Morgunblaðið - 07.01.1984, Síða 18

Morgunblaðið - 07.01.1984, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1984 Þingkosningarnar ráða úrslitum um framhald stjórnarstefiiunnar Danmörk Stjórnarflokkarnir byggja kosningabaráttuna á árangrinum í efnahagsmálum Kaupmannahbfn, 6. janúar, frá fréttaritara Morgunblaðsins, Ib Björnbak. Úr kosningabaráttunni. Hér tekur Uffe Ellemann-Jensen, utanríkisráðherra Danmerkur, til hendi í því skyni að sanna, að hann geti gegnt hlutverki bóndans, ef með þarf. Astæðan var sú, að hann hafði staðhæft, að enginn munur væri á mönnum úr Venstre í Kaupmannahöfn og mönnum úr Venstre á Jótlandi, en Ventftre er einmitt flokkur hans. ÞEGAR Danir ganga að kjörborðinu næsta þriðjudag, geta þeir valið milli 1139 frambjóðenda úr 13 stjórnmála- flokkum. Kosnir verða 175 þingmenn, en til viðbótar koma 2 þingmenn frá Færeyjum og 2 frá Grænlandi. Á kjör- skrá í Danmörku eru 3.830.000, en það er aðeins lítill hluti þeirra, senni- lega ekki 10.000 manns, sem tekið hafa virkan þátt í því að ákveða, hverjir verða í framboði. Á fráfarandi Þjóðþingi áttu 9 flokkar fulltrúa, auk þess sem þar voru nokkrir þingmenn utan flokka, er sagt höfðu skilið við Framfara- flokk Mogens Gilstrups vegna inn- anflokksdeilna þar um, hvort flokk- urinn ætti að taka upp samstarf við ríkisstjórnina eða ekki. Flokkar þeir, sem bjóða fram í kosningunum nú, eru: Jafnaðarmenn (59). Radikale venstre, sem er borgaralegur flokk- ur (9). íhaldsflokkurinn (26). Sósíalíski þjóðarflokkurinn (21). Miðdemókratar (15). Kristilegi þjóðarflokkurinn (4). Venstre (20). Vinstri sósíalistar (5). Framfara- flokkurinn (16). Þá bjóða ennfremur fjórir flokk- ar fram til viðbótar, sem ekki áttu mann á þingi, en það eru: Réttarsambandið, Sósíalíski verkamannaflokkurinn, Kommún- istaflokkurinn og Marx-leniníski flokkurinn. Aðild að ríkisstjórn Poul Schlút- ers forsætisráðherra eiga auk íhaldsflokksins eftirfarandi flokk- ar: Venstre (Frjálslyndi flokkurinn í Danmörku), flokkur miðdemó- krata og Kristilegi þjóðarflokkur- inn. Stjórnarflokkarnir fjórir eru í minni hluta á þingi og hafa í efna- hagslegri viðreisnarstefnu sinni stuðzt við Radikale venstre og Framfaraflokkinn. Söguleg stjórnarslit Ríkisstjórn Schlúters með Henn- ing Christophersen, sem aðstoðar- forsætisráðherra, komst til valda 10. september 1982, eftir að Anker Jörgensen hafði orðið að fara frá, sökum þess að stjórn jafnaðar- manna, sem hann var í forsæti fyrir, var komin í minni hluta á þingi. Almennar þingkosningar fóru síðast fram í Danmörku 8. des- ember 1981. Þá töpuðu jafnaðar- menn 9 þingsætum. Hins vegar tvö- faldaði Sósíalíski þjóðarflokkurinn næstum þingfylgi sitt og fékk 21 þingmann í stað 11 áður. Anker Jörgensen, forsætisráð- herra, var lítt hrifinn af því að mynda stjórn að nýju eftir þennan kosningaósigur og hét því þegar kosninganóttina, að tækist stjórn hans ekki að halda velli nema stutt- an tíma, þá skyldu Danir ekki þurfa að leggja strax út í kosningar. Það loforð stóð hann við og þegar stjórn hans féll, var leiðtoga íhaldsflokks- ins falið að mynda stjórn, sem var einstæður atburður í dönskum stjórnmálum. Það var í rauninni brot á sögulegri hefð, því að allt frá síðustu aldamótum hefur Ihalds- flokkurinn ekki náð að veita danskri ríkisstjórn forystu. Flokk- urinn var myndaður í stað Hægri flokksins gamla, sem var andvígur því að innleiða þingræði í Dan- mörku og fékk árið 1915 nafnið fhaldssami þjóðarflokkurinn. En þrátt fyrir það að hinu þjóðlega væri bætt við íhaldssemina, Iiðu 67 ár áður en íhaldsmaður varð for- sætisráðherra aftur. í kosningabaráttunni 1981 stilltu borgaraflokkarnir Henning Christ- ophersen upp sem forsætisráð- herraefni sínu. Þá fékk Venstre 20 þingsæti og tapaði 2, en íhalds- flokkurinn vann 4 þingsæti og fékk 26. Það sem af er þessari öld hefur Venstre verið forystuflokkur borg- araflokkanna í Danmörku og það var því allt annað en fagnaðarefni fyrir flokkinn að láta af því hlut- verki. í staðinn fékk Venstre 8 ráðherraembætti og þar á meðal þau mikilvægustu næst á eftir for- sætisráðherraembættinu, það er að segja embætti utanríkisráðherra, fjármálaráðherra og efnahags- málaráðherra. Efnahagslegt jafnvægi Anker Jörgensen varð að gefast upp sökum þeirrar þreytu, sem komin var í jafnaðarmannaflokk- inn sem stjórnarflokk. Það var fjár- málaráðherra jafnaðarmanna, Knud Heinesen, sem fyrstur varp- aði fram orðatiltækinu um, að Danmörk stæði efnahagslega á barmi hyldýpisins. Þetta var stað- hæfing, sem ekki hvað sízt Venstre sem stjórnarflokkur nú hefur hag- nýtt sér í kosningabaráttunni og bætt því við, að það væri „hyldýp- ismunur" á því, sem fyrri ríkis- stjórn hefði gert og því, sem núver- andi ríkisstjórn hefur náð að fram- kvæma. Stjórn jafnaðarmanna var úr sér gengin sökum innbyrðis deilna milli vinstri og hægri arms flokksins og deilna um afstöðuna gagnvart verkalýðshreyfingunni. Stjórn borgaraflokkanna getur aftur á móti eftir 15—16 mánaða stjórnar- tíð gengið til kosninga með mjög sannfærandi rökum varðandi sína eigin getu. Vextir hafa lækkað með áhrifaríkum hætti úr 22% niður fyrir 14%. Danska krónan er stöðug og verðbólgan er rétt yfir 5 %. I mörg ár fyrir stjórnarskiptin hafði verðbólgan í Danmörku verið um 10% á ári. Þróunin á alþjóðavettvangi hefur verið stjórninni í hag, en samt leik- ur enginn vafi á því, að sú einarða stefna í efnahagsmálum, sem stjórnin hefur framfylgt, á sinn þátt í þeim árangri, sem náðst hef- ur. Það sem úrslitum réð við að koma á stöðugleika á efnahagssvið- inu, var að stjórninni tókst í fyrra- vor að fá verkalýðshreyfinguna til þess að fallast á, að í tvö ár megi aðeins veita rúmlega 4% launa- hækkun á ári. Með þessu viðurkenndi verka- lýðshreyfingin, að nauðsynlegt væri að halda framleiðslukostnaði niðri til þess að ýta undir fjárfestingu og þar með útflutning í því skyni að skapa þannig atvinnu handa fleir- um. Hallinn á fjárlögum Danmerk- ur er enn allt of mikill, en hann verður um 60 milljarðar d. kr. á árinu 1984. Hann er þó nokkru minni en áður. Á þennan hátt er samt endir bundinn á þá hörmung- arþróun, sem fékk fjármálaráð- herra jafnaðarmanna til þess að segja, að Danmörk nálgaðist brún hyldýpisins. Sterk liðsheild Það hefur verið einkenni fjögurra flokka stjórnarinnar, að hún hefur verið mjög sterk liðsheild, svo að notuð séu orð Poul Schlúters sjálfs. Þegar hún tók við stjórnartaumun- um var vígorð hennar viðreisn dansks efnahagslífs og það er tak- mark hennar, að landið nái á 3—4 árum svo langt, að ekki verði Iengur halli á fjárlögum þess og geti síðan tekið til við að greiða niður skuldir sínar. Þessi hugsun kann að líta út sem skýjaborgir í framkvæmdinni, en forsætisráðherrann ítrekaði þetta markmið stjórnar sinnar í sjónvarpsútsendingu á fimmtu- dagskvöld. Vöntun á atvinnutækifærum er stærsta vandamál stjórnarinnar. Allt eftir því, hver reiknar út og hvernig, þá er fjöldi þeirra Dana, sem þiggur atvinnuleysisstyrk 274.000 eða 281.000. Þar við bætast enn margir, sem njóta aðstoðar frá félagsmálastofnunum. Það er al- varlegt vandamál, að það eru um 75.000 manns úr hópi ungs fólks undir 25 ára aldri, sem njóta að- stoðar frá félagsmálastofnunum. Orsök þessa er ekki sú, að at- vinnutækifærum eða stöðum hafi fækkað í Danmörku heldur hitt, að ásóknin að vinnumarkaðinum er það mikil, að hvorki opinberi geir- inn né einkareksturinn geta tekið við öllum. Þar við bætist vaxandi sjálfvirkni í atvinnulífinu vegna nútímatækni, sem ekki er til þess fallin að skapa fleiri atvinnutæki- færi. Stjórnin hefur að því er virðist bjargfasta trú á því, að betri efna- hagsaðstæður til handa atvinnulíf- inu leiði smám saman til þess, að Öryggisráð SÞ: Her S-Afríku verði á brott frá Angóla Sameinuðu þjóóunum, 6. janúar. AP. ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóð- anna samþykkti í kvöld með 13 at- kvæðum gegn engu að skora á stjórn Suður-Afríku að kalla her- menn sína þegar í stað heim frá Angóla. Tvær þjóðir, Bretland og Bandaríkin, sátu hjá við atkvæða- greiðsluna. Þá fór öryggisráðið þess jafnframt á leit, að öll ríki heims réttu Angóla hjalparhönd við að hrekja innrásarherinn á brott. Lengi vel stefndi í að Bandarík- in og Bretland beittu neitunar- valdi. Með því að fella ákvæði úr lokamálsgrein tillögunnar tókst að sneiða hjá því. Akvæðið fól í sér víðtækar efnahagsþvinganir gegn S-Afriku, yrðu þarlend stjórnvöld ekki tafarlaust við áskorun öryggisráðsins. Tók barn sem gísl Myndin hér að ofan er frá Lima í Perú, þar sem bankaræningi hafði á brott með sér þrjá gísla, þar af 20 mánaða gamalt barn, um leið og hann flýði með ránsfeng sinn. Lögreglu tókst síðar á ná öllum gíslunum þremur úr klóm ræningjans. Jaruzelski og Glemp Varsjá 6. janúar. AP. Aðaldagblaðið í Varsjá, Zycie Warszawy, lét í dag í Ijós mikla ánægju með fund Jozefs Glemp erki- biskups rómversk-kaþólsku kirkj- unnar í Póllandi og Jaruzelski hers- höfðingja, leiðtoga kommúnista- flokksins. Kvað blaðið fundinn vera siðferðilega og stjórnmálalega mik- ilvægan í því augnamiði að koma á fundi skipulagi á samband ríkis og kirkju í landinu. Blaðið, sem ekki er gefið út af kommúnistaflokknum, greindi frá því að Glemp erkibiskup hefði fall- ist á að fordæma stigmögnun víg- búnaðar í skiptum fyrir loforð Jaruzelski um að auka tengsl pólsku kirkjunnar við Vatíkanið. Fíkniefnamorðið í Osló talið upplýst Osló, 6. janúar, frá Jan-Krik Ijiurr, fréttaritara Mbl. FÍKNIEFNAMORÐIÐ í Osló á þriðjudag er talið upplýst. Lögreglan >n hefur haft hendur í hári allra þeirra m fjögurra sem lýst var eftir. Sá sem talinn er vera morðinginn gaf sig H: fram við lögregluna í fylgd með lög- fí) fræðingi. Os Hinn myrti var skotinn í munn- inn með skammbyssu á götu í miðborg Oslóar um miðjan dag. Hann átti að baki langan feril í fíkniefna- og glæpahringum í Osló.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.