Morgunblaðið - 11.01.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.01.1984, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1984 Kosningarnar í Danmörku: Paul Schliiter forsætisráðherra og kona hans, Lisbeth, slappa af yfir morgunverðinum eftir að hafa greitt atkvæði. Meiri sáttíysi gætir í dönskum stjórnmálum Schliiter vill semja við jafnaðarmenn um fjárlagafrumvarpið Kaupmannahofn, 10. janúar. Frá Sveini Sigurð.ssvni, hlaðamanni Morgunhlaðsins. DANSKIR kjósendur hafa í dag sagt skoðun sína á því hverjum þeir treysta best til að fara með stjórn landsmála, og er það sameiginleg ósk allra, að næsta stjórn fái styrk til að sitja út kjör- tímabilið. Undir það síð- asta í kosningabaráttunni hefur hljóðið nokkuð verið að breytast í leiðtogum stærstu stjórnmálaflokk- anna og frammámönnum verkalýðssamtakanna og leggja þeir nú meiri áherslu á viðræður um lausn þeirra vandamála, sem blasa við dönsku samfélagi. „Hvernig sem kosningarnar fara er ég tilbúinn til að eiga viðræður við jafnaðarmenn um atvinnuleysið meðal ungs fólks," sagði Paul Schlúter, forsætisráðherra, í gær á síð- asta blaðamannafundi sínum fyrir kosningar. Er þessi yfir- lýsing hans talin fyrsta skref- ið í átt til samkomulags við jafnaðarmenn um fjárlaga- frumvarpið. Sagði Schiúter það ekki óhugsandi, að sam- komulag um aðgerðir í at- vinnuleysismálum unga fólks- ins næðist áður en fjárlögin koma til afgreiðslu á þingi. „Við verðum að leggja málið þannig fyrir jafnaðarmenn, að þeir sjái sig um hönd og and- staða þeirra við fjárlögin verði talin söguleg undantekning í framtíðinni," sagði Schlúter. Viðræður um atvinnuleysi ungs fólks var það skilyrði, sem jafnaðarmenn settu fyrir samþykkt fjárlaganna, en þá tók stjórnin þær ekki til greina. Nú virðist hún hins vegar tilbúin til að fallast á þær. Samkomulagið á milli al- þýðusambandsins danska og stjórnarinnar hefur hingað til ekki einkennst af mikilli sátt- fýsi, en í gær lýsti þó Knud Christiansen, formaður al- þýðusambandsins, því yfir, að nauðsynlegt væri að setjast að samningaborðinu um lausn launaþróunar á næsta ári. Þessi ummæli voru borin und- ir Henning Christopherssen, fjármálaráðherra, og vildi hann ekkert um þau segja að svo stöddu. Stjórnin stefnir að ströngu aðhaldi í launamálum og vill að launahækkanir í landinu verði helmingi minni á þessu nýbyrjaða ári en í fyrra, eða um 2%. Radikale venstre, sem stjórnin hefur og mun líklegast þurfa að styðj- ast við, vill hins vegar að launahækkanirnar verði eng- ar, og telur kaupmættinum best borgið með því. Yuri Orlov fái frelsi Áskorun 200 þingmanna á Norðurlöndum UM 200 þingmenn frá SvíþjóA, Nor- egi, Danmörku og íslandi hafa skor að á Vuri Andropov, forseta Sovét- ríkjanna og leiðtoga sovézka komm- únistaflokksins, að láta eðlisfræð- inginn Yuri Orlov lausan. Orlov var einn af forystumönnum þeirra sam- taka, sem stofnuð voru til þess að fylgjast með því, að Helsingforssátt- málinn um mannréttindi yrði hald- inn. Hann var handtekinn 10. febrú- ar 1977 og árið þar á eftir var hann dæmdur í sjö ára nauðungarvinnu og fimm ára útlegð fyrir andsovézk- an áróður. Orlov, sem er 59 ára að aldri, hefur dvalizt mestan hluta þessa tíma í vinnubúðunum í Perm. Hann er orðinn mjög heilsutæpur og samkvæmt upplýsingum Amn- esty International þjáist hann m.a. af of lágum blóðþrýstingi og sennilega af berklum, þar sem hann spýtir blóði. Hann fær ekki að sjá ættingja né vini og kona hans hefur ekki fengið að heim- sækja hann síðan 1979. í áskorun sinni til sovézka for- setans minna norrænu þingmenn- irnir — en af þeim eru 63 frá Sví- þjóð, 66 frá Noregi, 52 frá Dan- mörku og 16 frá íslandi — á „versnandi heilsu Orlovs" og á það, að nú eru liðin 7 ár frá því að hann var settur í fangelsi. Bera þeir þá eindregnu áskorun fram, að Orlov verði nú leyft að halda heim aftur til fjölskyldu sinnar og vísindastarfa. Islenzku þingmenn- irnir, sem að áskoruninni standa, eru úr Alþýðuflokknum og Al- þýðubandalaginu. Wa.vhiinrt.in, 10. janúar Al’. RONALD Reagan Bandaríkja- forseli hefur ákveðið að taka upp fullt stjórnmálasamband við Páfagarð, en slíkt var eitt sinn talið óhugsandi í Bandaríkjun- um sökum andstöðu mótmæl- enda. Var frá þessu skýrt í Washington í dag og þar tekið fram, að gert væri ráð fyrir opinberri tilkynningu forsetans um þetta efni síðar um kvöldið. Yuri Orlov Reagan hyggst skipa Willi- am R. Wilson fyrsta sendi- herra Bandaríkjanna í Páfa- garði, en talið er, að Jóhannes Páll páfi II muni tilnefna Pio Laghi, núverandi sendifulltrúa Páfagarðs í Washington sem sendiherra þar. Wilson er frá Kaliforníu og hefur verið samherji Reagans um langt skeið. Hann var skipaður persónulegur fulltrúi Olíuverð verði áfram hið sama Abu Dhabi, 10. jan. AP. Arturo Grisanti, sem tekur við embætti olíumálaráðherra Venezú- ela í næsta mánuði, sagði í dag að hann væri sammála starfsbróður sínum í Saudí-Arabíu, Yamani fursta, að verð á hráolíu skyldi haldast óbreytt, en það er nú 29 dollarar hver tunna. Grisanti átti fund með Yamani í dag, og sagði að honum loknum að þeir væru báðir þeirrar skoð- unar að styrkja þyrfti samheldni olíuframleiðsluríkjanna í OPEC. Reagans í Páfagarði, skömmu eftir að forsetinn tók við emb- ætti 1981. Afstaða Bandaríkjastjórnar er sú, að fullt stjórnmálasam- band verði ekki til þess að skipa Páfagarði sérstakan sess og muni því ekki fela í sér brot á þeirri stjórnskipunarreglu Bandaríkjanna, að kirkja og ríki skuli vera aðskilin. Taka upp stjórnmála- samband við Páfagarð Veður víða um heim Akureyri Amsterdam Aþena Barcelona Berlín BrUssel Buenos Aires Chicago Oublm Frankfurt Genf Helsinki Hong Kong Jerúsalem Jóhannesarborg Kairó Kaupmannahöfn Lissabon London Los Angeles Malaga Mallorca Miami Montreal Moskva New York Reykjavík Róm San Francisco Seuul Stokkhólmur Sydney Tókýó Vancouver Varsjá Þórshöfn +3 alskýjað 6 skýjaö 13 skýjaö 8 heiöakírt 0 heiöskírt 6 rigning 28 skýjaö +4 skýjaö 8 skýjeö 4 snjókoma 3 skýjaö -10 heiöskírt 19 heiöekirt 11 skýjaö 23 heiöskírt 20 skýjaö 0 heiðskírt 12 heiöskírt 11 skýjsö 20 heiöskírt 10 lóttskýjsð 10 lóttskýjað 25 skýjaö +13 heiöekírt +3 snjókoma 2 heióskfrt +5 haglél 11 skýjaó 9 skýjaö 30 heiöskírt +5 heiöskírt 27 heióskirt 11 heiöskirt 8 rigning 2 skýjaó 8 skýjaó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.