Morgunblaðið - 11.01.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.01.1984, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1984 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakið. Nú eru það sprengjuvélar Einn þáttur í umræðum um öryggi íslands er endurtekinn hvað eftir annað og hefur hin síðari ár borið að með svipuðum hætti. Fréttamenn ríkisfjölmiðla fá fregnir af bandarískum skýrslum, einkaaðila eða opinberra aðila, segja frá þeim í hljóðvarpi eða sjón- varpi, kalla fyrir sig íslenska embættismenn til að segja af eða á um efni skýrslanna og síðan taka alþýðubandalags- menn málið upp á alþingi, ef það situr, en annars í Þjóð- viljanum, og leggja kommún- istar þá málin jafnan þannig fyrir að ekkert sé að marka það sem íslensku embættis- mennirnir segja en hins veg- ar sé allt rétt sem frá Banda- ríkjamönnum kemur. 1980 var rætt um kjarnorkuvopn á Keflavíkurflugvelli á þessum forsendum, í nóvember 1983 var því kastað fram að setja ætti upp stýriflaugar á fs- landi og á föstudaginn var á það bent í Kastljósi sjón- varpsins, að í yfirheyrslu fyrir bandarískri þingnefnd hefði bandarískur flotafor- ingi meðal annars fært þau rök fyrir hlutdeild Banda- ríkjamanna í kostnaði við smíði olíugeymanna í Helgu- vík, að B-52-sprengjuþotur Bandaríkjamanna gætu feng- ið þaðan eldsneyti, en þessar þotur yrðu notaðar til kjarn- orkusprengjuárása. í tilefni af því sem fram kom í banda- rísku skjölunum sem frétta- maðurinn notaði í Kastljósi segir Þjóðviljinn auðvitað í gær að þau sýni „svart á hvítu að Island er orðið að mikilvægum lið í kjarnorku- vopnabúri Bandaríkjanna". I þeim þremur tilvikum sem hér hafa verið nefnd frá 1980,1983 og nú í síðustu viku hafa íslenskir stjórnmála- menn og embættismenn borið það afdráttarlaust til baka í fyrsta lagi að á íslandi séu kjarnorkuvopn, í öðru lagi að hér eigi að setja upp stýri- flaugar og í þriðja lagi að B-52-sprengjuvélar eigi að hafa afnot af Keflavíkur- flugvelli. Eins og áður sagði eru yfirlýsingar íslenskra að- ila hafðar að engu af þeim sem vilja gera varnarsam- starf íslands og Bandaríkj; anna sem tortryggilegast. í því efni eru alþýðubandalags- menn og áróðursmenn Sovét- stjórnarinnar, hvort heldur þeir eru í sendiráði hennar í Reykjavík eða ekki, óbrigðul- ir þandamenn. 1980 var sam- hljómurinn óhugnanlegur á milli þess sem þeir Svavar Gestsson og Ólafur R. Gríms- son sögðu á þingi og ritað var í sovésk blöð með dylgjum um að sovéska kjarnorkuárás á ísland væri unnt að réttlæta á grundvelli rangfærslna al- þýðubandalagsmanna. Út af stýriflaugunum hafa þeir Svavar Gestsson og forstjóri áróðursskrifstofu sovéska sendiráðsins í Reykjavík, APN-Novosti, fallist í faðma og eru sammála um að ekkert sé að marka það sem Geir Hallgrímsson, utanríkisráð- herra, segir um málið. Hið sama á áreiðanlega eftir að gerast vegna sprengivélanna. Þessar endurtekningar eru óhjákvæmileg fylgja varnar- samstarfs íslands og Banda- ríkjanna og þessi draugur verður seint kveðinn niður, ekki síst á meðan Banda- ríkjamenn eru manna ötul- astir við að vekja hann upp. Er furðulegt hve einkaaðilar og opinberir aðilar í Wash- ington eru iðnir við að gefa órökstuddar og beinlínis rangar upplýsingar um eðli varnarstöðvarinnar á Kefla- víkurflugvelli og annað er stöðina varðar. Það væri ótvírætt brot á varnarsamn- ingi íslands og Bandaríkj- anna ef hér væri komið fyrir vígbúnaði sem nota mætti til árása á Sovétríkin. Þetta ætti | flotaforingi, sem vitnar fyrir bandarískri þingnefnd um framkvæmdir í þágu varnar- liðsins, að vita. Enn eru stjórnvöld í NATO-ríkjunum austan hafs og vestan að kljást við þá drauga sem vaktir voru upp eftir að Ron- ald Reagan og menn hans settust í valdastóla í Wash- ington og hófu að gefa óvar- legar yfirlýsingar um „tak- markað kjarnorkustríð“ og „sigur í kjarnorkustríði", svo að tvö ámælisverð atriði séu nefnd. Bandarísk stjórnvöld verða að sjá til þess að embættis- menn á þeirra vegum þekki og skilji afstöðu Islendinga til grundvallaratriða í varn- arsamstarfinu. Fréttamenn ríkisfjölmiðla mega ekki hvað eftir annað falla í þá gryfju að gera úlfalda úr mýflugu þegar öryggi íslands ber á góma í bandarískum skjölum. Og alþýðubanda- lagsmenn ættu að sjá sóma sinn í því að hætta að gefa Sovétmönnum átyllu ti! að hóta íslensku þjóðinni með kjarnorkuárás. Stjóm hins íslenska biblíufélags á fundinum. Aftari röð frá vinstri: Þorkell Sigurbjörnsson, sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson, Ólafur Egilsson, sendiherra, Ástráður Sigursteindórsson, starfsmaður biblíufélagsins á Guð- brandsstofu, og Einar Gíslason, forstöðumaður Hvítasunnusafnaðarins. Fremri röð frá vinstri: Frú Þórhildur Olafsdóttir, cand. theol, ritari, sr. Jónas Gíslason, dósent, varaforseti biblíufélagsins, biskupinn yfir íslandi, herra Pétur Sigurgeirsson, forseti biblíufélagsins, frú Sólveig Ásgeirsdóttir, biskupsfrú og Hermann Þorsteins- son, framkvæmdastjóri biblíufélagsins. MorgunbUðiA/Ski|>ti Haiigrímsson 400 ár frá útgáfti Guðbrandsbiblíu FYRSTI fundur ársins í stjórn Hins íslenska biblíufé- lags var haldinn að heimili biskupshjónanna um síð- ustu helgi. Félagið er hið elsta starfandi á landinu, var stofnað 1815, en tilgangur félagsins er að vinna að útgáfu, útbreiðslu og notkun Heilagrar ritningar með- al landsmanna. Á fundinum var rætt um starfsemi félagsins á þessu ári, en nú eru 400 ár liðin síðan Guð- brandsbíblía var prentuð og gefin út á Hólum í Hjaltadal. Sem kunnugt er kom út ný útgáfa biblíunnar 1981, 10. útgáfa hennar á íslensku. Guðspjöllin og postulasagan voru í þeirri útgáfu endurþýdd úr frumtexta og fyrri þýðing annarra rita Nýja testa- mentisins endurskoðuð. Þar voru einnig nokkrar umbætur gerðar á þýðingu Gamla testamentisins. í 10. útgáfunni er einnig að finna kynningu á ritum biblíunnar, orðaskýringar og kort af söguslóðum biblíunnar. Á fundinum kom fram að biblían (10. útgáfan frá 1981) er bók mánaðarins hjá bókaklúbbi Al- menna bókafélagsins i janúar. Þess má geta að næsti fundur stjórnar Hins íslenska biblíufélags verður í Guðbrandsstofu í Hallgrímskirkju í næstu viku, þar sem biblíufélagið hefur aðsetur sitt, og verður þá frekar rætt um starfsemi ársins. Frá alþjóðaráðstefnunni um þróun flugþjónustu á N-AtlanLshafi. Höfum hugmynd um þróun flugþjónustu til aldamóta — segir flugmálastjóri um alþjóðlega ráðstefnu um efnið ALÞJÓÐLEGUR fundur um þróun flugþjónustu á Norður-Atlantshafi í framtíðinni var haldinn í Reykjavík á mánudag. „Það hefur kannski helst komið út úr þessum fundi, að við höfum fengið Ijósa mynd af ástandinu og nokkra hugmynd um hver þróun þessara mála verður fram til aldamóta," sagði Pétur Ein- arsson, flugmálastjóri, í samtali við blaðamann Mbl. um fundinn. „Hér heima hefur 'verið unnið talsvert undirbúningsstarf að mótun framtíðarstefnu í flugmál- um og m.a. reynt að spá um þróun mála fram til aldamóta," sagði Pétur. „Það hefur verið starfandi hér innanhússnefnd, sem ætlað var að Ijúka sínu starfi með fundi eða ráðstefnu. Það bar svo vel í veiði, að hér er þessa dagana að halda fund alþjóðleg nefnd, sem fjallar um flugþjónustu, svokölluð NATSPG-nefnd. í henni eiga sæti menn, sem eru í fremstu röð á þessu sviði hver í sínu heimalandi og við gripum tækifærið og héld- um þessa ráðstefnu í leiðinni um þróun flugþjónustu á Norður-Atl- antshafi í framtíðinni." Flugmálastjóri sagði að fram- sögumenn á ráðstefnunni hefðu verið frá Kanada, Bandaríkjunum, Bretlandi og íslandi. Islensku framsögumennirnir voru dr. Þor- geir Pálsson og Guðmundur Matt- híasson, framkvæmdastjóri flug- umferðarþjónustunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.