Morgunblaðið - 11.01.1984, Síða 17

Morgunblaðið - 11.01.1984, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. JANÚAR 1984 17 Við jólatréð frá Skara á Þorláksmessu. Egilsstaðir: Friðsæl jólahelgi Egilsstöðum, 27. desember. JÓLAHELGIN leið hér venju sam- kvæmt í friði og spekt. Klukkan 18 á aðfangadag var aftansöngur í kirkjunni og náttsöngur kl. 23. Á jóladag var síðan hátíðarmessa klukkan 14. Á Þorláksmessu gekkst Kvennahreyfingin á Héraði fyrir friðargöngu frá Lagarfljótsbrú að Egilsstaðakirkju þar sem sóknarpresturinn, sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson, flutti ávarp. Margmenni var í göngunni þrátt fyrir 15 stiga frost. Að lokinni friðargöngu var kveikt á jólatré er vinabær Eg- ilsstaða í Svíþjóð, Skara, sendi Egilsstaðabúum. formaður Norræna félagsins á Egilsstöð- um afhenti tréð, en oddviti, Sveinn Þórarinsson, tók við trénu fyrir hönd heimamanna. Kór Egilsstaðakirkju söng og jólasveinar brugðu á leik. Á aðfangadag voru jólasveinar á kreiki um þorpið. Við eftir- grennslan reyndust þar vera á ferð jólasveinar tengdir JC-Hér- að, en sá félagsskapur hefur undanfarin ár útvegað jóla- sveina til að færa góðum börnum pakka á aðfangadag. í gærkvöldi var dansleikur í Valaskjálf þar sem hljómsveitirnar Aþena og Dúkkulísurnar léku fyrir dansi. I dag verður svo jólatrésfagnaður í Valaskjálf fyrir yngstu kyn- slóðina. Veður var gott fyrir jólin þótt frosthörkur væru og allt þar til í gær, er hvessti og rigndi. — Ólmfur Jólasveinar frá JC-Hérað gengu í hús á aðfangadag. Kennaraháskólinn: Tölvur og tilheyrandi út- búnaður að gjöf frá IBM IBM-FYRIRTÆKIÐ á íslandi hef- ur fært Kennaraháskóla íslands að gjöf 5 tölvur af gerðinni IBM Personal Computer, ásamt ýmsum tilheyrandi vél- og hugbúnaði. Verðmæti gjafarinnar er 1.300 þúsund krónur. Forstjóri fyrirtækisins, Gunnar M. Hansson, kom í heimsókn í Kennaraháskólann um áramótin og afhenti rektor skólans formlega bréf þar sem frá þessu er greint. í gjafabréf- inu segi'r m.a.: „Tölvurnar verði notaðar til þeirra kennslu- og þróunarverkefna sem Kennara- háskólinn telur réttast og hag- kvæmast á hverjum tíma.“ í bréfinu er ennfremur tekið fram að gjöfin sé afhent skilyrðis- og kvaðalaust af hálfu IBM. Gjöf þessi er fyrsta verulega skrefið til tölvuvæðingar KHÍ en rektor gat þess að mennta- málaráðuneytið hefði lýst yfir fullum stuðningi við áframhald- andi uppbyggingu og þróun á þessu sviði. I bréfi frá ráðuneyt- inu, dags. 30.12. sl., segir: „Eðli sínu samkvæmt hlýtur Kenn- araháskólinn að gegna lykil- hlutverki í því að efla almenna grunnmenntun í tölvulæsi og tölvunotkun. Hefur ráðuneytið eins og yður er kunnugt þegar ákveðið að verja nokkru fé til byrjunarframkvæmda á þessu sviði." Rektor þakkaði að lokum fyrir hönd Kennaraháskólans gefend- um hina rausnarlegu gjöf, sem hann kvað koma á heppilegum tíma. Gjöfin mundi tvímæla- laust gjörbreyta möguleikum Kennaraháskólans til að veita kennaraefnum og starfandi kennurum í landinu fræðslu um notkun tölva í skólastarfi og skapa bætta aðstöðu til að sinna öðrum verkefnum, sem Kenn« araháskólanum og stofnunum á hans vegum er skylt að rækja samkvæmt lögum og reglugerð. Kvaðst rektor mundi gera það sem í sínu valdi stæði til að von- ir gefenda um öfluga starfsemi skólans á næstu árum til að gegna sem best hlutverki sínu að þessu leyti mættu rætast. flr fréUatilkynningu. plisirumtipl [m^>il> Góóan daginn! — TÖLVUVÆÐING ÁN TÖLVU ? Góöur tölvubúnaður er dýr fjárfesting og valiö milli tegunda er vandasamt. Erfiðleikar fjölmargra fyrirtækja og félagasam- taka eru einmitt fólgnir í vali og nýtingu tölva í sína þágu. Er hægt aö forðast fjárfestingaslys á þessu sviði, en njóta þó öruggrar tölvuþjónustu á hagkvæman hátt? TÖLVUMIÐSTÖÐIN Á SVARIÐ •Tölvumiðstöðin býðst til að annast allt bókhald og veita margs konar tölvuþjón- ustu til fyrirtækja og félagasamtaka. •Tölvumiðstöðin býður hraða og sveigjan- lega þjónustu. •Tölvumiðstöðin býr að sérfræðiþekkingu og afburða tæknibúnaði. •Tölvumiðstöðin finnur það kerfi sem best hentar hverjum viðskiptavini. •Tölvumiðstöðin sparar fjárfestingu í vél- og hugbúnaði, en veitir ódýra og örugga þjónustu sem byggir á 10 ára reynslu. HRINGIÐ STRAX! Ólafur Tryggvason mun veita allar nánari UPPLÝSINGAR ( SÍMA 85933 Tölvumiðstöðin hf Höfóabakki9 Simi 85933 s ¥ 2 Q ¥ D <

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.