Morgunblaðið - 01.02.1984, Blaðsíða 2
34
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1984
Átta Icelander ullarverzl-
anir í Bandaríkjunum
„Ullarflíkurnar eiga langt líf“, segir Dorette Egilsson
eigandi verzlananna víða um Bandaríkin
Dorette Egilsson og maður
hennar, Árni Egilsson, bassa-
leikari, reka nú átta verzlanir
víðs vegar í Bandaríkjunum
undir nafninu The Icelander,
en íslenzkur ullarfatnaöur og
önnur íslenzk framleiðsla er
aðalþátturinn í því sem þessi
verzlanahringur býður upp á
og á þessu ári hyggst Dorette
opna tvær nýjar verzlanir.
Fyrsta The Icelander-verzl-
unin var opnuð fyrir tveimur
árum og í samtali við Morg-
unblaðið sagði Dorette að
reksturinn gengi mjög vel í
öllum búðunum, enda kvaðst
hún áætla að hún þyrfti að
kaupa íslenzkar ullarvörur
hérlendis fyrir 500 þúsund
dollara á þessu ári til þess að
anna eftirspurn í búðum sín-
um, eða fyrir alls 15 millj. kr.
Verzlanirnar átta sem þegar
starfa eru í Sun Valley og í Ketch-
um í Idaho, í Edina og Minneapol-
is í Minnesota, í Mammoth Lakes í
Californíu, í Seattle í Washington,
í Anchorage í Alaska og í Aspen í
Colorado. Þá kvaðst Doretta ætla
að opna verzlanir á þessu ári í San
Fransisco og Utah.
„90% af vörunum í búðunum
eru íslenzkar ullarvörur," sagði
Dorette. „Allt vörur sem ég kaupi
frá ýmsum prjónastofum á ís-
landi. Það er mikið spurt um ís-
lenzka ull, hún er í tízku og er þá
alveg sama hvort verzlanirnar eru
á skíðastöðum eða í stórborgum,
en segja má að verzlanirnar skipt-
ist til helminga á sérstaka ferða-
mannastaði og stórborgir. Auk
ullarvörunnar er ég einnig með
nokkuð af framleiðslu Glit og ann-
að af íslenzkri framleiðslu sem
tengist ferðamannaiðnaði, því
segja má að allar búðirnar geri
það og einnig er ég með svolítið af
öðrum norrænum vörum eins og
til dæmis frá Kosta Boda.
Hugmyndina að þessum búðum
Ljósm. Mbl. RAX.
Dorette er byrjuð aó auglýsa ís-
lenzka ullarfatnaðinn skipulega og
hér eru meðfylgjandi tvær auglýs-
ingasíður úr kunnu blaði, Sun Valley
Magazine.
fékk ég frá Hauki Gunnarssyni í
Rammagerðinni. Ég hef í mörg ár
haft gaman af að koma inn í
Rammagerðina og skoða það sem
þar er á boðstólum og einu sinni
spurði Haukur með sinni
skemmtilegu framtakssemi af
hverju ég opnaði ekki slíka búð í
Bandaríkjunum. Og það varð úr,“
sagði Dorette, sem er þýzk en tal-
ar mjög vel íslenzku þótt hún hafi
aldrei búið á íslandi. Hún hefur
hins vegar íslenzkan ríkisborgara-
rétt eins og maður hennar sem
hún kvað aðstoða sig mjög dyggi-
lega í verzlanarekstrinum þótt
hann hefði mikið að gera í hljóm-
listarflutningi í hinum ýmsu upp-
tökusölum meðal annars.
Dorette stjórnar verzlunum sín-
um í gegnum síma, en hún sagðist
einnig heimsækja þær nokkrum
sinnum á ári. Alls starfa 24
starfsmenn í The Icelander-verzl-
„Á skíðastöðunum eru það auð-
vitað mest ferðamenn héðan og
þaðan sem kaupa íslenzku ullar-
vörurnar, en í stórborgunum er
það yfirleitt fólk sem vill vandaða
hluti og dýra má segja, því ullar-
fatnaðurinn er dýr og flokkast að
því leyti undir lúxusvöru. íslenzki
ullarfatnaðurinn er að ávinna sér
traust sem hlýr, vandaður og góð-
ur um leið og hann er persónu-
legur. Fólk kaupir ef til vill peysu
og kemur síðan og bætir vettling-
um við eða húfu og þannig mynd-
ast samstæður af því að fólk finn-
ur að ullarflíkurnar eiga langt líf.
Það fólk sem verzlar mest í okkar
búðum er á aldrinum 37—65 ára,
en einnig eru litaðar lopapeysur
nú mjög vinsælar fyrir ungt fólk.
Mest selst þó af fóðruðum jökkum,
en ég komst fljótt að raun um það
að það skiptir máli að hafa við
störf f verzlununum fólk sem er
þjálfað og þekkir gæði og mögu-
leika íslenzku ullarinnar, því það
er nauðsynlegt að lýsa þeim kost-
um fyrir þeim sem kynna sér það
sem er á boðstólum. Nú hef ég
fengið eina íslenzka konu til
starfa og vænti mikils af því. Mín
von er sú að þetta gangi vel áfram
og verði bæði mér og íslandi til
sóma, íslenzka ullarframleiðslan
býður upp á það.“
— »j-
Frá The Icelander-verzluninni í Seattle.
The The Icelander-verzluninni f Kaliforníu.
Frá The Icelander-verzluninni í Alaska.
Vinsælu tréklossarnir meö beygjanlegu
sólunum komnir aftur, margar nýjar gerð-
ir.
GEfsfB
H