Morgunblaðið - 25.01.1984, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1984
TREHOLT-NJÓSNAMÁLIÐ í NOREGI
Undirsáta Andropov heil-
inn á bak við njósnirnar
Gennadyj Titov, „huldumaðurinn“, sem flýði frá Noregi 1977
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakið.
Útsendari
í áhrifastöðu
Arne Treholt, útsendari
KGB í norska stjórn-
kerfinu, hafði í senn aðgang
að mikilvægum upplýsingum
og var í einstakri aðstöðu til
að hafa áhrif á þróun mála
og töku ákvarðana. Hann var
í hópi róttækra háskólastúd-
enta þegar talið er að hann
hafi gerst sovéskur njósnari.
Hvort heldur það óheillaspor
má rekja til sendiráðs-
veislna, fégræðgi, spilafíkn-
ar, kvennafars eða hugsjóna-
elds er niðurstaðan sú, að
Arne Treholt hefur að líkind-
um stundað landráð í meira
en áratug. Treholt var ekki
óbreyttur skriffinnur í
norska stjórnkerfinu, hann
var stjórnmálamaður og
stjórnarerindreki sem hefði
hæglega getað orðið ráðherra
í næstu ríkisstjórn norska
Verkamannaflokksins.
Þeir sem fylgjast náið með
norskum stjórnmálum vita
að án stuðnings og pólitískra
áhrifa Arne Treholt hefði
Jens Evensen, þjóðréttar-
fræðingur, ekki hafist til
jafn mikilla pólitískra áhrifa
innan Verkamannaflokksins
og raun ber vitni. Um þessa
hlið málsins sagði norska
stórblaðið Aftenposten í for-
ystugrein á mánudag:
„í sambandi við þetta mál
hljóta menn einnig að íhuga
hvernig stjórnmálamaðurinn
og KGB-útsendarinn Arne
Treholt hefur nýtt einstætt
samband sitt við Jens Even-
sen bæði í samningum um
hafréttarmál og einnig þegar
Evensen hóf að tala um
„kjarnorkuvopnalaus svæði".
Vegna síðara málsins hefur
myndast ný miðja í Verka-
mannaflokknum og það varð
að verulegu leyti til þess að
flokkurinn breytti um svip og
stefnu í öryggismálum."
Verdens Gang, útbreidd-
asta blað Noregs, tekur í
sama streng og Aftenposten í
forystugrein um þessa hlið
Treholt-málsins og í norsk-
um fjölmiðlum er talað um
þá Treholt og Evensen sem
pólitíska síamstvíbura. Jafn-
framt beinist athyglin að því
að þeir Jens Evensen og Arne
Treholt sömdu um það tveir
og saman í Moskvu 1977 að
deila Norðmanna og Sovét-
manna um markalínu í Bar-
entshafi yrði leyst með því að
mynda svokallað grátt svæði,
þar sem báðir aðilar eiga
óljósan rétt. Evensen fór út
fyrir umboð sitt þegar hann
undirritaði samninginn en
Treholt var sendur frá
Moskvu til Oslóar til að
„selja" ríkisstjórn Odvar
Nordli samkomulagið — sem
KGB-útsendaranum tókst.
Síðan hefur þessi samningur
jafnan sætt mikilli gagnrýni
og er af mörgum talinn
hættulegur fyrir þá sök að
með honum fái Kremlverjar
tækifæri til íhlutunar og
þrýstings gagnvart norskum
stjórnvöldum.
Þegar störf útsendara
KGB á Vesturlöndum eru
metin staldra menn venju-
lega fyrst við njósnir í hefð-
bundnum skilningi, skjala-
stuld eða því um líkt, hitt
gleymist að útsendarar í
áhrifastöðum eru jafnvel enn
gagnlegri fyrir Sovétstjórn-
ina þegar til lengri tíma er
litið með það markmið henn-
ar í huga að færa út veldi sitt
eftir öllum tiltækum leiðum.
Einn slíkur útsendari í æðstu
stöðu hefur nú verið afhjúp-
aður í Noregi.
Afnám
grænmetis-
einokunar
Almennur fundur um
verslun með grænmeti
ályktaði á þann veg um síð-
ustu helgi, að verslun með
nýtt grænmeti yrði gefin
frjáls og innflutningur á
grænmeti yrði frjáls á þeim
tíma sem innlend gæðafram-
leiðsla annar ekki eftirspurn,
eins og það var orðað. Hér er
varpað fram tillögu sem á
fullan rétt á sér og ætti hún
að geta náð fram að ganga á
alþingi, en þingmenn Banda-
lags jafnaðarmanna og Al-
þýðuflokks hafa hreyft þessu
máli á því þíngi sem nú situr
og sjálfstæðismenn hafa gert
það áður.
Enginn vafi er á því að ein-
okun á grænmetisverslun,
sem stofnað var til fyrir
mörgum áratugum, stangast
á við nútímahugmyndir ís-
lendinga um verslunarhætti.
Ástæðulaust er fyrir stjórn-
endur þessa einokunarfyrir-
tækis eða starfsmenn að líta
á umræður um frjálsræði á
þessu sviði sem aðför að
starfi þeirra eða atvinnu,
þvert á móti ætti þekking
þeirra og reynsla að nýtast
þessu gamalgróna fyrirtæki
til góða í samkeppni við
nýgræðinga.
Þegar Arne Treholt var handtek-
inn á Fornebu-flugvelli á föstudag
var hann á leid til fundar við einn af
hæstsettu mönnunum innan KGB,
Gennady Totov, í Vínarborg. Þessi
sami Titov var sjálfur yfirmaður
KGB við norska sendiráðið á árun-
um 1971—1977, en varð af fara úr
landi þegar njósnamál Gunnvor
Galtung komst upp.
Titov er talinn einn valdamesti
maður innan KGB. Hann hefur
verið mjög athafnasamur og hefur
komið sér upp góðum tengiliðum í
fjölmörgum löndum. Þessar upp-
lýsingar komu fram í fréttatil-
kynningu frá ríkissaksóknara, og
þar er því haldið fram, að Treholt
hafi njósnað fyrir KGB a.m.k. frá
árinu 1977. Líklegast er þó, að
hann hafi verið í þjónustu sovésku
leyniþjónustunnar allt frá lokum
sjöunda áratugarins.
Þegar flett var ofan af Gunnvor
Galtung árið 1977 hafði sést til
nokkurra sovéskra sendiráðs-
starfsmanna á fundum með henni.
Titov yfirgaf Noreg skömmu eftir
afhjúpunina. Honum hefði hvort
sem er verið vísað úr landi í kjöl-
far hennar, en kaus að taka pjönk-
ur sínar áður en honum var form-
lega vísað úr landi. Sex sovéskum
sendiráðsstarfsmönnum var vísað
úr landi skömmu síðar.
Það er ljóst, að jafnt fyrir sem
eftir dvöl sína í Noregi hefur Titov
verið heilinn á bak við njósna-
starfsemi Treholt. Það hefur allt-
af verið Titov, sem hefur lagt fyrir
Treholt hvað gera skuli. Norska
öryggislögreglan hefur nú í fórum
sínum ljósmyndir af fundum Tre-
holts og Titovs bæði í Vínarborg
og Helsinki.
Þegar Galtung-málið var á sín-
um tíma upplýst var norska ör-
yggislögreglan sannfærð um að
„moldvarpa" leyndist einhvers
staðar í röðum æðstu embætt-
ismanna norska ríkisins. Mörg
blöð halda því fram, að fylgst hafi
verið með Treholt allt frá því
Galtung-málið var upplýst, jafnt í
starfi sem einkalífi. Undanfarnar
vikur var sími hans hleraður og
allur póstur til hans gaumgæfi-
lega rannsakaður. í síðasta hluta
aðgerðanna vann 20 manna norskt
lögreglulið að lausn málsins.
Margir hafa lýst yfir undrun
sinni á því hversu langan tíma það
tók að afhjúpa Treholt í ljósi
þeirrar staðreyndar, að fylgst hef-
ur verið með honum frá 1977. Káre
Willoch, forsætisráðherra, hefur
engu að síður sagt frammistöðu
norsku öryggislögreglunnar í máli
þessu vera rós í hnappagat henn-
ar. Heimildarmenn innan örygg-
islögreglunnar segja, að áður en
þeir handtaki mann verði þeir að
vera fullvissir í sinni sök. Sú full-
vissa fékkst ekki fyrr en nú fyrir
skemmstu. Þá segja sömu heim-
ildir innan öryggislögreglunnar,
að ekki megi ganga svo vasklega
fram i leitinni að sönnunum, að
hinn grunaði verði þess var.
Ljóst er að Arne Treholt hefur
verið einn allra mikilvægasti
njósnari KGB í Evrópu á síðari
árum. Þegar Yuri Andropov, nú-
verandi leiðtogi Sovétríkjanna,
var yfirmaður KGB fékk hann
nákvæmar upplýsingar um störf
Treholt með jöfnu millibili. Sá,
sem veitti Andropov þessar uplýs-
ingar, var enginn annar en Titov
sjálfur, að sögn norska blaðsins
Verdens Gang. Titov er jafnan
nefndur „huldumaðurinn". Enginn
nothæf mynd af honum er til hjá
norsku dagblöðunum þrátt fyrir 6
ára veru hans í landinu.
Skilaboð á skrifborði Treholt daginn sem hann var handtekinn:
„Er á fundi, sjáumst
á mánudaginn. Arne“
Klukkan rétt rúmlega 7.30 að
morgni flmmtudagsins 19. janúar
fór Arne Treholt að heiman áleið-
is í vinnuna eins og hann var van-
ur. Það var kalt og hann hneppti
frakkanum að sér er hann kom
út. Enga hreyflngu var að sjá við
Oscarsgötu, þar sem Treholt bjó í
200 fermetra íbúð á 2. hæð stórs,
gamals og virðulegs húss.
Ibúðina hafði hann keypt
fyrir tveimur árum er hann
flutti heim frá New York. Á
bílastæðinu fyrir utan húsið
stóð bifreið hans, Saab 900
Turbo. Það var þó ekki löng leið
frá heimili hans að utanríkis-
ráðuneytinu, nánast steinsnar.
Þennan dag reyndi í fyrsta
sinni verulega á hæfni hans
sem blaðafulltrúa ráðuneytisins
því Geofge Shultz, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, og
Svenn Stray, utanríkisráðherra
Noregs, voru báðir væntanlegir
til Fornebu-flugvallar kl. 9.30.
Treholt var mættur út á
flugvöll í tæka tíð til þess að
taka á móti ráðherrunum. Hann
slóst síðan í för með föruneyti
þeirra á leiðinni inn í borgina,
þar sem fyrsti ákvörðunarstað-
urinn var gestabústaður stjórn-
arinnar í Parkveijen. Þar átti
Shultz að eiga viðræður við
norska ráðherra. Langur og
flókinn undirbúningur er að
baki slíkum fundum, en allt
stóð eins og stafur á bók.
Fundurinn hófst um kl. 10.30.
Þar ræddi Shultz við Stray og
ýmsa aðra frammámenn í
norskum stjórnmálum áður en
hann hélt aftur að gestahúsi
norsku stjórnarinnar um há-
degisbilið. Þar snæddi hann há-
degisverð, en að málsverðinum
loknum héldu viðræðurnar
áfram. Treholt hélt á SAS-
hótelið til þess að yfirfara öll
undirbúningsatriði varðandi
fréttamannafundinn með
íbúðarhúsið, þar sem Treholt býr.
Horngluggi á annarri hæð hússins
er einn glugganna á 200 fermetra
íbúð hans.
Shultz og Stray, sem hefjast
átti kl. 15.
Fundurinn hófst á tilsettum
tíma undir stjórn Geir Grungs
og talsmanns bandaríska utan-
ríkisráðuneytisins, John Hugh-
es. Fundinum lauk laust fyrir
kl. 16. Bílalestin lagði af stað
frá SAS-hótelinu kl. 16.15 áleið-
is út á Fornebu, þar sem cinka-
þota ráðherrans beið hans.
Loks þegar flugvélin hafði
hafið sig til lofts gat Treholt
leyft sér að slaka eilítið á eftir
annasaman dag. Hann hélt aft-
ur á skrifstofu sína í ráðuneyt-
inu, en hélt síðan heim á leið
upp úr kl. 17.30.
Föstudagur, 20. janúar.
Eins og daginn áður var Tre-
holt snemma á fótum. Hann var
mættur til vinnu 15 mínútum
áður en hinn eiginlegi vinnu-
dagur hófst kl. 8. Það vakti at-
hygli starfsmanna ráðuneytis-
ins, að Treholt, sem alla jafna
var óaðfinnanlega klæddur, var
í snjáðum lítt ásjálegum fötum
þennan dag.
Upp úr klukkan 9 fór hann á
fund með öðrum yfirmönnum
utanríkisráðuneytisins og
skömmu eftir að fundinum lauk
fékk hann upphringingu frá að-
ila í bandaríska sendiráðinu í
Ósló, sem lýsti ánægju sinni
með vel heppnaðan frétta-
mannafund daginn áður.
Heimsókn Shultz var á allan
hátt mjög vel heppnuð og Tre-
holt ræddi við Steinar Sitten,
fyrrum blaðafulltrúa ráðuneyt-
isins, um fyrirhugaða heimsókn
Diönu prinsessu um mánaða-
mótin. Þeir Sitten ræddu saman
allan morguninn og það var
helst, að Treholt væri eitthvað
óstyrkari en venja bar til.
Eftir hádegið var vitað til
þess, að skrifstofustúlka lagði
nokkur skjöl inn á borð til Tre-
holts. Á borðið hafði hann lagt
stóran miða, þar sem á var letr-
að: „Er á fundi, sjáumst á
mánudag. Arne.“
Ekki varð úr því, að Arne
Treholt mætti til vinnu eins og
venjulega næsta mánudags-
morgun. Hann var handtekinn
á Fornebu-flugvelli um kl. 17
um daginn, þar sem hann beið
eftir áætlunarvél til
Kaupmannahafnar. Þaðan ætl-
aði hann að halda til Vínar-
borgar til móts við úsendara
KGB. Á þann fund komst hann
aldrei eins og kunnugt er orðið.
(Heimild norska Dagbladet.)