Morgunblaðið - 11.01.1984, Page 19

Morgunblaðið - 11.01.1984, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1984 í kosningabaráttunni hafa orðið miklar deilur um kaup- máttinn, en þrátt fyrir allt greinir Alþýðusambandið og Vinnuveitendasambandið ekki svo mikið á um hann. Þau eru sammála um að kaupmáttur launa hafi haldist óbreyttur ef skattarnir eru undanskildir, en eru hins vegar ekki á einu máli um skattbyrðina. Skattprósentan hækkaði á síð- asta ári, en vinnuveitendur segja, að á móti komi hærri skattfrádráttur þannig að kaupmáttur hafi í raun staðið í stað. Á þetta vill Alþýðu- sambandið ekki fallast og heldur því fram að í raun hafi kaupmátturinn minnkað um 3,5%. Reagan og Ziyang við móttökuathöfnina við Hvíta húsið í gærmorgun. Fundur Reagan og Ziyang: Samskiptin að fær- ast til betri vegar Washington, 10. janúar. AP. ZHAO Ziyang, forsætisráðherra Kína, sagði við Ronald Reagan, Bandaríkjaforseta, í viðræðum þeirra í dag, að þótt vinsamleg samskipti ríkjanna tveggja væru öll að færast til betri vegar á ný hefði samt verið eitt og annað, sem varpað hefði rýrð á sam- starfið og enn væru ýmis Ijón í veginum. Reagan tók að nokkru leyti undir þessi ummæli Ziyang, en benti jafnframt á, að þrátt fyrir ýmiss konar ágreining Sovétmenn vilja ræða útrým- ingu efnavopna Moskvu, 10. jan. AP. SOVÉTRÍKIN og fylgiríki þeirra í Varsjárbandalaginu hafa gert aðildarríkjum At- lantshafsbandalagsins tilboð um viðræður í því skyni að útrýma efnavopnum í Evrópu, að því er TASS-fréttastofan greindi frá í dag. ismál og mannréttindi á að hefjast í Stokkhólmi. færi ekki á milli mála, að báð- ar þjóðirnar væru í meginat- riðum sammála í afstöðu sinni til mikilvægra mála. Sérstak- lega sagði Reagan viðleitni þjóðanna til að koma á friði á jörð og baráttuna gegn út- þenslustefnu og íhlutun keim- líka. „Þrátt fyrir allt verður það að viðurkennast að samskipti Bandaríkjanna og Kína hafa ekki þróast á þann veg, sem þeim hefur verið ætlað," sagði Reagan á sameiginlegum fréttamannafundi leiðtog- anna. „Ágreiningsefni hafa eðlilega risið og þrátt fyrir einlægan samstarfsvilja eru ýmis mál, sem enn á eftir að íeysa." Dóttir Bhuttos látin laus úr stofufangelsi Þótt horfurnar séu ekki slæmar um samkomulag um ýmis dönsk þjóðmál almennt eru utanríkismálin hér alveg undanskilin, þ.e.a.s. hvað varðar afstöðu flokkanna til eldflaugaáætlunar NATO. Eins og kunnugt er greiddu jafnaðarmenn og radikale venstre atkvæði gegn stjórn- inni og mátti Uffe Elleman- Jensen nauðugur viljugur ger- ast talsmaður annarra skoð- ana en sinna eigin í þessu máli. Á fundi, þar sem þeir áttust við, Uffe Elleman-Jensen og Sven Auken, fyrrum ráðherra í stjórn jafnaðarmanna, sagði sá fyrrnefndi, að hann vonað- ist til þess að stjórnin næði meirihluta á þingi með Fram- faraflokknum í varnarmálum og að þannig mætti „létta" af jafnaðarmönnum þeirri „byrði" að vera stöðugt að minnka virðingu Dana á al- þjóðavettvangi. Og einnig létta þeirri skömm af jafnað- armönnum, sem tvískinnung- ur þeirra væri í þessu máli. Olíuframleiðsla Norðmanna eykst Stafangri, 10. janúar. AP. Olíu- og gasframleiðsla Noró- manna á síðasta ári nam meira en 55 milljónum tonna af olíu, sem er nýtt met að því er stjórnendur olíufram- leiðslunnar greindu frá í dag. Verðmæti þessarar framleiðslu nam 79 milljörðum norskra króna. Undanfarin þrjú ár hefur olíu- og gasframleiðsla Norðmanna verið tæplega 50 milljónir tonna að meðaltali. I tilboðinu er gert ráð fyrir því að viðræðurnar fari fram á þessu ári, en ekki er nákvæm- lega tilgreint hverjir skuli eiga aðild að þeim. Athygli vekur að tilboðið kemur fram nokkrum dögum áður en ráðstefnan um örygg- Islamahad og Genf, 10. jan. AP. BENAZIR Bhutto, 30 ára gömul dóttir Zulfikars Ali Bhutto, fyrrver- andi forsætisráðherra Pakistan, kom í dag til Genfar í Sviss eftir að hafa verið látin laus úr stofufangelsi í Islamabad í morgun. Benazir hefur verið í varðhaldi sl. tvö ár. Búist er við því að hún haldi þegar í stað til Parísar þar sem móðir hennar hefur verið í með- ferð vegna krabbameins í eitt ár. Sjálf þarf Benazir að leita lækn- ismeðferðar vegna heyrnardeyfu og lömunar í andliti. Mjög kom á óvart að Benazir skyldi látin laus, og ekki síður að hún skyldi fara úr landi, því hún lýsti því yfir þegar móðir hennar fór utan að hún ætlaði aldrei að fara frá Pakistan. Loftslag mun hlýna miklu hraðar en áður var talið — segir bandarískur eðlisfræðingur Spáir afgerandi breytingum strax á næsta áratug Woods Hole, Massachusetta, 10. jan. AP. Nýjar rannsóknir sýna, að lofts- lag á jörðinni á eftir að hlýna miklu hraöar en áður var talið og að flóð, hitabylgjur og staðvindar af völdum „gróðurhúsaáhrifa“ geti skollið yfir í kringum árið 2000. Skýrði bandarískur eðlisfræðingur að nafni Wiliiam J. Jenkins frá þessu í gær og kvaðst hann byggja niðurstöður sínar á tveggja ára rannsóknum á aðstæðum í Norð- ur-Atlantshafi. Jenkins starfar við haffræðistofnunina í Woods Hole í Massachusetts. „Þetta ætti vissulega að vera okkur áhyggjuefni," sagði Jenk- ins. „Við eigum eftir að sjá af- gerandi breytingar á næsta ára- tug, sem snerta munu okkur öll.“ Jenkins taldi rannsóknir sínar varpa stoðum undir kenninguna um „gróðurhúsaáhrifin“, en samkvæmt henni er að vænta hlýrra lofslags á jörðinni sökum vaxandi koltvísýrings í and- rúmsloftinu, sem hleypir hitan- um frá sólu í gegn, en sleppir honum ekki út aftur. Jenkins sagði niðurstöður sín- ar miklu ískyggilegri en niður- stöðurnar í samskonar skýrslu, sem birt var í Bandaríkjunum í október sl., en þar var því haldið fram, að háskalegrar þróunar væri fyrst að vænta um árið 2040. Kvaðst Jenkins vera þeirr- ar skoðunar, að afleiðingar þess, að heimskautaísinn tæki að bráðna, myndu verða öllum augljósar innan 10 ára. Sagðist hann byggja niðurstöður sínar á því, að saltmagnið í sjónum á Norður-Atlantshafi færi ört minnkandi, sem myndi binda miklu minni koltvísýring en áð- ur, og því hlyti koltvísýringurinn í andrúmsloftinu að fara ört vaxandi. Teflt í Vilinius Luzern, Sviss, 10. janúar. AP. ÁKVEÐIÐ hefur verið endan- lega, að úrslitaeinvígi áskorenda- keppninnar um heimsmeistara- titilinn í skák fari fram í borginni Vilinius í Litháen og hefjist þann 9. mars nk. Það verða stórmeist- ararnir Gary Kasparov og Vasily Smyslov, sem etja kappi saman. Sigurvegarinn í einvígi þeirra mætir Anatoly Karpov í keppni um heimsmeistaratitilinn í skák síðar á árinu. Kasparov er talinn mun sigurstranglegri í einvíginu en Smyslov. Nýtt vitni í Aquino-morðinu? Manila, Filippseyjum, 10. janúar. AP. TALSMAÐUR öryggisgæslu for- setahallarinnar í Manila skýrði frá því í dag, að söngkona, sem var á meðal farþega í þotunni er flutti Benigno Aquino, leiðtoga stjórnarandstöðunnar á Filipps- eyjum, heim frá Bandaríkjunum, gæti hugsanlega borið kennsl á banamann Aquinos. Um leið neit- aði talsmaðurinn því, að söngkon- unni hefði til þessa verið meinað að ræða við fréttamenn. Alvarlegt lestarslys Oviedo, Spáni, 10. janúar. AP. GÍFURLEGA harður árekstur varð í gær á milli tveggja járn- brautarlesta skammt frá borg- inni Oviedo. Þrír létu lífið og a.m.k. 80 manns slösuðust. Einn þeirra er lést var vélstjóri ann- arrar lestarinnar, en hinir tveir voru úr hópi farþega. Árekstur- inn varð við jarðgöng, skammt frá borginni, og átti sér stað um leið og lestarnar voru að skipta -n spor. Níu sprengjur á einni nóttu Ajaccio, Korsíku, 10. janúar. AP. EINN maður lét lífið og annar slasaðist alvarlega í einni níu sprenginga, sem urðu í Ajaccio og víðar á suðurhluta eyjarinnar Korsíku í gærkvöld og í nótt. Að sögn lögreglu voru voru mennirn- ir, sá er lést og hinn sem særðist, að koma einni sprengjanna fyrir er hún sprakk í höndum þeirra. Miklar skemmdir urðu af völdum sumra sprenginganna, t.d. eyði- lögðust sjö einbýlishús i Porto Vecchio. Mótmælandi nærður nauðugur Moskvu, 10. janúar. AP. HAFIST var handa í morgun við að gefa konu af gyðingaættum, sem verið hefur í mótmælasvelti, næringu i æð. Konan, Nadya Fradkova, 37 ára gömul, hefur fastað frá því á Þorláksmessu. Hún hefur í 6 ár barist fyrir því að fá að flytja til fsrael. Til þess að leggja áherslu á kröfur sínar svelti hún sig í 43 daga sl. vor, en var að endingu flutt á sjúkrahús, þar sem henni var gefin næring í æð eins og nú. Sprengiefni á járnbrautarlest llcndaye, Frakklandi, 10. janúar. AP. BÖGGULL, sem reyndist inni- halda 7 kíló af sprengiefnum fannst fyrir tilviljun í járnbraut- arlest, þar sem hún stansaði á brautarstöðinni í spænska landa- mærabænum Irun i morgun. Það var hreingerningarstarfsmaður, sem fann pakkann og gerði lög- reglu þegar í stað viðvart. Ekki reyndist þó veruleg ástæða til að óttast því enginn kveikibúnaður var tengdur við sprengiefnið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.