Morgunblaðið - 01.02.1984, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1984
45
Guðni Guðmundsson rektor Menntaskólans í Reykjavík og Guðmundur Arnlaugsson fyrrv.
rektor Menntaskólans við Hamrahlíð voru meðal framsögumanna.
Guðmundur Magnússon rektor Háskóla íslands ræddi í framsöguerindi sínu um þann vanda,
sem skólinn ætti nú við að etja vegna sívaxandi aðsóknar. Á myndinni grillir í Gunnlaug
Ástgeirsson fundarstjóra.
Halldór Guðjónsson kennslustjóri Háskólans reifaði í framsöguerindi sínu tvær hugmyndir um
breytt skipulag Háskólans.
Tvær hugmyndir um
breytt skipulag Háskólans
1) Kétt væri að stvtta nám fram að stúdentsprófi um eitt ár og
nemendur kæmu að jafnaði einu ári yngri til háskólanáms.
2) Rétt væri að skipuleggja háskólanám á þann veg, að tvö fyrstu
árin væru sameiginleg með stórum hópum nemenda, sem nú er
skipt smærra.
Er Hjalti Kristgeirsson hafði lokið máli
sínu fóru fram umræður. Var víða komið
við og þykir rétt að gera þeim nokkur skil.
Ingólfur Þorkelsson skólameistari Fjöl-
brautaskólans í Kópavogi kvaddi sér
hljóðs og varpaði fram þeirri spurningu,
hvort ekki hefði verið lögð of rík áherzla á
hagnýtt gildi menntunar og of lítil áherzla
á þroskagildi hennar. Hann lauk máli sínu
með þessum orðum: „Skólarnir eiga að
senda frá sér hugsandi einstaklinga, og því
má sérmenntunin ekki hefjast of snemma.
... Stúdentar þurfa fyrst og fremst að
hafa trausta og breiða almenna menntun,
er þeir koma í háskóla, sem eflir menn til
sjálfstæðra vinnubragða og viðhorfa ...
Er það ekki eitt brýnasta verkefnið í fram-
haldsskólum í dag að treysta burðarstoðir
almennrar menntunar og styrkja stöðu ís-
lenzkrar tungu, bókmennta og sögu?“
Ingvar Ásmundsson skólastjóri Iðnskól-
ans lagði orð í belg og sagði m.a.: „Það er
kannski ríkari ástæða núna heldur en
nokkru sinni fyrr að gera framhaldsskól-
ann hnitmiðaðri. Ég hygg, að mestu máli
skipti að kenna almennar undirstöðu-
greinar á markvissari hátt. Þar á ég við
móðurmálið, stærðfræði og a.m.k. eitt er-
lent tungumál ... Ég held, að það sé líka
nauðsynlegt að huga að því að fækka þeim
greinum, sem hver nemandi hefur í takinu
í senn, í því skyni að hann nái marktækum
árangri."
Skólakerfiö verði í
sífelldri endurskoöun
Kristján Bersi ólafsson skólameistari
Flensborgarskóla í Hafnarfirði ræddi þau
stakkaskipti, sem framhaldsskólakerfið
hefur tekið á árunum eftir 1970 og sagði
m.a.: „Það hafa komið upp nýir skólar, nýj-
ar skólagerðir. Nýjar aðferðir við fræðslu
og skipulag skóla hafa rutt sér til rúms, og
ég held, að það sé engin leið að segja annað
en að heildarárangurinn hafi verið já-
kvæður. Þetta hefur leitt til þess, að
menntun í landinu hefur aukizt. Það hafa
fleiri Islendingar en áður lært meira en
þeir hafa lært áður. Hitt er svo annað mál,
að ýmislegt af því, sem gert hefur verið,
kann að standa til bóta. Það er verið að
þróa skipulag af ýmsu tagi og það stekkur
vitanlega ekki alfullkomið fram í fyrsta
skipti. Það er áríðandi, að haldið verði
áfram að þróa það, finna ágallana og bæta
úr þeim eftir því, sem tök eru á. Viðhorf
manna breytast, mat manna, hvað sé
mikilvægast breytist með tímanum, og það
er nauðsynlegt, að skólakerfið fylgist með
þessu öllu og sé í sífelldri endurskoðun."
Hörður Lárusson deildarstjóri í mennta-
málaráðuneytinu tók þá til máls. Hann
sagði m.a.: „Eins og nú er háttað við lok
grunnskóla, geta nemendur ekki fallið á
því stigi. Nemendur þurfa aðeins að ljúka
grunnskólanum, og meiri kröfur eru ekki
til þeirra gerðar. Mikill meirihluti nem-
enda fer í framhaldsskóla. Þetta fyrir-
komulag hefur leitt til þess, að nemendum
hefur fjölgað verulega í framhaldsskólum.
Ég lít þannig á, að þessi staðreynd sé eitt
stærsta vandamálið, sem framhaldsskól-
inn stendur frammi fyrir. Þetta þýðir
náttúrlega, að nemendahópurinn er
miklu fjölbreytilegri en áður var. Hann
gerir miklu meiri kröfur til kennaranna og
skólastarfsins. Þessi vandi flyzt svo áfram
upp í gegnum framhaldsskólann og upp á
háskólastigið." Hörður kvaðst halda, að
þeir, sem stóðu að mótun og uppbyggingu
fjölbrautakerfisins hefðu verið tiltölulega
bjartsýnir á, að þar væri fundin lausn til
þess m.a. að mæta þessum vanda. „Ég er
ekki í nokkrum vafa um, að þetta kerfi er
vel til þess fallið að mæta vandanum. Hins
vegar virðist mér fullmikið hafa verið gert
af því á undanförnum árum að slá því
föstu, að þeir, sem kæmu inn í fjölbrauta-
skóla, skyldu Ijúka stúdentsprófi. Þarna
vantar gleggri skilgreiningu á hinum
skemmri námsbrautum framhaldsskóla-
stigsins, þar sem réttindi nemendanna
væru skilgreind. Á þessum styttri náms-
brautum yrði nám, sem nýttist nemendum
í atvinnulífinu." Síðar á ráðstefnunni, þeg-
ar rædd var spurningin um það, hvers kon-
ar háskóla fundarmenn væru að tala um,
sagði Hörður m.a., að í framhaldsskóla-
frumvarpinu væri gert ráð fyrir margs
konar námi á háskólastigi og ætlunin hlyti
að vera sú, að ýmiss konar starfsnám, sem
stundað hefur verið í framhaldsskóla, yrði
stundað í sérskólum á háskólastigi, en ekki
væri ástæða til að dengja því námi öllu inn
í Háskóla íslands.
50% háskólastúdenta hætta
eftir 1. námsár
Að matarhléi loknu tók Guðmundur
Magnússon háskólarektor til máls.
„A árunum 1977—1982 tvöfaldast tala
þeirra stúdenta, sem hefja nám við Há-
skóla íslands ár hvert (úr 940 nemendum í
1832). Alls eru þetta tæp átta þúsund stúd-
enta, sem hefja nám í skólanum á þessu
sex ára tímabili. Sé hverjum innritunar-
árgangi fylgt eftir, kemur í ljós, að um
helmingur innritaðra stúdenta í hverjum
árgangi hættir námi, en um helmingur
hefur ýmist brautskráðst eða er enn í
námi. Tvö síðustu árin er þetta hlutfall
eðlilega hagstæðara, þar sem búast má
við, að nokkur hluti eigi enn eftir að falla
brott. Það má því segja, að af tæplega átta
þúsund stúdentum, sem byrjað hafa hjá
okkur á þessum árum, hafi tæplega fjögur
þúsund hætt námi. Hlutfall þeirra, er
hætta eftir 1. námsár, hefur farið vaxandi
(33% árið 1977-1978, en 50% árið
1982—1983), en á móti þeirri aukningu
kemur svo, að fleiri þeirra en áður koma
aftur og tekst þá að halda áfram námi.
Hlutfall þeirra nemenda, sem innritast,
fara ekki í próf og hætta síðan alveg hefur
heldur farið vaxandi (22% árið
1977-1978, en 27% árið 1982-1983).“
Háskólarektor fjallaði nánar um þróun
mála síðustu árin og sagði m.a. um mis-
mun milli kynja: „Ef brottfallshlutföll
fyrir konur annars vegar og karla hins
vegar eru borin saman kemur í ljós, að
mismunur milli kynja er ekki verulegur
þessi ár, nema innritunarárið 1978—1979.
Það ár er hlutfall brottfallinna kvenna um
14% hærra en sama hlutfall hjá körlum.
Hin árin er munurinn 2—4% konum í
óhag.“ Guðmundur Magnússon vék síðan
að mismuni milli deilda innan háskólans
og sagði m.a.: „Samanburður milli deilda
háskólans á brottfalli nemenda er af ýms-
um ástæðum hæpinn, einkum vegna þess
að líklegt má telja, að þeir nemendahópar,
sem innritast í deildirnar, séu innbyrðis
mismunandi. Sem almenna niðurstöðu má
segja, að hlutfall nemenda, sem hætta, sé
að jafnaði þessi ár lægst í guðfræðideild og
læknadeild, en hæst í heimspekideild og
félagsvísindadeild. Aðrar deildir fylgja
„nokkuð" meðaltali brottfallinna. Ef hins
vegar hlutfallsleg þróun brottfalls innan
hverrar deildar er skoðuð, þá má segja, að
sú þróun sé með ólíkum hætti eftir deild-
um: hlutur brottfallinna hefur t.d. minnk-
að í guðfræðideild, heimspekideild og fé-
lagsvísindadeild, en heldur aukizt í lækna-
deild."
Háskólarektor bar í lok ræðu sinnar
saman brottfallshlutföll hvers árgangs úr
einstökum framhaldsskólum og sagði það
vera almenna niðurstöðu, að stúdentar úr
hinum nýju fjölbrautaskólum kæmu held-
ur verr út en stúdentar úr hefðbundnum
menntaskólum og Verzlunarskóla íslands.
„Það ber þó að hafa í huga, að fyrrnefndu
stúdentarnir eru einungis um 800 af tæp-
lega 8.000 stúdentum. Brottfall fyrri ára,
þ.e. 1973—1977, virðist svipað og
1978—1982. Fleiri falla nú frá í byrjun en
áður. Hins vegar koma fleiri nú aftur.
Ekki hefur unnizt tími til að kanna, hvað
verður um nemendur, sem hætta alveg
námi, og hvernig þeim nýtist sú menntun,
sem þeir hafa þá aflað sér.“
Hugmyndir um breytt
háskólahald
Halldór Guðjónsson kennslustjóri Há-
skóla Islands tók til máls á eftir háskóla-
rektor. Halldór reifaði tvær hugmyndir
um breytingar á háskólahaldi hérlendis.
Önnur var sú, að rétt væri að stytta nám
fram að stúdentsprófi um eitt ár og nem-
endur kæmu því að jafnaði einu ári yngri
til háskólanáms en nú tíðkast. Hin hug-
myndin var sú, að rétt væri að skipuleggja
háskólanám á þann veg, að tvö fyrstu árin
væru sameiginleg með stórum hópum
nemenda, sem nú væri skipt smærra. Hali-
dór kvað megintilefni þess, að hann kynnti
ráðstefnugestum þessar hugmyndir það,
að hér kæmu stúdentar yfirleitt einu ári
eldri í háskóla, en tíðkaðist erlendis, en
fátt benti til að þeir hefðu forskot, fram
yfir erlenda stúdenta. Þá væri nám í fram-
haldsskólum svo margvíslegt, að samræm-
ingar væri þörf síðar. I þriðja lagi kvað
Halldór of marga háskólastúdenta hverfa
frá námi, án þess að þeir hefðu lært nokk-
uð, sem kæmi þeim til góða. I fjórða lagi
gæfi skipulag háskólanáms hér litla mögu-
leika á að mæta þörfum stúdentaárganga,
sem enn færu vaxandi í hlutfalli við fæð-
ingarárganga og teygðu sig neðar og neðar
eftir stiga hæfileika. „Ég tel, að unnt væri
að þjappa námi í grunn- og framhalds-
skóla svo saman, að nemendur komi með
sömu þekkingu einu ári yngri í Háskól-
ann,“ sagði Halldór. „Þá er ekki nóg lagt á
nemendur á milli 8 og 12 ára aldurs og í
öðrum og þriðja bekk framhaldsskóla.
Skólaárið yrði þá e.t.v. lengt lítillega, en
nú þegar er orðið mjög erfitt fyrir nem-
endur að fá atvinnu í skólaleyfum, sem
bendir til þess, að þeir hafi tíma til frek-
ara náms. Við megum ekki gleyma því, að
skólarnir gegna m.a. því hlutverki að
geyma mannafla, halda jafnvægi á vinnu-
markaði. Menn líta gjarnan á skólann sem
geymslustað fyrir fólk. Það er óþolandi
fyrir skólann, þar sem hann á að gera
nemendum gott.“
Halldór kvað ljóst, að aðsókn ykist að
framhalds- og háskólum alls staðar í
heiminum. Þetta gerðist, hvort sem stjórn-
völd eða skólayfirvöld væru hlynnt því eða
ekki. „Þetta eru óskir fólksins, og í lýðræð-
islöndum hlýtur að verða látið undan