Morgunblaðið - 04.03.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.03.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MARS 1984 65 Bjarni Eiríkur Sigurðsson skólastjóri í háalvarlegri skipulagningu ásamt nemanda sínum. „Kvótinn" var ekkert vandamál í veggskreytingalist nemenda grunnskólans sem nutu aðstoðar nemenda frá Myndlista- og handíðaskólanum. Yngstu skólanemarnir mótuðu af kappi í leir með aðstoð vsntanlegra lista- manna frá MHÍ. „Þetta drífur fólkið áfram“ Sigríður Erna úr MHÍ kenndi 6 ára börnum grímugerð. Hún kvað starfið í skólanum stórkostlega skemmtilegt framtak, því þetta drifi fólk áfram. Kristín Gísladóttir úr MHÍ var að kenna 9 ára börnum. Hún kvað starfið í skólanum mjög spenn- andi og kvaðst telja að sams konar ætti að gera í öllum skólum lands- ins, en þó ef til vill sérstaklega úti á landi þar sem myndlistarkenn- ara vantaði. Sóley Ragnarsdóttir úr MHÍ kvað nemendur svolítið hikandi að koma með hugmyndir, en þó rættist furðufljótt úr. Jóhann Grétarsson, 9 ára, var að vinna í grímugerð. Hvað hafði hann að segja um þemavikuna í skólanum? „Maður andar mikið léttar ef skólataskan er heima." „Þetta er alveg frábært og auð- vitað eigum við að hafa þemaviku oftar," sögðu Harpa og Svava Rán, 9 ára gamlar. „Þetta er ofsalega gaman og hinn skólastjórinn (Torfi Jónsson, skólastjóri MHÍ) tók myndir af okkur með grímurnar," sagði Fríða Björg, 6 ára gömul og jafn- aldri hennar, Karl Ægir, kvaðst mjög ánægður með þetta allt sam- an, enda miklu skemmtilegra en að vera í stærðfræði á þessum tíma eins og stundaskráin segði til um. Stjórn Foreldra- og kennarafé- lagsins kom í heimsókn og fannst henni það sem fram fór í einu orði sagt stórkostlegt. „Börnin ljóma af ánægju og áhuga," sagði einn úr foreldrafélaginu. „Þau hafa málað veggi, gert sviðstjöld, smíðað skógrindur og unnið fjölmörg önn- ur gllð störf sem skilja margt gott eftir sig, fyrir utan það sem þeim var kynnt og leiðbeint með. Fyrir hönd félagsins viljum við færa skólastjóra, kennurum og öllum þeim sem lagt hafa hönd á plóginn og að þessu staðið, bestu þakkir og við vonumst til að þemavikan geti orðið fastur liður í starfi skólans." Grein: Árni Johnsen Myndir: Ragnar Axelsson og nemendur Grunnskóla Þor- lákshafnar. LALOGGIA Sérverslun meö listræna húsmuni Borgartún 29 Sími 20640 ■ Þettaogmargb fleiiafrá Cassina G WINK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.