Morgunblaðið - 25.01.1984, Blaðsíða 32
E
EURQCARD
T1L DAGLEGRA NOTA
ffgtHlÞlafrtfe
Þettalestuídag:
„ Unnið Skálholti
friðar með bóka-
safn sitt.“
Sjá bls. 5
MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1984
VERÐ I LAUSASOLU 20 KR.
Læknir fór
á snjósleða
frá Olafsvík
í Breiðuvík
ÓljiÍHVÍk, 24. janúar.
SÍÐDEGIS í gær kotnu til
héraðslæknisins í Ólafsvík,
Kristófers Þorleifssonar, boð
frá Gröf í Breiðuvík, um að
þar væri veikt barn, sem
þyrfti læknis við. Var jafnvel
óttast, að veikin stafaði af
botnlangabólgu. Fróðárheiði
var með öllu ófær og eftir að
hafa haft samband við verk-
stjóra Vegagerðarinnar hér
ákvað læknirinn að ráðast í
þessa ferð á snjósleðum. Fór
hann við þriðja mann á tveim
sleðum og var á öðrum sleð-
anum allur búnaður til að
taka sjúklinginn til Ólafsvík-
ur ef á þyrfti að halda.
Ferðin gekk áfallalaust og tók
rúmar fimm klukkustundir. Ekki
kom til þess að flytja þyrfti sjúkl-
inginn en það hefði, að sögn
Kristófers, getað orðið erfitt en í
bráðu tilviki hefði raunar verið
kallað eftir þyrlu. Þeir ferðalang-
ar sögðu afar mikinn snjó hafa
verið á þeirra leið og byggðin
sunnanfjalls sem ein hjarnhella.
Ekki má því mikið út af bera þar í
sveitum, því símasamband þangað
er oft slæmt og úrlausnir í sam-
göngum í algjöru lágmarki.
- Helgi.
Sóttu fé frá Lokinhömrum í Svalvoga
Skipverjar á varðskipinu Tý fóru nýlega að Svalvogum, sem
eru yst á skaganum milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar, til að
sækja fé sem þar var teppt. Var féð, sem er frá bænum
Lokinhömrum, orðið matarlaust í vetrarhörkunum, og því
talið nauðsynlegt að sækja það, ætti það ekki að falla úr hor.
Fóru varðskipsmenn á gúmbáti og náðu í ærnar og tókst
leiðangurinn vel, en myndin sýnir hvar verið er að koma einni
ánni, sem hulin er snjó og klakakleprum, fyrir í bátnum.
„Gætum að hvar
börnin byggjau
BygginK^nieistarar framtíðar-
innar fá ómælda útrás fyrir at-
hafnaþrá sína, þegar snjórinn
hleðst upp. Snjóruðningar og skafl-
ar breytast á skömmum tíma í
snjóhús með tilheyrandi göngum.
Meistaraverkin eru oft kórónuð
með því að hafa inngangana vel
varða og lítt sjáanlega, þó húsa-
kynni rúmi nokkra húsbyggjendur.
Það er ekki að ófyrirsynju að
stjórnendur snjóruðningstækja
og foreldrar barna eru minntir á
þá hættu sem þessu getur verið
samfara, því skipulagsmál snjó-
húsabyggða gleymast oft í hita
verkframkvæmda. Má minna á
að sl. vetur sá veghefilsstjóri allt
í einu barnshöfuð birtast í snjó-
ruðningi rétt fyrir framan farar-
tæki sitt. Hann var á nokkurri
ferð, en tókst að stansa í tíma og
forða stórslysi, því í ljós kom að
í ruðningnum voru fleiri en eitt
barn við búsýslu í snjóhúsi.
Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti í gærkyöldi:
Æskilegt að álver
rísi við Eyjafjörð
Meirihluti bæjarstjórnar klofnaði í málinu
Akureyri, 24. janúar.
MIKLAR UMRÆÐUR urðu í bæjarstjórn
Akureyrar í dag um tillögu frá atvinnumála-
nefnd varðandi álver við Eyjafjörð. Meiri-
hluti bæjarstjórnar, sem samanstendur af
þremur fulltrúum Framsóknarflokks, tveim-
ur frá Kvennaframboði og einum frá Alþýðu-
f umræðum um tillöguna sagði
Gunnar Ragnars (S) m.a., að hann
vænti þess að þessi afgreiðsla yrði
til þess í framtíðinni, að þau
frjálslyndu og jákvæðu öfl, sem
vissulega væru til í meirihlutan-
um tækju nú höndum saman við
sjálfstæðismenn í bæjarstjórn um
lausn þeirra atvinnuvandamála,
sem óneitanlega væru fyrir hendi í
byggðarlaginu og hættu þjónkun
sinni við Kvennaframboð og
kommúnista.
Tillaga atvinnumálanefndar,
sem samþykkt var með 8 atkvæð-
um gegn þremur, er svohljóðandi:
„Vegna frétta frá stóriðjunefnd
þess efnis að hafnar séu viðræður
við erlend fyrirtæki um hugsan-
lega byggingu álvers við Eyja-
fjörð, ályktar bæjarstjórn Akur-
eyrar eftirfarandi: Bæjarstjórn
Akureyrar telur æskilegt að næsta
stóriðjuveri, sem byggt verður á
íslandi verði valinn staður við
bandalagi, klofnaði í afstöðu sinni til málsins
og þegar tillaga sem meirihluti atvinnumála-
nefndar bæjarins iagði fyrir bæjarstjórn til
umfjöllunar kom til atkvæða greiddu allir
bæjarfulltrúar henni atkvæði sitt nema full-
trúar Kvennaframboðs og Alþýðubandalags.
sem svo mannmargt fyrirtæki
gæti hugsanlega valdið. Einnig er
því haldið fram að álver stefni í
hættu því mannlífi sem byggst
hefur upp á frumgreinunum, sjáv-
arútvegi og landbúnaði. Ekki
minnast samtökin á iðnað í því
sambandi. Þó vilja konurnar að í
stað þess að reisa álver verði hafn-
ar rannsóknir og undirbúningur
að fiskirækt á Eyjafjarðar-
svæðinu, t.d. þorskahafbeit og
botnkvíaeldi með þorsk og lúðu.
Eftir þessa afgreiðslu er ljóst,
að myndast hefur sterkur meiri-
hluti í bæjarstjórn Akureyrar
varðandi atvinnumálin og gerir
atvinnumálanefnd bæjarins létt-
ara að vinna að hinum ýmsu fram-
faramálum á því sviði, sem lengi
hafa verið í deiglunni.
Óvenjulega margir bæjarbúar
voru viðstaddir fundinn eða milli
70 og 80 manns.
— G.Berg.
Eyjafjörð, enda verði talið tryggt
að rekstur versins stefni lifríki
fjarðarins ekki í hættu. Bæjar-
stjórn Akureyrar leggur áherslu á
að umhverfisrannsóknum og öðr-
um undirbúningi vegna byggingar
álvers við Eyjafjörð verði hraðað
svo sem kostur er og lýsir ánægju
sinni með aðgerðir iðnaðarins,
ráðherra og stóriðjunefndar í mál-
inu. Bæjarstjórn Akureyrar felur
atvinnumálanefnd að fylgjast sem
nánast með þróun þessa máls og
að hafa forystu um viðræður við
nágrannasveitirnar um framgang
þessa mikla hagsmunamáls".
Fulltrúar Kvennaframboðs
gerðu sérbókanir, þar sem m.a.
kemur fram að samtökin eru al-
farið á móti byggingu slíkrar
verksmiðju og benda þar m.a. á að
hvert starf sé afar dýrt í byggingu
og skapi fá framtíðarstörf en
benda þó einnig á að lítið hafi ver-
ið rætt um þá félagslegu röskun,