Morgunblaðið - 01.02.1984, Side 6
38
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1984
AF INNLENDUM
VETTVANGI
HELGI BJARNASON
paprika. Árið 1982 voru framleidd
600 tonn af tómötum (249 tonn
1976), 436 tonn af gúrkum (352
tonn 1976) og 60 tonn af papriku
(11 tonn 1976). Ferskt grænmeti
var fyrst flutt flugleiðis inn til
landsins 1976, 100 tonn. Árið 1978
voru flutt inn 192 tonn, 1980 385
tonn og 530 tonn árið 1983. Neysla
tómata er talin vera um 3 kg á
mann en um 2,5 kg af gúrkum.
Verslun með grænmeti
Er breytinga
þörí?
Hverjir krefjast
breytinga?
Kröfur um breytingar koma
fyrst og fremst frá neytend-
um. Fulltrúar þeirra segja að nú-
verandi fyrirkomulag á sölu
grænmetis fullnægi kröfum neyt-
enda ekki nægjanlega vel eins og
þær eru orðnar í dag. Telja þeir að
lækkun tolla á innflutt grænmeti
og frjáls innflutningur og verslun
muni stuðla að meira framboði,
lægra verði og betri þjónustu.
Fulltrúar heildverslunarinnar
telja að núverandi fyrirkomulag
Þrátt fyrir að svartasta skammdegið sé varla liðið og mikil snjóalög á jörð, standa nú „vorverkin" sem hæst hjá
garðyrkjubændum landsins. Myndin var tekin á garðyrkjustöðinni Laugalandi í Borgarfirði fyrr í vikunni.
Morgunbladið/HBj.
Verslun með grænmeti hefur
verið nokkuð til umræðu í
framhaldi af almennum fundi sem
nokkur félög neytenda auk Verslun-
arráðs íslands boðuöu til fyrir
skömmu. Á fundinum og í ályktun
sem þar var samþykkt kom fram
harðorð gagnrýni á núverandi sölu-
fyrirkomulag grænmetis og úrbóta
krafist, meðal annars að innflutning-
ur og verslun með grænmeti verði
gefin frjáls. Ýmsar spurningar hafa
vaknað í framhaldi af þessu, meðal
annars hvernig fyrirkomulagið er í
dag og hvaða afleiðingar frjáls versl-
un myndi hafa. Þessu er reynt að
svara í eftirfarandi samantekt. Við
samningu hennar var stuðst við sam-
töl við ýmsa hagsmunaaðila, umræð-
ur á ofangreindum fundi auk ýmissa
tiltækra gagna.
Grænmetisverslun hefur
einkarétt til innflutnings
amkvæmt núgildandi lögum
um Framleiðsluráð landbún-
aðarins o.fl. hefur ríkisstjórnin
(landbúnaðarráðuneytið) einka-
rétt á að flytja til landsins kart-
öflur og nýtt grænmeti. Grænmet-
isverslun landbúnaðarins, sem er
fyrirtæki undir stjórn Fram-
leiðsluráðs landbúnaðarins, ann-
ast innflutninginn og heildsölu-
dreifingu í umboði landbúnaðar-
ráðuneytisins. Grænmetisverslun-
in hefur aftur falið Sölufélagi
garðyrkjumanna, sem er sam-
vinnufélag garðyrkjubænda, að
sjá um innflutning á þeim græn-
metistegundum sem þar eru aðal-
lega til sölu. Framleiðsluráð land-
búnaðarins hefur samkvæmt lög-
unum á hendi yfirumsjón sölu-
mála matjurta- og gróðurhúsa-
framleiðslu landsins. Framleiðsla
innlendra kartöflu- og garðyrkju-
bænda er að miklu leyti seld í
gegnum Grænmetisverslunina,
sem sér um sölu á kartöflufram-
leiðslunni og meginhluta útirækt-
aða grænmetisins, og Sölufélag
garðyrkjumanna, sem sér um sölu
gróðurhúsaframleiðslunnar og
hluta útiræktaða grænmetisins.
Þrátt fyrir að þessi fyrirtæki hafi
einkarétt á heildsölu grænmetis
samkvæmt lögum og samþykktum
Framleiðsluráðs þá er talið aö um
30% af grænmetisframleiðslu
landsmanna (kartöflur ekki með-
taldar) sé seld utan fyrirtækj-
anna, það er svoköliuð heimasala
og sala einstakra framleiðenda
beint til verslana.
70% tollur
ollar á grænmeti eru frá
0—70% eftir tegundum.
Tollur á kartöflum er 4%, 50% á
lauk og 70% á öðrum helstu
grænmetistegundum. Menn eru
ekki sammála um hvort tollurinn
sé verndartollur fyrir innlenda
framleiðslu eða hvort hann sitji
eftir sem arfur frá liðnum tíma
sem tekjuöflun ríkissjóðs. Til sam-
anburðar má geta þess að enginn
tollur er lagður á helstu tegundir
innfluttra ávaxta, svo sem epli,
appelsínur og banana. Var tollur
af þessum ávaxtategundum felld-
ur niður í apríl 1975 í þeim til-
gangi að lækka mikilvægar mat-
vörur á móti skerðingu verðbóta á
laun.
Grænmetisneysla
hefur stóraukist
Eðiilegt er að skipta garð-
ávöxtum í tvo meginflokka:
Kartöflur og annað útiræktað
grænmeti annars vegar og
grænmeti ræktað í gróðurhúsum
hins vegar. I fyrrnefnda flokknum
eru gríðarlegar sveiflur í ræktun
innanlands vegna ótryggra vaxt-
arskilyrða hér á landi og er inn-
flutningurinn því einnig mjög
misjafn á milli ára. Hlutfall inn-
flutnings á kartöflum til dæmis
hefur á síðustu árum verið frá því
að vera nánast enginn (1980) og
farið upp í það að flytja þurfi
meginhlua allra neyslukartaflna
inn til landsins (1983). Neysla
kartaflna er talin vera nálægt 50
kg á mann að meðaltali og er það
minna en í flestum nágrannalönd-
um okkar. Hefur neyslan hér farið
minnkandi hin síðari ár á sama
hátt og í nágrannalöndunum.
Notkun og framleiðsla á ýmsu
öðru útiræktuðu grænmeti hefur
hins vegar farið vaxandi hin síðari
ár. Sveiflur eru þar einnig tals-
verðar og misjafnt hvað flutt er
inn af því. Svo dæmi sé tekið þá
eru seld hér rúm 1 þúsund tonn af
hvítkáli á ári sem samsvarar með-
al notkun um 4,5 kg. á mann. Árið
1982 voru flutt inn rúm 800 tonn
af hvítkáli.
Framleiðsla á grænmeti og
ávöxtum í gróðurhúsum hefur far-
ið hraðvaxandi á síðustu árum og
hefur átt verulegan þátt í þeim
breyttu neysluvenjum sem orðið
hafa. Anna garðyrkjubændur
þeirri eftirspurn sem nú er yfir
hásumarið en vegna hnattstöðu
landsíns geta þeir aldrei vænst
þess að anna eftirspurn allt árið
og er innflutningur því nauðsyn-
legur. Helstu framleiðslutegund-
irnar eru tómatar, gúrkur og
sé skerðing á atvinnufrelsi. Þá
koma hollustusjónarmið mjög við
sögu. Fulltrúar neytenda segja að
hátt verð og forneskjulegt fyrir-
komulag á innflutningsverslun-
inni standi í veginum fyrir að eðli-
legum óskum neytenda um fjöl-
breytt og heilsusamlegt fæði sé að
þessu leyti fullnægt. Þá er sagt að
þrátt fyrir að neysla grænmetis
hafi stóraukist á síðustu árum sé
hún ennþá allof lítil miðað við
nágrannaþjóðirnar.
Til breytinga þarf
atbeina Alþingis
lmennur fundur um verslun
með grænmeti sem haldinn
var fyrr í mánuðinum skoraði á
stjórnvöld að gefa verslun með
nýtt grænmeti frjálsa og heimila
innflutning á þeim tímum sem
innlend gæðaframleiðsla annar
ekki eftirspurn. Breyting í þessa
veru verður ekki gerð öðruvísi en
með lagabreytingu, þó landbúnað-
arráðuneytið og Framleiðsluráð
hafi ákveðna möguleika til rýmk-
unar innan ramma núgildandi
laga. Verslunarráð hefur til dæm-
is óskað eftir því við landbúnað-
arráðuneytið að fleiri aðilum en
Grænmetisversluninni verði
heimilað að flytja inn grænmeti
en ráðuneytið synjaði þeirri ósk.
Frumvörp hafa verið flutt á Al-
þingi á undanförnum þingum sem
eru mjög í sama dúr og ofangreind
ályktun. Menn úr Sjálfstæðis-
flokki, Alþýðuflokki og Bandalagi
jafnaðarmanna hafa verið flutn-
ingsmenn að þessum frumvörpum
en þau hafa ekki orðið útrædd.
Nýjast er frumvarp fjögurra þing-
manna úr Alþýðuflokki og Banda-
lagi jafnaðarmanna sem flutt var
á yfirstandandi þingi. Það frum-
varp gerir meðal annars ráð fyrir
að innflutningur kartaflna og
grænmetis verði gefinn frjáls á
þeim tímum sem innlend fram-
leiðsla annar ekki eftirspurn og
einkaréttur ríkisstjórnarinnar,
sem í raun hafi verið einkaréttur
Grænmetisverslunar landbúnað-
arins, falli niður. Gert er ráð fyrir
að viðskiptaráðuneytið stýri inn-
flutningnum. Frumvarpið gerir
einnig ráð fyrir að heimilt verði að
viðurkenna aðra aðila en Sölufé-
lag garðyrkjumanna til að annast
heildsölu á innlendri matjurta- og
ylræktarframleiðslu. Segir í
greinargerð með frumvarpinu að
sú breyting leiði af því að fleiri
innflutningsaðilar muni væntan-
lega koma sér upp aðstöðu til
geymslu og dreifingar er hag-
kvæmt kunni að vera að nýta til
dreifingar á innlendri framleiðslu
einnig. Þá er einnig rétt að geta
þess að fulltrúar stjórnarflokk-
anna vinna nú að undirbúningi
endurskoðunar Framleiðsluráðs-
laganna í samræmi við stjórnar-
sáttmála núverandi ríkisstjórnar
og hefur varaformaður Sjálfstæð-
isflokksins lýst því yfir að breyt-
ingar sem hér er rætt um verði
teknar til afgreiðslu við þá endur-
skoðun. Til að afnema tolla á inn-
flutt grænmeti og rekstrar- og
framleiðsluvörur garðyrkju-
bænda, sem sami fundur krafðist,
þarf einnig lagabreytingu. Lögin
um tollflokkun, tollskrá o.fl. frá
árinu 1976 eru nú í endurskoðun
og er stefnt að því að leggja frum-
varp þar um fram á þessu ári.
Koma kröfur um niðurfellingu
tolla á grænmeti væntanlega til
álita við þá endurskoðun.
Hver yrðu áhrifin?
Ekki eru menn sammála um
hvaða áhrif breytingar í
þessa átt muni hafa. Þeir sem
slíku eru fylgjandi telja að neysla
grænmetis muni stóraukast. Talið
er að þeir heildsalar sem nú flytja
inn nýja ávexti, um það bil 10 að
tölu, hæfu innflutning á græn-
meti. Þeir þyrftu að keppa um
hylli neytenda og beittu til þess
auglýsingum og annarri kynning-
arstarfsemi. Samkeppnin hvetti
þá til hagstæðra innkaupa og fjöl-
breytts framboðs. Þá er talið að
frjáls innflutningur skapi sam-
anburð eða óbeina samkeppni við
garðyrkjubændur sem hvetti þá til
aukinnar hagkvæmni og jafnvel
verðlækkunar. Segja þeir sem eru
fylgjandi breytingum að þeir sem
nú flytji inn ávexti séu í viðskipt-
um erlendis við aðila sem jafn-
framt selja grænmeti, flutnings-
aðferðir séu svipaðar og dreifing
falli að þeirra dreifingarkerfi þar
sem um sömu kaupendur sé að
ræða. Gætu þessir heildsalar því
bætt grænmetisinnflutningnum
við sig án verulegs kostnaðarauka.
Telja menn að við þetta stækki
markaðurinn að mun og nefna í
því sambandi innflutning og
neyslu ávaxta sem sagt er að sé
svipuð hér og í nágrannalöndun-
um. Sem dæmi hefur verið nefnt
að miðað við neyslu nágranna-
þjóðanna ætti að vera markaður
hér á landi fyrir 20—25 þúsund
tonn af kartöflum á ári í stað
12—14 þúsund tonna undanfarin
ár og 10—12 þúsund tonn af öðru
grænmeti í stað 4—5 þúsund
tonna sem hér eru seld á ári.
Framkvæmdina hugsa þessir
menn sér þannig að innflutningur
yrði algerlega frjáls utan fram-