Morgunblaðið - 04.03.1984, Side 20
68
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MARS 1984
3E
A DROmNWGI
UMSJÓN:
Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir
Félag guðfræðinema
Æskulýðsfregnir
Utan Úr lieÍmÍ Nýjar leiéir - ný gleöi
t*etta er merki heimsþings
Lútherska heimssambandsins,
sem verður haldið í Búdapest í
Ungverjalandi í sumar, frá 22.
júlí til 4. ágúst.
Fyrir heimsþingið heldur
Lútherska heimssambandið
æskulýðsþing, líka í Búdapest.
Þangað mun streyma ungt
fólk hvaðanæva að úr veröld-
inni til að halda guðsþjónust-
ur, syngja, hlusta, biðja, leika
og vitna hvert fyrir öðru og
eflast nýjum krafti, sem þau
verða send með út í veröidina.
Þau munu játa að framtíðin er
í Kristi. Yfirskrift mótsins er
nefnilega: In Christ the Fut-
ure is now. Það er stundum
ögn snúið að þýða svona kjör-
orð, en okkur finnst þetta
mætti þýða: Fyrir Krist eigum
við framtíð. Það er orðaleikur
milli yfirskriftar æskulýðs-
þingsins og alheimsþingsins
því yfir yfirskrift þess er: In
Christ — Hope for the World:
I Kristi er von heimsins. Það
er þess vegna, vegna þess að
Kristur er von heimsins, sem
ungu fólki leyfist að treysta
því að það eigi framtíð.
Nokkur þeirra sem undir-
búa æskulýðsþingið segja:
„Kirkjan er skapandi og starf-
andi félag, þar sem við getum
fundið frið, réttlæti og frelsi
og gildi alls þessa í daglegu lífi
þjóðfélagsins. Þegar dagleg
reynzla okkar verður önnur en
friður, réttlæti og frelsi, er
það vegna þess að kærleikur
Guðs, sem vill umfaðma allt,
hefur verið sniðgenginn og
þjóðfélagið og kirkjan þarf þá
að sættast við Guð og endur-
nýjast með því að Guð fái að
komast að okkur."
fólk og ungt fólk heldur ekkert
fyrir kirkjuna. Þessar fullyrð-
ingar eru vissulega algjörlega
rangar. Fjöldi ungs fólks leit-
ar til kirkjunnar, leitast við að
eflast þar í trú á Krist og leit-
ar nýrra leiða til að útbreiða
þá trú. Samt fara líka margir
á burt, yfirgefa kirkjuna og
leita annarra leiða. Það er líka
augljóst að Lútherska heims-
sambandið er nú að hyggja að
því hvernig kirkjan geti
brugðizt við þessum vanda
hins unga fólks.
Hópur ungs lúthersks fólks
ætlar að halda guðsþjónustu-
hátíð fyrir páskana í París.
Það staðhæfir að tilbeiðslan
Þetta eru góð orð. Það verð-
ur heldur niðurdragandi þegar
alltaf er verið að hamra á því
að kirkjan sé ekkert fyrir ungt
Bréfaskipti æsku-
lýðsfélaganna
ÆskulýAsskrifstofa kirkjunnar
á Klapparstíg er mikil menning-
armiðstöé undir forystu þeirra séra
Agnesar og Bjarna. Þar eru m.a.
haldnir fundir forráðafólks í æsku-
lýósstarfi og þaðan eru send bréf
til æskulýðsfélaganna.
Þangað berast svo aftur
svarbréf frá þeim, sem æsku-
lýðsskrifstofan sendir til allra
hinna æskulýðsfélaganna. Það
er dæmalaust gott, höfum við
fregnað, að fylgjast svona með
jví, sem hin eru að bjástra við og
fá frá þeim hugmyndir og upp-
örvun. Og hér með sendum við
baráttu- og friðarkveðjur til
allra æskulýðsfélaganna í tilefni
æskulýðsdagsins.
sé brennandi spurning í æsku-
lýðsstarfi kirkjunnar í Evrópu
og Norður-Ameríku. Það vitn-
ar í niðurstöður æskulýðsmóts
Lútherska heimssambandsins
í Urach í Þýzkalandi árið 1981:
„Víða í heiminum flykkist
ungt fólk frá kirkjunni. Það
virðist vera af þremur orsök-
um. Mörgu ungu fólki finnst
það utangátta í guðsþjónust-
unni, ekki einungis vegna
formsins, heldur vegna þess
hvað þar skortir andann, sam-
félagið, ferskleikann og von-
ina.
Því skorum við á Lútherska
heimssambandið að koma á
fót starfshópum, sem reyni að
komast að því hvers vegna
ungt fólk yfirgefur kirkjuna.
Hver starfshópur skyldi beina
athygli sinni sérstaklega að
tilbeiðslunni."
Markmið þessara hátíða-
halda í París er að endurlífga
tilbeiðsluna í lúthersku
kirkjulífi með því að safna
saman ungu fólki og senda það
með nýjan eldmóð heim í
kirkjur sínar. Ætlunin er að
gefa hópum og einstaklingum,
sem starfa að hljómlist, leik-
list og guðsþjónustugerð í
kirkjunum, tækifæri til að
hittast og tilbiðja saman og
leggja eitthvað af mörkum til
að auðga æskulýðsstarfið í
kirkjunni.
Æskulýðsfélagið sat á fundi, 9
snaggaralegar stelpur beggja
vegna fermingaraldurs drukku
súkkulaði og borðuðu apríkósu-
tertu, sársvangar eftir langan
skóladag. IJmræðuefni fundarins
var þetta: Á kirkjan erindi til ungs
fólks? Stelpurnar voru ekki seinar
til svars: Kirkjan á mikið erindi til
ungs fólks. Það yrði bara allt
ómögulegt, allt myndi hrynja, ef
kirkjan væri ekki til. En nær hún
til ungs fólks? Nei, ekki nærri nóg.
Messurnar eru stundum svo dap-
urlegar og tilbreytingarlausar að
við erum alveg að farast. Samt
komum við alltaf aftur. En það
þarf að breyta messunni.
Einmitt, segir presturinn.
Furðulegt hvað prestar, sem
alltaf eru að gagnrýna aðra í
ræðum sínum, verða varkárir
þegar þeim finnst þeir vera
gagnrýndir. Einmitt, segir prest-
urinn aftur. Ef þið viljið að ein-
hverju sé breytt verðið þið að
breyta því sjálfar. Við höfum
enga til að gera þetta fyrir
okkur, og það getur enginn
breytt messunni eins og þið vilj-
ið nema þið sjálfar. En þið getið
það og þið megið það líka. Hvað
viljið þið gera?
Við viljum syngja skemmti-
legri sálma, sögðu stelpurnar,
sálmana úr æskulýðssöngbókun-
um og ýmsa aðra fallega sálma.
Við viljum auðvitað líka halda
áfram að syngja gömlu sálmana.
Kannski gætum við sungið nýju
sálmana með konunum úr
kirkjukórnum og kennt þá svo-
leiðis.
Og þar með var það ákveðið. í
hverri viku hittast stelpurnar í
æskulýðsfélaginu og konurnar í
kirkjukórnum og æfa saman
sálma úr æskulýðsbókunum.
Þær syngja flesta sálmana tví-
raddað og án undirleiks. En
hvernig tekið söfnuðurinn þess-
um nýja söng? Safnaðarfólkið
hrósar þeim á hvert reipi — og
bráðum verður það sjálft farið
að taka undir.
Biblíulestur
vikuna 4. til 10. marz
Ég er Drottinn Guð þinn
Sunnudagur 4. mars:
Mánudagur 5. mars:
Þriðjudagur 6. mars:
Miðvikudagur 7. mars:
Fimmtudagur 8. mars:
' 9. mars:
Laugardagur 10. mars:
1. Mós. 1,26 — Guð er skaparinn.
2. Mós. 15,26 — Ég er Drottinn, græðari þinn.
Dóm. 6,23—24 — Drottinn er friður.
Davíðss. 23 — Drottinn er minn hirðir.
2. Mós. 23,6 — Drottinn er vort réttlæti.
2. Krónikubók 6,18—21 — Mun Guð búa með
mönnum á jörðu?
5. Mós. 6,1—5 — Drottinn er vor Guð, hann
einn er Drottinn.
Ég er Drottinn
Guð þinn
2. Mós. 20.2.
Sunnduagur í föstuinngangi
Nú breytum við ofurlítið til, kæru lesendur, og íhugum boðorðin
næstu 10 sunnudaga. Biblíulestrarnir verða líka um það boðorð,
sem við hugleiðum hvern sunnudag. f dag lesum við fyrste boðorð-
ið: „Ég er Drottinn Guð þinn, sem leiddi þig út af Kgyptalandi, út
úr þrælahúsinu. Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig.“ Við látum
hugann dveljast við þetta mikla hjálpræðisverk Guðs. Hann fann
til með fólki sínu í angist þess og ánauð. Og hann leiddi það út úr
þrælahúsinu. Hugleiðum hvernig þetta frelsisverk Guðs varpar
Ijóma yfir okkar eigið líf. Guð vill líka leiða okkur út úr þeirri
ánauð, sem við búum við, sem stundum birtist í ótta og kvíða,
stundum í eigingirni og öfund og hræðslu um eigin hag og frama,
ellegar ýmsu öðru, sem við hvert og eitt getum talið upp fyrir
sjálfum okkur. Guð vill frelsa okkur undan oki þessa þrældóms.
Eins og Guð leiddi ísraelsþjóðina út úr Egyptalandi leiddi hann
allt mannkynið út úr þrældómi syndarinnar með því að senda son
sinn Jesúm Krist til að líða og deyja á krossinum á Golgata og rísa
upp til eilífs lífs. Hugleiðum það í dag að við eigum aðgang að
þessu frelsi, þessu stórkostlega frelsi, sem bæði er eilíft og dag-
iegL Hvernig getur okkur þá langað til að hafa aðra guði?