Morgunblaðið - 07.01.1984, Page 40
Tölvupappír
llll FORMPRENT
Hverfisgolu 78. simar 25960 25566
HLEKKUR í HEIMSKEÐJU
LAUGARDAGUR 7. JANUAR 1984
VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR.
Þorsteinn Gfslason í samtali við Morgunblaðið:
Ég hef sagt
starfí mínu
lausu
stjóri
sem
Coldwater
for-
Fékk ekki þann stuðning, sem ég taldi mig þurfa
„NEFNDIN var skipuð sem svar við
mjög harðorðu kvörtunarbréfi frá
Long John Silver’s um að ég ræki of
harða verðstefnu. Mún tók að sér að
reyna að ná samkomulagi um auknar
sölur og tókst það,“ sagði l’orsteinn
tiíslason, forstjóri ( 'oldwater Seafood
Corporation, sclufyrirtækis SH í
Bandaríkjunum, er hann var inntur
eftir því, hvort hann vildi eitthvað
segja um það, að skipuð hefði verið
sérstök nefnd SH og Coldwater til að
semja við LJS um sölu á þorskflök-
um.
Lítur þú á þetta sem vantraust á
þig sem forstjóra Coldwater?
„Það kann að vera, að minnsta
kosti fékk ég ekki þann stuðning
gagnvart viðskiptavini okkar, sem
ég taldi mig þurfa."
Er verðlækkunin í þessum samn-
ingi staðfesting á því, að þú hafir
haft rangt fyrir þér, en SÍS rétt, er
Iceland Seafood lækkaði verðið á
fimm punda þorskflakapakkning-
um í haust um 10 sent, en Coldwat-
er ekki?
„Nei alls ekki. Nefndin fékk
samning við Long John Silver’s,
sem fullnægði mjög vel óskum
framleiðendanna. Fyrir 10 senta
lækkun SÍS síðastliðið haust fékkst
ekkert. Fyrir þessa verðlækkun
okkar núna fékkst mjög verðmæt
aukning á sölumagni og ég tel, að
SH sé mjög ánægt með þessa
niðurstöðu."
Verður þú áfram forstjóri
Coldwater?
„Nei, ég hef sagt upp starfi mínu
í dag, en ekki er enn ákveðið hve-
nær ég hætti. Það veltur á því
hversu fljótt tekst að setja nýjan
mann inn í starfið og það mun
verða ágæt samvinna milli mín og
stjórnar Coldwater um það,“ sagði
Þorsteinn Gíslason.
í fótspor
föður síns
Mbl./Kriðþjófur
Einar Vilhjálmsson fetaði í fótspor föður síns í gærdag en
þá var hann kjörinn íþróttamaður ársins 1983 af samtök-
um íþróttafréttaritara. Faðir Einars, Vilhjálmur Einars-
son, hlaut fyrstur þessa útnefningu árið 1956. En hann
hlaut þessa útnefningu fimm sinnum alls og hefur enginn
hlotið hana oftar. Einar hlaut 60 atkvæði af 60 möguleg-
um. Sjá nánar á íþróttasíðu.
Hundaeiganda sleppt úr haldi:
Mistök að konan var
sett í tugthúsið
MorgunhlaðiðHAX.
Halldóra Árnadóttir ásamt hundin-
um sínum, Perlu í gær eftir að hún
losnaði úr prísundinní.
„ÉG VAKÐ ákaflega hissa þegar
mér var tjáð að ég væri laus úr
prísundinni og auðvitað létti mér
mjög — að kerfið er að gefa eftir í
baráttunni við hundaeigendur og
því fagna ég,“ sagði Halldóra Árna-
dóttir í samtali við blm. Mbl. í gær.
Á miðvikudag var henni stungið í
svartholið til þess að afplána 8 daga
fangelsisdóm fyrir að halda hund í
Reykjavík. En aðeins tveimur sól-
arhringum síöar var henni sleppt.
„Það urðu þarna mistök," sagði
Baldur Möller, ráðuneytisstjóri
dómsmálaráðuneytisins í samtali
við blm. Mbl. í gær, aðspurður um
ástæður þess að Halldóra var
leyst úr haldi. „Það hefur legið
fyrir um alllangt skeið af hálfu
ráðuneytisins, að ekki skuli
ganga svo langt, að stinga hunda-
eigendum í svartholið fyrir að
halda hund. Embætti lögreglu-
stjóra var kunnugt um þetta, en
einhver mistök hafa átt sér stað
hjá duglegu starfsfólki þess emb-
ættis," sagði Baldur Möller.
Um vistina í tugthúsinu við
Skólavörðustíg sagði Halldóra:
„Það var heldur leiðinlegt og
bragðdauft á Skólavörðustígnum.
Ég var eina konan í vistinni og
auðvitað var bagalegt að geta
ekki farið ferða sinna," og enn-
fremur sagði hún. „Ég spurðist
fyrir um hvort ég þyrfti að af-
plána prísundina síðar, eða
greiða sektina, en Bjarki Elías-
son, sem staddur var á skrifstof-
unni og gaf mér frelsi, kvaðst
ekkert geta sagt til um það.“ Því
má bæta við að Baldur Möller
sagði í samtali við Mbl. að dregið
yrði frá sektarupphæðinni, sem
var 6.500 krónur, i réttu hlutfalli
við frelsissviptinguna en sem fyrr
sagði sat Halldóra inni í tvo daga
af átta.
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Coldwater:
Þorskflök seld til
Long John Silver’s
fyrir 1,1 milljarð kr.
Gildandi verð lækkað um 6% eða 10 sent
SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna og Coldwater Seafood Corporation
hafa samið við Bandaríska fyrirtækið Long John Silver’s um sölu á 25
milljónum punda, 11.320 lestum, af þorskflökum á næstu 15 mánuöum.
Söluverð þessa magns nemur um 40 milljónum dollara eða rúmlega 1,1
milljarði króna. Jafnframt var samið um kO senta lækkun á hvert enskt
pund, sem samsvarar tæplega 6% lækkun frá gildandi verði. Ekki hefur
enn verið samið um verðlækkun til annarra kaupenda. Með þessum
samningi er talið að Coldwater sjái Long John Silver’s fyrir tæplega % af
þorskflakaþörf fyrirtækisins.
I frétt frá SH segir meðal annars,
að undanfarna daga hafi farið fram
samningaviðræður milli fulltrúa
SH og Coldwater annars vegar og
fulltrúa Long John Silver’s annars
vegar. í íslenzku nefndinni áttu
sæti Jón Ingvarsson, varaformaður
stjórnar SH, Guðfinnur Einarsson,
stjórnarformaður Coldwater, Eyj-
ólfur ísfeld Eyjólfsson, forstjóri
SH, Þorsteinn Gíslason, forstjóri
Coldwater, Árni Finnbjörnsson,
framkvæmdastjóri SH og Óiafur
Gunnarsson, stjórnarmaður í SH og
framkvæmdastjóri SVN í Neskaup-
stað.
1 frétt SH segir ennfremur, að
þessum samningi fylgi þriðjungs
aukning á sölu 5 punda þorskflaka-
pakkninga til Long John Silver's
næstu 15 mánuði. Gert sé ráð fyrir
því að verðlækkunin leiði til auk-
innar sölu til þessa fyrirtækis,
einnig á næsta ári. 20 milljónir
punda verða afgreiddar á þessu ári
og 5 milljónir fyrstu þrjá mánuði
næsta árs. Sala Coldwater á 5
punda pakkningum til Long John
Silver’s á síðasta ári nam 15,5 millj-
ónum punda. Þess má geta, til sam-
anburðar, að verðmæti þessa samn-
ings er 40 milljónir dollara til 15
mánaða, en verðmæti nýgerðs við-
skiptasamnings við Sovétmenn er
32,4 til 12 mánaða.
Guðmundur H. Garðarsson hjá
SH segir í samtali við Morgunblað-
ið, að kringumstæður og það að ger-
ður hafi verið stór langtímasamn-
ingur hafi gert það að verkum að
verð var lækkað, þrátt fyrir ákveð-
inn vilja til að halda verðinu
óbreyttu. Hér væri um aukningu á
sölu frá síðasta ári að ræða og væri
þessi samningur með þeim stærri,
sem gerðir hefðu verið við einn að-
ila í fisksölum fslendinga. Þá sagði
Guðmundur aðspurður, að það
þyrfti ekki að vera, að með þessarr
verðlækkun væri verið að viður-
kenna að rétt hefði verið að lækka
verð í haust eins og Iceland Seafood
gerði, en Coldwater ekki. Stærð
samningsins og aðstæður breyttu
Sjá ennfremur viðtal
við Guðmund H. Garð-
arsson á miðopnu