Morgunblaðið - 25.01.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.01.1984, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1984 Lögreglumenn í Reykjavík: Kæröir 8 sinnum sl. 2 ár vegna líkamlegs harðræðis SAUTJÁN kærur á hendur lögreglu- mönnum hafa borist Rannsókna- lögreglu ríkisins frá miöju ári 1977 til loka sl. árs og hafa nær allar verið sendar ríkissaksóknara eftir rann- sókn. t>á hafa lögreglumenn í Reykjavík verið kærðir í 8 tilvikum sl. 2 ár vegna líkamlegs harðræðis, að því er fram kom hjá Jóni Helga- syni, dómsmálaráðherra, í svari hans við fyrirspurn Stefáns Bene- diktssonar, alþingismanns, um þessi efni. í sjö af átta fyrrgreindum mál- um var um ölvunartilfeili að ræða eða óspektir. Við handtöku voru fimm aðilar færðir í handjárn, í sex tilvikum voru menn fluttir í fangageymslu og sex lýstu meiðsl- um, sem þeir töldu sig hafa orðið fyrir. Talið er að þrír hafi orðið fyrir meiðslum í vörslu lögregl- unnar, en meiðslin voru einkum mar, rispur og eymsli, einn var nefbrotinn og annar með brotið bein i hendi. Þá kom það ennfremur fram hjá Jóni Helgasyni, að í nokkrum til- fellum hefur verið gefin út ákæra á hendur lögreglumönnum fyrir ónauðsynlega valdbeitingu, en þó hafa oftar verið felld niður þau mál, þar sem lögreglumenn hafa verið kærðir fyrir harðræði. Á sl. 10 árum hefur 1 dómur fallið í Hæstarétti og 1 dómur í héraði, þar sem lögreglan hefur verið tal- in fara út fyrir mörk nauðsynlegr- ar valdbeitingar. Aætlað atvinnuleysi á L ársfjórðungi þessa árs: Talið að 3000—4000 manns muni verða atvinnulausir TALIÐ er að atvinnuleysi á 1. árs- fjórðungi þessa árs muni nema 3000—4000 manns, sem er nokkru raeira atvinnuleysi en var á sama tíma í fyrra. Þetta kom fram í máli Steingríms Hermannssonar, forsæt- isráðherra, en Svavar Gestsson hóf umræðu á Alþingi utan dagskrár um atvinnumál. Svavar sagði að atvinnuleysið Ellert B. Schram afram 1 írn — Geir Hallgríms- son tekur sæti hans ÞORVALDUR Garðar Krist- jánsson, forseti sameinaðs þings, las upp bréf frá Ellert B. Schram, 6. þingmanni Reykvíkinga, við upphaf fundar í sameinuðu þingi í gær. í bréfinu óskaði Ellert leyfis frá þingstörfum til loka þessa þings. Ástæður fyrir óskinni nefndi Ellert í bréfinu þær, að hann væri senn á förum til dvalar erlendis og óskaði hann leyfis- ins þess vegna, en einnig af persónulegum ástæðum. Bað hann um leyfi til loka þessa þings, en jafnframt óskaði hann eftir því að varamaður sinn, Geir Hallgrímsson, utan- ríkisráðherra, tæki sæti sitt. Sagði Þorvaldur Garðar Kristjánsson að Geir Hall- grímsson ætti seturétt á Al- þingi sem ráðherra, en einnig hefði hann setið þar sem þing- maður. Bauð hann Geir Hall- grímsson velkominn til starfa. væri nú meira en sl. einn og hálf- an áratug, en um væri að kenna ytri áföllum og samdráttarstefnu ríkisstjórnarinnar. Steingrimur sagði að vinnu- málaskrifstofa félagsmála- ráðuneytisins hefði verið efld og einnig sagði hann að ríkisstjórnin hefði samþykkt tillögu um að setja á laggirnar atvinnumála- nefnd með þátttöku ríkisstjórnar- innar og hagsmunaaðila. Þá sagði hann að erfiðleikarnir í atvinnu- málum nú stöfuðu einkum af erf- iðleikum í sjávarútvegi, en einnig nokkuð vegna samdráttar í opin- berum framkvæmdum. Þá nefndi hann að verja ætti 150 milljónum í lán til skipaviðgerða til að bæta þar atvinnuástandið. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði við umræðuna að ekki væri ágreining- ur á milli þingmanna eða flokka um það að stefna ætti að fullri atvinnu, enda væri aukin fram- leiðsla og verðmætasköpun eina leiðin til þess að tryggja bætt kjör í landinu. Sagði Þorsteinn að fyrir jól hefði verið ljóst að um tíma- bundið atvinnuleysi yrði að ræða eftir áramót. Sagði Þorsteinn þann vanda sem nú væri við að etja einkum stafa af því að við hefðum mætt nýjum áföllum í sjávarútvegi, og nú ætti útgerð í erfiðleikum og gæftaleysi væri. Karl St. Guðnason sagðist ekki hafa trú á atvinnumálanefnd og Árni Johnsen sagði að aðal- markmið Svavars Gestssonar með málflutningi sínum væri það að skapa upplausn í þjóðfélaginu, enda nærðist flokkur hans á upp- lausn. Hins vegar þýddi stjórn- arstefnan eflingu og yki hún á bjartsýni fólks, þar sem það hefði trú á að stefnan skilaði árangri. Fyrirspurnir: Aðflutningsgjöld af vörum til mennta og vísinda Guðrún Helgadóttir (Abl.) hefur lagt fram fjórar fyrirspurnir á Al- þingi, þrjár til menntamálaráð- herra, eina til samgönguráðherra. Fyrst spyr hún menntamálaráð- herra, hvort vænta megi þess að frumvarp til laga um Kvikmynda- safn og Kvikmyndasjóð, sem unn- ið hafi verið á vegum nefndar í tíð fyrri ríkisstjórnar, verði lagt fram á yfirstandandi þingi. 1 annan stað spyr hún sama ráðherra hvort fyrirhugað sé að flytja frumvarp til laga um starfsskil- yrði myndlistarmanna, sam- kvæmt tillögu nefndar sem Al- þingi kaus í nóvember 1982. Loks spyr hún sama ráðherra, hvað dvelji frumvarp til laga um heim- ild fyrir ríkisstjórn til þess að staðfesta Flórenssáttmála, al- þjóðasáttmála um niðurfellingu aðflutningsgjalda af vörum til nota á sviði mennta-, vísinda- og menningarmála? Sami þingmaður spyr sam- gönguráðherra, hvort íslenzka rík- isstjórnin muni taka þátt í flutn- ingi tillögu, sem Norðurlandaþjóð- ir muni bera fram til vísinda- og tækninefndar á fundi um París- arsáttmálann um varnir gegn mengun sjávar frá landstöðvum. Karl Steinar Guðnason (A) spyr samgönguráðherra, hvaða úrbæt- ur séu fyrirhugaðar í símamálum Sandgerðinga. Morgunblaðið/ Ól.K.M. Þakhreinsun Um þessar mundir er rétt að huga að hreinsun þaka og grýlukerta af þakskeggjum. Talsverður snjór og grýlukerti hafa safnazt í þakskeggin í ótíðinni að undanförnu og getur slíkt reynzt gangandi vegfarendum hættulegt, þegar það fellur niður. Það er því rétt að brýna það fyrir húseigendum að hreinsa þakskeggin sem fyrst og taka sér þennan starfsmann Reykjavíkurborgar til fyrirmyndar áður en óhapp hlýzt af. Þá ber að gæta þess við hreinsunina að vara vegfarendur við meðan á henni stendur. Fært um nær alla helztu þjóðvegína NÚ ER orðið fært um nær alla helztu þjóðvegi landsins, en enn er mjög snjóþungt á utanverðu Snæ- fellsnesi, í uppsveitum Borgarfjarðar og í Árnessýslu og Rangárvallasýslu eftir gusuna síðastliðinn sunnudag. MIKILL kraftur var í snjómokstri í borginni í gær. Um 170 manns unnu Hægviðri um allt land NÚ ER spáð hægviðri um allt land og meinlausu veðri, en þó kólnandi. Samkvæmt upplýsingum Guðmundar Hafsteinssonar, veðurfræðings, er þó búizt við einhverjum austanstrekkingi á annesjum norðanlands og á Vestfjörðum i dag og hægri og meinlítilli norðanátt um land allt á fimmtudag. Færð í nágrenni Reykjavíkur er víðast hvar orðin sæmileg. ófært er um Hellisheiði, en fært um Suð- urnes og Þrengsli og þaðan austur á firði. Á Austfjörðum voru helztu fjallvegir mokaðir í gær og er við hann með um 53 snjómoksturs- tæki og vörubíla. Kostaði mokstur- inn síðasta sólarhring um 850.000 krónur og hefur 6 til 7 milljónum króna þá verið eytt í hann frá ára- mótum. Fjárveiting til snjómoksturs í borginni á þessu ári nemur 20 milljónum. Síðdegis í gær voru aðeins ör- fáar götur í íbúðarhverfum órudd- ar, en reiknað var með, að færð um alla borgina ætti að verða orð- in þokkaleg nú í morgun. Unnið var fram eftir kvöldi í gær við snjómoksturinn og hófst vinna við hann aftur klukkan 4 í nótt. Þá var fyrirhugað, að rúmlega 20 snjómoksturstæki yrðu sett í það í morgun að hreinsa gangstéttir borgarinnar. færð um Hérað þokkaleg. Fært var um Hvalfjörð í Borgarnes í gær og mokað var vestur um Mýr- ar og um Heydal í Reykhólasveit. Þokkaleg færð var á sunnan- og innanverðu Snæfellsnesi til Stykkishólms, en ófært á utan- verðu Nesinu og átti mokstur að hefjast þar í gærkvöldi. Frá Pat- reksfirði var fært út á flugvöll og fært um Mikladal til Tálknafjarð- ar. Jeppum og stórum bílum var fært um Hálfdán en Kleifaheiði var ófær. Sæmileg færð var á milli Þingeyrar og Flateyrar svo og frá ísafirði til Súðavíkur og Bolung- arvíkur. f gær var þjóðvegurinn norður í land ruddur, Holtavörðu- heiði, Vatnsskarð og Öxnadals- heiði. Fært var til Hólmavíkur og Siglufjarðar og frá Akureyri út til ólafsfjarðar og um Víkurskarð til Húsavíkur. í gær átti síðan að ryðja frá Húsavík upp í Mý- vatnssveit og austur til Vopna- fjarðar. Dagblaðið Tíminn: Blaðamenn endurráðnir „ÞAÐ verða allir starfsmenn á ritstjórn, sem þess óska, endur- ráðnir, eftir því sem ég best veit, að Elíasi Snæland Jónssyni und- anskildum,“ sagði Guðjón Einars- son, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær. Guðjón er trúnaðarmaður starfsmanna á rit- stjórn dagblaðsins Tímans. Sagði Guðjón að Magnús Ólafsson, nýráðinn ritstjóri, hefði rætt einslega við blaða- menn og aðra á ritstjórninni, en Sigurður Skagfjörð Sigurðsson, sem ráðinn hefur verið fram- kvæmdastjóri, myndi ekki hafa afskipti af þeim ráðningum. „Magnús mun síðan koma hing- að til starfa í marsmánuði," sagði Guðjón, „og hann hefur fullvissað okkur um að ritstjór- ar muni hér eftir sem hingað til stjórna skrifum blaðsins og rit- stjórnarfundum, framkvæmda- stjórinn muni þar ekki koma nærri, eins og þó hefur verið fullyrt í einhverjum blöðum." Rauðspritt í stað brennsluspíritus UM MÁNAÐAMÓTIN kemur á markað nýr spíritus, svokallað „rauðspritt“ og jafnframt verður brennsluspíritus tekinn af markaði. „Þessi spíritus er jafngóður eða betri til iðnnotkunar en brennslu- spíritus. Hann er þeirrar náttúru að nánast ómögulegt er að eima hann. Það er alkunnugt að menn hafa misnotað brennsluspíritus, eimað hann og drukkið. Hinn nýi spíri kemur vonandi i veg fyrir það,“ sagði Ragnar Jónsson, skrif- stofustjóri í Áfengis- og tóbaks- verzlun ríkisins í samtali við Mbl. Fundur um flokkunarfélög FRÆÐAFUNDUR í Hinu íslenska sjóréttarfélagi verður haldinn miðvikudaginn 25. janúar nk. kl. 17.00 í stofu 103 í Lögbergi, húsi Lagadeildar Háskólans. Fundarefni: Agnar Erlingsson, verkfræðingur, flytur erindi, er hann nefnir: „Um flokkunarfélög". Snjómoksturinn í Reykjavík: Kostnaður frá ára- mótum um 7 milljónir — um 170 manns unnu við moksturinn í gær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.