Morgunblaðið - 11.01.1984, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 11.01.1984, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1984 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Vörubifreiða- viðgerðir Óskum eftir aö ráöa bifvélvirkja eöa vélvirkja á verkstæöi okkar. Góð vinnuaðstaða. Uppl. á verkstæðinu eöa í sima 20720. Scania umboðið, ísarn hf., Skógarhiið 10, (Reykjanesbraut 10). Fóstrur Hér meö er auglýst eftir umsóknum um hálft starf fóstru viö leikskóla á Akranesi. Starfiö er laust frá 1. febrúar nk. Skriflegar umsókn- ir, er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf, sendist undirrituöum, sem veitir nánari uppl. um starfið, fyrir 21. janúar nk. Umsóknareyðublöð má fá á Bæjarskrifstof- unni. Félagsmálastjóri, Kirkjubraut 28, Akranesi, s. 93-1211. Rafeindavirki Hljómbær óskar aö ráöa rafeindavirkja nú þegar. Hann þarf aö vera tilbúinn til að starfa úti á landi. Upplýsingar eru ekki gefnar í síma heldur aöeins á skrifstofunni, Hverfisgötu 103. Sölumaður á fasteignasölu Fasteignasala í Reykjavík óskar eftir aö ráöa sölumann til þess aö verðmeta, skoöa og selja fasteignir. Leitaö er eftir starfsmanni: — sem hefur áhuga á sölumennsku, — sem unniö getur sjálfstætt og á gott með aö umgangast fólk, — sem hefur bifreið til umráða, — sem er reiðubúinn aö leggja á sig mikla vinnu, — engin kauptrygging en prósenta greidd af brúttósölu, — engin sérstök menntunarskilyröi, — sem getur hafiö vinnu fljótlega, — sem hugsar sér framtíöarstarf. Góöar tekjur fyrir duglegan mann. Jafnframt möguleiki fyrir væntanlegan sölumann aö auka tekjur sínar verulega meö því aö taka áhættu af rekstrinum. Umsóknir sendist augld. Mbl. merkt: „Röskur — 1727“. Kjötiðnaðarmaður og aðstoðarfólk óskast til starfa í kjötvinnslu, heilan og hálfan daginn. Upplýsingar í síma 78820. Laus staða Staöa fulltrúa á Skattstofu Suöurlandsum- dæmis, Hellu, er laus til umsóknar. Æskilegt er aö umsækjendur hafi lokið prófi í lögfræöi eöa viöskiptafræði. Umsækjendur meö hald- góöa bókhaldsþekkingu koma einnig til greina. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist skattstjóra Suöurlandsumdæmis, Hellu, fyrir 10. febrúar nk. Fjármálaráðuneytið, 6. janúar 1984. Hjúkrunarfræðingar Staöa hjúkrunarfræöings viö heilsugæslu- stööina á Hellu er laus til umsóknar. Staöan veröur veitt frá og meö 1. apríl 1984. Umksóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf við hjúkrun, sendist heilbrigöis- og tryggingamálaráðuneytinu fyrir 1. mars 1984. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 6. janúar 1984. REYKJALUNDUR Vinnuheimilið að Reykjalundi. Hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða vantar til starfa aö Reykjalundi. Um er aö ræöa fullt starf eöa hlutastarf. Uppl. veitir hjúkrunarforstjóri í síma 66200. Vinnuheimilið að Reykjalundi. Kona óskast til aðstoðar við heimilisstörf, 6—8 tíma á dag 5 daga vikunnar. Góö vinnuaðstaða. Aðeins róleg og reglusöm eldri kona kemur til greina. Meö umsóknir og ráðningu verður farið sem einkamál. Umsóknir með sem flestum upplýsingum óskast sendar á afgreiöslu blaösins fyrir 15. þ.m. merkt: „Góö kona — 1728“. Pappírsiðnaður Leitaö er eftir röskum og reglusömum starfskrafti viö pappírsiönaö. Umsóknir meö sem fyllstum uppl., t.d um fyrri störf og vinnustaði, aldur og annað sem máli skiptir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 22. janúar næstkomandi. Umsóknir merkist: „Pappírsiðnaður — 520“. Apótek Óskum eftir aö ráöa stúlku til afgreiðslustarfa allan daginn. Skriflegar umsóknir til Mbl. merkt: „Apótek - 532.,, Ungur maður meö stúdentspróf frá Verslunarskóla íslands, og 1 ár í viðskiptafræði Háskólans, óskar eftir vinnu strax. Ýmislegt kemur til greina. Uppl. í síma 35967 milli kl. 19—22. Atvinna óskast Ung kona 28 ára óskar eftir vinnu á barna- heimili. Hefur starfsreynslu. Barnagæsla í heimahúsi kæmi líka til greina. Uppl. í síma 35967 kl. 19—22. Verkstæðisvinna Fyrirtæki í trésmíðaiönaöi óskar eftir aö ráöa laghentan starfskraft vanan trésmíöavélum. Áhugasamir leggi nöfn sín ásamt uppl. um fyrri störf inn á augl.deild Mbl. fyrir 14. janúar nk. merkt: „V — 0915“. Auglýsing Utgáfufyrirtæki óskar að ráöa starfskraft til auglýsinga- og áskriftasölu, hálfan eöa allan daginn. Reynsla æskileg. Þeir sem áhuga hafa, sendi upplýsingar sem jafnframt tilgreini fyrri störf til augl.deildar Mbl. merkt: „Tímarit — 65“. — Fóstrur — JL Starfsfólk Viljum ráöa eftirtalda starfsmenn aö nýjum leikskóla viö Smárabarö í Hafnarfirði sem áformaö er aö opna í febrúar: 1. Fóstrur í hálfar og heilar stööur, 2. Annað starfsfólk til starfa á deildum. 3. Ræstingafólk. Umsóknarfrestur er til 19. janúar nk. Athygli er vakin á rétti öryrkja til starfa sbr. 16. gr. laga nr. 27/1970. Upplýsingar um störfin veitir dagvistarfulltrúi í síma 53444. Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði. Byggingastjóri Traust verktakafyrirtæki óskar eftir því að ráöa byggingastjóra. Viö leitum eftir manni, sem hefur víötæka reynslu aö meiriháttar byggingaframkvæmdum. Æskileg menntun er meistararéttindi í iön- grein og/eöa byggingatæknifræöi. Viökom- andi þarf aö geta hafiö störf fljótlega. Meö umsóknir veröur fariö sem trúnaöarmál. Umsóknum meö uppl. um menntun og fyrri störf sé skilað á aulg.deild Mbl. fyrir 13. janú- ar merkt: „Byggingastjóri — 0916“. Enoch Powell um morð Mountbattens: Grunar CIA að hafa átt aðild l.undúnum. 9. janúar. Al*. BRESKA dagblaðið The Guardi- an greindi frá því á forsíðu sinni í gær, að ýmsir teldu ástæðu til að ætla að morðið á Mountbatten jarli hefði verið skipulagt og fram- kvæmt af bandarísku leyniþjón- ustunni CIA. I frétt blaðsins segir, að Mountbatten hafi haft óbeit á vígbúnaðarkapphlaupinu og getið þess opinberlega er færi gáfust. Þá hafi hann lengi haft áhyggjur af andstöðu í Banda- ríkjunum við því að afvopnun- arviðræður við Sovétríkin héldu áfram. Blaðið hefur það eftir Enoch Powell, fyrrum ráðherra, að það væri nóg af grunsamleg- heitum í málinu til þess að réttlæta rannsókn, ekki síst vegna þess að vitað væri að CIA hefði áhrif bæði í Norður- írlandi og írska lýðveldinu. Þá væri það skoðun sín að Banda- ríkin vildu fátt meira, en að írsku ríkin sameinuðust til þess að hægt væri að þvinga NATO upp á sameinað írland og gera landið þannig að herstöð Vest- urlanda. Ekki eru allir á þessari skoð- un og raunar er lítið vitað um fylgi við kenningar Powells, sem viðraðar eru í Observer og frétt blaðsins byggir á. Má þar geta Merlyn Rees, fyrrum Verkamannaflokksleiðtoga í Norður-írlandi. Hann segir í Observer, að CIA hljóti að hafa árar fyrir borði í báðum írsku ríkjunum, hins vegar liggi ekk- ert fyrir sem tengt gæti CIA við morðið á Mountbatten.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.