Morgunblaðið - 07.01.1984, Page 17

Morgunblaðið - 07.01.1984, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1984 yj Ein af trillunum fimm, þar sem sjórinn skildi við hana. Svona lék sjórinn bryggjuplanid í Sandgerði, en það var malbikað síðastliðið sumar. Ljósmyndir Morgunbladins Friðþjófur Helgason. Bræðurnir Guðfinnur, Vilhjálmur og Birgir Birgissynir við rústir skreið- arskemmunnar: Mikið átak þarf til að feykja burtu svona húsi. Morgunblaðið/RAX. Líkast loftárás á skreiðarskemmuna: í saltfiskverkunarhúsi Birgis Jónssonar, þar sem sjór náði upp í mið læri fullvaxinna karlmanna meðan flóðið stóð sem hæst, sjór braut vegg vinstra megin á bak við Ijósmyndarann. Morpinbi*»i»/KAX. Leifarnar af hjöllunum hafa borist hundrað metra - segja Birgisbræðurnir Guðfinnur, Vilhjálmur og Birgir ENGU VAR líkara en að loftárás hefði verið gerð á skreiðargeymslu Fiskverkunar Birgis Jónssonar við Ægisbraut. Þakið á skemmunni, sem var um 300 fermetra hús, lá að mestu niðri og veggirnir brotnir eins og eggjaskurn, skreiðarhjallar á bak við skemmuna voru gjör- samlega horfnir og sléttur malar- flötur þar á bak við — þar sem áður var hægt að aka vörubflum og lyfturum — var eins og stórgrýt- isfjara. Um alla götuna þar fyrir framan voru skreiðarpakkar og ýmislegt dót eins og hráviði. „Flóðið hér í morgun var svo mikið, að við komumst ekki á klofstígvélum að húsinu," sögðu synir Birgis, Vilhjálmur, Birgir og Guðfinnur, þegar blm. Morg- unblaðsins ræddi við þá á meðan skurðgrafa rótaði burtu leifun- um af skemmunni. „Sjórinn gekk hér yfir allt og leifarnar af hjöll- unum hafa borist eina hundrað metra. Hér inni voru tíu tonn af skreið, sem átti að fara á Ítalíu- markað, tvær snurvoðir, baujur og dót. Megnið af skreiðinni er hér undir brakinu en sumt af þessu dóti hefur henst til um 300—400 metra. Það sá einn maður þetta gerast,“ sögðu þeir bræður, „og samkvæmt því hefur þetta verið alveg ótrúlegur kraftur — enda hlýtur að þurfa mikið átak til að feykja svona húsi. Þetta er tuttugu ára gam- alt hús og það hefur svo sem gengið sjór yfir það fyrr — en ekkert í líkingu við þetta."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.