Morgunblaðið - 07.01.1984, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1984
15
Forsíða bókarinnar
Filsni og
hampafólk
Fyrir margt löngu barst
mér í hendur bókin með und-
arlega nafninu „Filsni og
hampafólk“ og hefur mér ein-
hverra hluta vegna láðst að
kvitta fyrir höfðingjaskapinn.
Bókin inniheldur teikn-
ingar, litklippur og málverk
eftir William Heinesen, eða
réttara myndir af listaverkun-
um. Þá er formáli eftir útgef-
andann Emil Thomsen í Þórs-
höfn en textar í bókinni um
allt mögulegt fágætt og skrítið
í henni veröld eru eftir Willi-
am Heinesen sjálfan.
Bókin er öll prentuð í prent-
ve^kinu Odda, og um útlit
hennar hefur séð Sigurþór Jak-
obsson.
Bókin er gefin út í tilefni af
áttatíu ára afmæli William
Heinesen, sem er jafngamall
öldinni og mun jafnframt vera
nafntogaðastur sonur þjóðar
sinnar á þessari öld er senn
brennur út.
Bókin er kynnt þannig á
færeysku, sem auðvelt mun að
skilja:
„Hetta er fyrsta bókin í eini
röð, ið fer at koma út so við og
við, um föryskar myndlistamenn
og verk teirra.
Vit hava latið William eiga
hesa fyrstu bókina, ikki einans
tí, at hann nú fyllur áttatí, men
mest fyri at virða hann, sum
tann íðnasta aftan fyri tey tiltök,
ið gjörð eru til at menna mynd-
listina í Föroyum.
Næsta bókin í röðini verður
um föroysku myndlistina frá
byrjanini til dagin í dag.
Triðja bókin verður vígd
mæta listamanni okkar S.J.
Mikinesi, sála.
Hesar báðr seinast nevndu
bökurnar koma væntuliga út í
1980. Framhald av bókaröðini
verður lýst seinni.
Þetta er skýrt og skilmerki-
lega framsett og ljóst er að
Emil Thomsen mun vera
hliðstæða Ragnars í Smára
þeirra í Færeyjum. Sjálf er
bókin öll bráðskemmtileg
mettuð ísmeygilegri kímni,
myndum af skrítnum köllum,
tröllum, prinsípissum, furðu-
fólki af landi, sjó, okkar heims
og annarra heima o.s.frv.
Frásagnargleðina hefur
William Heinesen í ríkum
mæli og ekki einasta í rituðu
máli, er gert hefur hann stór-
William Heinesen
frægan, heldur og einnig í
mynd- og táknmáli svo sem
skýrlega má sjá í þeirri fá-
gætu bók „Filsni og hampa-
fólk“.
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir SIGURÐ SVERRISSON
Mikill oiíuauður, en
taumlítil spilling
Á miðnctti á gamlaársdag las Sir Muda Hassanal Bolkiah, soldán, upp
stuttorða yfirlýsingu, þar sem hann lýsti Brunei sjálfstctt ríki. Þar með lauk
95 ára breskri vernd á svcðinu. Frá og með nýársadag befur því öryggi hinna
200.000 íbúa ríkisins verið {höndum Bolkiah soldáns, en ctt hans hefur verið
völd í ríkinu síðustu fjórar aldir.
Þótt Bretar láti nú formlega af
vernd sinni verður ekki um
neinar verulegar breytingar að
ræða á stjórn landsins. Allt frá
því samkomulag tókst við Breta
árið 1978 um að heimamenn önn-
uðust sjálfir alfarið stjórn ríkis-
ins, hefur undirbúningur fyrir al-
gert sjálfstæði staðið yfir.
• Innan skamms er þess þó vænst,
að Brunei taki sæti i sambandi
ríkja í SA-Asíu - verði þar sjötta
aðildarríkið. Jafnframt er talið að
ríkið sæki um inngöngu i Samein-
uðu þjóðirnar áður en langt um
líður.
Sir Hassanal Bolkiah, soldán.
stjórnvöld fyrri skipun sína, og
það hafði strax áhrif.
Sjálfur hefur soldáninn ekki
þótt sýna gott fordæmi, þó á öðru
sviði sé. Hann tók sér aðra konu
fyrir tveimur árum og gat með
henni son. Átti hann fimm börn
fyrir með hinni konunni sinni.
Það, að æðsti maður ríkisins skuli
eiga tvær konur, þykir ekki beint í
anda þeirrar stefnu að gera Brun-
ei að þróuðu nútímariki. Hvíldi
enda mikil leynd yfir síðari gift-
ingu soldánsins. Það kom þó ekki í
veg fyrir miklar óánægjuraddir
almúgans er út spurðist.
Þótt nokkur af helstu embætt-
um ríkisins verði vafalitið í hönd-
um utanaðkomandi manna, þ.e.
ekki innfæddra Brunei-búa, enn
Lítið land
Brunei er lítið ríki, aðeins um
3.400 ferkílómetrar eyjarinnar
Borneo. 1 raun er Brunei ekki ann-
að en lítil tvískipt sneið af
NV-hluta Borneo. Fyrr á öldum
voru soldánar Brunei mun valda-
meiri en nú og réðu ríkjum á mun
stærra landsvæði. Þegar Bretar
tóku ríkið undir sinn verndarvæng
árið 1888 eftirlét þáverandi soldán
stóran hluta landsvæðis rikisins.
Lengi vel eftir þennan atburð
var Brunei ríki, sem enginn veitti
athygli. Framfæri fbúanna var
einkum af framleiðslu hrágúmm-
ís, en árið 1929 varð breyting þar á
þegar olíuboranir hófust. Við oliu-
fundinn varð alger kúvending i
efnahagsmálum ríkisins.
Allt var með kyrrum kjörum á
stjórnmálasviðinu fram til ársins
1962. Tilraun var þá gerð til að
steypa valdhöfum af stóli þegar til
tals kom að Brunei tæki höndum
saman við bandalag Malaya,
Sabah, Sarawak og Singapore um
stofnun Malaysíu. Með aðstoð
breskra hermanna tókst að berja
mótspyrnu uppreisnarseggja á
bak aftur á skömmum tíma.
Þegar komið var fram til ársins
1972 var ríkið orðið svo stöndugt,
að Brunei var auðugasta þjóð Asíu
ef mið var tekið af höfðatölu.
íburðurinn, sem er Vesturlanda-
búum löngu kunnur, er nokkuð
sem íbúar Brunei hafa vanist,
andstætt íbúum flestra ríkja á
þessu svæði heimsins. Hin
hrjóstruga veröld utan landamær-
anna virðist ekki ætla að gera vart
við sig innan þeirra, a.m.k. ekki á
meðan olíuauðurinn endist.
Spilling
En þótt fjárhagur ríkisins sé
góður eru ýmis vandamál, sem
þarf að glíma við nú þegar. Upp-
ræting spillingar í embætt-
ismannakerfinu er eitt það fyrsta,
sem stjórnvöld þurfa að takast á
við. Jafnframt er nauðsynlegt að
auka afköst opinberra starfs-
manna að mun frá því sem verið
hefur.
Átak þetta gegn spillingu á ræt-
ur sínar að rekja til lagasetningar
í rikinu, þar sem kveðið er á um
upprætingu spillingar. Lög þessi
taka mið af öðrum sambærilegum
frá Singapore, Malaysíu og Hong
Kong, þar sem svipað vandamál
hefur verið þarlendum stjórnvöld-
um þyrnir í augum.
Sérstök stofnun, And-spill-
ingarstofnunin, var sett á laggirn-
ar til þess að framfylgja þessum
lögum. Stofnunin er óháð lögreglu
og undir stjórn eins yfirmanns,
sem heyrir beint undir soldáninn.
Þessi stofnun hefur leyfi til hand-
Brunei er aðeins lítil tvískipt sneið í
NV-hhita Borneó. Á litlu teikningunni
má sjá afstöðu Borneó til nærliggjandi
eyja og landa.
töku án sérstakrar heimildar og
þá má hún leggja hendur á skjöl,
sem talin eru geta veitt upplýs-
ingar við rannsókn mála. Þá geta
þeir, sem taldir eru lifa um efni
fram, átt von á því að þurfa fyrir-
varalaust að gera grein fyrir fjár-
hagi sínum.
Spilling hefur lengi verið mikil í
Brunei og þeir eru margir, sem
halda því fram, að spjótunum
verði sem fyrr aðeins beint gegn
þeim, sem minna mega sin. Hinir
valdameiri sleppi eftir sem áður í
gegnum síuna. Þessu til stuðnings
er bent á, að þegar rannsóknir ör-
yggismálaráðuneytisins þóttu
vera farnar að nálgast valdamenn
ríkisins um of, var því lokað árið
1980. Til þess að auðvelda að koma
upp um grunaða hefur hinn nýi
yfirmaður And-spillingarstofnun-
arinnar lýst því yfir, að fólk, sem
reiðubúið er að veita upplýsingar,
njóti nafnleyndar.
Snemma á árinu 1982 var vinnu-
tíma opinberra starfsmanna
breytt í því augnamiði að reyna að
auka afköst þeirra. Jafnframt
varð hver sá opinber starfsmaður,
sem sást til á götum úti á vinnu-
tíma, að gera fulla grein fyrir
ferðum sínum. Það vakti enda at-
hygii að um svipað leyti ráku
kaffihúsaeigendur í nágrenni við
stjórnarbyggingarnar upp rama-
kvein sökum lélegra viðskipta.
Áhrifin af breyttum vinnutíma
virtust smám saman vera að fjara
út, en í haust sem leið endurtóku
um nokkurt árabil, er aukin til-
hneiging í þá átt, að innfæddir,
sem hlotið hafa góða menntun er-
lendis, taki við áhrifamiklum stöð-
um i embættismannakerfinun um
leið og þær losna.
Spillingin er ekki einasta vanda-
mál stjórnvalda á Brunei. lbúarn-
ir eru sem fyrr segir aðeins um
200.000 talsins, þar af 70.000 Kín-
verjar, sem ekki hafa fullan ríkis-
borgararétt og eru með tvöfalt
vegabréf, breskt/brunei-ískt.
Breska stjórnin hefur ítrekað
skoraö á valdhafa á Brunei að
veita Kínverjunum fullan rikis-
borgararétt, ella yrðu þeir ríkis-
fangslausir frá og með sjálfstæð-
isyfirlýsingunni. Um framgang
þessa máls er ekki vitað þegar
þessi pistill er settur saman.
Enn annað vandamál, sem blas-
ir við stjórvöldum, eru úrbætur í
málum rúmlega 27.000 manna
hóps, sem býr í staurakofum í afar
þéttri byggð við og á ánni Brunei.
Um er að ræða kynblendinga af
stofni Brunei-manna og Malaya,
sem lifað hafa í voninni um stór-
felldar úrbætur í sínum málum
allt frá þvi samkomulagið við
Breta var gert, í ljósi þess að
Kínverjunum 70.000 yrði ekki
veittur ríkisborgararéttur. Þar
með fækkaði íbúum ríkisins stór-
lega og meira væri hægt að gera
fyrir þá.
(fyggt á Árbók Far Eastern
Economic Review 1983 og The
Times.)