Morgunblaðið - 01.02.1984, Blaðsíða 4
36
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1984
Svipmyndir úr borginni:
„Framtíðin er í brauðinu“
— eftir ólaf Ormsson
Meira eða minna stöðug snjó-
koma, skafrenningur og kuldi und-
anfarna daga í Reykjavík og á
landsbyggðinni er af fróðum
mönnun talin hafa þau áhrif á
geðheilsu að jafnvel bjartsýnustu
menn koma ekki auga á skoplegar
hliðar mannlífsins. Þessa skoðun
vil ég draga í efa. Húmorista er
sem betur fer að finna enn á með-
al vor í táradal samtímans.
{ glórulausri stórhríð og suð-
vestangarra skömmu eftir ára-
mótin var mikið um að vera í
verslun í miðborginni sem verslar
með myndbandatæki. Þar var
sannkölluð hátíðarstemmning og
engin bölsýni ríkjandi á þeim bæ
miklu fremur smitandi bjartsýni.
Verslunarstjórinn, ungur maður,
á að giska um þrítugt, hefur
greinilega mikla trú á frjálsri
verslun þrátt fyrir allt krepputal
og volæði þessa síðustu tíma.
Hann fór sem hvirfilvindur um
verslunina og útlistaði fyrir hópi
viðskiptavina frábæra kosti þeirr-
ar vöru sem hann hefur á boðstól-
um. Hann gerði stutt hlé á erindi
sínu, skaust í símann, talaði í
nokkrar mínútur til útlanda, kom
svo að vörmu spori til baka og tók
upp þráðinn að nýju þar sem frá
var horfið:
— Já, jæja elskurnar. Þið fáið
ekki betri myndbandatæki en
þessi frábæru tæki okkar. Það er
sama hvar þið komið, tækin okkar
bera af öðrum tækjum að gæðum,
fegurð, stíl og frumleika. Spyrjið
bara þá sem hafa verslað við
okkur, þeir skipta þúsundum og þá
er að finna í afskekktum sveitum
og einnig í sýslum, hreppum og
bæjarfélögum allt í kring um
landið. Hér komu t.d. í byrjun des-
embermánaðar fullorðin hjón og
keyptu myndbandatæki, eitt
stykki takk sagði konan. Hún var
einmitt að hringja í okkur í gær,
blessunin og hún er yfir sig hrifin.
Hún er bálskotin í tækinu og er
fyrst núna að kynnast heiminum,
komin á sjötugsaldurinn. Karlinn
hennar var einmitt rétt fyrir jólin
að fá lánað heilt bílhlass af
myndböndum frá stríðsárunum
þegar amma var ung og sæt.
í skartgripaverslun við Lauga-
veginn var næstum sama bjart-
sýnin ríkjandi í suðvestangarra og
stórhríð. Meistarinn á staðnum
sagði að mætti hafa eftir sér að
desembermánuður hefði verið
meira en allt í lagi og engin
ástæða til að kvarta. Þegar tíu
dagar voru liðnir af nýja árinu
sagði hann aftur á móti að ekki
hræða hefði litið inn í verslunina
frá áramótum og líklega best að
segja starfsfólkinu upp, og hann
bætti við: — Atvinnuleysisbæt-
urnar eru ekki svo litlar og það
eru næstum forréttindi að njóta
þeirra.
Hann hafði ekki fyrr sleppt orð-
inu en hávaxin miðaldra frú í
voldugum minkapelsi opnaði úti-
dyrahurðina í versluninni og bauð
góðan daginn. Hún var alsett
eyrnalokkum og perlufestum
þannig að skrölti í öllu saman þeg-
ar hún lagði frá sér budduna á
búðarborðið og brosti til meistar-
ans. Hann stóð líka brosandi við
búðarborðið enda ekki ólíklegt að
hann hafi komist í feitt eins og
Ólafur Ormsson
það er orðað þegar mikil viðskipti
eru í vændum.
Matsölustaðir hafa sprottið upp
í borginni síðustu árin og þykir
surautn nóg um, aðrir fagna ákaft,
sérstaklega framsækinn félags-
skapur sælkera sem er tilbúinn að
smakka á góðum réttum hvort
sem er árla morguns eða seint að
kvöldi. Matsölustaðirnir eiga það
sameiginlegt að bjóða upp á mjög
góðan mat og ágæta þjónustu.
Einn slíkur staður er í miðborg
Reykjavíkur og er vinsæll. Þar var
þétt setið í hádegi dag einn í upp-
hafi ársins. Fólk var afslappað og
naut góðrar máltíðar. Við borð
voru ræddar horfur á nýju ári og
veðurfar sem er algengt umræðu-
efni manna á meðal hér á landi.
Við eitt borðið ekki langt frá vín-
bar sátu þrír karlmenn og ein
kona, fólk á besta aldri, líklega um
þrítugt. Það var stöðugt verið að
bera mat og drykk að borðinu, létt
vín og kokteila og svo var komið
með blóm í stórum vasa sem sett-
ur var á mitt borðið. Lítið fór fyrir
fólkinu lengi vel, en skyndilega
gerðist konan nokkuð ölvuð og hóf
að tjá sig um hin ólíklegustu mál-
efni, baráttu verkalýðshreyfingar-
innar, sjónvarpsauglýsingar,
megrun, jazzballet, hjónaskilnaði
og hundrað ára afmæli Góðtempl-
arareglunnar.
Konan óskaði öllum viðstöddum
gleðilegs árs, svo fór hún að bera á
sig varalit, dökkrauðan, og hellti
síðan yfir sig ilmvatni úr litlu
glasi. Fáir veittu henni nokkra at-
hygli fyrr en hún stóð upp frá
borði og beindi orðum sínum til
þriggja þjóna á staðnum. Hún var
í svörtum flegnum samkvæmis-
kjól sem opinberaði þrýstinn
barminn. Skyndilega barði hún
með gaffli í borðbrúnina og kall-
aði yfir salinn til þjónanna sem
voru í nokkurra metra fjarlægð:
— Ætlið'þið ekki að kyssa mig
strákar? Kysstu mig Nonni og þú
Donni. Gerið það, kyssið mig
strákar.
Þjónarnir hurfu þegar inn í
hliðarsali, létu sem þeir heyrðu
ekki í konunni en sá karlmann-
anna sem sat næst henni við borð-
ið kyssti hana rembingskossi og
sýndist hún alsæl lengi á eftir og
teygði sig í kampavínsflösku á
borðinu og hellti í þrjú glös.
Rétt áður en ég renndi þessum
pistli í gegnum ritvélina hitti ég á
förnum vegi kunnan Reykvíking á
miðjum aldri. Hann er rúmlega
þrítugur og eitt sinn vann hann
sér til frægðar að sjá sömu bíó-
myndina að minnsta kosti fjörtíu
sinnum. Þetta er ljúfur piltur og
hinn besti drengur sem hefur lagt
hönd á margt á ekki langri lífsleið.
Sem unglingur rétt innan við tví-
tugt tók hann grafir í kirkjugörð-
um í Kaupmannahöfn og deildi
kjörum með hippaliðinu í borg-
inni. Lengi var hann rótari með
helstu popphljómsveitum sjöunda
áratugarins, síðan umboðsmaður
nokkurra hljómsveita og um tíma
umfangsmikill kaupsýslumaður í
Reykjavík og verslaði með tísku-
fatnað. Hann barst svo mikið á
um tíma að ekki hefði komið mér á
óvart að finna nafn hans meðal
hæstu skattgreiðenda og mig
minnir að hann hafi búið í glæsi-
höll á Arnarnesi og ekið einhverj-
um dýrasta bíl sem til var á ís-
landi. Við ræddumst við inni í
sjoppu um stund. Ég spurði hvað
hann væri að fást við þessa stund-
ina.
— Ég er bakaranemi á þriðja
ári og sérhæfi mig í brauðgerð,
svaraði pilturinn og brosti.
— Þú ert þá ekki fær um að
kaupa af mér eitt lítið smásagna-
safn. Auðvitað blankur þar sem þú
ert í námi, sagði ég þá.
— Já, ég er blankur. En fram-
tíðin er í brauðinu og ég stefni á
framhaldsnám í útlöndum og hef
engan áhuga á smákökugerð.
Fólkið hættir aldrei að borða
brauð. Smákökurnar eru aftur
lúxusvara. Heyrðu, ég skal kaupa
af þér smásagnasafnið þegar ég er
aftur orðinn sæmilega efnaður að
loknu námi, svaraði pilturinn áður
en við kvöddumst fyrir utan
sjoppuna.
Kunningi minn er einn þeirra
sem þora. Slíkir ofurhugar eru
fátíðir nú á dögum. Hann hóf nám
í bakaraiðn um þrítugt og hafði þó
fyrir konu og börnum að sjá.
Ólaíur Ormsson er rithöíundur.
Hann starfar auk þess hjá Reykja-
víkurborg.
Sala hlutabréfa ríkissjóðs og stofn-
un opinbers verðbréfamarkaðar
— eftir Björn
Friófinnsson
Fréttaklausa í Morgunblaðinu 6.
janúar sl. um væntanlega sölu
hlutabréfa ríkissjóðs í Iðnaðar-
bankanum hefur vakið mig til um-
hugsunar um fyrirkomulag á sölu
hlutabréfanna. I fréttinni er haft
eftir iðnaðarráðherra, að hluta-
bréfin, sem nema 27% hlutafjár í
Iðnaðarbankanum, verði fljótlega
boðin til kaups, en síðan er haft
eftir ráðherra: „Það hefur því mið-
ur ekki tekist enn að fá mat hlut-
lauss aðila á verðgildi bréfanna,
en væntanlega verður hægt að
ganga frá þessu í mánuðinum."
Einnig er sagt frá því í fréttinni
að ríkisskattstjóri hafi vísað frá
sér að leggja mat á verðgildi bréf-
anna í þessu tilviki.
Verðbréfamarkaður
Velferðarríki Vesturlanda hafa
um langan aldur þróað með sér
sölukerfi fyrir hlutabréf og skrán-
ingu á verði þeirra, enda gegnir
það lykilhlutverki í hagkerfi ríkj-
anna. ísland hefur hér verið und-
antekning, en þrátt fyrir ákvæði í
lögum um stofnun opinbers verð-
bréfamarkaðar, hefur lítt miðað í
þá átt.
Hér hefur á síðustu árum þó
myndast vísir að kerfi verðskrán-
ingar fyrir skuldabréf ríkissjóðs
og fasteignatryggð skuldabréf,
þótt ófullkominn sé. Markaður
fyrir hlutabréf er hins vegar lítill
sem enginn. Fyrirtæki afla sér því
sjaldnast fjár til uppbyggingar
með sölu hlutabréfa á almennum
markaði, og almenningur hefur
ekki ástæðu til þess að varðveita
sparifé sitt í slíkum eignarhlutum
eins og aðstæður hafa verið.
Hér er ýmsu um að kenna. Má
þar nefna ákvæði skattalaga og
einnig ákvæði félagssamþykkta í
hlutafélögum, sem setja hömlur á
sölu hlutabréfanna.
Nú eru boðaðar breytingar á
skattalögum, sem gera eiga eign á
hlutabréfum eftirsóknarverðari,
og er full ástæða til þess að nota
um leið tækifærið og hrinda
áformum um stofnun opinbers
verðbréfamarkaðar í framkvæmd.
Ríkissjóður getur samtímis selt þá
hlutafjáreign sína, sem ákveðið er
að bjóða almenningi til kaups.
Af hverju kaupa
menn hlutabréf?
í stuttu máli held ég að menn
kaupi hlutabréf hér á landi af
þremur ástæðum.H.
í fyrsta lagi í því skyni að ná
aðstöðu í stjórn og framkvæmda-
stjórn hlutafélags og þar með að
skapa sér og sínum viðurværi.
Hvatinn til fjárfestingarinnar er
vænting um laun, starfsaðstöðu og
hugsanlega einhver hlunnindi hjá
hlutafélaginu. Verð það, sem
menn vilja greiða fyrir hlutabréf-
in, fer eftir því, hvað þeir meta
hugsanlegan ávinning af fram-
angreindum atriðum.
I öðru lagi má nefna að almenn-
ingur kaupir oft hlutabréf til þess
að styrkja „gott“ málefni í sínu
byggðarlagi. Má þar nefna kaup á,
hlutabréfum í útgerðar- og fisk-
vinnslufyrirtækjum í því skyni að
hleypa lífi í atvinnulíf staðarins.
Hvatinn til fjárfestingarinnar
er vænting um aukin umsvif og
veltu í byggðinni og bætt mannlíf
þar með batnandi efnahag. Verð
það, sem menn vilja greiða fyrir
hlutabréfin, en nafnverð þeirra,
enda er yfirleitt um stofnun hluta-
félaga að ræða eða að verðmæti
viðkomandi hlutafjárstofns hefur
Björn Friðfinnsson
„Ég vil meö þessum lín-
um hvetja til þess, að
ríkissjóður beiti sér
fyrir því að afnumdar
verði hömlur á sölu
hlutabréfa í þeim hluta-
félögum, sem ætlunin er
að selja hlutafjáreign
ríkissjóðs í.“
verið leiðrétt með útgáfu jöfnun-
arhlutabréfa fyrir útgáfu þeirra
bréfa, sem til sölu eru boðin.
í þriðja lagi er svo um það að
ræða, að menn kaupi hlutabréf tij
þess að ávaxta sparifé sitt, þótt
slíkt sé ekki algengt hér á landi.
Reglan erlendis er sú, að verð
hlutabréfa í almenningshlutafé-
lögum fer eftir því, hvað fyrir þau
fæst á markaðinum. markaðsverð-
ið ræðst af fjölmörgum atriðum,
s. s. arðsemi viðkomandi hlutafé-
lags eða von um skyndilega aukna
eftirspurn eftir hlutabréfum þess,
t. d. í sambandi við samruna hluta-
félaga. Það ræðst einnig af al-
mennu efnahagsástandi á hverj-
um tíma og ákvæðum skattalaga.
Á hlutabréfamarkaði taka
menn verulega áhættu, en menn
geta líka átt von á því að hagnast
talsvert og vinningsvonin verður
því hvati til að menn fjárfesti í
hlutabréfum. Almennt er ætlast
til þess, að hlutabréfamarkaður-
inn gefi betri arð en ávöxtun á
sparisjóðsreikningum.
Upplýsingar um
hag hlutafélaga
Venja er, að við útboð nýrra
hlutabréfa á verðbréfamarkaði sé
gefið út boðsbréf (prospect), þar
sem lýst er viðkomandi hlutafé-
lagi, markmiðum þess, efnahag og
þeirri arðsvon, sem við það er
bundin. Vegna daglegra viðskipta
með hlutabréf almenningshlutafé-
laga á verðbréfamarkaði er svo
gerð krafa til þess að þau birti
reglulega upplýsingar um hag
sinn til þess að auðvelda hluthöf-
um og öðrum að meta arðsvon
hlutabréfanna.
Skrifuð hafa verið mörg rit um
aðferðir við slíkt mat, en engin
kenning virðist þó óbrigðul í því
efni. Að lokum er það ávallt
ástand markaðarins og „hugboð“
þeirra, sem þar versla, er verðinu
ræður.
Ég vil með þessum línum hvetja
til þess, að ríkissjóður beiti sér
fyrir því að afnumdar verði höml-
ur á sölu hlutabréfa í þeim hluta-
félögum, sem ætlunin er að selja
hlutafjáreign ríkissjóðs í. Jafn-
framt verði teknar saman upplýs-
ingar fyrir almenning um hluta-
félögin og þau atriði, sem auðveld-
að gætu væntanlegum kaupendum
mat á verðmæti hlutabréfanna.
Þá verði nú á þessu ári hafinn
rekstur opinbers verðbréfamark-
aðar eins og lagaákvæði standa til.
Ríkissjóður verður að
selja hlutabréf
sín á réttu verði
Með framangreindu móti getur
ríkissjóður selt hlutabréf sín eftir
því sem verð þykir fýsilegt. Hægt
er að setja fá bréf til sölu í byrjun
meðan verið er að finna, hvert rétt
markaðsverð er, og síðan er hægt
að haga sölunni eins og hagstæð-
ast er fyrir ríkissjóð hverju sinni.
Verðbréfamarkaðurinn auðveld-
ar um leið stofnun nýrra fyrir-
tækja og útboð aukins hlutafjár í
starfandi fyrirtækjum. Hann
myndi skapa vettvang fyrir al-
menn viðskipti með hlutabréf og
hann yrði til aðhalds fyrir stjórn-
endur almenningshlutafélaga.
Ekki er mér kunnugt um, hvað
hlutafjáreign í Iðnaðarbankanum
gefur af sér, og ég hygg að svo sé
um flesta landsmenn. Eftirspurn
eftir kaupum á hlutafjáreign rík-
issjóðs hlýtur að vera afar tak-
mörkuð, nema hlutabréfin séu
boðin með einhverjum þeim vild-
arkjörum, að aðrir núverandi
hluthafar í bankanum sjái sér
augljósan hag af því að kaupa
þessi 27% hlutafjár, sem ríkið á.
Ég held að mikil trygging væri í
því fólgin fyrir skattgreiðendur,
að svo verði um hnútana búið áður
en sala nefndra hlutabréfa fer
fram, að hægt verði að selja þau á
opinberum verðbréfamarkaði, þar
sem verðskráning fer daglega
fram. Nauðsyn ber einnig til að
auðvelda næstu skref í uppbygg-
ingu atvinnulífs hér á landi með
stofnun slíks markaðar.
Björn Fridfinnsson er fram-
kvæmdastjóri Lögfrædi- og stjórn-
sýsludeildar Reykjavíkurhorgar.