Morgunblaðið - 07.01.1984, Page 12

Morgunblaðið - 07.01.1984, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1984 Helga Ingólfsdóttir, Pétur Porvaldsson, Helga Hauksdóttir og Rut Ingólfsdóttir. Markmiðið að skila sem beztum árangri Árstíðir Vivaldis á 10 ára afmælis- tónleikum Kammersveitar Reykjavíkur upphafi, þau Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari, Helga Hauksdóttir, fiðluleikari, Helga Ingólfsdóttir, semballeikari, og Pétur Þorvalds- son, sellóleikari. Ég hitti þau sem snöggvast heima hjá Rut í vikunni og var þá rabbað smávegis um sveitina og starf hennar, en það hefur frá upphafi verið ólaunað frístundastarf allra, sem þar hafa komið við sögu. Sveitin hefur fengið smástyrk frá Reykjavík- urborg um árin, síðast níu þúsund krónur (kr. 9.000) fyrir árið 1983 og tvisvar ferðastyrk frá Mennta- málaráðuneytinu til að geta þegið boð um að leika á hljómleikum erlendis. Annars enga styrki feng- ið fyrr en nú, í tilefni afmælisins, að Menntamálaráðuneytið hefur veitt henni áttatíu og sex þúsund krónur (kr. 86.000) styrk, — „stór- fé — miðað við stuðning síðustu ára“. En sízt vildu fjórmenningarnir vera með kveinstafi út af fjármál- um. „Við viljum engan barlóm í þessu viðtali," sagði Rut og hin tóku undir, lögðu alla áherzlu á hversu ánægjulegt það hefði verið að sinna starfi Kammersveitar- innar og töldu það stóran kost að hafa verið óbundin af þeirri kvöð að þurfa að meta mínúturnar á æfingum til fjár; þar hefði ekkert annað komizt að en að vinna með það fyrir augum að ná sem beztum árangri, skila sem beztu verki á tónleikum.....Við höfum hugsað um hverja tónleika fyrir sig og tekið okkur þann tíma, sem við höfum talið þurfa til undirbúnings þeirra," sögðu þau. Það kom þó fljótt fram, að oft hefði verið erfitt að finna og sam- ræma frístundir hljóðfæraleikar- anna, sem allir hefðu sem aðrir þurft að sinna sínu brauðstriti með ýmsu móti. „Tónlistarmenn þurfa víst líka að lifa eins og aðrir og tónlistarstörf eru yfirleitt illa launuð — og eftir því, sem harðn- að hefur í ári og annir aukizt svo og vegna mjög mismunandi vinnu- tíma félaganna hefur orðið æ erf- iðara að ná hópnum saman.“ Hafi einhver ágóði orðið af tón- leikum hefur hann skipzt milli þátttakenda, en yfirleitt hafa tón- leikar ekki gert meira en standa undir kostnaði, að þau sögðu — flutningi á hljóðfærum, nótna- leigu, sem væri mjög há, nótna- kaupum, auglýsingum, pró- grammi, sem þó hefði verið gert eins ódýrt og hægt væri, og húsa- leigu. Hún hefði þó líka jafnan verið í lágmarki, sem þakka mætti húsráðendum í Bústaðakirkju og Menntaskólanum í Hamrahlíð. Á NÝBY RJLÐIJ ári verður hátíðlegt haldið tíunda starfsár og afmæli einnar af mikilvægustu stoðum tón- listarlífs okkar undanfarin ár, Kammersveitar Reykjavíkur. Tón- leikar hennar hafa jafnan verið við- burður, bæði vegna verkefnavals og flutnings, sem verið hefur til fyrir- myndar og jafnvel oft ógleymanleg- ur. Á morgun, sunnudaginn 8. janú- ar, hcldur sveitin afmælið hátíðlegt með flutningi Árstíðanna eftir Viv- aldi í Áskirkju í Reykjavík. Reyndar verða næstu tónleikar hennar þar á eftir, 1. aprí) nk., einnig afmælis- tónleikar; þá flytur sveitin „Karnival dýranna" eftir Saint-Saéns og „Fac- ade“ eftir Vaughan Williams undir leiðsögn bandaríska tónlistarmanns- ins Pauls Zukofskys. Þegar Kammersveit Reykjavík- ur var stofnuð 1974 rættist lang- þráður draumur margra tónlistar- unnenda. Þar með hófst reglu- legur flutningur stærri kammer- tónverka, sem til þess tíma höfðu verið sjaldheyrð í tónleikasölum hér á landi og mestan part flutt af erlendum kammersveitum, sem tylltu hér niður fæti öðru hverju á leið milli meginlanda. Kammer- músíkklúbburinn hafði staðið fyrir reglulegum flutningi kamm- ertónlistar um árabil en yfirleitt voru það verk fyrir fámenna hópa. Félagar í Sinfóníuhljómsveitinni höfðu öðru hverju flutt stærri kammerverk en engin sérstök kammersveit var starfandi fyrr en fjórtán hljóðfæraleikarar undir forystu Rutar Ingólfsdóttur, fiðlu- leikara, stofnuðu Kammersveit Reykjavíkur. Kjarna hennar mynduðu tveir hópar, sem þá höfðu starfað um árabil, Blásara- kvintett Tónlistarskólans í Reykjavík og Barokkvintettinn. Meðal flytjenda Árstíðanna á morgun verða fjórir, sem starfað hafa með Kammersveitinni frá Þessi mynd var tekin eftir æflngu fyrir fyrstu hljómleika Kammersveitar Reykjavíkur 1974. Leiðalýsingar og Rúss- land fyrir byltingu Siglaugur Brynleifsson H.M. Denham. The lonian Islands to the Anatolian Coast. A Sea-Guide. John Murray 1982. Þessi bók er ætluð þeim sem hug hafa á að sigla á snekkju um jóníska hafið, svæðið frá Korfu til jónísku eyjanna, til Korintuborg- ar og Patras, síðan suður með ströndum Pelopsskaga til Krítar, síðan austur til Rhodos og Kýpur og þaðan meðfram suðurströnd Tyrklands, Denham gaf þessa bók út fyrir nokkrum árum, en hefur nú endurskoðað hana og bætt. Höfundurinn er kunnugur þessum svæðum og þessi leiðalýsing hans er bæði nákvæm og skemmtileg aflestrar. Upplýsingarnar eru furðu tæmandi um hafnir og leiðamerki og sögulega staði á þessu svæði, en þeir eru fjölmarg- ir. Hann leiðbeinir einnig um birgðakaup og ýmis formsatriði varðandi toll og hafnargjöld. Bókin er fyrst og fremst ætluð ferðamönnum, sem ferðast á eigin vegum og kunna eitthvað til sigl- inga, þ.e. ferðamönnum í eigin- legri merkingu. Ferðalög hafa um- breyst mjög á síðustu áratugum í þá átt að verða hópferðir á vegum einhverra ferðaskrifstofa, þar sem fólk er flutt í stórum hópum milli staða eða til staða, sem ætlaðir eru til dvalar fyrir þessháttar teg- und ferðamanna. Síðan er skaran- um sýnt það sem leiðsögumenn og stjórnendur ferðaskrifstofanna álíta sýningarvert, aftur og aftur eða þá að allur skarinn liggur á einhverri ströndinni, og sleikir sólskinið og lepur útsöluveigar. Þessi bók er ætluð „ferðamönn- um“ og óstöðluðum einstaklingum. Bókin er smekklega útgefin, góðar myndir og kort með leiðalýsing- um, band ágætt. Kyril Fitzlyon and Tatiana Brown- ing. Before the Revolution. A View of Russia under the Last Tsar. Penguin Books 1982. Höfundur textans er fæddur í Rússlandi og er Rússi að ætt og uppruna, fluttist til Englands sem barn 1920. Tatiana er Rússi í aðra ættina, hún safnaði myndunum, sem hér birtast. Myndasafnið er miðað við ríkisstjórnarár Nikulás- ar II, þótt einstaka mynd sé eldri. Fitzlyon (Zinovieff) skrifar inn- gang að ritinu, þar sem hann fjall- ar um rússneskt samfélag frá því fyrir aldamót og fram að október- byltingunni 1917. Þessi inngangur er mjög vel skrifaður og höfundi hefur tekist að draga upp mynd þessa samfélags á skíran og grein- agóðan hátt og sýnir meðal annars fram á þær hrikalegu missagnir sem ráðandi öfl kölluðu sögu Rússlands þetta tímabil, eftir byltinguna. Þegar ný stétt eða stéttir taka völdin í einu samfé- lagi reyna þær alltaf að gera hlut þeirra sem áður ríktu sem allra verstan, má þar minna á lýsingu byltingarmanna á Frakklandi eft- ir frönsku stjórnarbyltinguna 1789, þó eru þær rangfærslur smá- ar miðað við falsanir rússnesku byltingamannanna eftir 1917 og

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.