Morgunblaðið - 25.01.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1984
7
Massívir sólbekkir úr límtré,
furu eða beiki, fara mjög vel með
viðarklœðningum og viðarhús
gögnum.
28
Beiki
Stæröir: 20 cm breiðir 242 - 302 - 362
25 cm breiðir 242 - 302 - 362
30 cm breiðir 242 - 302 - 362
27 mm þykkir
Fura
Stærðir: 20 cm breiðir 238 - 298
25 cm breiöir 238 - 298
30 cm breiöir 238 - 298
30 mm þykkir
Sérbreiddir og abrar stærðir aftöppum, einnig litað eða
ólakkað fáanlegt með stuttum fyrirvara.
HARÐVIÐARVAL l-F
Skemmuvegi 40 KOPAVOGI s;74111
BILABORG HF.
Smiöshöfða 23 sími 812 99
aju
TRKIIOLT \J<>S\WlAl lí) I NOKFX.I
Káre Willoch forsætisráðherra:
Njósnirnar valdið
okkur gífttrlegu tjóni
Sendiherra Noregs hjá SÞ: ^
„Hann var nánast eins
of faeddur í starfið“
innan Verkamannaflokksips:
í lykilstöðu í ung-
liðahreyfingunni
því aö leiU m«tti á þeim stöðum,
þar sem Ulið var hugsanlegt að
Treholt leyndi mikilv*gum skjöl-
um eða öðrum gögnum, aem
tengdust njósnum hans.
Þögnin í Þjóðviljanum lætur hátt í eyrum
Mál Arne Treholt, háttsetts starfsmanns norska utanríkisráðu-
neytisins, sem játað hefur á sig njósnir og erindrekstur fyrir
Sovétríkin innan norska stjórnkerfisins, var frétt númer eitt í
flestum fjölmiðlum Vesturlanda í gær. Frá þessu var þó ein
undantekning: Þjóðviljinn. Þar var hvergi á málið minnzt í gær.
Sú þögn lét hátt í eyrum.
Aktivnyye
Meropriyatiya
í NATO-fréttum, sem
nýlega komu út, er grein
eftir Lawrence S. Eagle-
burger, aðstoðarutanríkis-
ráðherra í Bandaríkjunum,
sem fjallar um „virkar að-
gerðir" Sovétríkjanna
(Aktivnyye Meropriyatiya)
á Vesturlöndum. I>ar er átt
við hvers kyns áróðurs-
starfsemi, sem rekin er til
hliðar við beinar njósnir,
svo sem að koma á fót fé-
lögum sem starfa undir
folsku flaggi, rangfrétta-
miðlun til fjölmiðla og út-
sendara i áhrifastöðum í
ríkjum Atlantshafsbanda-
lagsins. Hér er um mjög
víðtæka starfsemi að ræða,
sem lýtur deild A í fyrstu
aðalstjórnstöð KGB. Stan-
islav Levchenki, fyrrum
majór í KGB, sem síðar
flúði til Vesturlanda,
stjórnaði „virkum aðgerð-
um“ í Japan. Hann veitti
síðan ómetanlegar upplýs-
ingar um, hvern veg þessi
starfsemi er byggð upp, en
hún viðgengst svo að segja
í öllum löndum Vestur-
heims.
Sem dæmi um þessa
starfsemi má nefna mál
Arne Herlöv Petersen,
dansks blaðamanns og rit-
höfundar. Útsendarar Sov-
étríkjanna létu hann hafa
fjármagn til að kosta ýmiss
konar starfsemi, m.a. aug-
lýsingar „þar sem danskir
listamenn lýstu yfir stuðn-
ingi við kjarnorkuvopna-
laust svæði á Norðurlönd-
um“. Hann „gaf út bækl-
ing, þar sem hann réðst á
Margaret Thatcher, en efni
hans kom frá sovézka
sendiráðinu" o.fl. „Eins og
segir í yfirlýsingu dönsku
ríkisstjórnarinnar um mál
þetta voru allar aðgerðirn-
ar til þess fallnar að móta
skoðanir almennings, en
þess var vandlega gætt að
enginn vissi, að Sovétmenn
stæðu þar að baki...“
Rétt er að minna á mál
þessa danska Novétagents
þá Treholt-málið norska er
á dagskrá, þó það sé mun
alvarlegra. Treholt var
mikilvirkur njósnari, sem
hafði aðgang að ýmsum
leynilegum upplýsingum,
en jafnframt „agent i
áhrifastöðu", sem hafði
stefnumótandi aðstöðu í
norska stjórnkerfinu í ýms-
um samskiptamálum við
Sovétríkin.
Dæmin blasa
alls staðar við
í grein Lawrence S.
Eagleburger, sem birt er f
íslenzkri þýðingu í NATO-
fréttum, er bent á ýmis ný-
leg opinber dæmi um
„virkar aðgerðir“ Sovét-
ríkjanna.
• Sovézkur sendiherra
var rekinn frá Nýja-Sjá-
landi fyrir að láta Moskvu-
hollum kommúnistaflokki í
té peninga.
• Franskur rithöfundur
og blaðamaður var fundinn
sekur um að hafa verið út-
sendari Sovétríkjanna í
áhrifastöðu í næstum 20 ár.
• Skipulögð fréttafólsun-
arherferð, sem gera átti lít-
ið úr tilraunum Bandaríkj-
anna til að leysa deiluna
um Namibíu.
• Árið 1982 varð uppvíst
um skjalafalsanir, 10 til-
tekin skjöl, sem sögð voru
komin frá ríkisstjórn
Bandaríkjanna. en voru í
revnd tilbúinn sovétáróður.
í greininni segir orðrétt:
„Á fjórða áratugnum
notuðu sovézkir útsendar-
ar félög undir fölsku flaggi
til að leyna ítökum
Kremlverja, þar til Hitler
og Stalín gerðu með sér
griðasáttmáía í ágúst 1939.
Frá þeim tíma eru ummæli
reynds erindreka komm-
únista, sem starfaði fyrir
Komintern, Willy Munz-
enberg, sem sagði háðslega
um þessi gervifélög að þau
væru „klúbbar nytsamra
sakleysingja“.“
Treholt-njósnamálið í
Noregi er enn á rannsókn-
arstigi. Margt bendir þó til
þess að það sé yfirgrips-
mikið og dæmigert fyrir
starfsemi Sovétríkjanna á
Vesturlöndum, þá m.
Norðurlöndum. I>að er rík
ástæða tii þess að fylgjast
vel með þessu máli; þeim
uppljóstrunum sem í kjöl-
farið fylgja, því virkar að-
gerðir KGB í hinum lýð-
frjálsa heimi eiga að vekja
okkur til varkárni.
Þögn Þjóðviljans í gær,
en hann var sýnilega ekki
búinn að gera það upp við
sig, hvern veg skyldi taka á
þessu máli, er athyglisverð.
Smekkvísi Þjóðviljans kom
hinsvegar fram i þessari
setningu, sem er dæmigerð
fyrir lágkúru blaðsins:
„Margir Islendingar þakka
nú fyrir það, að Geir Hall-
grímsson skuli ekki vera
fjárhættuspilari.“ Annað
hafði Þjóðviljinn ekki til
mála að leggja í gær.
Máske hann taki við sér í
dag; ekki getur „frétta-
blað“ horft fram hjá við-
burðum sem varða öryggis-
hagsmuni bræðraþjóðar og
raunar Vesturlanda allra.
jafnvel þó löngun kunni að
standa til slíks.
KIENZLE
Úr og klukkur
hji fagmanninum.
Hitablásarar
fyrir gas
ogolíu
Skeljungsbúðin
SíÖumúla33
símar 81722 og 38125
ttamaikaðunnn.
■^■tettirjötu 12-18
Volvo 240 GLT 1983
Ljósgrænn, ekinn 9 þús. Sjálfsk., aflstýri,
útvarp, segulband, rafmagnslæsingar og
-rúöur. Snjó- og sumardekk Verö 600 þús.
Skipti. Greiösluskilmálar samkomulag.
Nu er rétti timinn til bilak.iupa
Ymis k|ör koma til greina Kom-
ið með gamla bílinn og skiptið
upp í nýrri og semjið um milli-
giof. Bilar á soluskra sem fást
fyrir skuldabréf.
BMW 320 1982
Beinhvítur, 5 gíra, ekinn aöeins 19 þús. Út-
varp, segulband, snjó- og sumardekk.
Sportfelgur, mikiö af aukahlutum. Verö kr.
410 þús. (Skipti á ódýrari).
Range Rover 1974
Gulur, ekinn 30 þús. á vél. Útvarp, segul-
band. Verö 270 þús. Skipti.
Ath.:
Vantar nýlega litla bíla ó sýn-
ingarsvædiö. Subaru 4x4, Golf,
Daihatsu, Mazda 323, Saab o.fl.
Brunsanseraöur Bedford dísil 6 cyl. Ekinn
20 þús. 5 gíra aflstýri. Utvarp, segulband.
Breiö dekk. Snúningsstólar o.fl. Allur nýyfir-
farinn. Verö 276 þús.
M. Benz 1978
Ðlár, ekinn aöeins 12 þús. á vél, sjálfsk.
m/öllu, 2 dekkjagangar, úrvalsbill Verö kr.
460 þús.
Colt GL 1980
Rauösanseraöur, útvarp, 2 dekkjagangar.
Ekinn 73 þ. km. Fallegur framdrifsbill. Verö
kr. 155 þús.
Cherokee Pioneer 1983
Rauöur, ekinn 11 þús. 6 cyl. 5 gíra, aflstýri.
Útvarp. Sem nýr bill. Verö 1200 þús.