Morgunblaðið - 25.01.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.01.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1984 + Móöir mín, GUÐRUN LÝÐSDÓTTIR, er látin. Guðný Jónsdóttir. t Móðir okkar og tengdamóðir, STEINUNN JÓNSDÓTTIR, Smyrlahrauni 25, Hafnarfirói, er látin. Guórún Sigurmannsdóttir, Stefén Rafn, Hafdís Sigurmannsdóttir, Myral G. Williams. + BRAGI ÞÓR GÍSLASON lést í Landspítalanum 22. janúar. Jóhanna Ólafsdóttir, Gfsli Guðmundsson, Björk Gísladóttir, Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir. + Útför móður okkar, tengdamóöur og ömmu, GUDRÚNAR HALLDÓRSDÓTTUR fré Víöivöllum, Hæöargaröi 46, Reykjavfk, í fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 27. þessa mánaöar kl. 13.30. Þeir sem vildu minnast hennar láti endurbyggingarsjóö Staöar- J kirkju í Steingrímsfiröi njóta þess. Tengdafólk, börn og barnabörn. + Útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, ÁSTBJARGAR ERLENDSDÓTTUR, sem lézt í Hrafnistu 9. janúar veröur gerö frá Bústaöakirkju föstu- daginn 27. janúar kl. 13.30. Rósa Sigurþórsdóttir, Péll Sigurþórsson, Guöný Halldórsdóttir, Erlendur Sigurþórsson, Jónfna Jónasdóttir og barnabörn. + Kveðjuathöfn um fööur okkar og afa, JÓN JÓNASSON fré Efri-Holtum, Langholtsvegi 18, fer fram í Langholtskirkju föstudaginn 27. janúar kl. 15.00. Jarösett veröur frá Stóra-Dalskirkju laugardaginn 28. janúar kl. 14.00. Bílferö veröur frá Umferðarmiöstööinni á laugardag kl. 10.00. Ágústa Jónsdóttir, Þurföur Jónsdóttir, Jón Júlíusson. + Útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR EINARSDÓTTUR, Hringbraut 59, Reykjavfk, veröur gerö frá Frfkirkjunni fimmtudaginn 26. janúar kl. 15.00. Þeir sem vildu minnasl hennar láti Styrktarfélag vangefinna njóta | þess. Halldóra Jónsdóttir, Hilmar Karlsson, Gunnar Jónsson, Guörföur Ágústsdóttir, Sigrfóur Jónsdóttir, Ágústa K. Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Minningarathöfn um eiginmann minn, fööur okkar, tengdafööur, son og bróöur, BJÖRN JÓNSSON, flugstjóra, Eskihlfó 26, sem fórst meö TF-RÁN 8. nóvember 1983 fer fram í Dómkirkjunni flmmtudaginn 26. janúar kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á Slysavarna- félag fslands eöa aörar björgunarsveitir. Elísabet Kristjénsdóttir, Margrét Björnsdóttir, Guömundur Vignir Óskarss., Þorlékur Björnsson, Ingunn Björnsdóttir, Margrét Björnsdóttir, Heba Jónsdóttir, Jakob Jónsson. Jóhanna Steindórs- dóttir — Minning Fædd 1. ágúst 1908 Dáin 17. janúar 1984 Aðeins örfá kveðjuorð sendum við vinkonu okkar Jóhönnu með þökkum fyrir meira en 40 ára samfylgd og vináttu. Kynni okkar hófust, er við bundumst samtökum berklasjúkl- inga, en allar höfðum við kynnst þeim skæða sjúkdómi og margar okkar verið samtímis á Vífils- staðahæli, en Jóhanna hafði verið þar nokkrum árum fyrr, en tengd- ist strax samtökum berklasjúkl- inga, SÍBS, er þau voru stofnuð 1938. Vistin á berklahælinu var hjá flestum löng og ekki talin í mán- uðum heldur öllu frekar árum hjá mörgum, sem voru þó svo lánsam- ir að ná sæmilegum bata. Því var ekki óeðlilegt að kynni sjúklinganna yrðu mjög náin, og vináttubönd bundust sem varið hafa út ævina hjá mörgum okkar. Að hælisvist lokinni og með stofnun félags berklasjúklinga urðu vináttuböndin enn nánari og samvinnan meiri vegna þeirra sameiginlegu áhugamála okkar, að styðja hvert annað til sjálfs- bjargar. Það var þá sem „saumaklúbb- urinn" okkar varð til, en 5 okkar höfðu verið samtímis á Vífilsstöð- um, en við bættust fyrrverandi berklasjúklingar, sem gengið höfðu í SÍBS og deild sambandsins í Reykjavík, og var Jóhanna okkar, sem við nú erum að kveðja í dag, ein þeirra. Jóhanna hafði útskrifast af Víf- ilsstöðum fyrir stofnun SÍBS en gerðist þegar liðtækur liðsmaður í okkar samtökum, enda valdist hún fljótlega til margra trúnaðar- starfa. Undanfarin ár hefir Jóhanna verið í stjórn Reykjavíkurdeildar t Útför eiginmanns míns, VALTÝS ALBERTSSONAR, Isaknis, fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 27. janúar kl. 13.30. Herdís Guðmundsdóttir. t Minningarathöfn um SIGURJÓN INGA SIGURJÓNSSON, stýrimann, sem fórst meö TF-RÁN 8. nóvember 1983 fer fram í Dómkirkjunni fimmtudaginn 26. janúar kl. 13.30. Sunna Reyr Sigurjónsdóttir, Hlöóver Reyr Sigurjónsson, Sveinn Reyr Sigurjónsson, Ingveldur Pétursdóttir, Guöbjörg Sveinsdóttir. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, MAGNÚS GUDMUNDSSON, Ásgaröi 33, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 26. janúar kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaöir. Þórdís Árnadóttir, Árni Magnússon, Móeiöur Þorláksdóttir, Jensína Magnúsdóttir, Hjörleifur Þóröarson, Hersteinn Magnússon, Sigriöur Skúladóttir og barnabörn. t Frænka okkar, SESSELJA HELGA JÓNSDÓTTIR, Dvalarhelmílinu Höföa, Akranesi, lést í Sjúkrahúsi Akraness 15. janúar sl. Útför hennar fór fram í kyrrþey 20. janúar sl. Innilegt þakklæti fyrlr góöa umönnun til starfsfólks á Dvalar- heimillnu Höföa og Sjúkrahúsi Akraness. Sigrföur E. Hauksdóttir, Ólafur G. Hauksson, Jóhanna Hauksdóttir, Dagný Hauksdóttir. t Innilegar þakkir sendum viö öllum þeim er sýndu okkur samúö og vináttu viö andlát og útför konu minnar, SIGRÍÐAR JENSÍNU GUÐMUNDSDÓTTUR, Hlíöarvegi 27, Kópavogi. Ásólfur Bjarnason, Ása Sigrföur Gunnarsdóttir, Gunnar Karl Jónsson, Valgeir Gunnarsson, Ásólfur Gunnarsson, Sigríður J. Gunnarsdóttir, Guörún Hlíf Gunnarsdóttir, Berglind Ósk Gunnarsdóttir. SÍBS, auk þess sem hún hefir setið flest þing sambandsins. Ekki er það nein tilviljun að Jó- hanna hefir valist til jafnmargra trúnaðarstarfa fyrir samtök okkar og raun ber vitni, heldur öllu frek- ar hennar mannkostir og ósér- hlífni til starfa og þekking hennar á félagsmálum, sem hún átti i svo ríkum mæli. Fyrir röskum 50 árum eða í júlí 1932 giftist Jóhanna eftirlifandi manni sínum, Njáli Þórarinssyni, heildsala, og var mikið ástríki og samhugur með þeim hjónum alla tíð. Samheldni þeirra hjóna var ein- stök í öllum þeirra störfum og heimili þeirra bar þess vott að þar ríkti samheldni og samhugur. Sama má segja um félagsmála- störf þeirra, því bæði voru mjög virk í störfum sínum fyrir Góð- templararegluna og ekki síður fyrir Fríkirkjusöfnuðinn í Reykja- vík enda völdust bæði til marg- víslegustu trúnaðarstarfa fyrir þessi samtök. Þegar þau hjón, Njáll og Jó- hanna, héldu uppá 70 ára afmæli sitt, en aðeins 10 daga aldursmun- ur er á þeim, kom glögglega í Ijós hversu vinmörg þau voru og þeirra ítök sterk í hinum nytsömustu fé- lagsmálum, með þeim fjölda gesta, sem heiðraði þau við það tækifæri. Þeim hjónum Njáli og Jóhönnu varð ekki barna auðið, en kjörson eignuðust þau, Þóri Steindór, sem nú er starfandi læknir á Landspít- alanum og varð Jóhanna þeirrar gæfu aðnjótandi að njóta hjúkr- unar og gæslu kjörsonarins í sinni síðustu og erfiðustu sjúkralegu. Þórir er giftur Aðalbjörgu Gunnarsdóttur, og eiga þau tvær dætur og ber önnur ömmunafnið. Eins og fyrr sagði sat Jóhanna flest þing SÍBS og það síðasta fyrir tæpum tveim árum, þá orðin helsjúk, en þingsetan veitti henni mikla ánægju og sælu, þar eð hún vissi að hverju stefndi með sig og vissi sem að kveðjustund væri komið og þakkaði okkur öllum í „saumaklúbbnum" 40 ára góð kynni með Ijúfar minningar einar að baki. Undir þá kveðju tökum við af heilum hug, nú þegar að leiðarlok- um er komið og sendum við eigin- manninum, Njáli, syninum, tengdadótturinni, dætrum þeirra, svo og öllum ástvinum, okkar inni- legustu samúðarkveðjur við frá- fall vinkonu okkar og samstarfs- konu undanfarna áratugi, en sam- fögnum henni um leið, að hennar helstríði er lokið, en friður og hvíld tekin við, þar sem hún mun bíða ástvina sinna. Guð blessi minningu Jóhönnu Steindórsdóttur. „Saumaklúbburinn" ATHYGLI skal vakin á því, að afmslis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.