Morgunblaðið - 11.01.1984, Side 30

Morgunblaðið - 11.01.1984, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1984 lega alltof skynsamur og víösýnn maður til að trúa á einhverjar allsherjarlausnir á vandamálum manniegrar sambúðar, alveg eins og hann vissi að það eru ekki kenningar og formúlur sem ráða éndanlega úrslitum um það hvað er góð list og vond. Þessari afstöðu var hann trúr alla tíð, jafnvel þótt hún hefði í för með sér einangrun sem ekki getur alitaf hafa verið léttbær. Honum var of ljós hættan á því að verða samdauna ýmiss konar lágkúruskap, hann var of oft búinn að sjá menningarum- ræðuna enda í tilfinningakenndu þrasi andstæðra fylkinga: illyrm- ishætti og skætingi um andstæð- ingana, einskisverðu hóli um já- bræður og drykkjufélaga. Mér var t.d. fullkunnugt um það hve sárt honum sveið að menningarverð- launum eins og Silfurhesti og Silf- urlampa skyldi fórnað á blótstalla heiftrækni, hroka og særðrar hé- gómagirndar, en um gildi slíkra verðlauna, væru þau vel veitt, ef- aðist hann ekki. Andspænis þessu ástandi ákvað hann að standa einn, fulltrúi einskis annars en sjálf síns, og í krafti þeirrar af- stöðu reis hann hærra en aðrir. f seinni tíð var ólafur tekinn að minnka við sig regluleg bók- menntaskrif; birti heldur færri greinar og lagði þá sýnilega í þær mikla vinnu. Hann skrifaði hins vegar leiklistargagnrýni sem fyrr og verður þó að segjast eins og er að margur leikhúsmaðurinn kunni honum ekki alltof mikla þökk fyrir. Æði oft virtist mér slík óánægja, sem ég vissi aldrei studda rökum eða setta fram á málefnalegan hátt, stafa af því einu að Ölafur var nógu djúp- skyggn listþekkjari til að sjá í gegnum alls kyns hismi sem aðrir gleyptu við. Það bar við að hneykslast væri á því að hann, bókmenntamaðurinn, skyldi leyfa sér að skrifa um leiklist, en ekki heyrði ég slíkar aðfinnslur frá öðrum en þeim þjónum listarinnar sem sjá yfirleitt ekki út fyrir sitt litla verksvið. Ólafi var fullkom- lega ljóst að leiksviðið er í eðli sínu ekkert annað en tæki til að flytja skáldskap og að allar til- raunir til að skilja í sundur leik- ræna sköpun og bókmenntalega hljóta að leiða á villigötur. Til allrar hamingju hélt hann sínu striki þó að kenningar um annað Kveðjuorð: Fæddur 12. október 1904. Dáinn l.janúar 1984. Þar sem fyrrum sveitungi minn og nágranni, Stefán í Skyggni, er nú nýlátinn, get ég ekki látið hjá líða að minnast þessa heiðurs- manns með nokkrum orðum. Stefán Guðmundsson, eins og hann hét fullu nafni, fæddist hinn 12. október 1904 að Álftamýri í Arnarfirði, og var hann því 79 ára að aldri er hann lést. Ekki kann undirritaður að rekja ættir Stef- áns né segja frá uppvexti hans, að öðru leyti en því að á barnsaldri flyst hann í Húnaþing. Þar á Stef- án svo heima fram yfir unglingsár en þegar þeim er vart lokið verða kaflaskipti í lífi hans, og hefst nú togarasaga Stefáns Guðmunds- sonar. Því hefur verið haldið fram af mönnum sem til þekktu, að ekki hafi aðrir en dugnaðar- og hraust- leikamenn enst sem togara- sjómenn á fyrri hluta þessarar aldar. Hlýtur það að lýsa atorku Stefáns betur en mörg orð, að á togurum Tryggva Ófeigssonar var hann samfellt ekki aðeins í nokkur ár heldur áratugi, fyrst sem al- mennur háseti en síðar bræðslu- maður. í lok seinni heimsstyrjaldarinn- ar kynnist Stefán konu austan úr Hrunamannahreppi, Kristínu dóttur Steindórs bónda í Ási, og ganga þau í hjónaband. Árið 1947 reisa þau svo nýbýlið Skyggni út kæmust í tísku og stóð þannig gegn því að þær næðu að festa hér rætur. Ég hygg að styrkur hans sem leiklistargagnrýnanda hafi umfram allt legið í hæfni hans til að greina hugsun leiksýningar, átta sig á innri rökfestu hennar, og er skiljanlegt að allir hafi ekki kunnað að meta það. Hitt veit ég líka að ágætir leikhúsmenn gerðu sér ljóst hvílíkt hald væri í dóm- greind hans og mátu framlag hans mikils. Annars voru áhugasvið Ólafs mörg og fjarri því að einskorðast við bókmenntir og leiklist í þrengstu merkingu. Hann skildi betur en flestir að menning þjóðar er ekki tilviljanakenndur sam- setningur óskyldra sérsviða, held- ur lífræn heild þar sem allt er hvað öðru tengt í hrörnun og vexti. Þessa skilnings sá stað í öllu starfi hans sem gagnrýnanda og fræðimanns. Hann gerði sér far um að fylgjast með á sem flestum sviðum menningarlífsins og sérstaklega er mér skylt að minn- ast hér ræktarsemi hans við leik- iist útvarpsins, sem hann sinnti betur en aðrir og skrifaði um flest ný íslensk leikverk á þeim vett- vangi. Þekking hans á íslenskri menningarsögu var mikil og risti djúpt og hann hefði ugglaust skil- að merkum rannsóknum á ýmsum þáttum hennar hefði honum enst aldur. Hugleiknust alls hygg ég þó honum hafi verið sú spurning hvaða hlutverki bókmenntir gegna í lífi þjóðar, hvaða hlutverki þær hafa gegnt á liðnum tímum og gætu gegnt í framtíðinni. Þegar talið barst að þeim efnum kom best í ljós hve ótrúlega víðlesinn hann var og hugurinn frjór. Sá sem leggur það fyrir sig að gagnrýna verk annarra má jafnan sæta því að vera sjálfur dæmdur. Vill þá nokkuð oft brenna við að það sé ekki gert af þeirri sann- girni sem sjálfsagt er talið að gagnrýnandinn sýni í verki. Um þetta tjáir ekki að fást og víst að enginn verður gagnrýnandi hefji hann sig ekki algjörlega yfir allt slíkt. Ólafur sagði eitt sinn við mig að hann væri löngu hættur að láta upphlaup og aðsúg á sig fá og grunar mig þó að skrápurinn hafi í raun ekki verið svo þykkur sem hann lét. Hann var að eðlisfari dulur á tilfinningar sínar og eins úr jörðinni Ási og hefja þar bú- rekstur. Eignuðust þau hjón fjög- ur börn, sem nú eru öll uppkomin; Guðrúnu, Steindór, Jónínu og Guðmund, sem nú er tekinn við búi í Skyggni. Þrátt fyrir að Stefán væri flutt- ur austur í sveitir hélt hann um árabil áfram að stunda sjóinn yfir vetrarmánuðina og mæddu bú- störfin þá á dugnaðarforkinum Kristínu, konu hans. Eftir að hann hætti svo loks sjómennsku fór hann á vetrum að vinna í fiski í verstöðvum suður með sjó svo lengi sem honum entist heilsa til og sennilega lengur. Og raunar var þetta ekki eina aukvinna Stef- áns fyrir utan búskapinn, öðru nær. Hvaða Árnesingur man t.d. ekki eftir kempunni í sláturhúsinu á haustin? Stefán í Skyggni var manna hressastur hvar sem hann var að hitta. Lá honum hátt rómur eins og sjómanni sæmir, og var hann alls ófeiminn við að láta skoðanir sínar í ljós. Hins vegar var hann maður friðarins og forðaðist ill- deilur eins og við nágrannar hans þekktum best. Um gáfnafar Stefáns efaðist enginn, sem þekkti hann af eigin reynslu og var ekki með fyrirfram ákveðnar skoðanir á erfiðisvinnu- mönnum. Skal þessu til árettingar sögð hér ein þjóðkunn saga og vonast undirritaður til þess að hann fari rétt með. Stefán í og títt er um mjög viðkvæma menn átti hann til að brynja sig með hrjúfri framkomu og kald- hæðni. Mér var strax við fyrstu kynni ljóst að þetta væri yfirborð eitt og að undir því leyndist miklu hlýrri lund en margur renndi grun í. Mannkostir hans voru miklir og að sjálfum mér sneri aldrei annað en trygglyndi, drengskapur og góðvild. í einkalífi sínu hygg ég að ólaf- ur hafi á margan hátt verið gæfu- maður. Þegar við kynntumst hafði hann búið með Sigrúnu um nokk- urt skeið og var auðfundið að mik- ið ástríki var milli þeirra hjóna. Frá fyrra hjónabandi átti Ólafur tvo syni, Jón og Halldór, og duld- ist ekki að óvenju náin vinátta var með þeim feðgum. Þau Sigrún eignuðust eina dóttur, Valgerði, sem nú er sex ára gömul. Henni sýndi Ólafur mikla ástúð og um- hyggju, enda var hún afar elsk að föður sínum. Raunar var eftirtak- anlegt hversu barngóður ólafur var, en fátt sýnir betur innræti manna en það hvernig þeir eru við börn. Við Ólafur ræddum sjaldan trú- mál, en þó þykist ég hafa farið allnærri um skoðanir hans á þeim. Mun hann hafa verið heldur van- trúaður á tilvist æðri forsjónar og viljað líta svo á að einstaklingur- inn ætti við sjálfan sig um það hvernig honum farnaðist í lífi og dauða. Ekki veit ég hvort honum er orðið að þeirri trú nú, en kýs að trúa því að raunin hafi orðið önn- ur. Því vil ég nú þegar leiðir skilur biðja Guð að blessa minningu míns mæta vinar og styrkja Sig- rúnu og börn hans í þeirri miklu sorg sem á þau er lögð. Jón V'iðar Jónsson Ólafur Jónsson er ekki lengur á meðal vor. Það eru hörð tíðindi, óblíð örlög. En eftir lifir minning- in um ógleymanlegan mann og vin, stórbrotna persónu sem setti svip á samtíð sína og umhverfi. ólafur Jónsson fæddist 15. júlí 1936 í Reykjavík og var því ekki nema 47 ára gamall þegar hann lést 2. janúar sl. Hann var sonur hjónanna Ásgerðar Guðmunds- dóttur frá Lundum í Stafholts- tungum og Jóns skrifstofustjóra Guðmundssonar prests í Gufudal Guðmundssonar. Ólafur lauk stúdentsprófi 1956, stundaði Skyggni er í vegavinnu við að moka úr hlössunum. Hefur hann lagt sig í vegkantinn ásamt félaga sínum á meðan þeir bíða eftir næsta bíl, enda heitt í veðri. Koma þá stórlaxar að sunnan akandi eft- ir veginum og nema staðar hjá þeim félögum. Rekur einn þeirra höfuðið út um bilgluggann og læt- ur þau orð falla að heitt sé hjá letingjunum í dag. Rís Stefán þá upp, strýkur sér um ennið og segir af bragði: „Mér er bara heitt líka.“ Með það sama héldu þeir kumpán- arnir í bílnum áfram ferð sinni án þess að hafa frekari orðaskipti við vegavinnukarlana. Með Stefáni Guðmundssyni í Skyggni er genginn hjá einn af þeim mönnum, sem með ósérhlífni sinni lögðu grunninn að því vel- ferðarríki sem við nú byggjum. Vil ég að lokum senda hans nánustu mínar samúðarkveðjur á þessari skilnaðarstund. S.S. háskólanám í Stokkhólmi 1957—62 og starfaði síðan sem blaðamaður og ritstjóri í Reykja- vík til æviloka, auk þess sem hann var um skeið kennari við Háskóla fslands. Hann var tvíkvæntur og lætur eftir sig þrjú börn. Æviferilsskrá, rakin á þennan stuttaralega hátt, segir ekki mikið um Ólaf Jónsson. Hún segir ekkert um fjölþætta hæfileika hans og leiftrandi gáfur, ekkert um mannkosti hans, ekkert um verk hans og athafnir eða áhrif hans á aðra. Og hún segir heldur ekkert um bresti hans og veikleika. í rauninni segir hún minna en ekki neitt. Ólafur Jónsson var bókmennta- maður. Hann lifði og hrærðist í bókmenntum allt sitt líf. Þegar ég kynntist honum fyrst, fyrir rétt- um 30 árum, var hann orðinn óvenju fjöllesinn í innlendum og erlendum bókmenntum, bæði samtímabókmenntum og bók- menntum fyrri tíma. Hann skap- aði einnig bókmenntir sjálfur, orti ljóð og skrifaði sögur, sem hann hlaut viðurkenningu fyrir. Hann þótti óvenju efnilegur á því sviði miðað við aldur. Að loknu stúd- entsprófi starfaði hann fyrst við blaðamennsku og tókst jafnframt á hendur ritstjórn bókmennta- og menningartímarits, Dagfara, sem út kom um skeið. í háskóla voru bókmenntir og bókmenntasaga að- alnámsgreinar hans, og eftir heimkomuna tók hann að skrifa um bækur í blöð og tímarit. Ævistarf Ólafs var unnið í þágu bókmenntanna. Þegar Ólafur kom heim frá námi fyrir röskum tuttugu árum voru skrif íslenskra blaða um bækur næsta tilviljunarkennd. Dagblöðin höfðu yfirleitt ekki fastráðna menn til að skrifa um bækur, heldur birtu einkum þá ritdóma sem þeim bárust, en þeir voru oft skrifaðir sem vinargreiði við höfund eða útgefanda. Um skipulega úttekt á bókum og bóka- útgáfu var naumast að ræða. Al- þýðublaðið, sem þó óð ekki í fjár- munum þá frekar en endranær, vildi breyta þessu árið 1963, þegar það fástréð Ólaf til að sjá um bókmennta- og leiklistarskrif blaðsins. Hann varð þá eini blaða- maður landsins, sem fastráðinn var til slíkra skrifa; öll önnur blöð létu sér nægja lausamenn. Það má því með réttu segja að Ólafur hafi verið fyrsti — og lengst af eini — atvinnugagnrýnandi landsins. Ólafur hafði mikinn metnað fyrir hönd gagnrýnenda. Honum var það kappsmál að þeir sem skrifuðu að staðaldri um bækur í blöðin hefðu með sér samband, litu á sig sem stétt. Hann beitti sér fyrir því að stofnað var til sameiginlegra verðlauna blaðanna fyrir bókmenntir, silfurhestsins, sem veitt voru um skeið, en hurfu úr sögunni í framhaldi þess að sambærilegum verðlaunum fyrir leiklist, silfurlampanum, var kom- ið fyrir kattarnef. En starfsmetn- aður Ólafs var þó ekki fyrst og fremst bundinn við ytra borðið, heldur risti dýpra. Hann taldi gagnrýnendur hafa miklu hlut- verki að gegna, og hann vildi að verk væru metin eftir verðleikum sínum einvörðungu, ekki eftir því hvað höfundurinn hét eða hverrar ættar eða skoðunar hann var. Mælikvarðinn var þjálfaður og fágaður smekkur hans sjálfs, grundvallaður á víðtækri þekk- ingu og nánu samneyti við bækur um langt árabil. Mörgum þótti ólafur dómharð- ur og sumir kveinkuðu sér undan skrifum hans. En niðurstöður hans voru ávallt grundaðar og rökstuddar. Umfram allt voru þær þó ávallt heiðarlegar; þær byggð- ust á hans eigin dómgreind og mati á bókmenntalegum verðleik- um, og í baksviðinu var sú eftir- sókn eftir fullkomnun — ágæti — sem var svo ríkur þáttur í eðli hans (og sennileg skýring þess að hann hætti að birta eigin skáld- verk eftir að hann náði fullorðins- aldri). Bókmenntaskrif Ólafs eru fram- lag hans til íslenskrar menning- arsögu, mikilvægur þáttur i sögu blaðamennsku og raunar í bók- menntasögunni líka. Um það framlag munu fræðimenn án efa fjalla síðar. Á þessari stundu er mér þó annað ofar í huga: félags- skapur og vinátta um þrjátíu ára skeið. Um þau mál skal þó ekki fjölyrt að sinni; til þess er söknuð- urinn of sár, strengurinn of nýlega brostinn. Ég og fjölskylda mín vottum eftirlifandi ástvinum Ólafs Jóns- sonar dýpstu samúð við fráfall hans. Kristján Bersi Ólafsson Það má telja til gæfu að komast á miðjan aldur án þess að skörð séu rofin í vinahópinn. En 2. janú- ar síðastliðinn reið fyrsta höggið, er við fréttum lát Ólafs Jónssonar. Ólaf hef ég þekkt nánast allt mitt líf, eða síðan við byrjuðum saman í barnaskóla. Góðir vinir urðum við þó ekki fyrr en í Stokkhólmi 1960, þegar ég kom þangað um hávetur og allt var þar grátt og ömurlegt. Ég vissi af ðlafi í borginni og hafði samband við hann. Fram að þessu höfðum við aðallega talazt við í hálfkær- ingi og áttum ekki sama kunn- ingjahóp í menntaskólanum. En þarna ræddum við í fyrsta sinn saman af alvöru meðan Ólafur sýndi mér bæði menningar- og skemmtistaði Stokkhólms. Síðan hefur mér alltaf þótt vænt um Ólaf Jónsson. Ekki dró heldur úr vináttunni, að við Hrafnkell, vinur Ólafs, tókum saman nokkru síðar. Við hittumst þó alltof sjaldan öll þessi ár. Samt var alltaf glatt á hjalla þegar við sáumst, hvort sem það var af tilviljun eða fyrirfram ákveðið. En síðustu daga hefur mér oft verið hugsað til vísunnar í Hávamálum: Veiztu, ef þú vin átt, þanns þú vel trúir, ok vill þú af hánum gótt geta, gedi skaltu við þann blanda ok gjöfum skipta, fara at finna oft. Hvers vegna lendum við nú- tímafólk í þessari streitu og þessu annríki, sem gerir að verkum, að við þykjumst ekki hafa tíma til neins? Óft hefur staðið til að ná í Ólaf og Sigrúnu við tækifæri. Kannski um næstu helgi eða þar næstu, en alltaf hefur það farizt fyrir. Núna, þegar allt er um sein- an, sjáum við, að fyrst og fremst ber manni að gefa sér tíma til þess að rækja vini sína. Annað skiptir ekki máli. Þessi fáu orð eru fremur gerð af vilja en mætti, en ég gat ómögu- lega hugsað mér að láta Ólaf fara án þess að kveðja hann og þakka samfylgdina. Sigrún mín, við getum fátt sagt þér til huggunar í augnablikinu, en þú veizt hvar okkur er að hitta, þegar frá líður og mesta sorgin sefast. Við skulum læra af reynsl- unni og finnast oft. Kristín Bjarnadóttir Ólafur Jónsson var fæddur 15. júlí 1936 í Reykjavík. Foreldrar hans voru þau Jón Guðmundsson skrifstofustjóri Guðmundssonar prests í Gufudal og kona hans Ás- gerður Guðmundsdóttir. Ólafur stundaði nám í bókmenntum við Stokkhólmsháskóla og lauk þaðan fil.kand. prófi árið 1962. Hann starfaði sem blaðamaður við dagblöð í Reykjavík, var ritstjóri Skírnis og kennari í bókmenntum við Háskóla íslands. Fyrri kona hans var Vilborg Sigurðardóttir og eignuðust þau tvo syni, Jón og Halldór, sem báðir eru nemendur við Menntaskólann í Hamrahlíð. Síðari kona Ólafs var Sigrún Steingrímsdóttir og eignuðust þau dóttur, Valgerði, sem er á 7. árL Sá sem þetta ritar kynntist Ólafi fyrst að marki, er við tókum báðir þátt í starfi Norræna sumarháskólans upp úr 1970. Hann hafði þá fengið áhuga á rannsóknum á lestrarvenjum Is- lendinga og safnaði um sig hópi manna, sem einnig höfðu áhuga á rannsóknum og umræðu um það efni. Niðurstöður voru birtar í blöðum og tímaritinu Skírni á næstu árum og síðast í bók Ólafs: Bækur og lesendur — Um lestr- arvenjur, sem birtist í ritröðinni Studia Islandica árið 1982. Er það Stefán Guðmunds- son frá Skyggni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.