Morgunblaðið - 01.02.1984, Síða 22

Morgunblaðið - 01.02.1984, Síða 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1984 Er sauðfjárræktin á yilligötum? Athugasemd vegna blaðaviðtals við dr. Stefán Aðalsteinsson Samanburður á svo til jafnþungum föllum (17,7 og 17,9 kg), sem sýnir mun á stjörnuflokki t.v. og góðum I. gæðaflokki t.h. Athygli er vakin á meiri vöðvafyllingu á stjörnuskrokknum. Stjörnuflokkurinn vó 38,0 kg á fæti en I. flokks dilkurinn 42,0 kg. — eftir Sigurgeir Þorgeirsson og Stefán Scheving Thorsteinsson Þann 21. desember sl. birtist í Morgunblaðinu viðtal við dr. Stef- án Aðalsteinsson deildarstjóra Búfjárdeildar Rannsóknastofnun- ar landbúnaðarins í tilefni þeirra ákvörðunar stjórnar stofnunar- innar (RALA) að leggja niður fjárbúskap á tilraunastöðinni á Reykhólum. Þar sem í viðtali þessu koma fram ýmsar rangar og villandi fullyrðingar, faglegs eðlis, sjáum við okkur knúna til að gera við það nokkrar athugasemdir, enda þótt að öllu jöfnu teljum við tíma okkar betur varið í önnur verkefni en að munnhöggvast við samstarfsmenn í dagblöðum. Stefán er að vonum óánægður með þá ákvörðun stjórnar RALA að leggja niður fjárbúið á Reyk- hólum. Það er hins vegar ekki stórmannlegt af honum að gefa í skyn, gegn betri vitund, að sú ákvörðun sé runnin undan rifjum starfsbræðra sinna í rannókna- og ráðunautastétt. Það er ekkert launungarmál, að lengi hefur staðið nokkur ágrein- ingur meðal fagmanna um kyn- bótastefnu í sauðfjárrækt, þar sem Stefán hefur að okkar áliti skapað sér sérstöðu með einstrengingslegri afstöðu. Þessi ágreiningur, sem lengst af liggur niðri, á hins vegar ekkert skylt við þá ákvörðun stjórnarinnar að leggja niður fjárbúið á Reykhól- um, eins og Stefán lætur í veðri vaka. Okkur er ekki kunnugt um, að nverandi stjórnarmenn RALA aðhyllist neina sérstaka stefnu í sauðfjárrækt, né heldur leituðu þeir faglegs álits okkar eða ann- arra í þessu sambandi, enda lögðu þeir höfuðáherslu á, að fjárstofni þeim, sem Stefán hefur ræktað á Reykhólum yrði tryggð framtíð á öðrum stað. Undirritaðir mæltu gegn því við forstjóra RALA, að fjárbúið á Reykhólum yrði lagt niður, og jafnframt getum við fullyrt, að enginn leiðandi maður í sauðfjár- rækt hefur mælst til að fjárstofn- inum á Reykhólum yrði fargað. Getgátur Stefáns um „fagpólitísk- ar“ ástæður eru því út í hött og „Síðustu áratugi hefur veri unnið mrkvisst að alhliða sauðfjárkyn- bótum hér á landi með höfuðáherslu á aukna afurðasemi og bætt kjötgæði, en jafnframt með nokkurri áherslu á aukna og bætta ull.“ geta einungis þjónað annarlegum sjónarmiðum. Um er að ræða hvimleiða tilraun til að vekja sam- úð með sér en tortryggni í garð allra annarra er vinna að sauð- fjárrannsóknum og leiðbeining- um. Kynbótastefnan Þar eð umræðan hefur nú verið hafin á vettvangi dagblaðs, er nauðsynlegt að útskýra í nokkrum orðum forsögu þessa máls. Þegar útflutningur hófst á frosnu dilka- kjöti til Bretlands árið 1927, kom í ljós að íslenska féð hafði bagalega vaxtargalla, sem stórspilltu fyrir sölu kjötsins í harðri samkeppni við dilkakjöt frá Nýja-Sjálandi og Argentínu. Þetta varð hvati þess, að dr. Halldór Pálsson tókst á hendur sérnám í vaxtarlífeðlis- fræði og kjötgæðum við háskólana í Edinborg og Cambridge. Rann- sóknir hans staðfestu þær um- kvartanir markaðarins, að ís- lenska dilkakjötið stæði langt að baki kjöti af ræktuðu holdafé hvað snerti vaxtarlag og kjötgæði, eink- um vöðvasöfnun og dreifingu fitu í skrokknum. Þá leiddu rannsóknir hans í ljós sterkt samband milli beinabyggingar skrokksins annars vegar og vöðva- og fitusöfnunar hins vegar. Eitt af þvi merkasta í niðurstöð- um Halldórs var hve sterkt sam- band reyndist vera milli lengdar og lögunar framfótleggjar annars vegar og vaxtarlags skrokksins og kjötgæða hins vegar. Þannig fylgj- ast að tiltölulega stuttur leggur og breiðir, þykkir vöðvar, létt bein og bráður þroski með örari fitu- söfnun. Beinar kjötrannsóknir eru ákaf- lega vinnufrekar og kostnaðar- samar og verða því ekki fram- kvæmdar í stórum stíl við kyn- bótaúrval. Því er nauðsynlegt að leggja til grundvallar aðra mæli- kvarða, er tengjast þeim kjöt- gæðaeiginleikum sem bæta skal. Fótleggurinn er einn slíkur mæli- kvarði og e.t.v. sá sterkasti, þegar á allt er litð. Hann er bráðþroska bein og því lítt næmur fyrir um- hverfisáhrifum, auðmældur á lif- andi fé og þar að auki úrgangsbein sem ekkert kostar og því ákjósan- legur til rannsókna á sláturfénaði. Þessi uppgötvun Halldórs hefur haft víðtæk áhrif á kynbótastarf, ekki aðeins hér á landi, heldur víð- ar um heim. Síðustu áratugi hefur verið unn- ið markvisst að alhliða sauðfjár- kynbótum hér á landi með höfuð- áherslu á aukna afurðasemi og bætt kjötgæði, en jafnframt með nokkurri áherslu á aukna og bætta ull. Þessi áherslumunur er ekki óeðlilegur í ljósi þess að kjöt og slátur hafa numið 85—90% af sauðfjártekjum bóndans en ull og gærur 10—15%. Hvað varðar kjötgæðin hefur úrvalið miðað að aukinni holdasöfnun, þykkari vöðvum, einkum í lærum og baki, og minnkandi hlutfalli beina i skrokknum. Því fer víðsfjarri, að þetta úrval byggist á legglengd einni saman, heldur fer úrvalið eftir alhliða mati á vaxtarlagi og holdafari skepnunnar, þar sem legglengdin er aðeins einn af mörgum mælikvörðum. Framan af var ekki gerður skarpur grein- armunur á vöðva- og fitusöfnun en aukin áhersla á vöðvaþroska. n,12 Þessum úrvalsaðferðum hafnar Stefán Aðalsteinsson al- farið, svo sem fram kemur í við- talinu. Virðast liggja til þess tvær ástæður. Annars vegar telur hann kynbætur fyrir kjötgæðum lítils virði, og verður vikið að því síðar, en hins vegar heldur hann því fram, að slíkt úrval stórspilli ull- argæðum og afurðasemi fjárins. Stefán segir: „Nú er í gangi her- ferð sem á að breyta fjárstofnin- um í landinu í lágfætt fé, og þess- um lágu fótum fylgir gulur litur á ullinni og stundum til skaða." Ennfremur segir hann: „Það er bara staðreynd að styttri fætur gefa léttara fall. Það er líka stað- reynd að styttri fótum fylgir meiri fita á skrokknum ... “ og að lok- um: „Minnkandi fallþungi, meiri fita og gul ull virðist vera það, sem bændur eru að kalla yfir sig með sæðingum núna.“ Þverskurður af tveimur jafnþungum tvílembingsfóllum (13,8 og 13,9 kg) frá Hesti, í Sláturhúsi K.B. í Borgarnesi, t.v. ágætlega vöðvafylltur skrokkur bæði á baki og síðum, en t.h. mun vöðvaminni en þó feitari skrokkur. Mæður beggja dilkanna voru af háfættum stofni á Hesti, en faðir dilksins t.v. var lágfætti hrúturinn Angi 229 og faðir dilksins t.h. var Hundingur 269 af háfætta stofninum. Gula ullin og fótleggurinn Fullyrðingin um gulu ullina og lágu fæturna er vægast sagt und- arleg af hendi erfðafræðings, nema hann lúri á gögnum, sem styðja hana. Væri þá fróðlegt að fá þau gögn birt. Okkur er ekki kunnugt um að slíkt erfðasam- band hafi verið rannsakað, því síð- ur að sýnt hafi verið fram á það, eða mönnum yfirleitt dottið í hug að það væri fyrir hendi. Fullyrð- ing sem þessi fellur dauð og ómerk uns hún hefur verið studd vísinda- legum rökum, en áróðurslyktin er auðfundin. Fallið og fótleggurinn Um fallþunga er það að segja, að í yfirgripsmiklum rannsóknum á Fjárræktarbúinu á Hesti hefur verð sýnt fram á jákvæða erfða- fylgni milli fallþunga og legg- lengdar, svo sem Stefán bendir á. Þetta er eðlilegt, þar sem beina- lengd er ákveðinn mælikvarði á stærð skepnunnar. Það sem hann á hinn bóginn kýs að horfa fram hjá er sú staðreynd, að úrvalið þar byggist samhliða á þunga lamb- anna, og þannig hefur fallþungi á búinu fremur aukist en minnkað samfara styttingu fótleggjar og bættum kjötgæðum. Hefðu kyn- bæturnar fyrir auknum kjötgæð- um byggst á einstrengingslegu úr- vali fyrir styttri legg, er lítill vafi á að féð hefði lést og fallþungi minnkað. En málið er flóknara. Ýmsir rugla stöðugt saman stærð (væn- leika) og lögun. Það eru engin ný sannindi, að stórar skepnur og þungar hafa meiri vaxtargetu en þær sem smærri eru að eðlisfari. Hins vegar ræðst hagkvæmni stærðarinnar af aðstæðum. T.d. er stórt fé þurftarfrekara en smá- vaxnara fé. Ennfremur nýtist vaxtargeta þess ekki til fulls nema landgæði séu samsvarandi. Lögun er annað og óháð stærðinni. Þær rannsóknir á Hesti, sem áður var vitnað til, sýna að þau hlutföll ein- stakra skrokkmála, sem lýsa lög- un skrokksins, hafa litla sem enga erfðafylgni við fallþungann. Hins vegar erfast þau saman, þannig að hagstæð lögun mismunandi skrokkhluta hneigist til að fylgj- ast að. Niðurstöðurnar sýna ótví- rætt, að unnt er að breyta bygg- ingarlagi fjárins, án þess að skerða fallþunga. Hitt dettur eng- um skynsömum manni í hug, að velja blint fyrir bættu vaxtarlagi án tillits til þunga. Stefán gerir því skóna, að sæð- ingastarfsemin í landinu, eins og hún er rekin, leiði til minnkandi fallþunga lamba, svo sem áður greinir. Hann ætti þó að vita bet- ur, þar sem reynslan talar öðru máli. Samfara kynbótastarfsem- inni jókst fallþungi lamba á land- inu öllu um 2,44 kg eða 18,7% milli áranna 1934-’43 og 1972-’81, skv. útreikningum Sveins Hall- grímssonar sauðfjárræktar- ráðunauts. Á Suðurlandi, þar sem sæðingar hafa verið stundaðar í ríkari mæli en annars staðar á landinu, jókst kjötframleiðsla eft- ir hverja á um tæp 4 kg eða 18,4% frá 1968—’69 til 1980-’81. Það er að vísu ógerningur að aðgreina mikilvægi erfða og umhverfis í þessum framförum, en þær gefa þó síst tilefni til rakalausra árása á starfsemina. Þessu til frekari stuðnings, skal á það bent, að vænleikaeinkunn þeirra hrúta, sem notaðir hafa verið á sæð- ingastöðvum undanfarin 15 ár, er nær undantekningalaust yfir landsmeðaltali. Áhyggjur Stefáns að þessu leyti virðast því vera óþarfar. Fitan og fótleggurinn Stefán varar við því, að lágfætt fé safni meiri fitu en háfætt. Þetta er rétt, og mun hann þar hafa í huga nýlegar niðurstöður rann- sóknar, þar sem borið var saman vöxtur, þroski og kjötgæði lamba af háfættum og lágfættum stofni. í þessari rannsókn kom fram, að lágfættu lömbin voru að jafnaði feitari en þau háfættu, sem lýsir fyrst og fremst bráðari þroska

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.