Morgunblaðið - 07.01.1984, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 07.01.1984, Qupperneq 36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1984 36 Ast er ... að staga í endann á honum. TM Reg. U.S. Pat. Off -all rights reserved «1983 Los Angeles Tlmes Syndtcate Hæpið þykir mér að ekki skuli fást í öllu Frakklandi axlabönd. Með morgunkaffinu þennan mat svo slafrar hún hann í sig á 60 sekúndum. HÖGNI HREKKVÍSI „ RaMNSOK'M/\P5TOF/1N P4NN PÁuírip ICx/UCAStUFOR í TÚNFtSKlNUM. Þessir hringdu . . Eins Og í happdrætti E.Kj. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Mig langar til að gera fyrirspurn til Rafmagns- veitunnar vegna nýjustu reikn- inganna, sem þeir hafa sent okkur heim. Uppgjör á hitaveitu og rafmagni er með öðrum hætti en verið hefur sýnist mér og mér virðist þetta vera orðið meira eins og í happdrætti. í húsinu þar sem ég bý hefur notkunin breyst ákaflega mikið undanfar- ið, en undarlega mikill hluti af eyðslunni er á síðasta og hæsta verði. Hvernig er þessum út- reikningum háttað? Hvernig áætlar Rafveitan, hvað eyðslan er mikil á hverju verðtímabili, þegar aðeins er lesið af einu sinni á ári? Þakklát öllu þessu góða fólki R.Sv. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Mig langar til að koma á framfæri þakklæti til Landakotsspítala. Þannig er mál með vexti, að ég þurfti að leggj- ast þar inn á svokallaðri „akút- vakt“ og lenti á 2. hæð B. Og mér fannst ég verða að segja frá því, svo að eftir yrði tekið, hvað hjúkrunarfólkið þar og annað starsfólk er til mikillar fyrir- myndar og aðhlynning öll góð og hvaðeina. Læknisþjónustan á Landakoti er áreiðanlega með því besta sem fáanlegt er, en þeir sérfræðingar sem önnuðust mig voru Tómas Á. Jónasson, Halldór Steinsen og Ásgeir Jóns- son, hver öðrum betri. Sama var að segja um þjónustudeildir þar sem ég þurfti að koma á, t.d. röntgendeild og rannsóknastofu, alls staðar sömu elskulegheitin og umhyggjusemin. Nú er ég komin heim, heil heilsu, og ég er þakklát öllu þessu góða fólki. „Það gæti verið góð byrjun hjá okkur íslendingum að taka við björgunarstörfum Kandaríkjamannanna, en við gætum einnig auðveldlega, að mínu viti, tekið að okkur a.m.k. 90% af starfsemi NATO á Keflavíkurflugvelli, og mundi það skapa atvinnu fyrir fjölda manns, auk þess sem það gæfi gjaldeyri í aðra hönd.“ Sú þjónusta sem vid létum í té gæti heyrt undir land- helgisgæslu eða lögreglu HaUdór Asgrímsson sjávarútvegsráðherra: Eigum að yfirtaka björg- unarflug Varnarliðsins .■É,:_KK NTj eUi biartjgqn i glitp._l.gB. 0« brlu.JjLJivrlu^Mj^. ^ Kristján Þ. Benediktsson flug- maður skrifar: „Kæri Velvakandi. Mig langar til að vekja máls á efni sem mér er hugleikið, í von um að geta um leið vakið áhuga annarra á því. Hér ætti að vera um þjóðþrifamál að ræða, ekki síst hagsmunamál gjaldeyrissjóða okkar, sem mér skilst, að séu ekk- ert allt of gildir nú um stundir. Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra hreyfir gamalli hug- mynd í fréttaviðtali sem birtist í Morgunblaðinu 29. des. sl. og segit þeirrar skoðunar, að íslendingar geti yfirtekið ýmsa starfsþætti varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli, þ.m.t. starfsemi björgunar- deildarinnar þar. Ég er algerlega sammála ráð- herranum. Hann sýnir óumdeilan- lega, að nýtt blóð getur dugað vel á okkar virðulega Alþingi. Það gæti verið góð byrjun hjá okkur Islendingum að taka við björgun- arstörfum Bandaríkjamannanna, en við gætum einnig auðveldlega, að mínu viti, tekið að okkur a.m.k. 90% af starfsemi NATO á Kefla- víkurflugvelli, og mundi það skapa atvinnu fyrir fjölda manns, auk þess sem það gæfi gjaldeyri í aðra hönd. Við íslendingar eigum margt sérþjálfaðra manna á ýmsum sviðum, sem leita sér atvinnu út um allan heim. Nefni ég flugmenn og flugumferðarstjóra, sem ég þekki best til sjálfur. Þetta getur verið gott út af fyrir sig, en er það ekki sérkennileg staða, að við skulum þurfa að leita út fyrir landsteinana í þessu skyni á sama tíma og útlendingar eru að vinna sömu störf hér á landi? Við ís- lendingar erum í NATO, hvað sem hver segir, og því fæ ég ekki séð, hvers vegna við ættum ekki að geta sinnt þessum störfum, enda þótt hér á landi sé ekki herskylda (sem betur fer). Sú þjónusta sem við létum í té í þessu sambandi gæti t.d. heyrt undir landhelgisgæslu eða lög- reglu. Og ég þykist þess viss, að margur vildi fórna verkfallsrétti og hljóta í staðinn örugga atvinnu á sínu sérsviði hér á landi. Ég er sjálfur ópólitískur, en get þó varla ímyndað mér annað en að allir flokkar ættu að geta samein- ast um þetta mál, sérstaklega þeg- ar það er haft í huga, hvað þjóðar- búið gæti haft í tekjur af þessari starfsemi. Eins og á stendur fyrir okkur held ég að við höfum ekki efni á öðru en líta í hvert horn eftir gjaldeyristekjum. Við þykjumst fyrir löngu vera orðnir menn með mönnum, en því miður er minnimáttarkenndin enn við lýði á meðal okkar, og ekki síst á hinu virðulega Alþingi. Vegna þeirra sem vantrúaðir eru á getu okkar til þess að takast á við fyrr- nefnd verkefni, skal bent á tvö dæmi: a) Slökkviliðið á Keflavík- urflugvelli. Það gefur góðar tekjur og stendur sig með sóma. b) Flug- umferðarstjórn yfir N-Atlantshaf. Þykir hún einhver hin besta í heimi, ef ekki hin besta og gefur góðar gj aldeyristekj ur í aðra hönd. Þar að auki höfum við sýnt og sannað, bæði hér heima og erlend- is, að við eigum í mörgum greinum á að skipa mjög góðu sérþjálfuðu fólki og reynsluríku. Ég vona, að Halldór Ásgrímsson og stuðningsmenn hans, hverra flokka sem þeir kunna að vera, haldi þessu máli vakandi. Ég stend með þeim og er óhræddur að segja að sama sinnis séu flestir starfsbræður mínir og margir fleiri. Og vonandi verður árangur af þessum umræðum, en málið ekki látið daga uppi í masi eða nefndaþófi á okkar virðulega Al- þingi." GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Ég var aö lesa æviminningar Guðnýju. Rétt væri:... æviminningar Guðnýjar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.