Morgunblaðið - 07.01.1984, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 07.01.1984, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1984 27 Lyons eða Kiwanis? Mágar kanski eða frændur? Lögregluvandamálið felst ekki hvað síst í brostnum trúnaði milli almennings og lögreglu og hrædd- ur er ég um það að persónu- fræðingar Reykjavíkur færu nokkuð létt með það að finna slík tengsl hvort sem þau yrðu fyrir hendi eða ekki og hvert sem rík- issaksóknari mundi senda málið. Þvímiður. Það er beinlínis óráðlegt í þess- ari stöðu að lögreglan komi með beiðni um það að fá bæði að ráða umfangi og vetvangi þeirrar könn- unar sem nú verður trauðla um- flúin lengur. Væri hér réttarríki en ekki lögregluríki þætti bréf yð- ar til Þórðar beinlínis siðferðilega galið. Það er skrifað í nafni rangra aðila til vanhæfrar persónu. Inni- hald þess er kámug ósk um vafa- sama „hreinsun" á kæruaðilum. Dragið þetta bréf til baka, kæra frú, ef þér viljið Lögreglukórnum yðar vel. Fyr mun hann aldrei syngja hreinan tón á almanna- færi. Og sækið mig þá heldur fyrir meiðyrði eftir vanalegum leiðum ef yður sýnist það vænlegt ráð. En gerið þó eitt fyrir mig áður- en þér skrifið nýja meiðyrðakæru. Flettið upp í orðabók Menning- arsjóðs á orðunum áburður, dylgj- ur, aðdrótt.un, ásökun og skoðið vel merkingu orðanna. Látið sér- fróðan textagreinanda fara yfir það með yður hvort eitthvert þess- ara orða gæti átt við um svo mikið sem eina setningu í greinunum tveim sem kært er útaf. Þetta segi ég einkum vegna setningarinnar: „í greinum þess- um báðum, einkum þó þeirri fyrri, kemur fram grófur áburður, dylgjur og ærumeiðandi aðdrótt- anir, í garð lögreglumanna." Þessi fullyrðing yðar í nafni lögregiu- sveitanna er dálítið raunaleg og mikið fljótræði. Lögreglan er nefnilega hvergi ásökuð í greinum mínum, a.m.k. ekki í þeirri fyrri. Þar er greint frá því heiðarlega og hikspurslaust að mér þyki al- menningsálit hér gagnvart lög- reglunni orðið háskalegt og krafist er hlutlausrar könnunar á því hvort slíkt almenningsálit gæti átt við rök að styðjast. Fyrst er semsé að ran- saka hvort það er söguburðurinn eða lögreglan sem er galin. Og sú ransókn þarf að vera hlutlaus. Niðurstaða slíkrar könnunar skæri úr um það hvort ásakanir mínar eiga við lögregluna eða söguburðinn. Nema lögreglan vilji strax játa á sig þessa sök — einsog raunar gert er með fyrnefndri setningu í bréfi yðar. í mínu bréfi (sem þér stefnið útaf) var alveg gjörsamlega vísvitandi sneitt hjá ærumeiðandi ásökunum. Þar er hvergi vitnað til hluta sem ég hef sjálfur séð til lögreglunnar, öllu slíku er viljandi slept vegna þess að þá hefði einmitt komið til meið- yrða. Gætum að því. Meiðyrðatal yðar byggist því á nokkuð veikum grunni. En að lokum þetta: Fyrir nokkru var hér á ferð vel þekktur bandarískur sérfræðingur í refsirétti. Hann mun hafa kynt sér stöðu sakborninga í fáeinum málum hér í dómskerfinu. Að loknum fyrirlestri sem þér hafið kanski hlustað á var hann spurður nánar útí þessi dæmi sem hann kynti sér hér. Þau voru, trúég, nokkuð ljót. Hann var spurður beint hvort hann áliti mögulegt að slík dæmi gerðust í nálægum lönd- um. Hann mun hafa svarað að bragði: — Ekki neinstaðar nær okkur en í Suður-Afríku! Þannig er staða sakbornings hérlendis. Vitaskuld er yður mætavel kunnugt um þetta og því eruð þér nú væntanlega að útvega mér þá stöðu með kæru yðar. Ný- lega skrifaði lögregjuvarðstjóri grein í DV og var þar með hótanir um það að taka af mér rithöfund- artitilinn og láta mig hafa annan titil í staðinn. Þetta gengur víst upp. Þessum lögregluvarðstjóra ætla ég að senda rithöfundartitil minn í bréfi. Það sparar honum aðgerðirnar og titilgreyið er mér sama um. Hitt er svo annað mál hvort þessum Sturlungufróða lögga tekst að hemja titilskömm- ina hjá sér. Greyið hefur einlægt skilað sér heim framað þessu. En sleppum því öllu. Máski tekst yður, frú Thorlaci- us, að bola mér inní þungbæra stöðu sakborningsins í þessu máli, og þá með einhverslags rangind- um. Vafalaust mætti þá lumbra á mér einhverjum til ærinnar gleði. En það „hreinsar" bara ekki lög- regluna. Þessvegna eruð þér vondur ráðgjafi lögreglunnar og valdið henni meiri skaða en nokkur ástæða sýnist til. Nema þarna sé jafnmikið að fela og almenningur núorðið gerir sér í hugarlund. Þá væri að sjálf- sögðu öllu til fórnandi útfrá sjón- armiði ykkar. Einhver skaut því að mér fyrir skemstu að plan ykkar mundi vera það að láta Þórð setjast á málið, jafnvel gleyma því. Skilja mig þannig eftir sem ákærðan glæpa- mann án þess að þurfa frekar við mig að glíma. Það væri svosem nógu góð ■ hugmynd. Sé nú þannig í pottinn búið megið þér eins búast við því að ég komi öðru hvoru og klappi upp þennan einsöng yðar með Lög- reglukórnum. Þó tónar séu óhreinir, þá sungið er. Með bestu kveðjum, Þorgeir Þorgeirsson Þorgeir Þorgeirsson er rithöíund- ur. Starfsnám, nýjung í starfi Verzlunarskólans Líkan hins nýja Verzlunarskólahúss að Ofanleiti 1, en í það flytzt skólinn á árinu 1986. VERZLUNARSKÓLI íslands hefur gefið út sérstakan bækling til kynn- ingar á starfsemi skólans. Þar er skýrt frá markmiðum skólans, deildir hans kynntar og rakin þróun náms í Verzlunarskólanum. Þá er sérstak- lega kynnt nýjung í starfsemi skólans, svokallað starfsnám, sem er endur- menntunarnámskeið, sem skólinn gengst fyrir og var fyrst bryddað á þessu á árinu 1982 með námskeiða- haldi í nokkrum viðskiptagreinum, vélritun og tölvufræðum. Síðan hefur þessi starfsemi aukizt og í næstu viku hefst innritun í námskeið í þessu starfsnámi. Starfsnám Verzlunarskóla ís- lands er sérhæft nám við hinar ýmsu starfgreinar atvinnulífsins, svo sem verzlunarstjórn, starfs- mannastjórn, fjármálastjórn, af- greiðslustörf, vélritun, bókhald, er- lend bréfaviðskipti, sölustörf, tölvu- notkun, svo að nokkuð sé nefnt. í bæklingnum, sem áður er getið, segir, að reynslan sýni að 4 til 60 kennslustunda námskeið séu mun vænlegri til árangurs en styttri námskeið. Kennara og nemanda gefst þá meira ráðrúm til að taka vandamálin föstum tökum og kenn- ari getur í ýmsum tilfellum gegnt hlutverki rekstrarráðgjafans ekki síður en leiðbeinandans. Námskeiðin, sem um er að ræða nú eru: Bókfærsla, 60 stundir, þar sem kennd verður almenn færslutækni í tvöföldu bókhaldi og uppgjör. Ensk verzlunarbréf, 40 stundir. Kennd verður uppsetning enskra bréfa, orðaforði aukinn, uppsetning telexskeyta og æfð símtöl. Rekstrarhagfræði, 40 stundir. Helztu grundvallarhugtök rekstr- arhagfræðinnar verða kynnt og far- ið yfir æfingar í rekstri verzlunar- fyrirtækja og gerð greiðsluáætlana. Farið verður í raunhæf dæmi við aðstoð tölvu. Lögfræði, verzlunarréttur, 40 stundir. Kynnt verða grundvallar- atriði íslenzks réttarkerfis, samn- ingar, kaup, félög í atvinnurekstri, fasteignakaup, og réttarreglur viðskiptalífsins. Stjórnun, 40 kennslustundir. Þetta námskeið er einkum ætlað þeim er fást við stjórnunarstörf, svo sem verzlunarstjórar, deildar- stjórar og fulltrúar í verzlunar- og þjónustufyrirtækjum. Á námskeið- inu verður farið í helztu grundvall- arhugtök stjórnunarfræðinnar og kynntar þær stjórnunaraðferðir, sem efstar eru á baugi. Einnig verð- ur kynnt auglýsingatækni, sem nefnist almenningstengsl. Vélritun, 60 stundir. Kennd er fingrasetning, uppsetning bréfa o.fl., hraðaæfing og notkun dikta- phons. Tölvuritvinnsla, 40 stundir. Kennd verður ritvinnsla á tölvur og notað ritvinnsluforritið Paperclip. Tölvufræði, 60 stundir. Kynning verður á tölvunotkun, tölvum og helztu hugtökum við tölvuvinnslu. Sölumennska, 40 stundir. Nám- skeiðið er einkum ætlað þeim er fást við sölustörf eða hyggjast tak- ast á við verkefni tengd sölustörf- um. Ræðumennskan, fundarstjórn, 40 stundir. Námskeiðið er einkum ætl- að þeim einstaklingum, sem hafa áhuga á eða verða starfs síns vegna að auka hæfni sína í mæltu máli. Loks er námskeið, sem ber heitið „í leit að atvinnu", og stendur það í eitt kvöld. Námskeiðið er sniðið fyrir þátttakendur í starfsnámi á vegum skólans, sem eru í atvinnu- leit eða munu leita sér að atvinnu í náinni framtíð. Á námskeiðinu verður þátttakendum gefin hug- mynd um hvaða atriði þarf að hafa í huga þegar sótt er um starf. Samkvæmt upplýsingum Helga Baldurssonar, kennara, sem er um- sjónarmaður starfsnáms Verzlun- arskólans, hefur verið reynt að stilla kostnaði í hóf við þetta nám- skeiðahald og er gert ráð fyrir að hver kennslustund kosti um 100 krónur. I því sambandi má geta þess að Fræðslusjóður Verzlunar- mannafélags Reykjvíkur greiðir helming námskostnaðar fyrir full- gilda félagsmenn, sem verða að sækja beiðni þar að lútandi á skrifstofu félagsins, áður en nám- skeiðin hefjast. Frá fjölbrautum Garðaskóla — Garðabæ Stundatöflur nemenda veröa afhentar í skólanum mánudaginn 9. janúar kl. 9.00. Kennsla hefst þriöju- daginn 10. janúar skv. stundatöflum. Kennarafundur 'eröur haldinn mánudaginn 9. janúar kl. 13.00. Vllar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu skólans sími 52193. Skólastjóri. Enska fyrir börn Beina aöferöin. Börnum er kennd enska á ENSKU. íslenzka er ekki töluö í tímum. LEIKIR — MYNDIR — BÆKUR. Skemmtilegt nám. MÍMIR, Brautarholti 4, Sími 10004 og 11109 (kl. 1—5 e.h.) Heba heldur vid heilsunni Nýtt námskeið að hefjast. Dag- og kvöldtímar tvisvar eða fjórum sinnum í viku. Megrunarkúrar - Nuddkúrar Leikíimi - Sauna - Ljós - Megrun Sól-bekkir- Nudd - Hvíld - Kafli - Jane Fonda leikfimi Innritun í síma 42360 - 40935 Heilsurœktin Heba Auðbrekku 14Kópavogl. rMFA------------------------------------------- Nám í erlendum verkalýðsskólum Genfarskólinn Árlegt námskeiö norræna verkalýösskólans í Genf veröur næsta sumar á tímabilinu 26. maí — 7. júlí. Þátttakendur eru frá Noröurlöndum. Skólinn starfar i tengslum viö þing Alþjóöavinnumálastofnunarinnar (ILO), sem haldið er á sama tíma. Nemendur dvelja fyrstu viku skólatímans í Svíþjóö, þá í Genf í Sviss og síöustu vikuna í Frakkiandi. MFA greiöir þátttökugjald og feröastyrk. MFA á rétt á tveimur námsplássum. Nauðsynlegt er aö þátttakendur hafi gott vald á dönsku, sænsku eöa norsku. Enskukunnátta er æskileg. Ætlast er til aö þátttakendur séu virkir félagsmenn í samtökum launafolks meö reynslu í félagsmálastörfum og hafi áhuga á norrænni og alþjóðlegri samvinnu. Manchesterskólinn Árlegt námskeiö Manchesterháskóla fyrir félagsmenn verka- lýössamtakanna á Noröurlöndum veröur haldiö 29. apríl — 20. júli nk. Námskeiöi Manchesterskólans er ætlaö aö kynna fó- lagsmönnum verkalýössamtakanna í Danmörku, Finnlandi, Noregi, íslandi og Svíþjóö, Preska verkalýöshreyfingu, breskt samfélag, félagsmál og stjórnmál, auk þess sem þátttakendum gefst kostur á enskunámi. Enskukunnátta er nauðsynleg. MFA á kost á einu til tveimur námsplássum. Umsóknum um skólavist á Gefnarskólann og Manchester- skólann ber aö skila til skrifstofu MFA, Grensásvegi 16, 108 Reykjavík, á þar til gerö eyöublöð, sem þar fást, fyrir 10. febrúar nk. Nánari upplýsingar um þessa skóla eru veittar á skrifstofu MFA, sími 84233. Menningar- og fræöslusamband alþýðu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.