Morgunblaðið - 01.02.1984, Blaðsíða 20
52
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1984
mmmn
a í
Komdu pérctftur'i rám'ú!"
líka?
Það er vissara að ég gefi yður stíf-
krampasprautu, ef hann skyldi
bíta!
HÖGNI HREKKVÍSI
Skip skáldsins
— síðbúin athugasemd vegna ritfregnar Jóhanns Hjálm-
arssonar í tilefni útgáfu Ritsafns Davíðs Stefánssonar
Ljóðaunnandi skrifar:
„I Morgunblaðinu föstudaginn
16. desember er greinarkorn eftir
Jóhann Hjálmarsson skáld. Ber
það yfirskriftina Hvar eru skipin?
Er þar vakin athygli á Ritsafni
Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi,
sem nýlega er komið út hjá Helga-
felli í sjö bindum, en væntanleg
eru í viðbót tvö bindi með leikrit-
um skáldsins. í upphafi greinar-
innar fer Jóhann lofsamlegum
orðum um fyrstu bók skáldsins,
Svartar fjaðrir, og segir réttilega
að hún hafi á sínum tíma vakið
hrifningu lesenda og skýrir síðan
með fáum en velvöldum orðum
hvers vegna kvæði hins unga
skálds heilluðu svo hugi ljóðaunn-
enda sem raun varð á, þegar bókin
kom út 1919. Síðar í greininni gef-
ur höfundur í skyn, að Davíð hafi
daprast flugið og þreytumerkja
orðið vart á skáldskap hans, þó að
hann (J.H.) viðurkenni að alltaf
öðru hverju hafi skáldið sent frá
sér ljóð, sem jöfnuðust á við bestu
ljóðin í fyrstu bókinni. Orðrétt
segir J.H. svo á einum stað í grein-
inni: „Það sem háði Davíð aftur á
móti var að hann komst snemma í
andstöðu við strauma nýrra tíma
og gat ekki aðiagað sig breyting-
um. Hann, þjóðskáldið sjálft, hvarf
í skugga yngri manna (leturbreyt-
ing mín). Viðbrögðin voru stund-
um beiskjublandin um of.“
Þessi tilvitnuðu ummæli virðast
mér ekki réttmæt og raunar
furðulegt að þau skuli koma frá
skáldi og virtum ritdómara, sem
ætti öðrum fremur að geta metið
skáldskap Davíðs rétt. Engum
mun hafa verið fjær skapi en Dav-
íð Stefánssyni að eltast við ný
tískufyrirbæri í bókenntunum sér
til framdráttar, enda þurfti hann
ekki á slíkri uppyngingu eða vin-
sældaöflun að halda. Ungur sló
hann nýjan tón í íslenskri ljóða-
gerð og hlaut lof og viðurkenningu
alþjóðar umfram flest önnur sam-
tímaskáld. Þeirri skáldfrægð hélt
hann alla ævi. Hann var dáður og
viðurkenndur eins og hann var,
ljóð hans voru á hvers manns vör-
um og hverrar nýrrar ljóðabókar
frá hans hendi var beðið með eft-
irvæntingu. Skáldferill hans var
langur, spannaði næstum hálfa
öld, og margt breytist á skemmri
tíma, jafnt í bókmenntum sem á
öðrum sviðum. En Davíð var til
æviloka trúr þeim ljóðstíl og
þeirri bókmenntastefnu, sem hann
ungur hóf á loft með svo miklum
glæsibrag. Þjóðlegar hefðir og þau
menningarverðmæti, sem Davíð
vitnaði til í ræðu um Jónas Hall-
grímsson 1945 og taldi listaskáld-
inu góða til gildis, voru Davíð
sjálfum runnin svo í merg og bein,
að honum hefur áreiðanlega aldrei
komið til hugar að líkja eftir út-
lendum tískustefnum í bókmennt-
um eða keppa við yngri skáld í
þeim efnum. Hann þurfti einfald-
lega ekki á slíkri samkeppni að
halda. Lof lýðsins hefur hann lík-
lega látið sér í léttu rúmi liggja
samanber orð hans sjálfs í kvæð-
inu Ég sigli í haust, en þar segir:
„Ég bið ekki lýðinn um lof/eða
lárviðarkrans." Sjálfsagt hefur
skáldfrægðin glatt hann og örvað
hann til dáða, en hún hefur áreið-
anlega aldrei stigið honum til höf-
uðs eða gert hann öfundsaman í
garð annarra skálda.
Auðvitað breyttist skáldskapur
Davíðs nokkuð, einkum hvað
snerti val yrkisefna, eftir því sem
Ilavíð Stefánsson frá Fagraskógi.
árin liðu. Æskufuninn dvínaði og
þeir eldar, sem eitt sinn brunnu
hvað heitast, fölskvuðust, en
íhygli og djúpir vitsmunir settu æ
meira mark á ljóð hans en áður.
Mörg bestu ljóð hans frá síðari
hluta ævinnar standa æskuljóðum
hans ekki að baki, eins og Jóhann
Hjálmarsson bendir réttilega á í
grein sinni. Kvæði eins og Askur-
inn, Skógarhind, Við Hreindýravatn,
Sorg, Segið það móður minni, Hús-
móðir og mörg fleiri munu áreið-
anlega verða langlíf í bókmennt-
um okkar. Sú fullyrðing Jóhanns
Hjálmarssonar, að Davíð hafi
horfið í skugga yngri manna er
vægast sagt furðuleg. Fróðlegt
væri að vita hverjir þeir ungu
Afreksmenn í eiturlyfjaútþurrkuninni:
Hugsið fyrst —
framkvæmið síðan
x' VÁ ! - bAPER 5TOK 06 FEITtlR WJSKÖTTOrz! '
Inga skrifar:
„Sem ekkert sérlega heimskur
maður ætla ég að senda þjóðinni
nokkrar línur.
Ég hef heyrt að nú eigi að vinna
afrek meðal okkar; það á að má
eiturlyfjanotkun brott. Sumum
þykir gott að vinna afrek en þeim,
eins og öðrum, er hollt að hugsa
áður en framkvæmt er að ég tali
ekki um þegar gjörðirnar snerta
fleiri en þá sjálfa. Hvers vegna segi
ég það? Vegna þess að reynsla mín
og annarra hefur kennt mér að
ekki séu aðferðirnar sem klisjað er
á sem fíkniefnalausnir, vænlegar
til árangurs. Ekki einu sinni sú
sem kölluð er „Stóraukin fyrir-
byggjandi fræðsla í skólum lands-
ins og samræmd upplýsingaherferð
í fjölmiðlum".
Mig langar að benda afreks-
mönnum á eftirfarandi til íhugun-
ar: — Frá því að ég var smávaxinn
maður í barnaskóla hefur verið
hamrað í mig, hversu hrikalega
hættulegar sígarettureykingar eru.
Mér var stillt upp frammi fyrir
sýningartjaldi og sýnd teikni-
myndahrollvekja um eitrið og alls-
kyns áróðursleiðir hafa verið farn-
ar til að sýna mér fram á afleið-
ingar ósómans. Reykingum fylgja
víst ónýt líffæri, mæða, krabba-
mein, svefnsýki á morgnana og ég
veit ekki hvað og hvað. En viti
menn, þrátt fyrir alla uppfræðsl-
una og hótanirnar um færri og
sársaukafyllri lífdaga, reyki ég í
það minnsta einn pakka af eitrinu
á dag og hef fyrir víst að ekki sé ég
eini stórreykingamaðurinn á Is-
landi.
— Nýlega átti ég tal við gutta
sem sniffar (ekkert einsdæmi).
Eitthvað var hann að tala um að
hætta þessari vitleysu og halda sig
við brennivínið. Hvað þýðir það?
Það þýðir að snúa sér yfir í sjálfs-
flóttaleið sem ekki aðeins er viður-
kennd, heldur stunduð mikið af
fyrirmyndum guttans áðurnefnda.
Annað og síður merkilegt er að
drengur þessi var að fræða mig á
skaðlegum áhrifum sniffefna á
heilastarfsemina ... sniffarinn
sjálfur...
Ef ég tryði því að fræðsla kæmi í
veg fyrir fíkniefnaneyslu hefði ég
eflaust talið sjálfri mér trú um að
drengurinn væri að plata mig. En
eins og ég sagði áðan er ég ekkert
sérlega heimskur maður og veit því
að fræðsla um eiturlyf kennir
drengnum ekki að öðlast tilgang
með lífinu og horfa björtum augum
til framtíðarinnar. Hún kennir
honum ekki að eiga góð samskipti
við aðra menn.
Tilvonandi afreksmönnum í eit-
urlyfjaútþurrkuninni segi ég því
þetta:
Fræðsla og upplýsingar eru ekki
slæmar en langi ykkur til að vinna
að varanlegri lausn fyrir eitur-
lyfjaneytendur, notið þá krafta
ykkar til að kenna þeim að eiga góð
samskipti. Byrjið þar og þið munuð
sjá að þessir menn missa smám
saman áhugann á því að svæfa sig.
Manni sem öðlast varanlegan til-
gang og kann að eiga góð sam-
skipti, þykir vænt um þann raun-
veruleika sem hann byggir upp og
kærir sig ekki um að flýja frá hon-
um.
Sá sem íhugar af viti gerir sér
grein fyrir því að þjóðfélag okkar
er í dag bæði úrelt og siólaust. Hvað
skyldi þá sá kallast, sem kýs að
sníða svokallaða „ólánsmenn" að
siðlausu kerfi? ... Svari sá sem
veit.
Hugsum fyrst, framkvæmum
síðan.
Kveðja, Inga.“