Morgunblaðið - 11.01.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.01.1984, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1984 Hin banvæna nautn eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson Tvö algengustu nautnalyf Is- lendinga um aldir hafa verið áfengi og tóbak. Um áfengi var fjallað í fímm greinum (29. okt., 2. og 9. nóv. og 14. og 21. des.) og þrem pistlum í ritdeilu við Halldór Kristjánsson (H.Kr.) í Velvakanda (síðast. 14. des.). Um áfengismálin verður fjallað nánar í lokagreinum þessa flokks um heilsufar og lífshætti á íslandi. Verður þá m.a. rætt frekar um starfsemi Áfengisvarnaráðs. Um tóbak var fjallað í síðustu grein og þá fyrst og fremst um þá hættu sem það veldur. Er rétt að rifja í örfáum orðum upp í hverju þessi hætta er fólgin. Áhættan! Þriðji hver reykingamaður lætur lífíð fyrir nautn sína. Jafngildir það því að leika rússneska rúllettu með eigið líf með tveim skothylkj- um í sex hólfum. Það er óhugnanleg staðreynd að nú þegar lætur nærri að einn fslendingur láti lífíð úr lungna- krabbameini í hverri viku árið um kring, og fer sú tala hækkandi. Þar við bætast áhrif reykinga á aðra sjúkdóma. Lætur nærri að reykingar verði nú að minnsta kosti fjórum íslendingum að ald- urtila í viku hverri og fer sú tala hækkandi! Þetta samsvarar því — hvorki meira né minna en — að einn sjöundi til einn áttundi (12—15%) af dánartíðninni í heild eigi rætur að rekja til tóbaksreykinga íslend- inga! Ávinningurinn! En hvaö er það sem reykinga- maðurinn fær fyrir sinn snúð? Áhrif sem ýmist eru örvandi eða róandi en ávallt svo dauf að kall- ast má gott ef fímmta hver sígar- etta hefur marktæk áhrif. En hvers vegna heldur fólk þá áfram að reykja? Af þeirri ein- földu ástæðu (þótt ótrúlegt megi virðast) að tóbak er í hópi þeirra nautnalyfja sem eru hvað mest vanabindandi. Þorra þeirra sem neyta áfengis tekst að stilla neyslunni í hóf (hvað sem ofstækisfullir bind- indismenn segja), en innan við 5% reykingamanna tekst slíkt hið sama. Hjá meira en 95% allra reyk- ingamanna verður tóbaksnotkun stjórnlaus nautn. Dugir ekki að fá reglulegan skammt af eitrinu, heldur skulu þeir vera margir á dag árið um kring. Helsta vanabindandi efni í tóbaki er nikotín (eftir Jean Nic- ot). Heldur þol líkamans fyrir efnið áfram að aukast uns neysl- an er að jafnaði 15—25 sígarettur á dag. En nikotín er ekki eiginlegur vímugjafí, heldur hefur það ein- ungis væg áhrif á mið- og sjálf- virka taugakerfíð þar sem það lík- ir eftir áhrifum boðefna (tauga- boðbera). Það verður því að segjast eins og er að miðað við þá miklu hættu sem reykingamaðurinn leggur Iff sitt í verður eftirtekjan að teljast í lítilfjörlegasta lagi. Tóbaksvarnir Mannkynið hefur margsinnis sýnt og sannað að það breytir um Iffsstfl þegar ógnir steðja að. Þannig munu reykingar um síðir hljóta sömu örlög og önnur óholl- usta sem maðurinn ánetjast. Ástæðan er einfaldlega sú aö þegar öllura er orðið Ijóst hvaða hremmingar þeir geta átt í vænd- um þegar þeir byrja að reykja mun áhuginn smám saman hverfa úr sögunni. Þannig er grundvöllur allra tób- aksvarna sá að tryggja að ungt fólk fái svo rækilega fræðslu um áhrif reykinga að þorra þess takist að sneyða hjá þeim í tæka tíö. FÆDA OG HEILBRIGÐL Fræðsla í skólakerfínu er for- senda allra tóbaksvarna. Ætti ís- lensk kennarastétt að vera vel í stakk búin til að gegna því hlut- verki fái hún þjálfun til þess. En einnig þarf að taka tillit til hinna sem nú þegar sitja fastir í netinu. Fyrir þann hóp er nauð- synlegt að halda uppi markvissri og stöðugri fræðslu í fjölmiðlum. Því miður er fátt sem bendir til að þorri íslenskra fjölmiðla verði þeim vanda vaxinn. Þyrfti að bæta mjög menntun fjölmiðla- fólks áður en sá draumur rætist. Lokaorö Fyrir Alþingi íslendinga ligg- ur nú frumvarp til laga um tób- aksvarnir. Er nauðsynlegt að þetta frumvarp hljóti samþykki og starf Reykingavarnanefndar verði rækilega eflt. Megináherslan í tóbaksvörnum verður ávallt að vera á fræðslu, en ekki á opinberri forsjá, boðum eða bönnum eins og alltof algengt er á mörgum sviðum hér á landi. Helsti Þrándur í Götu slíkrar fræðslu er sá hve íslenskir fjöl- miðlar eru margir hverjir á „lágu plani“ og eiga augsýnilega erfítt með að sinna markvissu fræðslu- starfí. Það er nefnilega sorgarsaga að sá sem einblínir á íslenska fjöl- miðla gæti lifað hér í mannsaldra án þess að hafa hugmynd um að rangt mataræði, reykingar og ann- að rugl í lífsvenjum eru aðalorsak- ir ótímabærra dauðsfalla númer eitt og tvö og þrjú. Nýtt tímarit um íslenska málsögu Fræðsluráð Reykjavíkur samþykkir: Aðstaða afburða greindra barna verði bætt NÝLEGA kom út fyrsta bindi nýs alþjóðlegs tímarits í málvísindum, North-Western European Language Evolution: NOWELE, sem mun fjalla m.a. um íslenzkt mál og er gefíð út af Háskólaforlaginu í Oðinsvéum. Svo sem nafn tímaritsins ber með sér, verður það helgað sögu- legum málvísindum og mun birta greinar um íslenzka, færeyska, norska, sænska, danska, frísneska, hollenzka, þýzka, enska, gotneska og frumnorræna málsögu. Það mun einnig birta greinar um sögu nágrannatungnanna (slafneskra, baltneskra, keltneskra og róm- anskra mála, auk finnsku og ung- versku), enda varði þær málsögu- eftir Kristínu H. Sætran Sunnudaginn 8.1. var sýnd í sjónvarpinu ágætis kvikmynd um Dóná. Áður en hún hófst var sýnd- um þáttur úr „Húsið á sléttunni", á eftir kom „Stundin okkar". Þeim löndum, sem Dóná rennur gegnum, voru gerð góð skil, ekki síst sögu þeirra og þ.á m. hernað- arátökum. Til að lýsa þeim voru m.a. sýnd atriði úr leiknum stríðsmyndum og teikningar frá fyrri tíð. Síðan kvikmyndir teknar í fyrri heimsstyrjöldinni. Flest í þeim lýsingum var engan veginn við hæfi ungra barna. Hægt er að leg tengsl þessara tungna við norðvesturevrópsk mál, svo og greinar um almennar fræðikenn- ingar málsögunnar. Ritstjórar NOWELE eru Erik W. Hansen og Hans F. Nielsen, óðinsvéum, en í ritstjórn eru: Hreinn Benediktsson, Reykjavík; Eugenio Coseriu, Túbingen; Niels Danielsen, Óðinsvéum; M.L. Sam- uels, Glasgow; og Rudolf Schútz- eichel, Múnster. Ritstjórninni til aðstoðar er auk þess 20 manna ráðgjafarnefnd. NOWELE mun koma út í tveim- ur bindum á ári, samtals rúmlega 200 síður, og er áskriftarverð dkr. 160 — á ári. Áskrifendur snúi sér gera ráð fyrir að börn frá 2—3ja ára aldri horfi á sjónvarpið á þess- um tíma. Fáein stök dæmi: Sýnt var er sjóðandi olíu var hellt yfir mann er freistaði inngöngu í virki, leikið atriði. Á teikningum voru sýndar aftökur, annars vegar hengingar og hins vegar er stórum krók var stungið gegnum brjósthol manns og hann síðan látinn hanga þann- ig. í kvikmyndum, sem teknar voru í fyrri heimsstyrjöldinni, sáust: hermenn hlaupa um í sprengjuregni, hermenn er urðu fyrir skotum, hermenn sem lágu dánir í pollum á botnum skotgraf- anna. Einnig var sýnt úr gamalli fjöldagröf. til: Odense universitetsforlag, Pjentedamsgade 36, DK-5000 Odense C. Enginn fyrirvari var gefinn þeg- ar myndin var kynnt. Að hvers mati var þetta æskilegur sýn- ingartími? Þurfti að koma henni einhvers staðar fyrir? Var hún e.t.v. sérstaklega keypt til sýn- ingar milli kl. 5 og 6 á sunnudög- um? Eru ofangreind atriði talin hafa mikilvægt fræðslugildi fyrir börn? Eru þau talin stuðla að öruggu sálarlífi barna? Er það talinn lið- ur í að skapa friðsamara líf á jörð- inni að leggja ofbeldi, óhugnað og örvæntingu úr skotgröfunum á borð fyrir yngstu sjónvarpsáhorf- endurna? Ég tel það ekki. Ég mótmæli sýningartíma þessarar myndar. FRÆÐSLURÁÐ Reykjavík- urborgar hefur samþykkt að á vegum ráðsins og mennta- málaráðuneytisins skuli komið á fót starfsemi, sem hefur það að markmiði að bæta aðstöðu afburða greindra barna í grunnskól- um Reykjavíkur. Tillagan var samþykkt með 5 samhljóöa atkvæðum, en hjá sátu tveir fulltrúar í ráðinu, fulltrúar Alþýðubandalags og Kvenna- framboðs. Ég krefst þess fyrir hönd barna minna, að slík atriði eða álíka verði ekki framar sýnd á þessum tíma. Vonandi eru þetta mistök, sem stjórnendur sjónvarps sjá sóma sinn í að endurtaki sig ekki. Ennfremur mælist ég til að allir þeir, sem bera hag barna fyrir brjósti og/eða hafa hug á friði hér á jörðinni, láti í sér heyra ef þeir eru sama sinnis um útsendingar sjónvarps í þessu máli eða öðrum. Við berum sameiginlega ábyrgð, þögn er sama og samþykki. Kristín H. Sætran er innanhúss- arkitekt. I samþykkt fræðsluráðs segir, að stjórn starfseminnar skuli vera í höndum þriggja manna nefndar sem skipuð skuli til tveggja ára og til að annast daglega umsjón og framkvæmd starfsins skuli ráða starfsmann. Skulu verkefni hans vera m.a. að afla upplýsinga um afburða- greind börn og leita hagkvæmra leiða til að þau fái viðfangsefni við sitt hæfi. Skal starfsmaður- inn hafa sem nánast samband við foreldra viðkomandi nem- enda. Þá skal starfsmaðurinn enn- fremur stuðla að tilraunastarf- semi með námsgögn í samvinnu við grunnskóla borgarinnar, sem sérstaklega eru ætluð þeim nem- endum sem um ræðir. Níu manns farast í Sví- þjóð á helgi Lundi, 9. janúar, frá Pétri Péturssyni frétUritara Mbl. Níu manns létust af slysforum um síðustu helgi hér í Svfþjóð, bflslys urðu sjö að bana, einn fórst í elds- voða og einn í vinnuslysi. Snjómugga var á mörgum stöð- um og hálka á vegum og átti það sinn þátt í þessum bílslysum. Sænskir ökumenn eru vanir bestu vegum og góðri færð og eiga erfitt með að aðlaga umferðina breyti- legum aðstæðum í snjó og hálku, sérstaklega hér í suður Svíþjóð. Barnafólk/ friðarfólk og aðrir áhorfendur sjónvarps

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.