjaö flota sinn? „Kannski er skýringin sú, að fyrirtækið hefur ekki haft annað verkefni en strandferðir og hef- ur einbeitt sér að því eingöngu. Þeir hefðu svo sem getað treyst á verðlagsyfirvöld og gömlu Esju og Heklu í strandferðirnar og fjárfest í millilandaskipum í þess stað, sem engin þörf var fyrir, því oft sýnist grænna, sem handan gróir. Við hjá Nesskip skrifuðum bréf til samgöngu- ráðuneytisins og óskuð- um eftir því að fá að fylgjast með þeim viðræðum, sem voru í gangi milli ráðuneytisins og „systranna þriggja", en hingað til höfum við hvorki heyrt frá einum né neinum í þessu sam- bandi. Til dæmis, stærsta skipafélag landsins á aðeins tvö nútímaskip til að annast stykkjavöru- flutninga á föstum áætlunarleið- um til og frá landinu. Öll önnur skip í áætlanasiglingum eru annaðhvort orðin úrelt eða er- lend leiguskip. Sama á við um hin skipafélögin tvö, sem eru í föstum áætlunarsiglingum. fs- lenzku frystiskipin eru einnig úrelt, og sá máti, sem viðhafður er hér á landi til að flytja út frystan fisk fyrirfinnst ekki annars staðar á norðurhveli jarðar í það minnsta, ef þá nokk- urs staðar. Það hljómar dálítið sérkennilega, að nú á síðustu mánuðum kaupa þessir aðilar tvö skip til stórflutninga eða al- mennra flutninga, í stað þess að endurnýja á þeim vettvangi, sem stendur þeim næst. Skýringin getur ekki verið önnur en sú, að verðlagsyfirvöld og góð og ný- uppbyggð hafnaraðstaða sé nægileg trygging fyrir því, að ekki verði hægt að hrófla við föstum verkefnum þótt skipin séu orðin úrelt og krefjist hárra flutningsgjalda, meðal annars þess vegna, um ókomin ár nema eitthvað verði að gert,“ sagði Guðmundur Ásgeirsson. HG

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.