Morgunblaðið - 07.01.1984, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1984
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1984
21
Otgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 250 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakið.
Þjóðarátak
gegn ávana- og
ffkniefnum
ví er stundum haldið fram,
og ekki að ástæðulausu, að
fjölmiðlar fjalli frekar um og
geri meira úr neikvæðum frétt-
um en jákvæðum. Það er rétt að
hið jákvæða og heilbrigða í fari
og samskiptum fólks, sem víða
segir til sín sem betur fer, fær of
litla umfjöllun í blöðum, útvarpi
og sjónvarpi, nýtur í of litlum
mæli þeirra áhrifa sem fjölmiðl-
um fylgja. Á hinn bóginn er
óhjákvæmilegt, og beinlínis
skylda fjölmiðla, að þjóna
fréttahlutverki, og gera almenn-
ingi grein fyrir ýmsum vágest-
um, sem knýja á dyr samfélags-
ins.
Sá vágestur í hlaðvarpa ís-
lendinga, sem er hvað varhuga-
verðastur, er stóraukin fíkni-
efnaneyzla. Hrikalegar afleið-
ingar fíkniefnaneyzlu eru þegar
farnar að segja til sín hér.
Reynsla nágrannaþjóða okkar í
V-Evrópu talar og til okkar
skýru máli. Þar er vegur fikni-
efnaflóðöldunnar varðaður við-
vörunum: margföldun hverskon-
ar afbrota, svo sem rána og
manndrápa, og ekki síður í
fjölda þeirra sem vistaðir eru á
sjúkrahúsum og meðferðar-
stofnunum, að ógleymdum ör-
lögum þeirra, sem týndu eigin
lífi á vegum vímuefnanna.
Erfitt er að gera sér grein
fyrir stærð þessa vandamáls hér
á landi. Nefna má eftirfarandi:
• Hjá fíkniefnadómstólnun
vóru tekin fyrir um 170 mál að
meðaltali á ári 1974—1978 en
um 260 mál á ári 1979-1982.
Aukningin er veruleg.
• Milli 20—30% þeirra, sem
leita sér lækninga hjá meðferð-
arstöðvum SÁÁ gera það vegna
langvarandi ofnotkunar á kann-
abisefnum og öðrum sterkari
eiturlyfjum.
• í riti, sem heilbrigðisráðu-
neytið gaf út á miðju sl. ári,
kemur fram, að í eitt þúsund
einstaklinga úrtaki skólanema á
aldrinum 16—26 ára, sem spurð-
ir vóru — í sérstakri könnun á
kannabisneyzlu Islendinga —
neyttu rúmlega 22% kannabis.
Ef þetta úrtak gefur rétta mynd
neyta um 10.600 manns á þess-
um aldri kannabisefna hér á
landi.
Ólafur Ólafsson, landlæknir,
segir í grein í Morgunblaðinu í
gær, sem fjallar að meginefni
um heilsuvernd sem sparnað í
þjóðarbúskapnum, að ýmsar
„furðufregnir" séu á kreiki um
dreifingu eiturefna hér á landi.
„Til dæmis er því haldið fram,“
segir landlæknir, „að allt að
fjögurra tonna af kannabis sé
neytt árlega hér á landi. Vitað
er að venjulegur dagskammtur
er um eitt gramm. Fjögurra
tonna ársneyzla svarar til þess
að á milli 30—40 þúsund manns,
það er allir í árgöngunum 16 —
25 ára, neyti þessara efna reglu-
lega tvisvar í viku. Söluverð þess
magns er er 1,5—1,6 milljarðar
á ári. Á sama tíma er selt áfengi
fyrir tæplega milljarð árlega
hjá ÁTVR!! Furðufregnir sem
þessar draga sennilega ekki úr
sókn unglinga í fíkniefni...“
segir landlæknir.
Alþingi samþykkti síðla í des-
ember sl. þingsályktun sem Jó-
hanna Sigurðardóttir alþingis-
maður flutti ásamt meðflutn-
ingsmönnum úr öllum þing-
flokkum. Samkvæmt tillögunni
skal dómsmálaráðherra koma
nú þegar á samstarfshópi lög-
gæzlu- og tollgæzlumanna er
samræmi og skipuleggi auknar
aðgerðir gegn ólöglegum inn-
flutningi og dreifingu ávana- og
fíkniefna og athugi nýjar rann-
sóknaraðferðir í fíkniefna-
málum. Samstarfshópurinn
vinni í nánu samstarfi við lög-
gæzlu- og tollgæzlumenn í öllum
lögsagnarumdæmum og toll-
höfnum landsins, og ekki sízt þá
deild hjá lögreglustjóraembætt-
inu, sem unnið hefur mjög vel á
þessum starfsvettvangi undan-
farið. Hann skal gera tillögur
um úrbætur á sviði toll- og lög-
gæzlu sem nauðsynlegar kunna
að reynast til að fyrirbyggja
dreifingu og innflutning fíkni-
efna. Niðurstöðum skal skila til
dómsmálaráðuneytis eigi síðar
en 1. marz nk.
Gegn vaxandi eiturefnaneyzlu
þarf að bregðast með margvís-
legum hætti:
• Stóraukinni fyrirbyggjandi
fræðslu í skólum landsins.
• Samræmdri upplýsingaher-
ferð í fjölmiðlum, ekki sízt út-
varpi og sjónvarpi.
• Virkja þarf á fljótvirkan og
ábyrgan hátt varnarstarf lög-
gæzlu- og tollgæzlu í öllum lög-
sagnartillögum og er það megin-
tilgangur nefndrar þingsálykt-
unar.
• Efla þarf svo sem kostur er
allt starf er miðar að björgun og
endurhæfingu einstaklinga, sem
orðið hafa vímuefnum að bráð.
• Herða þarf öll viðurlög gegn
fíkniefnamisferli. Hér er um svo
alvarleg og vítaverð brot að
ræða að vettlingatök eru ekki
réttlætanleg.
Fyrirbyggjandi aðgerðir í
heilsuvernd, eins og varnir gegn
fíkniefnaneyzlu, kosta að vísu
fjármuni, sem vaxa ekki á
krepputrjám líðandi stundar.
Þær skila hinsvegar miklum
arði í betri heilsu, lengra lífi,
fleiri vinnustundum og verulega
minni sjúkrakostnaði en ella.
Það þykir og er sjálfsagt að
verja fé og fyrirhöfn til leitar og
bjargar þegar rjúpnaskytta
teppist eða týnist, svo dæmi sé
tekið. En leitar- og björgunar-
skyldan er sízt minni þegar veg-
villur af völdum vímuefna eiga í
hlut. Þjóðfélagið hefur ekki efni
á því að tapa fjölda einstaklinga
á þeim voðavegum.
Guðmundur H. Garðarsson:
Kringumstæður og stór lang-
tímasamningur hafa valdið því
að verðlækkun var samþykkt
„ÞRÁTT fyrir ákveðinn vilja til að
halda 5 punda þorskflakaverði til
Long John Silver’s óbreyttu, hafa
kringumstæður valdið því, að jafn-
framt því, sem gerður var stór
langtímasamningur við Long John
Silver’s, varð að semja um 10
senta lækkun á pundið. Ég vek at-
hygli á því að verið er að semja um
auknar sölur frá því sem var á síð-
asta ári. Þessi samningur mun
vera með hinum stærri sem gerðir
hafa verið við einn aðila í fisksöl-
um íslendinga. Um er að ræða
samninga upp á um 40 milljónir
dollara, eða 1.166 milljarða. Sam-
kvæmt þessu áætlum við að vera
með tæplega % af notkun Long
John Silver’s af þorskflökum,”
sagði Guðmundur H. Garðarsson
hjá SH, er hann var inntur eftir
því, hvers vegna verðið til Long
John Silver’s hefði verið lækkað.
Má segja að með þessari verð-
lækkun séu SH og Coldwater að
viðurkenna að Sambandið hafi
haft rétt fyrir sér þegar dóttur-
fyrirtæki þess, Iceland Seafood,
lækkaði verð á 5 punda þorsk-
flakapakkningum í ágúst síðast-
liðnum um 10 sent?
„Það þarf alls ekki að vera og
án þess að fara út í einhvern sér-
stakan samanburð í þessum efn-
um, hlýt ég að vekja athygli á
því, að þær verðbreytingar, sem
hér um ræðir, eiga sér ekki stað
á sama tíma og svo hinu, að af
okkar hálfu var nú verið að
ganga frá geysilega stórum
samningi, sem felur í sér
þýðingarmikið öryggi í nánustu
framtíð. Frá mínu sjónarmiði
eru aðstæður ekki alveg sambæ-
rilegar nú og á síðastliðnu sumri
varðandi þessi mál hvað okkur
áhrærir."
Leysir þessi samningur það
birgðavandamál á þorskflökum
sem SH og Coldwater hafa á síð-
asta ári átt við að stríða?
„Að sjálfsögðu hefur svona
stór samningur ásamt sölum til
annarra, sem hafa verið allveru-
legar, það í för með sér að létta
mjög á birgðastöðunni, bæði hér
heima og í Bandaríkjunum, en
ég vil taka það fram, að birgðir
af 5 punda pakkningum af
þorskflökum í frystihúsum hér
heima eru tiltölulega litlar, enda
áttu sér stað miklar afskipanir
undir lok ársins. Þess má geta,
að heildarafskipunarhlutfall af
framleiðslu á síðasta ári var
70% 31. desember, en árið 1982
var það 68% á sama tíma,“ sagði
Guðmundur.
Um 1.200 manns atvinnu-
lausir að meðaltali 1983
Heildarfjöldi atvinnuleysisdaga 370.607, eða 54% fleiri en 1982
ALLS voru skráðir 37Q.607 atvinnu-
leysisdagar á landinu öllu á síðasta
ári, sem jafngildir því að um 1.200
manns hafi verið atvinnulausir allt
árið, eða um 1,0% af mannafla sam-
kvæmt áætlun Þjóðhagsstofnunar.
Til samanburðar voru skráðir um
200.000 atvinnuleysisdagar á árinu
1982, sem jafngildir um 770 manns
að meðaltali, eða um 0,7% af mann-
afla.
Aukning skráðra atvinnuleys-
isdaga milli ára er því rétt um
54%, sem er nokkru minni aukn-
ing en spár höfðu gert ráð fyrir,
segir í fréttatilkynningu frá
Vinnumáladeild félagsmálaráðu-
nevtisins.
I desembermánuði sl. voru
skráðir atvinnuleysisdagar á land-
inu öllu 47.436, 24.403 hjá konum
og 23.033 hjá körlum. Þetta jafn-
gildir því að 2.190 manns hafi ver-
ið skráðir atvinnulausir allan
mánuðinn. Síðasta virka dag mán-
aðarins voru hins vegar á skrá
3.358 manns, 1.868 konur og 1.490
karlar. Fjöldi skráðra atvinnu-
leysisdaga í desember svarar til
þess að 2,0% af áætluðum mann-
afla á vinnumarkaði í mánuðinum
samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar
hafi verið á atvinnuleysisskrá.
í nóvembermánuði voru skráðir
27.194 atvinnuleysisdagar og því
aukningin milli mánaða rösklega
20 þúsund dagar og hlutfall mann-
afla úr 1,1% í 2,0%.
í desembermánuði 1982 voru
skráðir 30.607 atvinnuleysisdagar
á landinu öllu eða 16.829 dögum
færra en nú. Aukningin er um
55% og er það minni aukning en í
flestum öðrum mánuðum ársins,
þar sem yfirleitt hefur verið um
tvöföldun að ræða, miðað við árið
á undan.
Dollaraverð hefur
hækkað um 1,81%
— Evrópugjaldmiðlar hafa hins vegar lækkað
DOLLARAVERÐ hefur hækkað um
1,81% á þessu ári, en sölugengi
Bandaríkjadollars hefur hækkað úr
28,710 krónum í 29,230 krónur. Á
sama tíma hafa Evrópugjaldmiðlar
lækkað í verði hér á landi.
Brezka pundið hefur lækkað um
1,15% í verði frá áramótum, en
sölugengi þess hefur lækkað úr
41,630 krónum í 41,149 krónur. Þá
hefur danska krónan lækkað um
1,0% í verði frá áramótum, en
sölugengi hennar hefur lækkað úr
2,9162 krónum í 2,8873 krónur. Þá
má geta þess, að vestur-þýzka
markið hefur lækkað um 1,3% frá
áramótum, en sölugengi þess hef-
ur lækkað úr 10,5435 krónum í
10,4077 krónur.
í liðnu ári hækkaði dollaraverð
liér á landi um 72,43%, en sölu-
gengi Bandaríkjadollars hækkaði
úr 16,650 krónum í 28,710 krónur.
Brezka pundið hækkaði um
55,17% á liðnu ári, en sölugengi
pundsins hækkaði úr 26,831 krónu
í 41,630 krónur. Þá hækkaði
danska króna um 46,90% i verði á
liðnu ári, en sölugengi hennar
hækkaði úr 1,9851 krónu í 2,9162
krónur. Loks má geta þess, að
vestur-þýzka markið hækkaði um
50,52% í verði á síðasta ári, en
sölugengi þess hækkaði úr 7,0046
krónum í 10,5435 krónur.
Fjárhagsáætlun borgarsjóðs afgreidd:
Lækkun skattheimtunnar
FJÁRHAGSÁÆTLUN Reykjavfkurborgar fyrir þetta ár var afgreidd á fundi
borgarstjórnar í gærmorgun. Samkvæmt henni lækkar álagning útsvars úr
11,88% í 11% og eru tekjur af útsvöri/h) áætlaðar um 1.090 milljónir króna.
Áætlað er að rekstrargjöld borgarsjóðs hækki um rúmiega 22% frá áætlaðri
útkomu ársins 1983.
í ræðu Davíðs Oddssonar,
borgarstjóra, kom fram að vegna
góðrar innheimtu síðustu daga
ársins hefði yfirdráttur á hlaupa-
reikningi borgarsjóðs í Lands-
bankanum verið 190 milljónir
króna, en þegar fjárhagsáætlun-
arfrumvarpið var lagt fram í des-
ember var búist við að hann
myndi nema 220 til 240 milljón-
um króna. Af þessu leiddi að unnt
væri að lækka afborganir lána á
þessu ári um 30 milljónir króna. f
árslok væri gert ráð fyrir að yfir-
drátturinn verði um 100 milljónir
króna.
Milli umræðna um fjárhags-
áætlun borgarinnar var framlag
til Bæjarútgerðar Reykjavíkur
hækkað um 10 milljónir króna og
sagði Davíð fyrirsjáanlegt að
greiðsluvandi útgerðarinnar yrði
mikill á næstunni og fátt sem
benti til þess að úr rættist í bráð,
þegar fyrirhugað kvótakerfi væri
haft í huga. 1. janúar 1983 hefðu
helstu skuldbindingar BÚR án
vanskila langtímalána numið 14,6
milljónum króna. I lok nóvember
hefði þessi upphæð numið 56,8
milljónum króna og í árslok 73
milljónum króna eða hefði versn-
að um 58,4 milljónir króna á ár-
inu.
Að öðru leyti urðu ekki miklar
breytingar á áætluninni milli
umræðna.
Styrkveitingar, sem dreifast á
gjaldaliði lista, íþrótta og úti-
veru, fræðslumála og félagsmála
nema rúmlega 12 milljónum
Matthías Bjarnason, heilbrigöismálaráðherra vígði endurhæfingarstöðina. Við hlið hans stendur Vilhjálmur B.
Vilhjálmsson, sem sér um daglegan rekstur stöðvarinnar, og túlkar mál ráðherra á táknmáli. Slíkt hið sama
gerði Vilhjálmur þegar aðrir fluttu mál sitt og er Vilhjálmur G. Vilhjálmsson, formaður Félags heyrnarskertra,
flutti sína ræðu á táknmáli, túlkaði nafni hans yfir á talmál.
Endurhæfingarstöð
heyrnarskertra vígð
Matthías Bjarnason, heilbrigðis-
málaráðherra vígði formlega í gær
endurhæfingarstöð heyrnarskertra
á Klapparstíg 28. Stöðin er sjálfs-
eignarstofnun og eru eignaraðilar
Félag heyrnarlausra og félagið
Heyrnarhjálp með jafnan eignar-
hluta hvort. Er stöðinni ætlað að
vinna aö læknisfræðilegri endur-
hæfingu fyrir heyrnarskerta og
munu ofangreind félög annast
rekstur hennar með yfirumsjón
Heyrn-og talmeinastöðvar íslands.
Ilaglegur rekstur verður síðan í
höndum Vilhjálms B. Vilhjálmsson-
ar, en sautján manna fulltrúaráð
markar stefnu stofnunarinnar.
Skipa stjórn þess þau Andrés
Kristjánsson, ritstjóri, Berglind
Stefánsdóttir, kennari, Einar
Sindrason, yfirlæknir, Guðjón
Yngvi Stefánsson, framkvæmda-
stjóri, og Vilhjálmur G. Vilhjálms-
son, auglýsingateiknari.
Við vígslu endurhæfingar-
stöðvarinnar tóku til máls þeir
Guðjón Ingi Stefánsson, fyrir
hönd stjórnar stöðvarinnar,
Matthías Bjarnason, heilbrigð-
ismálaráðherra, Einar Sindrason,
yfirlæknir, Vilhjálmur G. Vil-
hjálmsson, formaður félags
heymarskertra, Ingimar Sigurðs-
son, stjórnarformaður Heyrnar-
og talmeinastöðvarinnar og Dan-
inn Bent Sköv. Kom það fram í
máli heilbrigðismálaráðherra að
ekki hefði samkvæmt lögum verið
gert ráð fyrir endurhæfingar-
þjónustu í Heyrn-og talmeina-
stöðinni. Sagði hann stofnun end-
urhæfingarstöðvarinnar vera
skýrt dæmi um samstarf stjórnar
og hagsmunahópa sem hann
kvaðst vona að yrði eins gott í
framtíðinni og til þessa. Lýsti
hann síðan stöðina vígða. Sam-
tímis því sem ræðumenn fluttu
mál sitt túlkaði Vilhjálmur B.
Vilhjálmsson það á táknmáli.
Fyrst um sinn beinist starf-
semi stöðvarinnar að námskeið-
um til að þjálfa þá sem eru í
vandræðum með að nota heyrn-
artæki sín, en það kom fram í
máli margra við vígsluna að fólk
er oft á tíðum tregt til að nota
tækin þrátt fyrir slæma heyrn.
Þá mun stöðin annast sölu og
kynningu á öðrum hjálpartækj-
um fyrir heyrnarskerta, en sam-
kvæmt reglum tekur ríkissjóður
þátt í kostnaði við hjálpartækja-
búnað gegn framvísun vottorðs
frá yfirlækni Heyrnar-og tal-
meinastöðvarinnar. Einnig er
stefna stjórnenda stöðvarinnar
að veita ráðleggingar og leiðbeina
um notkun og uppsetningu á
heyrnarhjálparútbúnaði á sam-
komustöðum, s.s. í kirkjum og
leikhúsum, þjálfa táknmálstúlka
og vera hvetjandi aðili um leið-
beiningar og fræðslu í þessum
efnum.
Eins og fyrr segir er endurhæf-
ingarstöðin til húsa á Klappar-
stíg 28, á 1. hæð. Þar verður opið
daglega frá kl. 10.00 til 16.00.
Húsið á Klapparstíg 28, en þar á fyrstu hæðinni er endurhæfingarstöðin
til húsa. Ijósm. Mbl./ ÓI.K.M.
varanleg ráðstöfun
krona samkvæmt fjárhagsáætlun
þessa árs.
t bókun borgarfulltrúa Sj álf-•
stæðisflokksins við afgreiðslu
fjárhagsáætlunarinnar sagði
m.a. að áætlun borgarsjóðs mót-
aðist mjög af þeim miklu efna-
hagslegu sviptingum, sem nú eiga
sér stað í íslenzku þjóðlífi. Óða-
verðbólga síðustu ára hefði
þrengt mjög hag sveitarfélag-
anna og sæi þess stað í fjárhags-
áætlun 1984. Við gerð fjárhags-
áætlunar fyrir síðasta ár hefði
fasteignaskattur verið lækkaður
um 15,8% af föstu verðlagi. Þótt
hin snöggu umskipti úr efna-
hagslegu öngþveiti í átt til efna-
hagslegs jafnvægis hefðu þann
fylgikvilla, að verðbólgan ynni
ekki eins og áður með skattgreið-
endum, þá væri sú lækkun, sem
nú er orðin á skattheimtu borgar-
innar, varanleg og mundi skila
sér með eðlilegum hætti þegar
fram í sækir.
Um leið og næsta fjárhagsár
yrði nýtt til þess að treysta
greiðslustöðu borgarinnar eftir
áföll undanfarinna ára, verði
uppbyggingu boragarstofnana
haldið áfram með markvissum
hætti. Markvissari uppbyggingu
dvalarheimila fyrir aldraða verði
haldið áfram, auk þess sem þar er
bryddað upp á samvinnu við sam-
tök um byggingu eignaríbúða
fyrir aldraða. Tvær nýjar dag-
vistarstofnanir fyrir börn verði
teknar í notkun á þessu ári.
Áfram verði unnið að fram-
kvæmdum við B-álmu Borgar-
spítalans, þótt hægar verði farið
en hugur borgarinnar stæði til,
vegna þess að hlutur ríkisins lægi
hér eftir, svo sem einnig væri um
heilsugæzlustöðvar.
Skipulags- og lóðamál væru
komin úr þeim ólestri, sem þau
voru í og viðhald gatna væri aftur
komið í gott horf. Auk þess skip-
uðu umhverfis- og menningarmál
veglegan sess í áætluninni auk
íþróttamála.
Samningafundum með Alusuisse lauk í gær:
Ekki ráðrúm til
að taka á neinu
sem skiptir máli
— segir Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra
„ÞETTA var fyrsti reglulegi fundur-
inn með aðalsamningamönnum eftir
að bráðabirgðasamkomulagið var af-
greitt 23. september sl. Þetta var
ágætisfundur, en menn höfðu ekki
ráðrúm til að taka á neinu sem skipti
máli. Mönnum seinkaði vegna sam-
gönguerfíðleika svo ráðrúmið var lít-
ið,“ sagði Sverrir Hermannsson iðn-
aðarráðherra, er Mbl. spurði hann
hverjar lyktir hefðu orðið á samn-
ingafundi stóriðjunefndar og samn-
inganefndar Alusuisse sem hófst í
fyrradag og lauk í gær. Næsti fundur
aðila hefur verið ákveðinn í febrú-
armánuði.
Svohljóðandi fréttatilkynning
barst Mbl. í gær: „Á fundunum,
sem voru gagnlegir, var rætt um
gagnasöfnun aðila vegna endur-
skoðunar á núgildandi samningum
og nýjum samningi vegna stækk-
unar. Skipst var á skoðunum og
ákveðið um framhaldsathuganir
vegna næsta fundar, m.a. að því er
tekur til eftirfarandi atriða:
a. Breytinga á rafmagnssamn-
ingi, þ.m.t. verðtryggingarákvæði.
b. Hugsanlegra breytinga á
skattkerfi.
c. Stækkunar álbræðslunnar í
Straumsvík.
d. Samkeppnisstöðu álfram-
leiðslu á Islandi.
Auk samninganefndar um stór-
iðju og samninganefndar Alu-
suisse/ÍSAL tóku samningartefnd
Landsvirkjunar og sérfræðingar
aðila í skatta- og orkumálum þátt
í fundunum eftir því sem við átti.
Næsti fundur aðila verður haldinn
í febrúar."
Iðnaðarráðherra um vanda
skipasmíðastöðvanna:
Bjartsýnn á að við
höldum uppi atvinnu
áfangaskýrslu til iðnaðarráðherra
nokkru fyrir jólin þar sem hún
fjallar um bráðavanda skipa-
smíðastöðvanna, en verkefnaleysi
blasir við mörgum þeirra á næst-
unni. Nefndin lagði til að útvegað-
ar verði 150 millj. kr. til útgerðar-
innar í þeim tilgangi að viðhald og
viðgerðir skipa gætu farið fram í
skipasmíðastöðvum innanlands,
en vegna skorts á lánsfé hafa út-
gerðirnar sent skip sín til slíkra
viðgerða erlendis, þar sem þær
hafa fengið lánafyrirgreiðslur.
Sverrir var spurður, hvort
stjórnvöld hyggðust fara að til-
lögu skipasmíðanefndar um út-
vegun 150 millj. kr. og hvernig
þeirra yrði þá aflað. Hann sagðist
engu vilja svara um það á þessu
stigi, málið væri allt á athugun-
arstigi.
tillögur skipasmfða-
nefndarí athugun
hjá ríkisstjórn
„ÞETTA er allt í athugun í ríkis-
stjórninni og ég vona að eitthvað nái
fram að ganga fljótlega. Þetta er
einn af þeim þáttum sem menn taka
til athugunar vegna versnandi at-
vinnuástands; sem margir hafa
áhyggjur af. Ég er bjartsýnn á að við
höldum uppi atvinnu í skipasmíða-
stöðvum okkar", sagði Sverrir Her-
mannsson iðnaðarráðherra, er Mbl.
spurði hann hvort ríkisstjórnin hefði
tekið afstöðu til tillagna svonefndrar
skipasmíðanefndar, sem fjallað hef-
ur um vanda skipasmíðastöðvanna.
Eins og Mbl. skýrði frá sl.
þriðjudag skilaði skipasmíðanefnd
Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra:
Óeðlilegt að hafa af-
skipti af því hvaða
veiðarfæri eru notuð
„VIÐ ERUM að undirbúa nýjar
stjórnunaraðgerðir og hagsmunaað-
ilar telja að það sé ekki rétt að hafa
mikil afskipti af notkun veiðarfæra
og telja óeðlilegt í Ijósi væntanlegrar
kvótaskiptingar að höfð séu afskipti
af því hvaða veiðarfæri menn noti,“
sagði Halldór Ásgrímsson sjávarút-
vegsráðherra meðal annars er hann
var, síðastliðinn miðvikudag, spurð-
ur hvers vegna hefði verið fallið frá
því að banna veiðar í þorskanet til
15. febrúar.
„Menn verða fyrst og fremst að
gera sér grein fyrir því, að þeir eru
þá að byrja að veiða upp í vænt-
anlega kvóta og í ljósi þessa var
þessi afstaða endurskoðuð. Ég er
hins vegar þeirrar skoðunar, að
það sé óæskilegt að hefja þorsk-
veiðar í net jafnvel fyrr en í byrj-
un marz. Ég býst við því, að lítið
verði um að menn byrji fyrr. Þess
vegna má segja að það hefði litlu
máli skipt, hvort við hefðum við-
haldið þessu banni eða ekki.“
Þjóðviljinn hefur það eftir út-
gerðarmönnum að þeim finnist
hér um hringlandahátt að ræða.
Hverju vilt þú svara því?
„Það má segja að það kveði við
nokkuð annan tón í Þjóðviljanum í
dag en fyrir nokkrum dögum, þeg-
ar þar sagði, að það myndi hvergi
byrja vertíð fyrr en í byrjun marz.
Mér finnst því vera heldur meiri
hringlandaháttur í skrifum hans
en í okkar afstöðu hér. Við erum
ekki svo forstokkaðir að við séum
ekki tilbúnir til að taka mið af
breyttum aðstæðum. Menn geta
kallað það hringlandahátt, það
skiptir mig engu máli. Mér sýnist
að stefna Þjóðviljans sé að vera á
móti því sem gert er og mér hefur
sýnzt að ieiðarahöfundar Morgun-
blaðsins séu því sammála og virð-
ist því, að þar hafi tekizt „sögu-
legar sættir“,“ sagði Halldór Ás-
grímsson.