Morgunblaðið - 07.01.1984, Side 26

Morgunblaðið - 07.01.1984, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1984 Bréf til Svölu frá Þorgeiri Þorgeirssyni Hr. riLstjóri. Þar sem blaðið hefur flutt villandi frétt um bréf S.Th. til saksóknara vegna skrifa minna fer ég þess á leit að hjálögð plögg verði birt í blaðinu sem fyrst. a) Bréf Svölu til Þórðar. b) Bréf mitt til Svöhi. Nauðsynlegt er að birta bæði þessi plögg í sama blaði og helst sem næst hvort öðru (sömu opnu) ef fólk á að átta sig. NB! Morgunblaðið fær gögnin 24 stundum á undan hinum blöðunum vegna tengsla þess við málið. Þorgeir Reykjavík, 27. desember 1983. Til mín hefur leitað stjórn Lög- reglufélags Reykjavíkur og falið mér að óska eftir þvi við yður að fram fari opinber rannsókn vegna eftirfarandi máls: Miðvikudaginn 7. desember sl. birtist í Morgunblaðinu 281. tbl. 70. árg. grein eftir Þorgeir Þor- geirsson rithöfund undir fyrir- sögninni: „Hugum nú að. Opið bréf til Jóns Helgasonar dómsmála- ráðherra". Þriðjudaginn 20. desember sl. birtist í 292. tbl. Morgunblaðsins önnur grein eftir sama höfund undir yfirsögninni „Neyttu á með- an á nefinu stendur ..." í greinum þessum báðum, eink- um þó þeirri fyrri, kemur fram grófur áburður, dylgjur og æru- meiðandi aðdróttanir, í garð Iög- reglumanna. Alvarlegasti áburður greinar- höfundar er sá að ungur maður hafi slasast svo af völdum lög- reglu að hann hann hafi hlotið af mikla og varanlega örorku. Stjórn Lögreglufélags Reykja- víkur telur að hér sé um svo al- varlegar ásakanir að ræða í einu víðlesnasta blaði landsins að brýna nauðsyn beri til að mál þetta verði rannsakað til hlítar svo að stétt lögreglumanna verði hreinsuð af áburði þessum. Stjórn Lögreglufélags Reykja- víkur leggur einnig þunga áherslu á það, að leiði rannsókn í ljós að ásakanir þessar séu réttmætar, verði þeim seka eða þeim seku stefnt til fullrar ábyrgðar á verk- um sínum. ítreka ég því hér með fyrir hönd stjórnar Lögreglufélags Reykja- víkur þá kröfu að fram fari opin- ber rannsókn vegna framan- nefndra blaðagreina þannig að all- ir aðilar, sem hlut gætu átt að verði látnir standa fyrir máli sínu. Meðfylgjandi eru umræddar greinar úr Morgunblaðinu. Virðingarfyllst, F.h. stjórnar Lögreglu- félags Reykjavíkur, Svala Thorlacius hdl. Reykjavík, 4. janúar 1984. Frú Svala Thorlacius hdl. Húsi verslunarinnar Kringlumýri, Reykjavík. Kæra frú Thorlacius! Þann 27. desember sl. hafið þér skrifað ríkissaksóknara Þórði Björnssyni bréf sem mig varðar að nokkru og degi síðar hafið þér sent út fréttatilkynningu til fjöl- miðla um innihald þessa bréfs. Bréfið innhélt kæru (í formi beiðnar um „opinbera ransókn") sem greint var frá mjög afbakað í fréttatilkynningu yðar. Alt þetta gerið þér vitaskuld fyrir hönd Lögreglufélagsins í Reykjavík. Sem þér nú hafið valið þá leið að syngja þennan einsöng yðar með Lögreglukórnum í dagblöðunum sé ég mér naumast annað fært en gera mínar athugasemdir þar líka, enda þótt ég telji mig löngu vera búinn að gera skyldu mína við lögreglu þessa bæiar á þeim vet- vangi. Úrþví stefnið mér í dagblöðin mæti ég þar einsog hver annar löghlýðinn borgari og reikna með því að þau ljái pláss undir svar mitt einsog mórölsk skylda vitaskuld býður. Ég sendi þeim líka texta bréfs yðar til Þórðar og vænti þess að hann verði birtur óstyttur svo al- menningur geti lesið það svart á hvítu um hvað er að ræða. Jafn- framt vil ég mega gera fáeinar at- hugasemdir við skrifið. Um greinarnar tvær sem stefnt er útaf segir í bréfi yðar til Þórð- ar. „Stjórn Lögreglufélags Reykjavíkur telur að hér sé um svo alvarlegar ásakanir að ræða í einu víðlesnasta blaði-landsins að brýna nauðsyn beri til að mál þetta verði rannsakað til hlítar Þorgeir Þorgeirsaon svo að stétt lögreglumanna verói hreinsuð af áburði þessum.“ Það sem lögreglan hefur fengið yður til að kalla ásakanir birtist raunar í alvíðlesnasta blaði lands- ins og var eindregin ósk mín til dómsmálaráðherra um það að barsmíðamál lögreglunnar sem al- ment ganga núorðið undir nafninu Lögregluvandamálið yrði ransak- að til hlítar af hlutlausum aðila. Hversvegna getið þér ekki bara tekið undir þá frómu ósk mína? Ég ræddi þann 28. desember við fulltrúa á lögfræðistofu yðar (þér tókuð ekki síma) og hann tjáði mér að meiningin væri að mál þetta gengi frá saksóknaraemb- ættinu til Ransóknarlögreglu ríkisins. Nokkuð góð hugmynd það, kanski jafnvel lögleg — en fyrirgefið mér líkinguna, kæra frú — væri það ekki glannaskapur að hafa lög um hundahreinsun í landinu þannig að hundarnir ættu sjálfir að sjá um þá framkvæmd. Mundi ekki sullaveikin þá breiðast útum landið á ný? Ég er hræddur um það. 1 þessum orðum mínum felst ekki nokkur aðdróttun, hvorki að lögreglunni né hundum alment, en hitt afturámóti að það er mín ein- dregin skoðun að Lögreglufélagið sé ekki réttur kæruaðili í þessu máli, síst af öllu væri þó rétt að kæra það til lögreglunnar sjálfrar. Gæti hún með nokkru móti stilt sig um það að snúa uppá hendurn- ar (í yfirfærðri merkingu náttúr- lega) á vitnum og vottorðagjöfum í þeirri stöðu? Kanski gæti hún það og húrra fyrir því! En hver mundi trúa slíku? Enginn nema sá einn sem lenti i þvílíku kraftastill- ingarverki. Og hver tryði honum svosem? Og það er náttúrlega fyrst og fremst lögreglunnar vegna sem ótækt verður að lögreglan kæri Lögregluvandamálið til umfjöll- unar hjá lögreglunni? Má ég líka bæta því við að sak- sóknari er líkastil vanhæfur, eins- og það mun heita á lögmannamáli, í þessu sambandi vegna fyrri skrifa minna um hann og embætt- ið. Þeirri ábendingu vísa ég áfram til ráðherra sbr. grein Dr. Ey- steins Sigurðssonar í Þjv. 21.12. 1983. En það er nú bara smáræði sem rætt verður ef þar að kemur. Þér leggið meginþungan í bréfi yðar til Þórðar á meiðyrðaþátt þessa máls og væri því eðlilegra að beina málinu þær brautir sem meiðyrðamál alment fara. Hversvegna gerið þér það ekki? Ég held að lögfræðileg ráðgjöf yð- ar sé kanski að veita lagavörðun- um þyngri högg en þeir áður hafa fengið í almenningsálitinu. Fólk er að spurja: Hversvegna vill lögg- an stefna málinu einmitt þangað? Hvaða tengsl eru þarna á bakvið tjöldin? Eru þessir feðgar? Eru hinir gamlir starfsfélagar? Frí- múrarar kanski? Oddfellowar? Andakíll: Fjárhúsþak fauk af í heilu lagi IIvannatúni í Andakíl, 5. janúar. í ILLVIÐRINU í gær hefur þakið af fjárhúshlöðunni sennilega farið af í heilu lagi að sögn ábúenda á Syðstu-Fossum hér í sveit. Veðurofs- inn var svo mikill, að heimilisfólkið hélt sig í kjallara hússins á meðan það gekk yfír. Einn sviptivindurinn tók þakið og vesturgafl hlöðunnar. Hey hékk í girðingum, þegar eitthvað tók að sjást út úr augum og hefur tjón orðið talsvert á heyi og hlaðan nánast ónýt. Hún hafði staðið af sér suðaustan ofviðrin í 60 ár, en þessi vindátt er víða viðsjárverð hér norðan undir Skarðsheiði. Fyrr í haust hafði eldur orðið laus í sömu hlöðu, þannig að heyskaði bóndans er orðinn til- finnanlegur. Steyptur veggur milli hlöðu og fjárhúss hlífði fénu og slapp það óskaddað. Hálka og ófærð er á vegum Borgarfjarðar og fauk bíll út af veginum á Grjót- eyrarhæðum og valt tvær veltur í rokinu, bílstjórinn var einn í bíln- um og slapp ómeiddur. — DJ Unglinga- og barnaskemmtun í Seljahverfi í DAG, laugardaginn 7. janúar, munu núverandi og fyrrverandi nemendur Ölduselsskóla gangast fyrir skemmtun fyrir alla aldurs- hópa í ölduselsskóla, sem hefst kl. 16.00. Þar verða fjölbreytt skemmtiatriði og sérstök skemmtiatriði fyrir yngri börnin. Ágóðin af þessari skemmtun rennur beint i kirkjubyggingar- sjóð Seljasóknar. Guöspjall dagsins: Mt. 13: Illgresi meðal hveitisins. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11.00. Sr. Hjalti Guömundsson. Laugardagur: Barnasamkoma aö Hallveigarstöðum kl. 10.30. Sr. Agnes Siguröardóttir. ÁRBÆ J ARPREST AK ALL: Barna- og fjölskylduguösþjón- usta í Safnaöarheimili Árbæjar- sóknar kl. 11. árd. Sr. Guömund- ur Þorsteinsson. ÁSKIRKJA: Barnaguösþjónusta kl. 11.00. Guösþjónusta kl. 14.00. Sr. Árni Bergur Sigur- björnsson. BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Barnaguösþjónusta kl. 11.00 í Breiöholtsskóla. Sr. Lárus Hall- dórsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11.00. Sr. Sólveig Lára Guömundsdóttir. Guösþjónusta kl. 14.00. Organleikari Guöni Þ. Guömundsson. Kvenfélagsfund- ur mánudagskvöld kl. 20.30. Fé- lagsstarf aldraðra miövikudags- eftirmiödag kl. 2—5. Æskulýös- fundur miövikudagskvöld kl. 20.00. Æskulýösfélag, yngri deild, fimmtudag kl. 15.30. Sr. Ólafur Skúlason, vígslubiskup. DIGRANESPRESTAKALL: Laug- ardagur: Barnasamkoma í safn- aöarheimilinu viö Bjarnhólastíg kl. 11.00. Sunnudagur: Guösþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11.00. Sr. Þorbergur Kristjánsson. FRÍKIRKJAN í REYKJAVÍK: Guósþjónustan fellur niöur 8. janúar. Sr. Gunnar Björnsson. GRENSÁSKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11.00. Guðsþjónusta kl. 14.00. Organleikari Árni Arin- bjarnarson. Almenn samkoma nk. fimtudagskvöld kl. 20.30. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Barna- samkoma og messa meö altaris- göngu kl. 11.00. Börnin taka þátt í upphafi messunnar en fara síö- an í safnaóarsal. Guösþjónusta kl. 14.00. Minnst 100 ára afmælis Góöteplarareglunnar á islandi. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Engin messa veröur kl. 17.00. Þriöjudagur 10. jan. kl. 10.30, fyrirbænaguðsþjónusta, beöið fyrir sjúkum. Mióvikudagur 11. jan. kl. 22.00, Náttsöngur. Fimmtudagur 12. jan. opiö hús fyrir aldraöa. Laugardagur 14. jan. kl. 10—14, samvera fermingarbarna. L ANDSPÍT ALINN: Messa kl. 10.00. Sr. Ragnar Fjalar Lárus- son. HÁTEIGSKIRKJA: Laugardagur: Barnaguösþjónusta kl. 11.00. Sunnudagur: Messa kl. 14.00. Sr. Arngrímur Jónsson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Messa kl. 10.00. Sr. Lárus Halldórsson. KÁRSNESPRESTAKALL: Laug- ardagur: Barnasamkoma í safn- aöarheimilinu Borgum kl. 11.00. Sunnudagur: Guösþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14.00. Séra Þorbjörn Hlynur Árnason á Borg predikar. Séra Árni Pálsson. LAUGARNESKIRKJA: Barna- guösþjónusta kl. 11. Messa kl. 14.00. Altarisganga. Þriðjudagur kl. 18.00. Bæna- guösþjónusta. Föstudagur kl. 14.30. Síödeqis- kaffi. Séra Ingólfur Guömundsson. NESKIRKJA: Laugardagur: Ferð aldraöra í kvikmyndahús. Fariö kl. 15 frá Neskirkju. Séra Guö- mundur Óskar Ólafsson. Sunnudagur: Barnasamkoma kl. 11.00. Guösþjónusta kl. 14.00. Séra Frank M. Halldórsson. Mánudagur: Æskulýösstarfiö kl. 20.00. Miðvikudagur: Fyrirbænamessa kl. 18.20. Séra Guðmundur Óskar Ólafsson. SELJASÓKN: Barnaguðsþjón- usta í Ölduselsskóla kl. 10.30. Barnaguösþjónusta í íþróttahúsi Seljaskólans kl. 10.30. Guös- þjónusta kl. 14.00 í Ölduselssóla. Fyrirbænasamvera föstudags- kvöld 13. janúar kl. 20.30 í Tindaseli 3. Sóknarprestur. SELTJARNARNESSÓKN: Barnasamkoma í sal Tónlistar- skólans kl. 11.00. Sr. Frank M. Halldórsson. PRESTAR í Reykjavíkurpró- fastsdœmi og nágrenni halda hóf í Safnaöarheimili Kársnes- sóknar sunnudagskvöld kl. 18.00 á vegum Prestafélags Suöur- lands. DÓMKIRKJA KRISTS Konungs Landakoti: Lágmessa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Lágmessa kl. 14. Alla rúmhelga daga er lág- messa kl. 18 nema á laugardög- um þá kl. 14. FELLAHELLIR: Kaþólsk messa kl. 11. HVÍT ASUNNUKIRK J AN Fíla- delfía: Sunnudagaskóli kl. 10.30. Safnaóarguösþjónusta kl. 14. Ræöumaöur Einar J. Gíslason. Almenn guösþjónusta kl. 16.30. Ræöumaöur Jóhann Pálsson. KFUM & KFUK, Amtmannsatíg 2b: Almenn samkoma kl. 20.30. Sr. Jónas Gíslason talar. Ræöu- efni: Nýtt fagnaöarerindi? Laufey og Rósa syngja. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli í Mjóstræti 6 kl. 14. Bæn kl. 20 og hjálpræöissam- koma kl. 20.30. KAPELLA St. Jósefssystra í Garóabæ: Hámessa kl. 14. HAFNAFJARÐARKIRKJA: Messa kl. 14. Sóknarprestur. VÍÐIST AÐASÓKN: Barnaguös- þjónusta kl. 11. Almenn guös- þjónusta kl. 14. Sr. Siguröur Helgi Guömundsson. KAPELLAN St. Jósefsspítala: Messa kl. 10. KARMELKLAUSTUR: Messa kl. 8.30. Rúmhelga daga er messa kl. 8. AKRANESKIRKJA: Barnasam- koma kl. 10.30. Sýndar verða litskuggamyndir. Sr. Björn Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.