Morgunblaðið - 06.04.1984, Side 19

Morgunblaðið - 06.04.1984, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. APRÍL 1984 19 Breytingartillögur við útvarpslagafrumvarpið FRIÐRIK Sophusson (S) og Guðmundur H. Garðarsson (S) hafa lagt fram eftirfar- andi breytingartillögur við stjórnarfrumvarp til útvarps- laga: • 1. Við 2. gr. 3. mgr. orðist svo: Menntamálaráðherra skipar fimm menn í út- varpsréttarnefnd. Rétt til að tilnefna fulltrúa í nefndina hafa Póst- og símamálastofnunin, Sam- band ísl. sveitarfélaga, Ríkisútvarpið og samtök útvarpsstöðva, einn mann hver og einn til vara. Menntamálaráðherra skipar formann nefndar- innar án tilnefningar. • 2. Á eftir 3. mgr. 2. gr. komi ný mgr. er orðist svo: tk Á hverju ári skal einn nefndarmanna í útvarps- réttarnefnd láta af störf- um og menntamálaráð- herra skipa annan í hans stað eftir tilnefningu sama aðila og tilnefndi þann nefndarmann er hætti, hafi hann verið til- nefndur skv. 3. mgr. Hlutkesti skal ráða í hvaða röð skipt er um nefndarmenn í byrjun. Óheimilt er að skipa sama manninn í nefndina tvisv- ar í röð. • 3. Viði 4. gr. 1. mgr. orðist svo: Útvarpsstöðvum er heimilt að afla tekna með auglýsingum, áskriftar- gjaldi eða sérstöku gjaldi vegna útsendingar fræðslu- og skýringarefn- is. Auglýsingar skulu vera skýrt afmarkaðar frá ann- arri dagskrá útvarps- stöðvar. Útvarpsstöðvar skulu sjálfar ákvarða verð þeirrar þjónustu sem þær veita. • 4. 3. mgr. 4. gr. falli brott. • 5. 3. tl. 5. gr. falli brott. • 6. Síðasti málsliður 3. mgr. 6. gr. falli brott. • 7. Við 6. gr. Á eftir 3. mgr. komi tvær nýjar mgr. er orð- ist svo: Útvarpsstöð er heimilt að reisa sendistöð og endurvarpsstöð, flytja inn, eiga og reka sendi- tæki, viðtæki og önnur slík tæki sem erU sérstak- lega framleidd fyrir út- varp enda fullnægi tækin reglum sem Póst- og síma- málastofnunin setur um öldutíðni, útgeislun og fleira, svo sem ákveðið er skv. alþjóðasamþykktum og reglum varðandi far- skipti sem ísland er aðili að. Útvarpsstöðvar og Póst- og símamálastofnunin skulu hafa náið samstarf til að tryggja að útvarp og fjarskiptastarfsemi verði í heild sem hagstæðust fyrir þjóðina. • 8. Við 7. gr. 1. mgr. orðist svo: Heimilt er með reglu- gerð að setja nánari ákvæði um framkvæmd 3.-6. gr. og um innheimtu gjalds af útvarpsstöðvum, sem leyfi hafa fengið skv. 2. gr., til að standa straum af kostnaði við störf út- varpsréttarnefndar. LEGUKOPAR Legukopar og fóðriogar- efni í hólkum og heilum stöngum. Vestur-þýzkt úrvals afni. Atlashf Armúli 7 — Sími 26755. Pósthólf 493, Reykjavík FLUGLEIDIR AUGLÝSA FLUG OG BÍLL Ef þú kýst að ferðast á eigin vegum, skaltu láta Flugleiðir sjá um að bílaleigubíll bíði á áfangastað binum erlendis Fluglelðlr gefa þér kost á að ferðast i bílalelgubil frá 8 borgum í Evrópu! Flug og bíll er ódýr ferðakostur í sumarloyfinu. Hér aö neðan eru dæmi um einstaklingsverð, miðað viö að 4 séu saman um bil í viku. innlfallð er: Flug, bíll, km-gjald, söluskattur og kaskótrygglng: fB Ciasgow - frá kr. 9.372 - luxemborg - frá kr. 10.154,- Kaupmannahöfn - frá kr. 11.625.- Afsláttur fyrlr börn er á blllnu 4.100 tll 6.000 krónur. Pér verða allir vegir færir begar bú hefur tryggt þér Flug og bíl hjá Flugleiðum! Flugogbíll frákr. 9.372.- Englnn aukakostnaður. nema bensinlð og flugvallarskatturinn .■tureiiibjri iuii »

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.